Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Unnið að undirbúningi nýrrar hafskipahafnar í Hornafírði Gæti orðið safnstöð við útflutning Arðbær framkvæmd ÁFORMAÐ er að byggja nýja haf- skipahöfn í Homafirði, Faxeyrar- höfn, og samkvæmt hafnaáætlun verður hafist handa við fram- kvæmdina á árinu 2000. Unnið er að undirbúningi á vegum hafnar- stjómar og hjá Siglingastofnun. Formaður hafnarstjómar segir að nýja höfnin auki mjög samkeppnis- hæfni staðarins og telur ekki óraunhæft að skipafélögin taki upp beinar siglingar til Evrópu. Fyrirhugað er að gera Faxeyr- arhöfn á uppfyllingu talsvert sunn- an við núverandi höfn, eða alveg úti við Homarfjarðarós. Ari Jónsson, formaður hafnarstjómar á Homa- firði, segir að skipin hafi verið að stækka og núverandi höfn sé orðin of þröng þannig að skipin geti átt erfitt með að snúa þótt þau geti lagst að bryggju. Nýja höfnin geti tekið við stærri skipum, bæði lengri og djúpristari, auk þess sem athafnasvæðið í kringum höfnina vaxi til muna. Á undanfömum áram hafa verið gerðar miklar lagfæringar á innsigl- ingunni um Homafjarðarós. Lokað- gerðin er bygging garðs úr Austur- fjörum út í Þinganessker í fram- haldi af garðagerð á Austur- fjöratanga. Höfuðhlutverk hans verður að hamla gegn sandflutning- um frá austri í átt að Osnum og gera djúpristari skipum þannig auð- veldara með að komast yfir „Grynnslin" svokölluðu, þar sem sandur hefur tilhneigingu tíl þess að safnast fyrir í innsiglingunni. Fyrir- hugað er að bjóða framkvæmdir við Þinganesgarð út á þessu ári. Gerð hefur verið forathugun á tæknilegri og fjárhagslegri hag- kvæmni Faxeyrarhafnar, auk at- hugunar á áhrifum hafnargerðar- innar á strauma og vatnabúskap Homafjarðar og Skarðsfjarðar og lífríki. Kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar er áætlaður 400 millj- ónir kr. og segir Ari að þetta sé ein arðbærasta framkvæmdin á hafna- áætlun en á vegum hafnarstjórnar og Siglingastofnunar er nú unnið að lokahönnun, markaðsathugun, nánari rekstraráætlun og arðsem- ismati og undirbúningi fjármögn- unar. „Hafnargerð er í eðli sinu lang- tímaframkvæmd sem þarf að af- skrifa á löngum tíma. Ef við teljum að þessi staður eigi framtíð fyrir sér þá verðum við að taka þennan pól í hæðina. Gamla höfnin dugar ekki miklu lengur,“ segir Ari og vekur athygli á því að kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar sam- svarar aðeins kostnaði við hálfan vel útbúinn vertíðarbát með veiði- heimildum. Beinar siglingar til Evrópu Auka þarf tekjur hafnarinnar veralega til að standa undir afborg- unum og vöxtum af þeim 120-130 milljónum sem hún þarf að leggja til Faxeyrarhafnar á móti ríkinu. Ari segir að samkeppnisstaða hafn- arinnar batni mjög við fram- kvæmdina og trúir því að unnt verði að fjölga skipakomum. „Ég vonast til að skipafélögin sjái sér Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ARI Jónsson, formaður hafnarstjórnar í Hornafírði, við gömlu höfnina. HOFN Skarðs- fjörður ^rí'lörutang' Fyrírhugaður garður- Þinganessker f> Hornafjarðarós Einhoits- C. -/' Hvanney klettar hag í því að koma hér við. Á þess- um stað er framleitt mikið af sjáv- arafurðum til útflutnings, stutt til Evrópu og aldrei ófært frá Reykja- vík.“ Telur Ari ekki óraunhæft að ætla að skipafélögin tækju upp beinar siglingar milli Hornafjarðar og Evrópu þannig að þaðan yrði stundaður inn- og útflutningur á vöram. Með góðum kæli- og frysti- geymslum gæti Höfn orðið safnstöð við útflutning á sjávarfurðum. Bendir í því sambandi á þær breyt- ingar sem orðið hafa á framleiðslu afurðanna. Sölusamtökin kaupi þær í auknum mæli og safni í geymslur sínar þar til þær fari til endanlegs kaupanda og nefnir fyrirkomulagið hjá SÍF hf. sem dæmi um það. Þá telur Ari að aðdráttarafl stað- arins aukist fyrir fiskiskip, til dæmis við veiðar á kolmunna, og hráefmsstreymi til staðarins auk- ist. Fleiri skip muni koma til við- gerða og þjónustu og möguleikar skapist til vinnslu og útflutnings malarefna. Loks telur hann líklegt að útgerðir skemmtiferðaskipa muni vilja hafa viðkomu í Homa- firði þannig að farþegamir geti notið náttúrafegurðar svæðisins. ! í í I Lítið af hákarli á grunnslóð Húsavík- „HÁKARLAVEIÐIN var léleg í vetur, ég fékk aðeins 2 hákarla, en ég fékk þó 5 í fyrra. Það er eins og hann gangi nú ekki á grunnslóðir. Þau eru mörg handtökin ef góð verkun á að vera á hákarli, þá hann er hæfur til að smakkast vel á þorrablótunum," sagði Helgi Héðinsson, fjölveiðisjó- maður á Húsavík, sem var að hengja upp kæstan hákarl. Hákarlinn er einn hinna stærstu físka hér við land, venjulega 2-4 metrar en getur þó orðið jafnvel 8 metrar. Heimkynni hans eru hin köldu höf, bæði djúpt og grunnt. Ekkert dýr er svo stórt að hann geti ekki gert sér mat úr því og hefur margt dýrið fund- ist í maga hans. Vitað er að há- karl veiddist út af Eyjafirði, sem gleypt hafði sel. Hákarlinn var eitt sinn tal- inn einn af okkar nytjafiskum og voru þá veiðar mikið stund- aðar vegna lifrarinnar og þá voru þekkt mið út af Skjálf- anda og Eyjafirði og við Tjör- nes. Morgunblaðið/Silli Morgunblaðið/Benedikt SIGURÐUR Einarsson arkitekt og Arnar Skúlason afhenda Bell Meyer leikskólastjóra málverk í leikskólann. Leikskóli vígður Eskifirði - Nýlega var nýr leikskóli vígður á Eskifirði. Leikskólinn er þriggja deilda leikskóli, alls 468 fm að stærð. Deildirnar eru sjálfstæðar, hver með sinn inngang en tengjast miðgangi sem liggur að sal og eld- húsi skólans. Starfsmannarými er að norðanverðu í byggingunni og teng- ist einnig miðgangi. Þykkur stein- steyptur veggur hulinn svörtum steinsalla lokar byggingunni að fjallshlíðinni og Dalbraut en léttir zink-klæddir veggir og þak hvfla á steyptu veggjunum og opnast til suð- urs út á fjörðinn. Heimastofurnar þrjár má lesa á áberandi hátt í suðui’hliðinni sem box sem skjótast fram, hvert með sínum lit og gluggaopum í grann- formunum, ferningi, hring og þrí- hymingi. Gluggaskipan í leikstofum tekur sérstakt tillit til þarfa barn- anna, þ.e. þeir eru við gólf, í hæð við það svæði sem stór hluti af leik bam- anna fer fram. Lóðin er mótuð þannig að dalverpi gengur inn í hana frá suðri og myndar spennandi möguleika fyrir brýr, sleðabrekku o.fl. Hönnun og framkvæmd bygging- arinnar hófust árið 1997. Arkitektar að byggingunni era Batteríið ehf. Hönnun burðarþols og lagna var í höndum Verkfræðistofu Austurlands ehf., Raftæknistofan sá um hönnun raforkuvirkja og Landslagsarkitekt- ar sf. hönnuðu lóð. Umsjón og eftirlit annaðist Kristján Guðlaugsson frá Hönnun og ráðgjöf ehf. og aðalverk- taki var Tréiðjan einir, Fellabæ. P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.