Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 58
V58 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Með kveðju frá leiðbeinanda MÆLIKVARÐI á góða stjómun fyrir- tækja er meðal annars hversu vel þeim tekst að halda í gott starfs- fólk og efla það. Þar eru menn fyrst og fremst metnir eftir ár- angri í starfi en ekki prófskírteinum nema ' um sé að ræða lög- vemdað sérfræðistarf. Því miður er það svo í skólum landsins að þar fer ekkert mat eftir ár- angri í starfi heldur eft- ir því hvort þú hafir til- tekið próf. Eg tel þó að í fáum störfum skipti skilningur á málefninu, almennur þroski og mannlegir kostir meira máli. Mér skilst að fjöldi leiðbein- enda yfirstandandi skólaár sé um 700 eða um 20% af þeim sem kenna í grunnskólum landsins. Margir þeirra hafa sérhæfða háskólamennt- un eða aðra sérmenntun en þeir eiga það allir sammerkt að þeir hafa ekki '★próf í uppeldis- og kennslufræði. A Vestfjörðum fer hlutfall leiðbein- enda að vísu yfir 50% en annars staðar niður í 4-6%. I þeim skóla sem ég starfaði í í vetur nutu nem- endur 10. bekkjar handleiðslu tveggja leiðbeinenda í greinum sem kenndar voru til samræmdra prófa. Útkoma þeirra nemenda var ýmist jafn góð eða betri en þeirra sem nutu handleiðslu réttindakennara og samkvæmt því sýndu þessir leið- beinendur góðan árangur í starfí. vMiðað við yfirlýsingar þeirra sem mest vit telja sig hafa á skólamálum eru hins vegar þau 20% leiðbeinenda sem nú starfa rót alls þess sem aflaga fer, þeir virðast orsök allra vandamála skólakerfisins. Mér dettur í hug klassískt dæmi um fylgni eða það þegar einhver komst að því að drykkja Ira á 19. öld héldist í hendur við fjölgun presta og því væri drykkjan prestunum að kenna. Þetta eru fullyrðingar á líku stigi. Ef það eitt að stöðva ráðningar leiðbeinenda mundi leysa vanda skólanna bæri yfirvöldum mennta- mála að sjálfsögðu skylda tU að gera það strax. Annað væri svívirðilegt gagnvart þeim nemendum sem ár eftir ár eru þvingað- ir undir handleiðslu leiðbeinenda. En því miður álít ég þetta lítt haldbæra skýringu á þeim vandamálum sem steðja að íslenskum menntamálum. Svona skýringar eru merking- arlausir fordómar sem bæta engu við skilning okkar en koma í veg fyrir frjósama umræðu um raunveruleg vanda- mál skólanna. Fimmtudaginn 27. maí birtist grein í Morgunblaðinu þar sem greinarhöfundur svarar þeim spurningu sinni hvort leiðbein- endur séu kennarar. Greinarhöfund- ur vitnar lítillega í grein sem ég skrifaði þegar mér ofbauð skítkastið Kennsla Lögverndun kennara- heitisins var og er fyrst og fremst, segir Unnur Sólrún Bragadóttir, þáttur í kjarabaráttu kennara en ekki velferð nemenda. frá kennurum í starfsfélaga sína, leiðbeinenduma. Eitthvað hefur greinarhöíundur misskilið, því ég sagði aldrei að allir gætu kennt, en aftur á móti fullyrði ég að próf í upp- eldis- og kennslufræði sé hvorki for- senda né trygging fyrir árangri í kennslu. Kennsla er miðlun hvers konar þekkingar, en ekki sérsvið eins og hjúkrunarfræði. Frumforsenda fyrir árangri í starfi er þekking kennarans, (leiðbeinandans) á náms- efninu. Með kennslutæknina eina í farteskinu næst enginn árangur. Hins vegar hefur vel menntað fólk verulega þekkingu á kennslutækni Unnur Sólrún Bragadóttir UMRÆÐAN eftir 15-20 ára störf sem nemendur. Kennslustofan er þessu fólki síður en svo framandi vinnustaður. Ég held að það sé fremur fátítt að menn hefji kennsluferil sinn eins klaufalega og greinarhöfundur og er vissulega lofsvert að 9 mánaða rétt- indanám hafi þar gert lélegan kennara góðan eins og fullyrt er í greininni. Það er athygli vert að í greininni er aldrei komið að kjama málsins, nefnilega þeim að lögvemdun kennaraheitisins var og er fyrst og fremst þáttur í kjarabaráttu kennara en ekki velferð nemenda og þar liggur líklega hluti skýringar árása kennara á leiðbein- endur. Að nemendur hafi eitthvað um kennararáðningar að segja er því mið- ur ekki satt. Kennarar sitja friðhelgir í starfi sínu vegna réttinda sinna, jafn- vel æviráðnir, nemendur sitja uppi með þá hvort sem þeim líkar betur eða verr. Mörg dæmi era um það að jafn- vel foreldrar fari hjá að gagnrýna lé- lega kennara af ótta við að slíkt bitni á barninu og gagnrýni nemenda á kenn- ara er því miður lítils virt. Ég þekki ekki dæmi þess að kenn- ara hafi verið vikið úr starfi vegna lé- legs árangurs eða óánægju nemenda. I mesta lagi hefur kennarinn verið færður til um bekk. Vegna stöðu kennara staldra leiðbeinendur stutt við því þeir fá bara ársráðningu hverju sinni og verða að víkja fyrir kennurum. Leiðbeinendur era ráðn- ir þegar ekki tekst að fá kennara til starfa og er því líklegt að þeir fái bekki sem kennarar einhverra hluta vegna vflja ekki. Aigengt virðist vera að leiðbeinendur kenni þær greinar í 10. bekk sem teknar era til samræmds prófs og yngri börnin fái oftast kennara. Séu leiðbeinendur jafn lélegir og af er látið hvers vegna í ósköpunum er þess þá ekki gætt að í 10. bekk kenni eingöngu kennarar? Gæti verið að hluti þeirra telji sig skorta fagþekkingu eða að þeir kæri sig ekki um opinbert mat á árangin í starfi? Ég bara spyr. Að sögn greinarhöfundar er enginn hæfur til kennslu nema sá sem hefur réttindi. Leiðbeindur eru og verða lélegir fræðarar og skilja ekki einu sinni umfjöllunarefni greinarhöf- undar. Fyrst eftir að þeir öðlast þann mikla leyndardóm sem felst í 9 mánaða réttindanámi „geta þeir far- ið að meta gæði kennslunnar, þá fyrst hafa þeir til þess fræðflegan bakgrann“ eins og greinarhöfundur spgir orðrétt. Já, mikil er sú viska. Ég þekki nokkra sem farið hafa í réttindanám. Þeir gerðu það fyrst og fremst til að öðlast atvinnuöryggi og fá betri laun en ekki vegna þess að þeim gengi illa í starfi og vfldu auka þekkingu sína í uppeldis- og kennslufræði. Ég minni á að kenn- aramenntun er mjög mismunandi í heiminum og hvað er það eiginlega sem gerir íslenskt kennarapróf svona einstakt? Ég bendi á að 60% kennara era 40 ára og eldri. Það þýðir að stærsti hluti þeirra er með gagnfræðapróf og fjögurra ára nám úr Kennaraskólanum þar sem upp- eldis- og kennslufræði hafði allt ann- að vægi en nú. Samt er ég sannfærð um að meiri hluti þeirra er prýðis- kennarar og sumir snillingar í starfi sínu. Ég ber mikla vfl-ðingu fyrir fræðslustarfi, það er mikilvægt sam- félaginu og við það eiga að starfa hæfir einstaklingar. Sá hroki sem einkennir málflutning kennara þessa stundina fælir hins vegar fjölmarga hæfa leiðbeinendur frá skólunum og veldur íslenska skólakerfinu ómæld- um skaða. Hroki leiðir skammt og er versti óvinur þekkingarinnar. Full- numa verður maður aldrei og það er eitt það mikflvægasta sem nemendur okkar þurfa að vita. Leiðir að þekk- ingunni og æðraleysi gagnvart henni er eitt af lykilatriðum kennslu. Telji maður sig fullnuma á einhverju sviði er manni farið að förlast. Höfundur er leiðbeinandi. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1009. þáttur MARGAR sagnir, sem enda á -na, fela í sér breytingu, upphaf einhvers verknaðar eða ástands. Þær ganga gjarna undir heitinu byrjunarsagnir (lat. verba incoativa). Breytingin, sem þess- ar sagnir tákna, getur verið missnögg og tekið mislangan tíma. Nefnum sem dæmi opna, vakna, digna, rýrna. Að opna eitthvað er oftast nær fljótgert; menn eru svolítið misfljótir að vakna, og digna= verða deigur og rýrna= verða rýr getur tekið töluverðan tíma. Þessar síðar- töldu væru betur nefndar breyt- ingarsagnir en byrjunarsagnir. Svo eru sagnir sem verknaður þeirra getur staðið von úr viti, og engin -na-ending þar. Tökum sem dæmi sögnina að afgreiða. Sá tími, sem fer í að afgreiða fólk, t.d. í búðum, er víst alltaf að lengjast. Og nú skulum við snöggvast bera saman sagnirnar að opna og afgreiða og nafnorð- in opnunartími og afgreiðslu- tími. Sem fyrr sagði, getur af- greiðslutími verið býsna langur, en „opnunartími“ er sem ör- skotsstund, þegar snúið er lykli eða handfang hreyft. Rökrétt er að búðir og starfsstofur auglýsi afgreiðslutíma, t.d. kl. 9-5, en jafn órökrétt að nota um slíkt orðið „opnunartími", sbr. það sem fyrr sagði. „Opnunartími" hefur verið mjög ágengur og leiðigjarn, en nú hefur af- greiðslutími, sem betur fer, haf- ið verulega gagnsókn. „Með af- greiðslutíma milli 10 og 11“ heyrðist í fréttum Stöðvar tvö 22. maí, og á sjálfan hvítasunnu- dag var afgreiðslutími líka hér í Morgunblaðinu. Ég hef áður um þetta efni vitnað til bókar Ara Páls Kristinssonar: Handbók um málfar í talmiðlum. Hún heldur áfram að sanna gfldi sitt. Mönn- um er kunnugt um málfarsáhuga þeirra sem húsum ráða á Morg- unblaðinu, og ég ítreka enn þakkir mínar til málfarsráðu- nauta Ríkisútvarpsins og Stöðv- ar tvö. Góð áhrif þeirra leyna sér ekki. Þessi áhrif komu skýrt fram í fréttum frá Jerúsalem á dögun- um, og Gísli Marteinn Baldurs- son stóð sig með prýði. Hann bar Evróvisjón alltaf rétt fram, sbr. Evrópa, en því miður er hitt ekki mjög fágætt, að menn séu svo forenskaðir að segja Júróvisí- on“. Hvemig þætti okkur, svo annað dæmi sé tekið, ef við nefndum nýlega mynt, júru“, en ekki evru? Hér duga engar vífilengur. Fyrirbærið, sem mönnum hefur verið svo tíðrætt um undanfarið, heitir Evró- visjón, og ekkert ,júra“ þar. Og burt með ,júrókard“, það heitir Evrókort. ★ En eitt er það nú sem ég bið fréttamenn og málfarsráðunauta að kveða snarlega niður. Þetta er brottfall eignarfallsendingar, stundum á ólíklegustu stöðum. Hugsanlega er stundum um óskýran framburð að ræða frem- ur en ranga beygingu, en hvor- ugt má þola. Þetta gengur svo langt að ég hef heyrt í sjónvarp- inu: „meiri hluti loftvarnakerfi eyðilagður". Þarna þarf að bregðast hart við. Aftur á móti eiga vörpin mikl- ar þakkir skildar fyrir að hafa rofið skörð í „aðilamúrinn". Ég nefni sem dæmi að í íþróttafrétt- um Stöðvar tvö mátti heyra orðið styrkjandi í stað tuggunnar „styrktaraðili". ,★ Hlymrekur handan kvað: Satan í svörtu díM sigra vill himnariki, en löng er sú leið og svo langt frá þvi greið, að hann kemst ekki þangað í kíki. ★ Þegar ég las færeyska mál- fræði í fyrsta sinn gladdi það mig mjög hversu málin eru lík að allri gerð. Ég hélt að munurinn væri orðinn meiri, einkum vegna þess að ég skil illa færeysku, þegar ég heyri hana talaða eða sungna. En þetta fer allt saman að líkum. Við skiljum gamlar bókmenntir okk- ar sjálfra greiðlega, jafnvel þús- und ára gamlar vísur, þegar við lesum þær á bók. Annað mál kynni að vera, ef höfundarnir töl- uðu til okkar. Svo mjög mun framburður hafa breyst, lengd hljóða og áherslur. Ég nefni þetta með færeysk- una, af því að ég hef nýlega feng- ið afskaplega vinsamlegt bréf frá Jóhanni Hendrik W. Poulsen í Kirkjubæ, en hann starfar við þá stofnun, sem ber hið skemmti- lega nafn Fróðskaparsetur Færeyja (ég letra þetta á ís- lensku). Það hlýtur að vera sameigin- legt kappsmál okkar og ná- frænda okkar í Færeyjum að vernda og viðhalda tungu okkar, og vel mættum við sambrýna vopnin í þeirri baráttu sem til þess er nauðsynleg. ★ „Guðrún átti dóttur við Sigurði er Svanhildur hét. Hún var allra kvenna vænst og hafði snör augu sem faðir hennar, svo að fár einn þorði að sjá undir hennar brýn. Hún bar svo mjög af öðrum kon- um um vænleik sem sól af öðrum himintunglum. Guðrún gekk eitt sinn til sævar og tók grjót í fang sér og gekk á sæinn út og vildi tapa sér. Þá hófu hana stórar bárur fram eftir sjánum, og flutt- ist hún með þeirra fulltingi, og kom um síðir til borgar Jónakurs konungs; hann var ríkur konung- ur og fjölmennur. Hann fekk Guðrúnar; þeirra börn vóru þeir Hamdir og Sörli og Erpur. Svan- hildur var þar upp fædd. Jörmunrekur hefir konungur heitið; hann var ríkur konungur í þann tíma. Hans son hét Rand- vér. Konungur heimtir á tal son sinn og mælti: „þú skalt fara mína sendiför til Jónakurs kon- ungs, og minn ráðgjafi er Bikki heitir. Þar er uppfædd Svanhild- ur, dóttir Sigurðar Fáfnisbana, er eg veit fegursta mey undir heimssólu; hana vilda eg helzt eiga, og hennar skaltu biðja til handa mér.“„ (Völsunga saga.) Inghildur austan kvað: Fjölmargar byrðamar bar hún, en bröttust á hestbaki var hún; riðin var mörg á mestþeirraHörgá, því að þetta var frú Garún, Garún. Auk þess fær Jón Gunnar Grjetarsson gildan staf fyrir að segja: „Klukkan var gengin þriðjung í tvö.“ Og fréttastofa Stöðvar tvö fyrir veigrunarorð á sjómannadagskvöld. Það er oft ágætt í staðinn fyrir það sem í útlöndum kallast euphemismi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.