Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 55 , MINNINGAR SNORRISVEINN FRIÐRIKSSON + Snorri Sveinn Friðriksson fæddist á Sauðár- króki 1. desember 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 8. júm'. Fyrir rúmum fjór- um áratugum, haustið 1958, þegar ég hóf nám í Handíða- og myndlistaskólanum kynntist ég vini mínum Snorra Sveini Friðriks- syni. í hópnum sem innritaðist í skólann þetta haust var eitthvað á annan tug og varð hann fljótt sam- stæður. Snorri hafði sótt námskeið við skólann áður og kunni því meira fyrir sér en flest okkar. Til hans var því oft leitað um góð ráð og ætíð var hann tilbúinn að miðla af reynslu sinni. Þennan vetur urð- um við Snorri góðir vinir og hefur vinátta okkar staðið óslitið. Við áttum gott samtal í síma skömmu fyrir andlát hans. Hann var þá veikur heima og við ráð- gerðum að hittast þegar hann væri orðinn frískur. Ekki óraði mig fyrir því að þetta væri okkar síðasta samtal. Nokkrum vikum áður hafði ég setið heima hjá honum þar sem við skoðuðum nokkur þeirra verka sem hann var að vinna að. Við ræddum um myndlist, lífið og til- veruna. Það var ævinlega gaman og gagnlegt að eiga samræður við Snorra. Hann var fljótur að mynda sér skoðun og rökvís afstaða hans til þeirra vandamála sem lífinu fylgja var í senn raunsæ og ein- kenndist af bjartsýni. Um erfið- leika sagði hann einfaldlega: „Þeir líða hjá.“ Ungur varð hann fyrir al- varlegu slysi og þurfti að dvelja lengi á sjúkrahúsum vegna þeirra meiðsla sem slysið olli. Langvar- andi afleiðingar slyssins hafa án efa reynt á skaphöfn hans en með- fæddir eiginleikar, rólyndi, sterk skapgerð og trú á lífið var styrkur hans í þessum erfiðleikum. Kona mín heitin hjúkraði Snorra á Sjúkrahúsi Akureyrar eftir slysið og var hann henni minnisstæður sökum þess hve gott og auðvelt hafði verið að hjúkra honum. Hann hafði verið jafnlyndur, hógvær og þakklátur þrátt fyrir mikil veik- indi. Samskipti okkar jukust þegar Snorri kom heim frá Svíþjóð að loknu framhaldsnámi. Eg leitaði oft til hans um góð ráð eða aðstoð og hann reyndist mér ávallt vel. Við unnum oft saman og nutum að- stoðar hvor annars. Mér er sér- staklega minnisstætt sumarið er ég vann með honum á leikmyndadeild sjónvarpsins. Þar naut dýrmætrar reynslu hans og þekkingar. Snorri var frábær myndlistarmaður og af fjölmörgum verkum hans má ráða hversu fjölhæfur hann var og snjall. Hryggur í huga kveð ég Snorra Svein vin minn en um leið er ég þakklátur fyrir vináttu hans og þær samverustundir sem við átt- um. Dagnýju, börnum þeirra og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi trúin á lífið og góðar minningar vera þeim styrkur. Björgvin Sigurgeir Haraldsson. Snorri Sveinn stýrði rólegu deildinni hjá Ríkissjónvarpinu. Undir hans stjórn var ævinlega unnið ofsalaust og af yfirvegun, en jafnframt af augljósri virðingu fýr- ir yfirmanninum. Og samt gerði yf- irmaðurinn fátt til að hefja sig yfir einn eða annan. Bæði var að hann þurfti þess ekki og þá ekki síður að slíkt hefði verið andstætt eðli hans. Sem aðvífandi leik- stjóri átti ég gjarnan athvarf hjá Snorra Sveini. Mér fannst gott að leita til hans um eitt og annað sem alls ekki þurfti að tengjast leikmyndinni. Tvisvar gekk ég svo langt að biðja um að fá að koma mér upp að- stöðu við undirbúning einhverra verkefna inni á deildinni hjá honum, einfaldlega vegna þess að þar var mest ró og vinnufrið- ur. Það reyndist auðsótt mál. Snorri Sveinn hafði einkar þægi- lega nærveru, eins og það mun orð- að nú til dags. Það leiddi af sjálfu sér að viðræður okkar leiddust oft inn á ýmiss konar vangaveltur sem tengdust viðhorfum hans til mynd- listarinnar. Myndir hans fengu líka nýja vídd þegar hann útstkýrði þær. Vinna hans með form og fleti hafði gjarnan víðtækari merkingu en virtist við fyrstu sýn. Hann var fjölhæfur listamaður. Hann málaði málverk með ýmis- konar tækni, skreytti hús að utan og innan, og bókaskreytingar hans eru með því besta sem unnið hefur verið á því sviði og nægir þar að nefna einkar fallegar útgáfur á smásögum eftir Halldór Laxness. Og sem leikmyndahönnuður var hann í fararbroddi á Islandi. Þegar til stóð að leika Gullna hliðið í sjónvarpssal, var fyrsta hugmyndin sú að nota þekktar vatnshtamyndir sem grunn að leik- myndinni, til dæmis var reynt að láta íbúa himnaríkis spígspora í Húsafellsskógi Asgríms Jónssonar. Þessi tilraun sýndi einungis að mála þyrfti sérstaklega myndirnar sem nota átti sem bakgrunn leiks- ins. Það var Gunnar Baldursson, náinn samstarfsmaður Snorra Sveins um áratuga skeið, sem benti á að enginn væri betur til þess fall- inn að vinna það verk en sjálfur yf- irmaður deildarinnar. Athyglisvert er að sjálfur hafði Snorri Sveinn ekkert annað um málið að segja en að romsa upp nöfnum á góðum listamönnum sem til greina kæmu. Hann hafði meira að segja for- göngu um að tala við þekktan list- málara og bjóða honum verkið. Sá hafnaði tilboðinu. Eftir nokkrar fortölur tók Snorri Sveinn sér stutt frí frá skrifstofu- störfum og málaði allar myndirnar sem síðan voru notaðar í uppfærslu Sjónvarpsins á Gullna hliðinu. Þessar myndir reyndust afar vel sem bakgrunnur leiksins, en að auki vöktu þær verulega athygli einfaldlega sem vatnslitamyndir, enda prýða þær nú fjölmarga veggi í hinu nýja útvarpshúsi á Efstaleiti. Þetta var frumlegasta og jafnframt fallegasta leikmynd sem ég hef nokkurn tíma komið nálægt. Stundum þegar ég sá Snorra Svein sitja með launaseðla eða önn- ur kontórplögg þótti mér sem þessi merki listamaður ætti að sinna verðugri verkefnum. Þegar að þessu var ýjað, gaf hann sjálfur lít- ið út á það. Hann var hógvær mað- ur að eðlisfari, og ég sá ekki betur en að hann væri fyllilega sáttur við hlutskipti sitt. Eg er þakklátur fyrir öll sam- skipti mín við Snorra Svein. Fjöl- skyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ágúst Guðmundssonn. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og fósturmóður, ÁSLAUGAR KRISTINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar K-2, Landakotsspítala. Guð blessi ykkur öll. Kristinn Bjarnason, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Rúnar Kristinsson, Ása Magnúsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNNU MARGRÉTAR SIGURGEIRSDÓTTUR frá Steinum, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks á Kirkjuhvoli. Ólöf Bárðardóttir, Kristján S. Guðmundsson, Sigurgeir Bárðarson, Helga Ásta Þorsteinsdóttir, Magnús Bárðarson, Björg Valgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. SIGURÐUR ÁRNASON + Sigurður Árna- son fæddist á Akranesi 24. júlí 1923. Hann lést 14. maí síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 3. júní. Afreksmenn Is- lands. Eg mundi halda að hann Sigurður Arnason afi minn væri einn af þeim. Ekki í einhvers konar afreksíþróttum heldur í jífinu sjálfu. Sigurður Ámason, Siggi í teppi þekktu flestir hann undir. Ef ég færi að telja allar þær góðu minningar sem ég á um hann held ég að heilt Morgunblað væri ekki nægjanlegt. En hann afi minn var mikill veiðimaður og fór ég nú oft með honum^ í veiðitúra þegar ég var yngri. I einum slíkum fékk ég minn fyrsta lax, 12 punda hrygnu, aðeins átta ára gamall. Vegna þess að afi var með fékk ég þá viðurkenningu sem ég átti skilið, því að hann var mjög hreinskilinn maður og sagði alltaf skoðanir sínar hreint út og fékk ég sko að heyra það, því mín tilfinning varð sú að ég væri besti veiðimaður í heimi eftir að afi var búinn að segja mér hversu ánægður og stoltur hann væri af mér. En síðan leiddi tíminn náttúralega í ljós, að þetta snýst svolítið um heppni líka. En það var alveg sama hvað það var, hann gat alltaf stappað í mann stálinu og látið mann verða stærri en maður var í rauninni. Það er alveg merkilegt, að minnsta kosti í mínu tilviki, að atburður eins og að fara út í ísbúð með afa þegar ég var lítill strákur festist í mér og gleður mig í minningunni. Það sýnir líka hvað mér þótti vænt um hann og að mér þótti flest - hvort sem það var að fara í veiði eða keyra í bæinn að vinna eða hvað sem var - gaman því ég var með honum. Nú ert þú farinn og ég mun sakna þín mikið. Mér fannst alltaf eins og við tveir ættum heiminn og að þú mundir lifa að eilífu. En svona er þetta, maður tekur stærstu gjöfina í allri veröldinni sem sjálfsagðan hlut og allt í einu er hún tekin af manni eins og hendi sé veifað. Svo í lokin. Vertu blessaður afi minn. Það var mikil ánægja að eiga þig að. Vonandi ertu á þeim stað sem þú vildir fara á. Innilegar samúðarkveðjui- til fjölskyldu okkar. Megir þú hvfla í friði. Þinn dóttursonur, Ástþór Helgason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. FELAGSLIF I.O.O.F. 3 = 1806125 = H.F. UT Hallvcigarstíg 1 • sími 561 4330 Dagsferd sunnudagínn 13. júní Frá BSI kl. 10.30. Bakaleiðin. 'Gengið frá Flúðum að Stóru Laxá. Gangan er helguð kon- ungskomunni 1907. Verð 1.700/ 1.900. Næstu helgarferðir 18.—20. júní Skjaldbreiður — Hlöðufell — Úthlíð. Gengið að Skjaldbreið. Næsta dag er gengið að Hlöðufelli og á sunnu- degi er gengið um Brúarskörð niður í Úthlíð. Gist í skálum. 18. —20. júní Básar. Gönguferð- ir, varðeldur og góð stemmning. Tilvalin fjölskylduferð. 19. —20. júní Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum á laugar- dagsmorgni. Gist í Fimmvörðu- skála. Á sunnudegi er gengið í Bása við Þórsmörk. Jeppaferðir 12. júni. Dagsferð jeppadeildar á Heklu. Brottför frá Essó, Ártúns- höfða kl. 9. 18.—20. júni. Básar með jeppa- deild. Jeppaferð í Bása. Boðið verður upp á námskeið í vatna- akstri. Jónsmessunæturganga 25.-27. júní. Hin árlega Jónsmessunætur- ganga verður 25.-27. júní. Næturganga yfir Fimmvörðu- háls. Gist í Básum fram á sunnudag. Varðeldur, grill- veisla og góð stemmning i Básum um Jónsmessuhelgi. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Útivistar eða á heimasíðu: www.utivist.is. Ný vefslóð hjá Útivist: www.utivist.is ðGA^ Dagskrá helgarinnar 12,—13. júni Sumardagskrá Þjóðgarðsins á Þingvöllum fer af stað nú um helgina. ( sumar verður að vanda boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem saman fer fræðsla, skemmtun og holl útivera. Þátt- taka er ókeypis og allir eru vel- komnir. Laugardagur 12. júní kl. 14: Lambhagi — Vatnskot Róleg og auðveld náttúruskoð- unarferð með vatnsbakka Þing- vallavatns. Hugað að vaknandi gróðri og fjölbreyttu fuglalffi. Hefst á bílastæði við Lambhaga og tekur 3—4 klst. Takið með ykkur nesti og verið vel búin til fótanna! Sunnudagur 13. júní kl.13: Skógarkot Gengin fáfarin leið um Sandhóla- stíg í Skógarkot og til baka um Skógarkotsveg og Fögrubrekku. Lagt af stað frá þjónustumiðstöð. Gangan tekur 2—3 klst. Hafið gjarnan með ykkur nesti. Kl. 14: Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju Prestur sr. Rúnar Egilsson. Org- elleikari Ingunn H. Hauksdóttir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 13. júní kl. 10.30 Djúpavatn — Mél- tunnuklif. Genginn spennandi hluti Reykjavegarins hjá Núps- hlíðarhálsi og víðar. Verð 1.500 kr. Um 5—6 klst. ganga. Brottför frá BSf, austanmegin og Mörk- inni 6. Stansað við kirkjug. Hafn- arfirði. Næstu ferðir eru kynntar á texta- varpi bls. 619, heimasíðu Fl: www.fi.is og DV: Fókus (ferðir) í dv.is. Góða ferð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.