Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ % Hundalíf Smáfólk HOU 5EE,TUE PROBLEM 15 l'MTOO YOUNO... _ 1‘MTOO SMALL.. ^ 'vrj IT ISN T A5 TH01/6H THEV' THINK l’M INFERIOR.. LIKE MA¥8E l‘M A 006 OR S0METHIN6.. TJC OKAú UIHERE'S OUR SHORTSTOP? Sjáðu til, vandinn er að ég er of ungur.. ég er of lítill.. Það er þó ekki eins og að Jæja, hvar er þeir haldi að ég sé óæðri.. varnarleik- eins og ég væri maðurinn hundur eða eitthvað.. okkar? HOU SEE, IT ISN'T A5 TH0U6H l'M 0ITTER OR AHYTHINO.. Sjáðu til, það er ekki eins og ég sé bitur eða þannig.. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ranghermi leiðrétt Frá Pálma Jónssyni: Bók þó andans efli stig ei má lygi næra, leiðréttingu langar mig letur í að færa. Sannleikann má aldrei í hel þegja. Ég hef nó beðið í hálft ár eftir leið- réttingu á vísuhöfundi. Bókin Glymja jám við jörðu, útgef- in af Skjaldborg síðla árs 1998 og rit- stýrt af Áma frá Reykjum, dóttur- syni hins fræga prests Ama Þórarins, er á margan hátt skemmtileg aflestr- ar enda er Sveinn Guðmundsson, sem bókin fjallar um, sérstakur maður sem víða og oft hefur brotið á. Hitt er verra að við lestur bókarinnar sá ég strax fjögur ranghermi. Það fyrsta er vísa eignuð ísleifí Gíslasyni. Vísan er eftir afa minn, Jónas Jónasson frá Hofdölum. Hann sagði mér sjálfur frá tilefni hennar sem var þannig: Jónas kom seint í sláturtíð til Isleifs, sem þá var staddur utan búðar sinnar við að höggva sundur lambsskrokk og salt- aði kjötið niður í kvartél. Veður var kalt með norðaustan éljagangi. Jónas heilsar ísleifi, sem tekur dauft undir og hamast við að höggva kjötið. Þá segir Jónas: „Heggur kjöt í hríð- veðri/heiðursmaðurinn, og hvað vilt þú svo prjóna neðan við þetta, ísleifur minn.“ Isleifur stoppar aðeins við söltunina og tautar: „heiðursmaður- inn, heiðursmaðurinn.“ „Þetta gengur ekki,“ segir þá Jónas, „ég verð að hjálpa þér við pijónaskapinn: Hann sem býr í byggðum neðri/blessi mat- inn þinn.“ Vísan hefrn- birst áður á prenti, meðal annars í vísnasafni Sigurðar Jónssonar frá Haukagili sem Iðunn gaf út 1975. Eftir lestur bókarinnar hafði ég samband við Ama og innti hann eftir hans heimildum. Hann nefhdi hag- orðan og vísnafróðan mann. Það reyndist misminni há Áma þegar ég grennslaðist nánar fyrir um málið. Hinar villumar sem ég sá í bók- inni vom: Nr. 2: Vísa ort til Jóseps Sigfússonar var brengluð í prentun. Nr. 3: Vísa ort á Rangárbökkum var ranglega eignuð Sveini frá Varma- læk og nr. 4: Sveinn Jóhannsson var sagður tæplega 70 ára er hann lést. Þar skeikar rúmum 10 áram. Áma hitti ég í lok apríl. Hann var áður búinn að hringja til mín og lesa mér leiðréttingargrein. Ég spurði hann hvað birtingu liði. Þá sagðist Ami líklega hafa týnt miðanum sem hann hefði skrifað á. Ég taldi hann geta skrifað á annan miða - sem hann lofaði þá að gera. Mér fannst með ólíkindum að ég einn sæi villur í bók- inni. Ályktun mín var að aðrir menn fyndu aðrar villur og sagnfræðigildi bókarinnar rýmaði sem því næmi. Hann ætti bara að snúa sér að skáld- sagnagerð með sannsögulegu ívafí, þar nýttist hans ágæti penni. Mistök í prentun og höfunda- brengl geta alltaf hent, um það þýðir ekkert að sakast. Hitt er óafsakan- legt að birta ekki leiðréttingu svo fljótt sem tök era á. Ég bíð ekki lengur og sendi þetta til blaðs allra landsmanna í von um birtingu. Birtinguna þakka þýtt þó er mála sannast að hér birtist ekkert nýtt, ýmsir við það kannast. PÁLMIJÓNSSON, Hólaveg 27, Sauðárkróki Hvar áttu fatlaðir að kjósa? Frá Þórði Jónssyni: FJÖLSKYLDAN kaus ekki! Hver var ástæðan? Aðgengi fatlaðra að opinberam stöðum er mismunandi, sumstaðar allgott, á mörgum stöðum sæmilegt og á nokkram stöðum algjörlega ófært. í mörgum undanfómum kosn- ingum hefur fotluðum því verið gert mögulegt að kjósa í Hátúni, en þar hefur verið sérstök kjördeild. Nú í síðustu kosningum ætlaði ég, að venju, að kjósa í Hátúni þrátt fyrir að mín rétta kjördeild væri í Breiða- gerðisskóla svo sem verið hefur und- anfamar kosningar. Fjölskyldan fór í Hátún, en þá brá svo við að engin kjördeild var þar og var vísað á Kjarvalsstaði, enda væri gott að- gengi þar fyrir fatlaða í hjólastól. Þegar þangað kom var mér vísað frá, þar sem það væri ekki mín kjördeild. Ekki var hlustað á mótbárar, þrátt fyrir að ég benti á að mér hefði verið vísað frá Hátúni í Kjarvalsstaði, þar sem kjördeild í Hátúni væri ekki lengur opin - og ég hefði verið upp- lýstur um að ekki væri aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól í Breiðagerðis- skóla. Á Kjarvalsstöðum var dóttur minni sagt, sem var með mér til að- stoðar, að í Breiðagerðisskóla væra tveir lögregluþjónar og það væri þeirra mál að koma mér inn. Ég er bundinn við þungan rafmagnsstól, sem er með mér rúmlega 220 kíló. Mér fannst mér misboðið og fór á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Skipholti. Þar var reynt að aðstoða mig, en án árangurs. Meðal annars var reynt að fá leyfi fyrir mig til að kjósa í Laugardaishöll, en var neitað. Við svo búið fóram við heim og ég hringdi í Jón Steinar, formann k,jör- nefndar, sem kvaðst ætla að athuga málið og hringja til baka eftir smá- stund, sem hann gerði. Jón Steinar þuldi upp lagabókstafi og taldi ekki mögulegt að leyfa mér að kjósa nema á mínum kjörstað í Breiðagerðis- skóla. Hann hafði þó ekki kynnt sér málið betur en svo, að hann gat þess ekki að það væri komin skábraut fyr- ir hjólastóla í Breiðagerðisskóla. Að svo komnu máli ákváðum við fjöl- skyldan að kjósa ekki. Rétt fyrir klukkan 10 um kvöldið var hringt á heimilið til að athuga hvort við ætluð- um ekki að kjósa og þá fyrst upplýst að það væri aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól í Breiðagerðisskóla. En þá var vandinn sá, að fatlaðir þurfa meiri tíma til að hafa sig til og komast leið- ar sinnar. Þannig að ekki var mögu- legt að ná á kjörstað í tæka tíð. í fréttum eftir kosningar var sagt frá blaðamanni, sem á kjördag hafði farið og kosið utan kjörstaðar hjá sýslumanni og atkvæði hans talið gilt, þrátt fyrir að hann hefði getað komist á sinn rétta kjörstað á kjör- dag. Þar var hægt að hliðra til! ÞÓRÐUR JÓNSSON, Neðstaleiti 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.