Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Fiskaflinn fyrstu þijá mánuði ársins Verðmætið aukist um 3,5 milljarða HEILDARVERÐMÆTI fískaflans fyrstu þrjá mánuði ársins var um 16.922 milljónir króna en var á sama tíma í fyrra 13.379 milljónir króna. Verðmæti fiskaflans í mars sl. var 7.124 milljónir króna sem er um eins milljarðs króna aukning frá sama mánuði síðasta árs. Verðmæti botn- fiskaflans í marsmánuði var rúmir 6 milljarðar króna sem er ríflega þriðjungs verðæmætaaukning frá marsmánuði síðasta árs, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Is- lands. Verðmæti botnfiskaflans í mars- mánuði nam 6.053 milljónum króna, samanborið við 3.704 miltjónir í mars í fyrra. Þar af jókst verðmæti þorskaflans úr 2.096 milljónum króna í fyrra í 3.615 milljónir króna nú. Verðmæti loðnuaflans dróst hinsvegar verulega saman, var 1.691 miHjón króna í mars 1998 en um 612 miUjónir króna í mars sl. Verðmæti skel- og krabbaafla dróst einnig saman um meira en helming milU áranna, eða úr 665 milijónum í fyrra í 313 milljónir nú. Samdráttinn má einkum skýra af minnkandi rækju- afla. Verðmæti botnfiskaflans á fyrstu þremur mánuðunum hefur aukist um rúma 4,5 miUjarða króna frá því í fyrra, er nú um 13.033 mUljónir króna. Þar af jókst verðmæti þorskaflans um rúma 3 mUljarða króna og er nú 7.828 milljónir króna. Verðmæti uppsjávarafla dróst hins- vegar lítillega saman á fyrstu þrem- ur mánuðunum, úr 3.161 milijónum á síðasta ári í 3.031 milljón árið 1999. Verðmæti skel- og krabbaafla dróst einnig saman á umræddu tímabili, úr 1.717 mUljónum í fyrra í 851 milljónu á þessu ári sem skýrist sem fyrr af minnkandi rækjuafla. Hákon ÞH með fímmtung kolmunnaaflans Aflaverðmætið nemur um 20 milljónum króna HÁKON ÞH landaði liðlega 5.400 tonnum af kolmunna eftir tveggja mánaða úthald en fór síðan á síld- ina. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lenskum löndunarhöfnum og fær- eyska veiðieftirlitinu er afli ís- lensku skipanna á árinu um 26.300 tonn og er hlutur Hákons því um 20% en aflaverðmæti skipsins er um 20 milljónir króna. Guðmundur Þorbjömsson, fram- kvæmdastjóri Gjögurs hf., er sæmi- lega ánægður með kolmunnaveið- amar en áréttar að aflaverðmæti rækjunnar hafi verið mun meira á sama tíma fyrir nokkrum árum. „Þetta hafðist því þeir lágu sæmi- lega mikið yfir þessu en aflaverð- mætið er ekki mikið, um 3.600 króna meðalverð fyrir tonnið. Þeir voru að lemja á þessu frá því þeir hættu á loðnunni upp úr miðjum mars og þar til þeir fóru á síldina, í tvo mánuði að meðtöldum smátöf- um. Við þurftum að kynnast þessu og vitum meira um þetta en áður. Uthaldið er eins og við áttum von á en þess ber að geta að mjög mikil lægð var í bræðsluverði þegar við vorum á þessum veiðum og verð- mætið því lítið. Við erum vanir „ÞAÐ hefur verið mjög góð veiði hjá flestum skipunum og mörg hver fengið mjög stór köst. En síldin hef- ur verið dálítið stygg og stundum fæst ekki neitt,“ sagði Sveinbjöm Orri Jóhannsson, stýrimaður á síld- arskipinu Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, í samtali við Morgunblaðið í gær en skipið var þá á landleið með fullfermi af sfld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Um 20 skip eru nú á miðunum skammt suður af Jan Mayen og hafa fengið ágætan afla síðustu daga og fjölmörg skip á landleið með fullfermi. Sveinbjöm Orri sagði þó skipin vera misjafnlega útbúin til veið- anna. „Þau skip sem em með sfldar- nætur ná mun betri árangri en þau sem nota loðnunætumar. Sfldarnót- in er mun léttari og meðfærilegri en sekkur engu að síður mun hraðar vegna þess að möskvarnir em stærri og mótstaðan því minni. Það skiptir miklu máli að nótin sökkvi hratt því meðan síldin er svona stygg er hún fljót að stinga sér. Það eru helst kraftmestu skipin með stærstu loðnunætumar sem ná álíka góðum árangri og skipin með sfldamætumar. Við emm reyndar sjálfir með loðnunót en hefur geng- ið ágætlega. Við fengum þannig mjög gott kast undir lokin og gáfum öðra skipi þegar við vomm búnir að fylla hjá okkur.“ 40 klukkustunda landstím Síldarskipin em nú að veiðum að- eins um 20 sjómflur suður af Jan Mayen eða heilar 300 sjómflur norð- austur af Langanesi. Það er því löng sigling í land. „Þaðan sem við lögð- um af stað em 365 mflur i Seley,“ sagði Sveinbjöm en Guðrún Þorkels- dóttir SU landar síldinni á Eskifirði. „Miðað við siglingahraðann okkar tekur landstímið um 40 klukkutíma. miklu betri málum í rækjunni á þessum tíma en staðan í henni hef- ur breyst. Aflaverðmætið nú var um 20 milljónir en einu sinni sáum við 60 milljóna króna rækjutúr eftir loðnu og 40 milljóna túr þar á eftir. Þá hittum við í góða veiði á Dohrn- banka en nú er ískyggilega dauft Kolmunnaafli íslenskra skipa 1. jan.- 6. júní 1999 Veiðiskip Afli, tonn Hákon ÞH 50 5.434 Sveinn Benediktsson SU 77 3.706 Óli í Sandgerði AK14 3.686 Þorsteinn EA810 3.508 Bjarni Ólafsson AK 70 2.810 Jón Kjartansson SU111 1.935 Hoffeli SU 80 1.860 Sighvatur Bjarnason VE81 1.639 Faxi RE 9 816 Sunnuberg NS 70 Elliði GK 445 ÍÉá&ffi! 650 280 AntaresVE18 23 SAMTALS J26.347 Afíi samkvæmt upptýsingum frá islenskum töndunarhöfnum og færeyska veiðieftirfitinu Það er mikil áta í síldinni en við fyllt- um okkur á tiltölulega skömmum tíma þannig að síldin var ný þegar við lögðum af stað i land. Veðrið er líka gott og lítil hreyftng á skipinu þannig að það ætti að vera í lagi með hráefnið þegar við löndum því,“ sagði Sveinbjöm stýrimaður. Afli íslenskra skipa úr úthafskarfastofninum á Reykjaneshrygg 1999 Afli samtals til 30. maí Veiðiskip Afli, tonn Snorri Sturiuson RE 219 2.020 VenusHF519 . ÞemeyRE101 1.713 1.679 Höfrungur IIIAK 250 1.567 Örfirisey RE 4 % 1.533 Akureyrin EA110 1.368 Haraldur Kristjánsson HF 2 1.358 Kleifaberg ÓF 2 1.330 GnúpurGK11 1.270 Baldvin Þorsteins. EA10 1.249 Rán HF 42 1.201 Ýmir HF 343 ^ Arnar HU1 1.138 1.121 Málmey SK1 1.098 Vigri RE 71 1.054 Sléttbakur EA 304 1.028 Júlíus Geinmundsson ÍS 270 954 Mánaberg ÓF 42 890 Klakkur SH 510 809 VíðirEA910 772 Freri RE 73 681 Sjóli HF1 438 Vestmannaey VE 54 416 Ottó N. Þorláksson RE 203 399 Breki VE 61 Haukur GK 25 343 111 Sturiaugur H. Böðvars. AK10 100 SAMTALS 27.639 Afí'upp ur s& tilkynningum skipstj.manna tilfískistofuogupplýsingumfrátöndunartiðfnum yftr rækjuveiðunum." Þegar líða tók á maí var frekar dauft yfír kolmunnaveiðunum. Há- kon, sem fór frá Reykjavík í Síld- arsmuguna 25. maí, er í þriðja síld- artúmum en landaði samtals um 1.900 tonnum fyrir sjómannadag og er nær hálfnaður með kvótann. „Ég geri ráð fyrir að einhver loðnuveiði verði i sumar en svo er hugmyndin að vera eins mikið á kolmunna og mögulegt er,“ segir Guðmundur. Sveinn Benediktsson SU, sem SR-mjöl hf. gerir út frá Reyðar- firði, eina skipið sem enn er á kolmunnaveiðum í Rósagarðinum, hefur landað 3.700 tonnum, en önn- ur háfa snúið sér að sfldveiðum. „Við höfum lagt áherslu á að veiða kolmunna innan lögsögunnar til að bæta stöðu okkar í væntanlegum samningum, því ef þessu verður skipt upp hefur það sitt að segja að einhverjir hafi stundað þessar veið- ar innan íslensku lögsögunnar," segir Þórður Jónsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs SR- mjöls hf. á Siglufírði. „Hann verður á kolmunna meðan hann veiðir eitt- hvað til að skapa okkur og Islandi veiðireynslu.“ Afli íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldar- stofninum, til 6. júní 1999 Veiðiskip Afli, tonn Jón Kjartansson SU111 4.329 Víkingur AK100 3.901 Birtingur NK119 3.874 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 3.661 Grindvíkingur GK 606 3.433 Faxi RE 9 3.349 Oddeyrin EA210 3.187 Sigurður VE15 3.060 Háberg GK 299 2.968 Öm KE13 2.965 Björg Jónsdóttir ÞH 321 2.943 Sighvatur Bjarnasson VE 81 2.661 Seley SU 210 2.563 Svanur RE 45 2.553 Sunnuberg NS 70 2.553 Bjarni Ólafsson AK 70 2.420 Súlan EA 300 2.402 Sunnuberg NS199 2.393 AmþórEA16 2.383 Gullberg VE 292 2.380 Víkurberg GK1 2.267 (sleifur VE 63 2.079 Guðmundur Ólafur ÓF 91 2.031 Húnaröst SF 550 1.932 Hákon ÞH 250 1.910 Huginn VE 55 1.826 Antares VE18 1.800 Faxi II RE 241 1.751 GuðmundurVE 29 1.750 Þórshamar GK 75 1.634 Gullfaxi VE192 1.606 Jóna Eðvalds SF 20 1.457 Beitir NK123 1.327 Þorsteinn EA1903 1.257 Júpiter ÞH 61 1.250 Kap VE 4 SkSÖSSS' 1.090 Bergur VE 44 977 Arney KE 50 830 Óli í Sandgerði AK14 750 Gígja VE 340 738 Þórður Jónasson EA 350 711 Sigla Sl 50 689 Hoffell SU 80 675 Heimaey VE1 410 Elliði GK445 354 Neptúnus ÞH 361 300 SAMTALS 93.374 Mokveiði á norsk-íslensku sfldinni Mörg skip á land- leið með fullfermi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.