Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðkönnun NS á gistiheimilum við Eyjafjörð og á Akureyri Allt að 133% verðmunur á gistingu ALLS reyndist 133% verðmunur á gistingu fyrir einn í uppbúnu rúmi í herbergi án baðs, en minnstur nam verðmunurinn 12,8% á uppbúnu rúmi með baði. Þetta kemur fram í verðkönnun sem samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASÍ félaga á höfuðborgarsvæðinu gerðu á 26 gistiheimilum við Eyjafjörð og á Akureyri í síðustu viku. I öllum tilvikum nema einu er ódýrara að gista utan Akureyrar og aðeins sex staðir af tuttugu og sex bjóða upp á herbergi með baði og uppbúið rúm fyrir einn. Sjö staðir bjóða upp á sömu þjónustu í tveggja manna herbergi. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir starfs- maður samstarfsverksins segir að spurt hafi verið um verð á gistingu í herbergjum með baði og herbergjum án baðs og um verð á svefnpoka- plássi og morgunverði. Hún segir að gististaðimir séu einnig misjafnir hvað varðar gæði húsnæðis og innanstokksmuna. „Sumstaðar er t.d. sjónvarp í öllum herbergjum, eða sameiginleg setu- stofa með sjónvarpi. Nokkrir staðir selja hádegisverð, kvöldverð og nesti. Þá er einnig mismunandi hvemig útiaðstaða er við gistiheimil- in, en nokkur þeirra hafa sólpall, úti- grill og jafnvel heita potta.“ Gistimögnleikarnir margir Til viðmiðunar segir Úlfhildur að geta megi þess að hótelherbergi á Akureyri með baði kosti frá 10.800 krónum og upp í 13.600 krónur fyrir tvo með morgunverði. ,Á Edduhóteli kostar herbergi án baðs fyrir tvo kr. 4.900 og morgunverður kr. 750 á mann.“ Fleiri möguleikar em á gist- ingu á Eyjafjarðarsvæðinu, svo sem sumarhótel, stúdíóíbúðir, sumarhús, smáhýsi og tjaldstæði. „í eins manns herbergi með baði og uppbúnu rúmi er ódýrast að gista á Öngulsstöðum III, en dýrast á Sveitahótelinu Sveinbjamargerði, þar kostar nóttin 4.400 kr. en 3.950 á Óngulsstöðum. í tveggja manna her- bergi með baði og uppbúnu rúmi er ódýrast að gista á Brekkuseli Akur- eyri. Nóttin kostar 5.600 kr., en dýr- ust er nóttin á Gistiheimili Akureyr- ar, þar kostar hún 7.400 kr. I upp- búnu rúmi fyrir einn er ódýrast að gista á Syðri-Haga í nágrenni Dal- víkur fyrir 1.800 kr. nóttina og dýr- ast á Árgerði á Dalvík, en þar kostar nóttin 4.200 kr., sem er 133,3% verð- munur. í uppbúnu rúmi í tveggja manna herbergi er ódýrast að gista á Smáratúni á Svalbarðseyri, en þar kostar nóttin 3.500 kr. og dýrast er að gista á Gistiheimili Akureyrar þar sem nóttin kostar 5.900 kr. 60% verðmunur á morgunmat í svefnpokaplássi er ódýrast að gista á Miðgörðum í Grenivík, en nóttin kostar 1.200 kr. Dýrast er að gista á Súlum á Akureyri, þar kostar nóttin 1.900 kr. í svefnpokaplássi fyrir tvo er einnig ódýrast að gista á Miðgörðum í Grenivík, en nóttin kostar 2.400 kr. Dýrast er að gista á Brekku í Hrísey, þar kostar nóttin 3.600 kr.“ Hvað kostar gistingin á gistiheimilum á Akureyri og í Eyjafirði ? w Gististaðir Uppbúið rúm fyrir einn Uppbúið rúm, 2ja manna herbergi Svefnpoka pláss fyrir tvo Morgun- verður Aðgangur að eldhúsi Súlur, Þórunnarstræti 93, Ak. 3.000 kr. 4.400 kr. 3.000 kr. já Stórholt 1, Ak. og Lónsá 2.900 kr. 4.400 kr. 3.000 kr. 600 kr. já Ytri-Vík/Kálfsskinn, Árskógsströnd 2.100 kr. 4.200 kr. 2.800 kr. 700 kr. já Brekkusel, Hrafnagilsstr. 14, Ak. 3.000 kr. 4.400 kr. 3.200 kr. 700 kr. já Gula villan, Þingvallastr. 14, Ak. 3.000 kr. 4.200 kr. 3.000 kr. 700 kr. já Öngulsstaðir III, Eyjafjarðarsveit 3.250 kr. 4.500 kr. 3.600 kr. 700 kr. já Árgerði, Dalvík 4.200 kr. 5.800 kr. 700 kr. Gilsbakki, Gilsbakkavegi 13, Ak. 3.100 kr. 4.400 kr. 650 kr. já Gistih. Klettastíg 6, Ak. 3.300 kr. 4.900 kr. 3.000 kr. já Ás, Skipagötu 4, Ak 3.100 kr. 4.400 kr. 3.000 kr. 600 kr. Ás, Hafnarstræti 77, Ak. 3.100 kr. 4.400 kr. 3.000 kr. já Smáratún, Svalbarðseyri 2.500 kr. 3.500 kr. 2.600 kr. já Gistiheimili Akureyrar, Hafnarstr. 104 3.900 kr. 5.900 kr. innifalinn Salka, Skipagötu 1, Ak. 3.100 kr. 4.400 kr. 3.000 kr. já Miðgarðar, Grenivík 2.400 kr. 4.800 kr. 2.400 kr. 600 kr. Engimýri, Öxnadal 2.500 kr. 5.000 kr. 2.400 kr. 500 kr. Syðri-Hagi, 621 Dalvík 1.800 kr. 3.600 kr. 2.400 kr. 600 kr. já Sólgarður, Brekkugötu 6, Ak. 2.500 kr. 3.700 kr. 2.600 kr. 500 kr. já Básar, Grímsey 2.700 kr. 4.000 kr. 3.000 kr. 800 kr. já Brekka, Hrísey 2.700 kr. 4.800 kr. 3.600 kr. 700 kr. Sveitahótel, Sveinbjarnargerði 3.000 kr. 700 kr. já Pétursborg, Glæsibæjarhr. 3.200 kr. 4.500 kr. 700 kr. já Langahlíð 6, Akureyri 2.500 kr. 4.400 kr. 3.000 kr. ínnifalinn Glerá v/Akureyri 2.000 kr. 3.700 kr. 600 kr. já Leifsstaðir, Eyjafjarðarsveit 3.000 kr. 5.000 kr. 700 kr. Lægsta verð 1.800 kr. 3.500 kr. 2.400 kr. 500 kr. Hæsta verð 4.200 kr. 5.900 kr. 3.600 kr. 800 kr. Munur á hæsta og lægsta 133,3% 68,6% 50,0% 60,0% Meðalverð 2.869 kr. 4.471 kr. 2.926 kr. 653 kr. Morgunverður er innifalinn á Gistiheimili Akureyrar og á Löngu- hlíð 6 á Akureyri. „Ódýrastur er morgunverðurinn á Engimýri í Öxnadal og Sólgarði á Akureyri, en þar kostar hann 500 kr. Dýrast er að snæða morgunverð á Básum í Grímsey, en þar kostar hann 800 kr. og er það 60% verðmunur.“ Ágústa tekur fram að hér sé um beinan verðsamanburð að ræða, ekki sé lagt mat á þjónustustig og aðbún- að, sem er mismunandi. Nýr dýralækningaskóli við St. George háskóla -----Byrjar í ágúst 1999------ Slástu í hóp jyrsta árgangsins og fleiri en 3.000 lœkna sem hafa notið velgengni í starfi eftir nám í St. George háskóla. í dýralœkningaskóla okkar verður framhaldið yfir 20 ára sögu okkar af árangursríku menntunarstarfi. • Fyrsti alþjóðlegi lœknisfrœðiskólinn semfékk leyfifyrir klínískri þjálfun frá New York, New Jersey og Kalifomíu. • Með ífyrstu umferð þeirra landa sem uppfylltu skilyrði um lœknisfrœðimenntun, skv. US Department of Education (ásamt Bretlandi, Kanada og Ástralíu). • Staðfest af AMA (Bandarísku læknasamtökunum) að skólinn hafi hœsta hlutfall þeirra nemenda sem þreyta í fyrsta sinn og ná lokaprófi (US qualifying examinations), aföllum stærri alþjóðlegu læknisfræðiskólunum, á 10 ára tímabili. Af298 nemendum sem þreyttu í fyrsta sinn lokapróf í júní 1998 var USMLE í hlutfalli þeirra sem náðu 95%. Við gerum sömu ströngu kröfumar um gæði til nýja dýralækningaskólans okkar. M.a. er kennt um smœrri og stærri dýr og kennslan er í höndum áhugasams alþjóðlegs kennaraliðs. Klíníski hluti námsins fer fram á tengdum námskeiðum í Bandaríkjunum og víðar. Enn eru laus sæti í fyrsta bekk skólans. Nánari upplýsingar fást á Dept. AVIM í síma 001 800 899 6337. Netfang sgu_info@sgu.edu Vefsíða http://www.sgu.edu Fax 001 516 665 5590. St. George’s University Grenada and StVincent, West Indies Fellihýsi á Netinu í VOR var fyrirtækið Netsalan ehf. stofnað, en það selur bandarísk fellihýsi á Netinu. Að sögn Her- manns Hafsteinssonar hjá Netsöl- unni ehf. er þessi leið farin til að ná niður kosnaði til neytenda. „Við vildum bjóða fellihýsi á lægra verði en sést hefur hér á landi og ákváð- um að hafa enga yfirbyggingu á fyrirtækinu til að ná því markmiði Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 að hafa verðið lágt. Auk þess tók- um við á leigu skip, sáum sjálfir um uppskipun í Bandaríkjunum og lögðum að í Kópavogi og afgreiðum þaðan fellihýsin. Með þessu móti höfum við geta selt fellihýsin á 399.000 krónur en núna hafa þau reyndar hækkað hjá okkur í 450.000 krónur þar sem dollarinn hefur hækkað að undanförnu." Um er að ræða sex manna fullbúin Vik- ing-fellihús á 12 tommu hjólbörð- um. Hermann segir að þegar sé búið að selja rúmlega hundrað fellihýsi af þeim hundrað og þrjátíu sem komu til landsins með skipinu. Fellihýsin er til sýnis á Garðatorgi í dag, laugardag. m stitftítö PRENTARAR | Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 | Vefsíða: www.oba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.