Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 13 FRÉTTIR Landmælmgar Islands og bandariska kortastofnunin NIMA endurnýja samning Yerður mikill hvati að verkefnum Landmælinga Á FUNDI fulltrúa íslenskra stjóm- valda og fulltrúa bandarísku korta- stofnunarinnar NIMA (National Mapping Agency) sem fram fór í Washington dagana 4.-7. júní sl. var lokið við gerð rammasamnings á miili NIMA og varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins m_eð beinni tilvísun í varnarsamning ís- lands og Bandaríkjanna frá 1951. Rammasamningurinn kemur í stað samnings frá 1976 en þó í breyttu formi vegna breyttrar tækni og vinnuaðferða við kortagerð. Meðal annars kveður nýi samn- ingurinn á um að Landmælingar ís- lands og NIMA munu skiptast á gögnum og sérfræðiþekkingu við uppbyggingu stafræns kortagrunns af Islandi. Ennfremur kveður hann á um samkomulag um fjárframlag NIMA til verkefnisins og aðstoð NIMA við þjálfun starfsmanna Landmælinga í Bandaríkjunum. Einnig nær hann til aðgangs og heimildar Landmælinga til notkun- ar á prentuðum kortum af Islandi sem varðveitt eru hjá NIMA og að- gang Landmælinga að upplýsingum NIMA um staðla og gæðakröfur vegna kortagerðar og uppbygging- ar stafrænna kortagrunna. Að sögn Magnúsar Guðmundsson- ar, forstjóra Landmælinga íslands, mun samningurinn verða Landmæl- ingum mikill hvati að þeim verkefn- um, sem stofnunin hefur verið að undirbúa og voru kynnt á ríkis- stjórnarfundi á síðasta ári, en þau verkefni felast í því að byggja upp stafrænan kortagrunn af íslandi. Mikilvægur hlekkur í gerð stafræns kortagrunns „Það er mikilvægur hlekkur í vinnu við stafræna kortagrunninn að ná þessum samningi við Banda- ríkjamenn," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Gert er ráð fyrir að unnið verði að kortagrunninum næstu 4-5 árin og að byggt verði á þeim kortum sem unnin hafa verið í samvinnu við Bandaríkjamenn á undanfórnum áratugum. „Þetta verður eitt mikilvægasta verkefni stofnunarinnar á næstu árum. Gagnagrunnur sem þessi, mun fela í sér nákvæmustu kortagögn sem völ er á og mun nýtast t.d. á sviði skipu- lagsmála, náttúruvemdar, fast- eignaskráningar, skráningar á stjómsýslumörkum og einnig munu margar stofnanir nýta sér kortin,“ sagði Magnús. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Litið á búskapinn Hæstiréttur Hækkaði sekt um rúmar 12,5 milljónir HÆSTIRÉTTUR hækkaði sekt, sem 42 ára gamall karlmaður hafði hlotið í héraði fyrir brot gegn al- mennum hegningarlögum, lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, úr 4 milljónum króna í rúmlega 16,6 milljónir króna á fimmtudag. Þá staðfesti Hæstiréttur 4 mánaða skil- orðsbundinn fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir manninum. Maðurinn, sem var framkvæmda- stjóri og varastjórnarformaður einkahlutafélags er hann framdi brotin, var ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, sem innheimtur hafði verið í nafni félagsins, að fjárhæð tæpar 5,5 milljónir króna og fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af laun- um starfsmanna félagsins að fjár- hæð 2,8 milljónir króna. Hann hlaut 4 milljóna kiúna sekt samkvæmt dómsorði dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, en Hæsti- réttur hækkaði sektina upp í 16 milljónir og 626 þúsund krónur eða sem svarar tvöfaldri þeirri skatta- fjárhæð, sem ákærði stóð ekki skil á. Þótti ekki fært að verða við kröfu ákærða um að við ákvörðun fésektar hans yrði farið niður fyrir lögbundið lágmark með stoð í 1. málsgrein 51. greinar almennra hegningarlaga. FRÆNKURNAR Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir úr Reykjavík og Diljá Barkardóttir frá Egilsstöðum fengu að fara með afa sínum, Hall- dóri Sigurðssyni, þegar hann átti erindi að Laufási í Hjaltastaða- þinghá. Fengu þær að líta á bú- skapinn. Sauðburður stóð enn yfir og fylgdust þær með tvflembingum koma í heiminn. Myndin var tekin þegar kindin var að kara fyrra lambið. Sveitar- stjórinn á Raufarhöfn sagði upp SVEITARSTJÓRINN á Raufar- höfn, Gunnlaugur Júlíusson, hefur sagt upp störfum og hefur hann jafnframt beðist lausnar sem sveit- arstjómarmaður. Mun varamaður hans, Björg Eiríksdóttir, taka sæti hans. „Á fundi sveitarstjómar Raufar- hafnarhrepps þann 10. júní sagði Gunnlaugur Júlíusson upp starfi sínu sem sveitarstjóri Raufarhafn- ar. Hann óskaði jafnframt eftir lausn frá setu í sveitarstjórn en hann var kosinn í sveitarstjórn Raufarhafnar í síðustu sveitar- stjómarkosningum,“ segir í frétta- tilkynningu frá Raufarhafnar- hreppi. Gunnlaugur sagðist ekki vilja tjá sig um uppsögnina, slíkt þjónaði engum tilgangi. Hann kvaðst myndu láta af störfum fljótlega. Gunnlaugur var kjörinn í sveitar- stjórn við síðustu kosningar fyrir rúmu ári, en hann gegndi einnig starfi sveitarstjóra á síðasta kjör- tímabili. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom fram tillaga að van- trausti á störf Gunnlaugs á fundi sveitarstjómar síðastliðinn mánu- dag. Fulltrúar G-lista, Alþýðu- bandalags, þeir Þór Friðriksson oddviti og Reynir Þorsteinsson, bám fram tillöguna en Gunnlaugur er þriðji maður listans á móti R- lista minnihlutans, sem Bergur Guðmundsson og Hafþór Sigurðs- son skipa. Minnihlutinn snerist Gunnlaugi til vamar og var því van- trauststillagan felld en varamaður Bergs sat fundihn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ýmis gagnrýni á Gunnlaug rótin að van- trauststillögunni. Auglýst verður eftir nýjum sveit- arstjóra á næstunni. Hald lagt á skartgripi LÖGREGLAN í Reykjavík hefur í fómm sínum talsvert magn af skartgripum sem lög- reglan lagði hald á við húsleit 20. maí sl. í tengslum við hand- töku karlmanns, sem gmnaður er um aðild að innbrotum. Meðal skartgripanna er handsmíðuð barmnæla, sem er frá Jens gullsmiði og er merkt „Snorri". Biður lögreglan þann sem kannast við næluna að hafa samband við rannsóknar- deild. Morgunblaðið/Ómar / Ur vöndu að ráða PÓSTKORTASALA er óaðskilj- anlegur hluti ferðamannatíma- bilsins og til að auðvelda ferða- mönnum aðgang að þeim stilla bókakaupmenn þeim gjarnan upp fyrir framan verslanir sinar. Er oft út vöndu að ráða þar sem úrvalið af póstkortum er mikið og geta menn því varið drjúgum tfma í að velja. Er líða fer á sum- arið er það algeng sjón að sjá ferðamenn sitja á kaffihúsum með dreyminn svip er þeir riQa upp ævintýri íslandsferðarinnar. Breytt tilhögun á yfirvinnu leikskólakennara í Kópavogi Tæplega 60 af 80 hafa dregið uppsögn til baka TÆPLEGA 60 leikskólakennarar í Kópavogi höfðu í gær dregið upp- sagnir sínar til baka í kjölfar til- boðs um nýjan kjarasamning frá bæjaryfirvöldum, að sögn Sigur- rósar Þorgrímsdóttur, nýráðins formanns leikskólanefndar Kópa- vogs. Alls höfðu um 80 leikskóla- kennarar sagt upp störfum vegna óánægju með kaup og kjör. Sigur- rós kvaðst vonast til að flestir, sem eftir væru, drægju uppsögn sína til baka á næstunni. Sigurrós segir að tilboðið hljóði upp á breytingu á tilhögun yfir- vinnu leikskólakennara og var sú breyting samþykkt í bæjarráði 16. maí síðastliðinn. Samþykkt var að leikskólakenn- arar fengju greidda fjóra yfir- vinnutíma í mánuði, miðað við heila stöðu, til að efla foreldrasam- starf, t.d. með foreldraviðtölum ut- an dagvinnutíma og mæta því óformlega foreldrasamstarfi sem óhjákvæmilega er til staðar. Þeir sem eru í hlutastörfum fá greitt hlutfallslega. Þá var fallist á að þeir fengju greidda fjóra yfirvinnutíma á mán- uði, miðað við heila stöðu, til að vinna að leikskólanámskrá og námsgagnagerð. Þeir sem eru í hlutastörfum fá greitt hlutfalls- lega. Að síðustu var samþykkt að leikskólakennarar fengju greidda fjóra yfirvinnutíma í mánuði miðað við heila stöðu, til að vinna að gæðamati og gæðaþróun í leikskól- unum og til skýrslugerðar. Þeir sem eru í hlutastöðum fá greitt hlutfallslega. Leikskólastjóra er heimilt að halda allt að sex fundi á ári, utan vinnutíma, þar sem leikskólakenn- arar, og annað fagfólk leikskóla undir verkstjórn leikskólastjóra, vinnur að mótun uppeldisstefnu leikskóla og skipulagningu leik- skólastarfsins. Þessir fundir eru utan fastrar yfirvinnu leikskóla- stjóra. Þessi tilhögun gildir frá 1. janú- ar 1999 til 31. desember árið 2000 fyrir alla þá leikskólakennara er draga uppsögn sína til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.