Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 38
Frumkvöðlar knattspyrnufélagsins Arvak urs komu nýlega saman til að rifja upp eftir- minnileg atvik og segja sögur af glæstum af- rekum hvers annars á knattspyrnuvellin um. Steinþór Guðbjartsson leit inn og ræddi við Friðrik Þór Friðriksson og ívar 38 LAUGARDAGUR 12. JUNI 1999 j MORGUNBLAÐIÐ ] 0 T Gissurarson, eigendur félagsins, og Sigurð Indriðason, forstjóra þess, um helstu viðburði í sögu félagsins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MÁTTARSTÓLPAR Árvakurs í gegnum tíðina. Efri röð frá vinstri: Sigurður Pétursson, Grétar Guðmundsson, Ingólfur Gissurarson, Einar Árnason, Sigurður Helgason, Guðmundur H. Guðmundsson, Jakob Þór Pétursson, Runólfur Ólafsson, Friðrik Þorbjörnsson og Þorlákur Björnsson. Fremri röð frá vinstri: Ami Guðmundsson, Sigurður Páll Óskarsson, Ilaukur Arason, Sigurður Indriðason, Ólafur Haukur Ólafsson, með bik- arinn sem hann fékk þegar hann var kjörinn íþróttamaður KR 1985, og formaðurinn, Friðrik Þór Friðriksson. ÞEGAR boltinn fer að rúlla á knattspymuvöllum landsins ár hvert eru liðs- menn íþróttafélaganna gjarnan kallaðir til skrafs og ráða- gerða, strengirnir stilltir fyrir kom- andi átök. Frumkvöðlar Knatt- spymufélagsins Árvakurs í Reykja- vík komu líka saman við upphaf keppnistímabilsins, en tilgangurinn kannski annar en hjá öðrum félög- um. Tilefnið var fyrst og fremst að rifja upp eftirminnileg atvik, segja sögur og hlæja en í minna mæli að ræða framtíð félagsins. Friðrik Þór Friðriksson og ívar Gissurarson stofnuðu Knattspyrnu- félagið Árvakur 1982 en lið félags- ins hóf keppni í 4. deild í knatt- spymu árið eftir. „Við hættum báð- ir að leika knattspyrnu 18 ára gaml- ir en hugurinn var alltaf á vellinum og um áratug síðar ákváðum við að stofna félagið til að við gætum hald- ið áfram að spila,“ sagði Friðrik Þór. „Þetta er kallað óttinn við elli- heimilið," bætti hann við. ívar átti að vera með sögulegar skýringar á fyrmefndum fundi en komst ekki þar sem hann þurfti starfs síns vegna að vera norður í landi. „Því miður hittist svona á en sögumar gleymast ekki,“ sagði hann spurður út í félagið. í hópi forvígismanna Eitt af einkennum knattspyrn- unnar em sögumar sem verða æ magnaðri eftir því sem fjær dregur, því oft er það svo að aðeins sögu- menn em til frásagnar. í því felst einmitt hin mesta skemmtun þótt sumum þyki stundum fullmikið af hinu góða. Samhliða fótboltanum kepptu leik- menn Árvakurs í handbolta og körfubolta og vöktu athygli, að eigin sögn. „Við vomm í hópi forvígis- manna á ýmsum sviðum," sagði Ivar. „Til dæmis vomm við eitt af fyrstu íslensku körfuboltaliðunum sem var með bandarískan þjálfara. Hann mætti reyndar aðeins á eina æfingu en við bjuggum samt að henni í lang- an tíma. Eins fómm við í keppnis- ferð til Bandaríkjanna þar sem við tókum þátt í fótboltamóti á stómm velli innanhúss, lékum alla leiki okk- ar í ólympíuhöllinni í Lake Placid, sem tekur um 10.000 áhorfendur. Við urðum að byrja í neðstu deild í íslandsmótinu, sem þá var 4. deild, en krafturinn var mikill í okkur á upphafsáranum og takmarkið var eitt og aðeins eitt: Fertugir í fyrstu deild. Þótt við séum með hugann við annað nú en að leika knattspymu er áfram tilgangur með félaginu en „mottóið" hefur breyst í fimmtugir í fyrstu eða eldri í efstu...“ Eigendur og einvaldar Lög félagsins era ekki til á prenti en að sögn ívars var stuðst við lög Skotfélags Reykjavíkur. Friðrik Þór sagði að lög Júdófélags Reykja- víkur hefðu líka verið höfð til hlið- sjónar. „Fjórða greinin hjá Skotfé- laginu, um meðferð skotvopna, var reyndar tekin út hjá okkur, en það vom mistök,“ sagði ívar. „Við Frið- rik Þór vorum þekktir fyrir þrumufleyga og þar sem enginn gat séð fyrir hvar boltinn lenti hverju sinni var talað um „skud-flaugar“ hjá okkur. í þessu sambandi má nefna að einu sinni skaut Friðrik Þór að marki á gervigrasvellinum í Laugardal. Eins og flestir vita er vallarhúsið töluvert frá markinu en engu síður fór boltinn í rúðuna hjá Ingva Guðmundssyni, þáverandi vallarverði. í kjölfarið voru settir rimlar fyrir rúðurnar.“ Friðrik Þór sagði að sannleikanum væri þarna reyndar aðeins hagrætt. „Skotið var frá miðju, ef ég man rétt, og þramufleygamir áttu aðeins við um mig.“ ívar áréttaði þá að átta sinn- um hefði hann fengið að leika fram- ar en á miðju og skorað í öll skiptin. „Og yfirleitt með þmmufleygum." I lögunum kom m.a. fram að eig- endumir, þ.e. Friðrik Þór formaður og ívar varaformaður, væm einir í stjóm alla tíð eða þar til félagið yrði lagt niður. „Samkvæmt lög- unum áttmn við líka fast sæti í liðinu en vegna anna á öðr- um vettvangi urðum við að sleppa mörgum leikjum," sagði ívar. „Það er okkar skýring á að ekki tókst betur til varðandi fjölda titla.“ 1983 til 1991 léku 70 leik- menn með Árvakri. Flestir komu úr KR eftir að hafa hætt að leika með meistara- flokki félagsins, leikmenn eins og Árni Guðmundsson, Bjöm Pétursson, Börkur Ingvarsson, Elías Guð- mundsson, Hálfdán Örlygs- son, Ivar Gissurarson, Jakob Þór Pétursson, Jósteinn Ein- arsson, Ragnar Hermanns- son, Sigurður Indriðason, Sigurður Pétursson, Stefán Jóhannsson, Sæbjöm Guð- mundsson og Vilhelm Fred- riksen, en leikmenn úr öðram félögum vöktu einnig athygli. „Þetta var úrvalshópur með menn úr öllum áttum,“ sagði Sigurður Indriðason, forstjóri Arvakurs, sem boðaði leik- mennina á fyrmefnda kvöldvöku þar sem þeir höfðu ekki komið sam- an í nokkur ár. „Til dæmis komu Ástvaldur Jóhannsson og Leó Jó- hannsson frá Skaganum, blakmað- urinn Lárentsínus Ágústsson frá Stykkishólmi og Guðjón Amgríms- son var fulltrúi fjölmiðla. Strákamir úr Melaskólaportinu, Ólafur Haukur Ólafsson, Runólfur bróðir hans, Stefán Bjamason og Haukur Ara- son kynntust nýrri stærð valla og handboltastrákamir Friðrik Þor- ISLANDS-, Reykjavíkur- og bikarþátttakendur knattspyrnufélagsins Árvakurs 1983 - 1988. Aftari röð frá vinstri: Friðrik Steinn Friðriksson Iukkudrengur, ívar Gissurarson, Einar Ámason, Friðrik Þór Friðriksson, Þorlákur Bjömsson, Ólafur Haukur Ólafsson, Börkur Ingvarsson, Páll Björnsson og Jakob Þór Pétursson. Fremri röð frá vinstri: Grétar Guðmundsson, Sigurður Indriðason, Árni Guðmundsson, Sigurður Páll Óskars- son, Björn Pétursson, Snorri Gissurarson og Margeir Gissurarson. kom m.a. í ljós að liðið lék samtals 166 leiki á tímabilinu sem er til um- fjöllunar og gerði 431 mark. Þorlákur Bjömsson var leikjahæstur með 136 leiki en Bjöm Pétursson, sem var elstur og ávallt kjörinn efnilegasti leikmaður félagsins á árlegri upp- skerahátíð á haustin, lék 135 leiki. Grétar Guðmundsson var ætíð kjörinn besti hægri bakvörðurinn en hann lék 119 leíki og gerði eitt mark. Besti leikmaður félagsins var einu sinni útnefndur og varð Ivar Gissurarson kjörinn en hann naut þess að þrír bræður hans, Margeir, Snorri og Ingólfur, voru í liðinu. Jafnframt tók hann sjálfur við kjör- seðlum nokkurra leikmanna í gegn- um síma og sögðu illar tungur að hann hefði alltaf endurtekið nafnið Ivar við skrifara þótt viðmælandi hafi hugsanlega nefnt annað nafn. Samkvæmt yfirliti Ama lék Frið- rik Þorbjömsson 88 leiki og gerði 71 mark en var markahæstur 1987 og 1989. Ámi gerði 69 mörk í 125 leikjum og var markahæstur 1984 og 1986. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, var markahæstur 1983, Ragnar Hermannsson 1985, Guð- mundur Jóhannsson 1988, Sæbjöm Guðmundsson 1990 og Viðar Hall- dórsson 1991. Þrátt fyrir þessar staðreyndir var Ólafur Haukur Ólafsson, einn af fræknustu glímu- kappum landsins og Iþróttamaður KR 1985, ávallt verðlaunaður sem markakóngur Árvakurs. „Við ákváðum ýmislegt, meðal annars þetta með markakónginn,“ sagði Iv- ar, „því stöðugleikinn hafði mikið að segja. Og hefur enn.“ ÍVAR Gissurarson skoraði grimmt fyrir Árvakur í íslandsmótum innanhúss en Sigurður Indriðason og Hálfdán Örlygsson (nr. 6) gátu sér líka gott orð. bjömsson og Haukur Geirmundsson uppgötvuðu nýjar hliðar. Eiríkur Hauksson söngvari, sem var uppal- inn Þróttari, lék einn leik á Selfossi og stúlkur í hópi áhorfenda hrein- lega trylltust. Friðrik Þór var auð- vitað fulltrúi leikstjóra í liðinu og helsti Framarinn í hópnum en við voram líka með alvöra leikara, Helga Bjömsson og Þröst Leó Gunnarsson. Hins vegar kom árang- urinn með reyndari fótboltamönn- um, jafnvel landsliðsmönnum. Liðið var óheppið að tapa fyrir Víði Garði í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar 1985, tapaði í vítakeppni, en náði svo 7. sæti í 4. deild 1988. Annars var fé- lagsskapurinn aðalatriðið og ánægj- an að spila fótbolta. Stærri félög tí- unda meistaratitla en Arvakur var þátttakandi í Reykjavíkur-, íslands- og bikarkeppni 1983 til 1991 og við emm stoltir af félagsmönnum þess sem margir hverjir hafa getið sér gott orð á ýmsum sviðum.“ Sannleikurinn opinberaður Ami Guðmundsson lögfræðingur skráði samviskusamlega úrslit allra leikja, leikmenn og mörk liðsins á fyrmefhdu tímabili og greindi frá þessum tölulegu upplýsingum á áð- umefndum fundi en þær höfðu ekki komið fyrir augu manna fyiT. Þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.