Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þýðandinn og þulurinn Mike Handley stofnar Enska málstöð Heildarlausn á ensku Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gnskri málstöð hleypt af stokkunum: Mike Handley stofnandi og Ari Trausti Guðmundsson varamaður í stjórn sitjandi. Fyrir aftan standa Bjami Jóhannesson frá Rammagerðinni, Guðmundur Torfi Heimisson þýðandi og Bemard Scudder ráðgjafi. MIKE Handley er vel þekktur sem sjónvarpsþulur og blaðamaður í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til Islands árið 1985 og oft eftir það. I febrúar sl. ákvað hann að setjast hér að og stofna fyrirtækið Enska málstöð á sviði þýðinga, textagerð- ar og yfirlestrar. Mike hefur ára- tugareynslu sem kynnir og þulur í bandarísku sjónvarpi og hyggst einnig miðla þekkingu sinni af þeim vettvangi til íslenskra fyrirtækja. Mike Handley er sérfræðingur í enskum málvísindum og hefur há- skólapróf í frönsku. Hann er fædd- ur í Bandaríkjunum, bjó í Frakk- landi á unglingsárunum og háskóla- nám hefur hann stundað á báðum stöðum. Menntun hans nýtist vel á nýjum starfsvettvangi, auk fjöl- miðlareynslunnar. Auk þess að starfa sem sjónvarpsþulur, m.a. fyrir bandaríska fréttaþáttinn NewsWatch, hefur Handley skrifað greinar í bandarísk dagblöð og birti m.a. eina slíka í Washington Post árið 1995, þar sem hann gagnrýndi slæmt málfar Karls Bretaprins. „Eg hef stundum rekist á bæk- linga frá íslenskum fyrirtækjum sem ætlaðir eru útlendingum. Þar vantar ekkert upp á útlitið en inni- haldið getur verið frekar óaðlað- andi. Þó svo enskan sé málfræði- lega rétt og textinn jafnvel saminn af fólki með háskólapróf í ensku, höfðar hann ekki endilega til enskumælandi fólks og þá missir bæklingurinn marks,“ segir Mike Handley um hugmyndina að fyrir- tæki sínu. Með Handley í Enskri málstöð starfa ýmsir íslenskir og erlendir sérfræðingar á sviði ritstarfa og fjölmiðlunar, t.d. Ari Trausti Guð- mundsson og Guðmundur Torfi Heimisson þýðandi. Bretinn Bem- ard Scudder, sem lengi hefur starf- að sem þýðandi hér á landi, hefur unnið með Mike Handley að ýmsu kynningarefni um Island og verður honum innanhandar þegar um sér- stakan „breskan" texta er að ræða. Aðsetur Enskrar málstöðvar er í húsnæði Rammagerðarinnar í Hafnarstræti. Slóðin er www.eng- lishwise.com. Handley telur tvímælalaust þörf fyrir slíkt fyrirtæki hér á landi. „Öll fyrirtæki sem hafa alþjóðlegan markhóp geta nýtt sér þjónustu Enskrar málstöðvar," segir Handley. „Mjög mörg íslensk fyrir- tæki stefna nú á alþjóðamarkað þar sem enska er aðallega notuð og þau þurfa kynningarefni. Hugmyndin er að hjá okkur geti fyrirtækin fengið heildarlausn þegar um ensk- an texta er að ræða. Við getum séð um að semja aðlaðandi texta, þýða texta og prófarkalesa fyrir notkun í kynningarefni." Handley segir Enska málstöð fyrsta íslenska fyr- irtækið sem sérhæfir sig í enskum texta og leggur áherslu á að munur er á ensku í Bandaríkjunum og Bretlandi. Áhugamaður um markaðssetningu Islands Handley er kynnir á myndbandi um ísland sem sýnt er í Flugleiða- vélum á leið til Islands og öðru myndbandi sem sýnt er á íslensk- um hótelum. Hann hefur mikinn áhuga á ferðaþjónustu og markaðs- setningu Islands fyrir erlenda ferðamenn. Meðal annars hefur hann skrifað tvær greinar í Morg- unblaðið þar sem önnur fjallaði um sýn Bandaríkjamanns á Island og hin um eignarhald á jólasveininum, þ.e. að Finnar væru að stela honum af Islendingum. „Islendingar hafa ekki alltaf farið réttar leiðir í mark- aðssetningu að mínu mati,“ segir Handley. „Keikó var t.d. ekki eins vinsæll og margir Islendingar bjuggust við. Islendingar eru mjög siðmenntaðir, en ég hef heimsótt yfir fimmtíu lönd og aldrei kynnst öðru eins. Það sem mér finnst skemmtilegast og mest aðlaðandi við ísland er fólkið og hve glaðir allir eru, m.a.s. hundarnir!" i Hétt eins og viðskiptavinirnir gerir starfsfólk Hæsis kröfur um sveigjanleika og rekstraröryggi. Þess vegna varð Cannn GP-215 fyrir valinu þegar viö stóöum frammi fyrir því að endurnýja ljósritunarvélina. Hún stendur fyllilega undir þeim lafnrðum sem akkur varu gefin um gæði og fjölbreytta möguleika vélarinnar. Við köllum hana ,ljósritunarprentvélarfax' því hún er allt í senn: Öflug ljósritunarvél, hraðvirkur netprentari ag nettengt faxtæki. Hún stendur sannarlega við sitt, þessi elska! Canon keriisirœðingur hjá Rœsi Canan er laiðandi iyrirtmki á sviði skriistDÍutækja og prentlausna. Nýherji býður úrvai stairænna prentlausna irá Canon. Með einu og sama tœkinu er komin öilug ljósritunarvél, hágæða nettengdur prentari, notiax og skanni. Sveigjanloiki i pappírsirágangi, mikið rekstraroryggi og lágur rekstrarkostnaður Canon vélanna aru kostir sem siieilt iloiri viðskiptavinir okkar kunna að meta. Kynntu þér strax heiidarlausnir Canon hjá ráðgjöium okkar. NÝHERJI Skaítahlíð 24 • Sími 5B9 7700 http://www.nyharji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.