Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gunnar Eyjólfsson Þráinn Bertelsson Þuríður Pálsdóttir Erró Fríða Á. Sigurðardóttir Guðbergur Bergsson Herdís Þorvaldsdóttir Róbert Arnfínnsson Rúrik Haraldsson Þorsteinn frá Hamri Tíu nýir listamenn í heiðurslaunaflokk TIU LISTAMÖNNUM hefur verið bætt í þann flokk manna sem hlýt- ur heiðurslaun listamanna, sam- kvæmt, breytingartillögu sem fram kom í gær á Alþingi við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2001 og er þetta veruleg fjölgun í hópnum. Nýliðarnir í heiðurslaunaflokkn- um eru listmálarinn Erró, rithöf- undarnir Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson og Þorsteinn frá Hamri, leikararnir Gunnar Eyjólfsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Róbert Arnfínnsson og Rúrik Har- aldsson, Þuríður Pálsdóttir söng- kona og Þráinn Bertelsson kvik- myndagerðarmaður. Hvert þeirra fær 1,5 milljónir frá Alþingi á næsta ári. Launin hækka úr 1.200 þúsundum á þessu ári eða um fjórðung. Þar sem 21 listamaður er í flokknum nemur fjárveitingin 31,5 milljónum króna. Ólafur Örn Haraldsson, varaformaður menntamálanefnd- ar, sagði þessa miklu aukningu fyrst og fremst mega rekja til vilja þingsins til að styðja við bak- ið á listum í landinu og listamönn- um þjóðarinnar og sýna þeim þann heiður og sóma sem þeim ber. Einhugur ríkti um valið Það er í verkahring mennta- málanefndar Alþingis að tilnefna listamennina. Að verkinu koma allir nefndarmenn sem leggja fram tillögur sínar auk þess sem aðilum utan hennar gefst færi á ábendingum. „Það er horft til allra ábendinganna og eftir fundahöld leggur formaður henn- ar, Sigríður Anna Þórðardóttir, fram samræmingartillögu," segir Ólafur Örn, aðspurður um vinnu- ferli valsins. Ólafur segir að líkt og fyrri ár hafi mikill einhugur ríkt um valið meðal nefndarmanna og stærsti vandinn hafi verið að velja úr þeim stóra hópi listamanna sem komu til greina. „Það eru svo margir sem eiga þennan heiður skilinn og auðvitað voru áherslur manna misjafnar í undirbúnings- vinnunni. Við komumst þó að lok- um að niðurstöðu sem allir eru ánægðir með enda standa lista- mennimir sem nú hafa verið vald- ir fyllilega undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Þetta eru allt framúrskarandi listamenn sem hafa margir hverjir verið frumkvöðlar á sínu sviði.“ Fyrir fjölgunina voru 11 lista- menn í heiðurslaunaflokknum, þau Atli Heimir Sveinsson, Ás- gerður Búadóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Hannes Péturs- son, Jón Nordal, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, Matthías Johannéssen, Stefán Hörður Grímsson og Thor Vilhjálmsson. Tveir heiðurslistamenn, þeir Indr- iði G. Þorsteinsson og Jón úr Vör, létust á árinu. Farþegum vísað frá borði Flugleiðaþotu í flugi til Mexíkó vegna óspekta og líkamsmeiðinga Flugleiðir íhuga mál- sókn á hendur farþega Morgunblaðið/Kristj án Spennandi útstillingar FJÓRUM farþegum var vísað frá borði Flugleiðavélar á leið til Mexíkó á mánudag vegna ölvunar og annarra óspekta. Fólkið, sem er á miðjum aldri, sinnti í engu beiðni flugfreyja og -þjóna að hafa hægt um sig og réðst einn farþeganna á flugfreyju og veitti henni áverka. Flugstjóri vélarinnar hafði sam- band við flugvallaryfirvöld í Minn- eapolis og óskaði eftir aðstoð lög- reglu til að fjarlægja óeirða- seggina en fyrirhugað hafði verið að millilenda í borginni til að taka eldsneyti og skipta um áhöfn. Þeg- ar fjórmenningarnir voru komnir í vörslu lögreglu hélt vélin svo áleið- is til Mexíkó. Guðjón Arngrímsson talsmaður Flugleiða sagði málið mjög alvar- legt og tekið yrði á því af viðeig- andi festu. „Flugleiðir líða ekki að starfsfólki þess sé misboðið og ör- yggi flugsins ógnað. Það er vert að minna á að vélar félagsins eru inn- an íslenskrar lögsögu og fólk sem hagar sér dólgslega þar þarf að svara fyrir gjörðir sínar líkt og annars staðar hér á landi.“ Guðjón segir flugáhafnir fá sérstaka þjálf- un í því hvernig takast eigi á við slík tilfelli, bæði í grunnþjálfuninni og einnig á námskeiðum sem séu haldin reglulega hjá Flugleiðum. Flugleiðir íhuga nú kæru og málsókn á hendur þeim farþega sem hér á hlut að máli. Aðspurður sagði Guðjón tilfelli af þessu tagi vera fátíð hjá félag- inu og kæmu aðeins einstaka sinn- um fyrir. Hins vegar virtist tíðnin í heild vera að aukast á alþjóðavísu og væri í samræmi við aukinn far- þegafjölda í fluginu. Áhyggjur af vaxandi ofbeldi farþega gegn flugáhöfnum Þóra Sen talsmaður Flugfreyju- félags íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta mál væri mjög alvarlegt og ýtti undir vax- andi áhyggjur Flugfreyjufélagsins af auknu ofbeldi í flugvélum. Þóra segir stór alþjóðleg flugfélög eins og British Airways, KLM og SAS hafa gripið til ýmissa aðferða til að spoma við þessari óheillavænlegu þróun, s.s. að setja óeirðaseggi á bannlista og kalla til lögreglu á flugvöllum líkt og gert hefði verið á mánudag í Flugleiðavélinni. í Bandaríkjunum hafa auk þessa verið settar upp aðvaranir á flug- völlum þar sem farþegum er bent á að bannað sé að neyta áfengis úr eigin birgðum í vélunum og brot á þessu varði sektum og jafnvel varðhaldi, en óhófleg áfengisneysla er í mörgum tilfellum rót vandans. Allmörg flugfélög hafi einnig sett handjárn og ólar í vélar sínar til að auðvelda starfsfólki að yfirbuga farþega þegar allt annað bregst. Þetta tíðkast ekki hér á landi. „í nærliggjandi löndum væri litið á þetta sem glæp. Fólk sem hagar sér svona í flugvélum getur ógnað öryggi allra farþeganna um borð. Það er vel hægt að ímynda sér hræðsluna sem getur skapast í vél- inni þegar svona óeirðaseggur gengur berserksgang. Þú ert inni í lokuðu rými í 37.000 feta hæð og þú kemst ekkert. Það vill enginn vera í þessum sporum.“ Þóra segir það vera á ábyrgð flugfélaganna að taka sem fyrst á þessu vaxandi ofbeldi farþega gegn flugáhöfnum og sjá til þess að fólk sem veldur slíkri hættu í flugvélum sé í öllum tilfellum kært og látið svara til saka fyrir dóm- stólum. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu - þessu verður að linna.“ Áfengi, lyf og flughræðsla geta leitt til vandræða í skýrslu frá Flugmálastjórn Bandaríkjanna um öryggismál í flugvélum segir að áhafnir flugvéla hafi áhyggjur af starfsöryggi sínu um borð þar sem fjöldi atvika af þessu tagi hafi margfaldast. Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti árið 1995 140 of- beldisatvik sem beint hafði verið að starfsfólki flugvéla þess á móti 33 árinu áður. í sömu skýrslu kemur fram að flestir þeirra sem eru til vandræða í háloftunum eru ölvaðir karlmenn á leið í frí. Áhrif alkóhóls aukast þegar komið er í flughæð og sé lyfja neitt í ofanálag þurfi stundum lítið út af að bera til að fólk missi stjóm á skapi sínu. Ofbeldisverk í flugvélum hafa einnig verið rakin til seinkana á áætlunum flugvéla, þrengsla í far- þegarými auk streitu vegna reyk- ingabanns og flughræðslu. Ofbeld- istilfelli eru einnig fimm sinnum algengari í millilandaflugi en inn- anlandsflugi. LEIKSKÓLABÖRNUM á Akur- eyri finnst jafnan spennandi að fara f bæinn og þá ekki sist á þessum árstíma. Verslunareigend- ur hafa keppst við að skreyta „ÞAÐ hefur miðað töluvert áfram við að finna leiðir sem gætu leitt til sam- komulags. Það er mjög jákvætt en þó er ekki hægt að segja að það sé kom- in lausn,“ sagði Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyt- inu, í gærkvöldi um lokaða fundi sem nokkur ríki hafa haft með sér í Ott- awa í Kanada undanfarna daga til að reyna að finna lausn á deilum um los- un gróðurhúsalofttegunda. Eftir að loftslagsráðstefnunni í Haag lauk án samkomulags í síðasta mánuði hvatti forseti ráðstefnunnar aðildarríkin til að ræða áfram saman og reyna að ná samkomulagi fyrir framhaldsfund sem haldinn verður í Bonn í vor. Fundimir í Ottawa voru liðir í þeirri vinnu og lauk þeim í gærkvöldi. Þar sátu annars vegar fulltrúar Evrópusambandsins og hins vegar fulltrúar fjögurra ríkja úr glugga sfna fyrir júlin og þar er því margt skemmtilegt að sjá, eins og þessi fríði húpur frá Krúgabúli varð vitni að á ferð sinni um miðbæinn. regnhlífarhópnun, Bandarfkjunum, Kanada, Japan og Ástralíu, auk full- trúa íslands, Noregs og Hollands. Á fundunum í Kanada var rætt um bindinguna, hvernig eigi að fram- fylgja sáttmálanum og hvort tak- marka eigi svigrúm til viðskipta með útblásturskvóta. Stærsta málið i bindingunni er deilan um það hvort meta eigi að fullu upptöku í skógi | sem var til árið 1990 en einnig kom til umræðu tillaga íslands um að bind- ing við landgræðslu verði metin. Að sögn Halldórs voru fundirnir fyllilega þess virði að halda þá þótt ekki næðist samkomulag. Tekist hafi að skýra betur hver ágreiningurinn raunverulega sé og töluvert hafi mið- að í að finna leiðir sem leitt gætu til samkomulags. Möguleikar á rað- herrafundi f Osló verða metnir eltir helgi. Loftslagsfundum í Ottawa lokið án samkomulags „Töluvert mið- aði áfram“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.