Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 54
«54 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILBORG JONSDOTTIR JÓNRÚNAR ÁRNASON + Vilborg Jóns- dóttir fæddist í Keflavík 28. ágúst 1955. Hún lést af slysförum 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Björnsdóttir, f. 11.1. 1933, og Jón Stígs- son, f. 24.9. 1927. Þau eru búsett í t Keflavík. Bróðir Vilborgar er Björn Línberg Jónsson, f. 6.6. 1959. Hálfsystir Vilborgar í föður- ætt er Helga Jónsdóttir, f. 14.6. 1951. Vilborg ólst upp í Keflavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Keflavík 1972. Hún starfaði um árabil í eldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli en síðustu árin vann hún á leikskól- um í Reykjanesbæ. Jón Rúnar Árnason fæddist f Neskaupstað 19. mars 1951. Hann lést af slysförum 30. nóvember Hvemig er hægt að segja litlum þriggja ára snáða að amma á túni, eins og hann kallar þig og afi Rúnar séu ekki lengur á meðal okkar? Hvaða svör er hægt að gefa litlum dreng þegar hann spyr hvort þið séuð þá hætt við að flytja? Hvernig á að hugga lítið bam sem skilur ekki dauðann, skilur ekki af hverju ein- hver sem það elskar svo mikið kemur aldrei aftur? Allt þetta hef ég tekist á við eftir að við fengum þær sorgar- fréttir að þið, elsku Vilborg og Rún- ar, værað farin frá okkur, snögglega, án viðvöranar og án þess að geta kvatt. Rúnar Ingi stendur sig eins og hetja og eftir dálitla umhugsun eitt kvöldið, þegar við keyrðum framhjá húsinu ykkar kom hann með hug- mynd: „Mamma sko, ég ætla bara að fara í Pétur Pan búninginn og læra að borða mikið af Pétur Pan mysing því þá get ég flogið til englanna og sótt þau, ha mamma, þetta verður allt í lagi“. Já, hann er tilbúinn til að læra að borða Pétur Pan mysing, þótt hon- um finnist hann vondur, til að geta sótt ykkur til englanna. Þetta sagði hann í sinni barnslegu einlægni og mikið væri gott ef tilveran væri svona einfóld. Elsku Vilborg og Rúnar, ég vil þakka ykkur fyrir hversu góð -'•amma og afi þið hafið verið syni mín- um. Það er ljóst að á þessum stutta tíma sem hann naut ykkar við gáfuð þið honum margt sem mun reynast honum gott veganesti fyrir lífsins leið. Eg vil þakka ykkur fyrir hversu síðastliðinn. Foreldrar hans eru þau Árni Vilhjálmsson, f. 8.8.1919 og Guðrún Magnúsdóttir, f. 11.10. 1926. Þau eru búsett í Neskaup- stað. Systkini Jóns Rúnars eru Vilhjálmur Árnason, f. 6.1. 1953 og Kristín Árnadóttir, f. 26.7. 1959. Hálfsystir Jóns Rúnars í móðurætt er Ingibjörg Gerður Bjarnadóttir, f. 17.11.1945. Jón Rúnar og Vilborg giftust 29. mars 1975. Synir þeirra eru: 1) góð þið hafið verið mér alla tíð, hrós- að mér þegar við átti, bent mér á það sem betur mátti fara, og stutt mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur. Ég er þakklát fyrir símtalið sem ég og þú, Vilborg, áttum saman rétt áður en þið lögðuð af stað í hina ör- lagaríku ferð. Þú hafðir áhyggjur af því að ég væri að fara til Boston og að þú gætir ekki passað um kvöldið en sagðir jafnframt að Rúnar Ingi gæti komið til þín daginn eftir. Þetta lýsir þér best, elsku Vilborg, alltaf tilbúin til að hjálpa. Ég veit að þið munuð vaka yfir Rúnari Inga eftir sem áður og halda áfram að passa hann fyrir okkur. Ég mun eftir fremsta megni halda utan um strákana ykkar og hjálpa þeim að takast á við sorgina og söknuðinn. Þið vorað okkur öllum svo góð fyrirmynd og þess vegna, með von í hjarta og kærleikann að leiðar- Ijósi, munum við styrkja hvort annað í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu ykkar. Berglind. Ævir okkar Rúnars, bróður míns, vora svo samtvinnaðar framan af að þar verður ekki auðveldlega í sundur greint. Við voram saman í herbergi alla tíð meðan við bjuggum í heima- húsum og deildum flestum hlutum. Þó voram við afar ólíkir um margt. Hann var vetrarmaðurinn, glæsileg- ur skíðakappi sem keppti á landsmót- um og leiðbeindi krökkum á skíðum. Jón Ingi Jónsson, f. 18. 10. 1972, maki Berglind Sigþórsdóttir, f. 31.8. 1976 og eiga þau soninn Rúnar Inga Jónsson, f. 30.4. 1997. 2) Árni Rúnar Jónsson, f. 12. 2. 1976, maki Andrea Borgarsdóttir, f. 20. 4. 1979 og eiga þau dóttur- ina Alexöndru Líf Árnadóttur, f. 12.2. 1998. 3) Björn Vilberg Jóns- son, f. 7.7.1983. Jón Rúnar ólst upp í Neskaup- stað. Hann lauk prófi frá Vélskóla íslands 1974. Hann var um árabil vélstjóri á fiskiskipum, lengst af á skuttogaranum Hauki frá Sand- gerði. Síðustu árin starfaði hann sem vélstjóri hjá Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi. Jón Rúnar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og tók mikinn þátt í félagsstarfi. Hann var formaður Vélstjórafé- lags Suðurnesja, sat í stjórn Aust- firðingafélagsins á Suðurnesjum og tók þátt í starfi Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Útför þeirra Jóns Rúnars og Vilborgar fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann naut þess að leggja brautir í fjallinu fyrir ofan heima þótt megnið af tímanum færi að ganga aftur upp fjallið eftir að hafa rennt sér niður krappa svigbrautina. Og hann var verkmaðurinn sem allt lék í höndunum á, einkum vélar, en hann var líka smiður og lunkinn við að teikna. Á unglingsáram var hann meðlimur í félagi áhugalistmál- ara í Neskaupstað og sýndi myndir á sýningu þeirra. Og Rúnar var kapp- samur og áræðinn enda meiddi hann sig oftar en góðu hófi gegndi. En þrátt fyrir þennan mun á okkur og margvíslegar sennur sem verða í samskiptum systkina voram við góð- ir bræður. Ég man þegar Vilborg kom fyrst austur. Hún vakti strax athygli mína fyrir það hve hún sagði skemmtilega firá og var óvenjulega hispurslaus í tali. „Það era augun hennar," sagði Rúnar um það þegar hann varð skot- inn í henni. Mér fannst þau á margan hátt ólík en þau urðu mjög samhent og farsæl hjón. Þau voru samstíga um þau atriði sem þeim fannst skipta máli í lífinu og flæktu þau lítið fyrir sér. Þau skiptu með sér verkum á hefðbundinn hátt innan og utan heimilis enda var Rúnar oft langdvöl- um úti á sjó. Hann varði þó flestum frístundum í að endurbæta heimilið og teiknaði þá innréttingar sjálfur og sá um uppsetningu þeirra. Við endur- bætur að utan á húsinu þeirra í Kefla- vík lagði Rúnar sig fram um að það yrði í uppranalegri mynd. Hann var vandvirkur fagmaður, hiklaus en aldrei fljótfær. Rúnar og Vilborg vora mikið á ferðinni og voru dugleg við að heim- sækja vini sína og ættingja. Þau duttu oft inn úr dyranum þegar minnst varði, hress í bragði og höfðu yfírleitt frá einhverju skemmtilegu að segja. Það var líka gott að koma til þeirra í Keflavík. Vilborg var kát kona, kvik og ræðin, Rúnar jafnlynd- ur, rólegur en glaðsinna. Við bræð- urnir ræddum oft þjóðmálin, pólitík, en Vilborg vildi lítið af henni vita. Rúnar fylgdist vel með málum, bæði í sveitarstjóm og á landsvísu og hafði gaman af að ræða þau ofan í kjölinn. Hann var málefnalegur og gagnrýndi sína flokksmenn ef því var að skipta. Aldrei man ég eftir því að okkur hafi orðið sundurorða um pólitík né önnur mál þótt skapmenn væram báðir og ekki væram við alltaf sammála. Þau Rúnar og Vilborg vora mikið fjölskyldufólk. Þau höfðu náið og gott samband við drengina sína og fjöl- skyldur þeirra sem og við foreldra Vilborgar en þau búa öll í Keflavík. Ég þakka tengdaforeldram Rúnars fyrir að reynast honum vel í hvívetna. Mikið skarð er nú höggvið í raðir þessarar fjölskyldu og bið ég góðan Guð um að styrkja þau á þessum erf- iðu tímum. Þegar ég minnist þeirra Rúnars og Vilborgar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að deila lífinu með þeim. Það var ákaflega gott að leita til þeirra um aðstoð af öllu tagi, hjálpsemi var þeirra aðalsmerki. Rúnar bróðir minn var einstaklega heill og traustur maður og engum manni treysti ég betm- um ráð í verk- legum efnum hvers konar. Þau auðg- uðu bæði líf mitt með vinsemd sinni og glaðværð. Mér fannst þau reyndar sérstaklega ánægð og bjartsýn skömmu fyrir andlát sitt enda voru þau að áforma breytingar í lífi sínu sem þeim fannst spennandi og skemmtilegar. Þótt það sé með ólýs- anlegum söknuði sem ég kveð kæran bróður minn og mágkonu finnst mér gott til þess að vita að þau hafi horfið úr heimi þessum, samhent og vongóð. Blessuð sé minning þeirra. Vilhjálmur Ámason. í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Eg hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (T.G.) Jólafastan gengur í garð. Fólk skreytir húsin sín með ljósum til að flýta komu hátíðar ljóss og friðar. Þá skellur á myrkur. Elskuleg hjón, þau Vilborg Jónsdóttir og Jón Rúnar Amason, era hrifin á brott á einni ör- skotsstund. Við sem stöndum eftir höllum höfði og spyijum um tilgang- inn. Jón Rúnar frændi minn og ég vor- um sem næst jafnaldrar. Á milli okk- ar 1 æsku var þvert landið. Hann fæddist austur í Neskaupstað en ég í Reykjavík. Þá voru samgöngur og fjarskipti með öðram hætti en nú er. Við voram fjögurra og fimm ára þeg- ar fundum okkar bar fyrst saman. Eg man hvað það var sérstök upplifun að eignast frænda sem vora jafnaldrar mínir þegar ég hitti Jón Rúnar og Vilhjálm bróður hans. Enn liðu nokk- ur ár og aukinn þroski. Þá var ég hjá frændum mínum í viku eða tíu daga. Jóhannes Stefánsson lýsti eitt sinn uppvaxtaráram sínum á Nesi, sem seinna varð Neskaupstaður: „Það var mikið líf á uppvaxtaráram okkar í Tröllaneshverfinu og inn á Strönd. Mikill fjöldi báta, skúra, fiskreita og bryggja. Bömin fóra ung að hjálpa til við útgerðina. Heimilin vora bam- mörg. Alltaf nógir leikir, fara í hús- bolta, slagbolta, felingaleik, rúlla gjörð, Hróa hött inn á Villatúni og margt fleira. Krakkamir komu oft saman frá Mel, Stóra-Tröllanesi, Hátúni, Hinrikshúsi, Framnesi, Valdemarshúsi, Bjamaborg, Láras- arhúsi og inn að Jakobshúsi. Þó að 40 ár væra á milli Jóhannesar og okkar frænda var þetta umhverfíð sem Jón Rúnar ólst upp í og þar sem ég var gestkomandi. Foreldrar og föður- systkini Jóns Rúnars bjuggu öll á litlu svæði umhverfis Hátún þar sem þau fæddust. Það var mikil upplifun að kynnast frændsystkinum sínum í sömu leikjum og foreldrar okkar stunduðu fyrr á öldinni. Satt best að segja finnst mér nú að þá þegar hafi Jón Rúnar verið orðinn fullþroska maður. Hann var stór og sterkur og gekk til allra verka. Allt lék í höndunum á honum, verklagni hans kom snemma í ljós. Hann var jafnvígur á tré og jám. Á æskuáram sínum var Jón Rúnar góður skíða- maður og keppti hann á landsmótum, hann vann til fjölda verðlauna. Þau eru skrýtin, örlögin og feigðin, því fyrir mánuði síðan fór Jón Rúnar austur í Neskaupstað með alla sína verðlaunagripi og bað íþróttafélagið Þrótt að geyma. Að loknu gagnfræðaprófi hóf Jón Rúnar nám í vélvirkjun í Dráttar- brautinni í Neskaupstað. Hugur hans stefndi hærra. Hann hélt til náms í Vélskólanum í Reykjavík og lauk þar IV. stigi vélfræðings. Á námsárum sínum var Jón Rúnar stundum á sjó og eftir að námi lauk var hann vélstjóri á togurum. Kannski áttu útivistimar á sjónum aldrei vel við Jón Rúnar því hann var mikill fjölskyldumaður, síðustu árin starfaði hann hjá Hitaveitu Suður- nesja. Það var einmitt á námsárum Jóns Rúnars í Vélskólanum að hann kynntist elskunni sinni. Vegir Jóns Rúnars og Vilborgar lágu saman. Stundum fannst mér þau ólík. Vil- borg var alltaf glaðsinna og lífleg en t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA SIGURVEIG EINARSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, áður til heimilis á Siglufirði, lést þriðjudaginn 5. desember. Helgi Hafliðason, Margrét Erlendsdóttir, Einar Hafliðason, Sigrún M. Magnúsdóttir, Sigurður Hafliðason, Kristrún Halldórsdóttir, Ragnar Hafliðason, Hansína Ólafsdóttir, Hafliði Haftiðason, Edda J. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + SVEINN SIGURÐSSON frá Svalbarði, Dalvík, sem andaðist fimmtudaginn 30. nóvember, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 9. desember kl. 13:30. Fyrir hönd vandamanna, Hrefna Haraldsdóttir. Jón Rúnar alvarlegri þó að ekki væri hann alltaf hljóðlátur. Það að þau vora ólík gerði þau hjón aufúsugesti hvar sem þau vora því þau vora sannkallaðir gleðigjafar. Gestir voru alltaf velkomnir á heimili þeirra hvort heldur boðnir eða óboðnir. Húsið tók sífelldum breytingum því Jón Rúnar var alltaf að. Ekki skemmdu strákamir fyrir. Vilborg var skörangurinn heima fyrir, stjóm- aði strákunum sínum, stóram og smáum. Jón Rúnar var mikill og traustur félagsmálamaður. Hann fylgdi Framsóknarflokknum að málum og hann var í forystusveit vélstjóra á Suðumesjum. Jón Rúnai’ hafði úhuga á forfeðram sínum; mest hafði Jón Rúnar gaman af einum nafna sínum sem var forfaðir okkar. Jón forfaðir reri til hákarlaveiða og setti í gríðar- legan hákarl sem hann réði ekki við. Hann bað félaga sína að hjálpa sér: Þeir töldu óráð að eiga nokkuð við hákarlinn og sögðu honum að sleppa. Jón forfaðir okkar sagði: Ég sleppi aldrei! Hákarlinn hafði betur og Jón forfaðir drukknaði. Unnustan í landi gekk með Davíð langalangafa okkar. Jón Rúnar vildi meina að ákveðni ættmenna okkar kæmi frá Jóni þess- um. Það er hins vegar of mikið sagt að tala um stífni því að öll eru föður- systkini okkar og frændfólk þeirra frá Grænanesi ljúflingar og elskulegt fólk. Ég kveð þau kæra hjón með sökn- uði og virðingu. Ég bið þess að sá er öllu ræður leiði og verndi syni þeirra Vilborgar og Jóns Rúnars og fjöl- skyldur þeirra. Þeirra er sorgin og söknuðurinn mestur. Og gleymum ekld barnabörnunum tveimrn- sem fá ekki að njóta afa og ömmu. Ég bið þess að foreldrar Vilborgar og Jóns Rúnars megi öðlast styrk á erfiðri stund. Guð blessi Vilborgu og Jón Rúnar. Og nú kom haustið! A kné ég kraup. A köldum veggnum ég höfði draup og kyssti blómin, sem bliknuð lágu - (T.G.) Vilhjálmur Bjarnason. Þegar við fréttum að Vilborg og Jón Rúnar væra dáin þá hvorki trúð- um við því né skildum. Það bara gat ekki verið að ungu fólki sem var fullt af lífsgleði og átti svo margt að lifa fyrir væri kippt í burtu svona í einni svipan. Þau Vibba og Rúnar, eins og þau voru oftast kölluð, skilja eftir sig stóran hóp af ástvinum og margai- góðar minningar. Við munum hugga okkur við þess- ar minningar og þá vissu að þau nutu lífs síns og nýttu vel þann tíma sem þau höfðu. Elsku Jón afi, Imma amma, Nonni, Árni, Bjöm og aðrir ástvinir. Við vottum ykkur okkar innilegustu sam- úð og þökkum frábæru fólki fyrir góða samvera. Anna, Guðmundur og Brynjar Helgi. Enn og aftur erum við harkalega minnt á hverfulleikann og hve ör- mjótt bilið er milli lífs og dauða. Þau sem vora sæl og glöð eru á örskots- stundu hrifin frá okkur og ekkert er sem áður. Rúnar frændi minn ástkær og hans góða kona, Vilborg, era horf- in og eftir stendur hnípinn hópur ást- vina í spum en fær ekkert svar. Við Rúnar vorum systkinaböm, fæddumst með tveggja daga millibili austur á Norðfirði, vorum skírð sam- an og fermd. Við ólumst upp í miklu nábýli enda daglegur samgangur á milli heimilanna og við bömin sem voram á svipuðum aldri lékum okkur saman í áhyggjuleysi og gleði á sömu slóðum og Árni, faðir Rúnars, Þor- björg, móðir mín, og systkini þeirra höfðu gert sem böm. Allt umhverfið var mótað af návist ættingja okkar, systkinanna frá Há- túni og fjölskyldum þeirra. Þegar við fæddumst var snjór slík- ur að veturinn er jafnan kallaður snjóaveturinn mikli. Afi minn er sagður hafa spáð því að nýfæddi sveinninn yrði góður skíðamaður enda hefði Ijósmóðirin vitjað móður hans á skíðum. Spáin rættist og keppti Rúnar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.