Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Siv Friðleifsdóttir umhverfísráðherra telur .jákvæðan árangur Gjörið svo vel, nú ætlar umhverfisráðherra að sýna ykkur hvað formaður Náttúruvemdarsamtakanna er skælbrosandi af ánægju yfir þessu. Fimm sóttu um starf forstjóra Hollustuverndar FIMM umsóknir bárust umhverfís- ráðuneytinu um starf forstjóra Hollustuvemdar ríkisins en um- sóknarfrestur rann út 30. nóvember síðastliðinn. Starfið var auglýst laust frá og með næstu áramótum en frá því í sumar hefur Leifur Eysteinsson verið skipaður forstjóri tímabundið í stað Hermanns Sveinbjörnssonar. Hermann er nú starfsmaður um- hverfisráðuneytisins í sendiráði Is- lands í Brussel. Umsækjendur um forstjórastarf- ið eru, i stafrófsröð: Davíð Egilson jarðverkfræðing- ur, dr. Ólafur Oddgeirsson dýra- læknir, Ólafur Pétursson efnaverk- fræðingur, Þórey I. Guðmunds- dóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Þuríður Gísladóttir gerlafræð- ingur. Davíð, Ólafur Pétursson og Þórey eru starfsmenn Hollustu- vemdar; Davíð hefur verið for- stöðumaður mengunarvamarsviðs, Ólafur staðgengill forstjóra og Þór- ey skrifstofustjóri. Umhverfisráðherra mun innan skamms skipa í stöðuna til næstu fimm ára. íþróttir eru forvarnir gegn vímuefnum Hengið miða á forvarnartré Valsmanna Knattspymufélagið Valur hefur að undanfömu unnið markvisst að forvömum gegn vímuefnanotkun og hélt fund fyrir skömmu um þau mál. „íþóttir eru öflug vöm gegn vímuefnum,“ sagði Hrefna Halldórsdótt- ir sem situr í stjóm Knatt- spymudeildar Vals. „Við höfum þegar ýtt úr vör þremur verkefnum til þess að efla og vinna að aukinni starfsemi Vals með það markmið fyrir augum að fá foreldra til að beina börnum sínum að íþrótta- iðkunum, því með þeim hætti er sannarlega unnið gegn þeim möguleika að þau falli í vímu- eða fíkni- efnanotkun." - Hver voru þessi þrjú verkefni? „Fyrsta verkefnið var fjöl- skyldugleði að Hlíðarenda undir yfirskriftinni: Heilbrigð sál í hraustum líkama - markmið sem við stefnum að. Annað verkefnið var opin dagskrá og bar yfirskrift- ina: Heilbrigð hreyfing að Hlíðar- enda - íþróttir efla kjark og þor. Þá var markmiðið að sýna fram á að íþóttir geta verið góð vöm þeim sem lenda í einelti t.d. Loks var svo upplýsinga- og fræðslufundur í síðustu viku sem haldinn var undir slagorðinu: Valur gegn vímu og fíkniefnum.“ -Er það vitað að íþróttir skili góðum árangri sem vörn gegn vímuefnum? „Við styðjumst ekki við neinar sérstakar rannsóknir á þessu sviði en við vitum hins vegar að þeir sem sinna íþróttum gera ekki mik- ið annað á meðan. Það er líka vitað að fólk getur ekki bæði verið í vímu og líka stundað íþróttir, þetta eru andstæðir pólar ef svo má segja.“ - Eru margir í Val? „Við emm öflug en með fleiri iðkendum væmm við enn öflugri. Það er markhópur sem við vildum gjarnan ná til. Við höfúm nú sett fram hugmyndir um nýjungar til þess að ná til þeirra sem við teljum að heppilegt væri að tækju þátt í íþróttastarfi." - Hvaða hugmyndir eru það? „Mitt markmið er að lækka æf- ingagjöld og ferðakostnað bama og unglinga sem stunda íþróttir og sækja mót vegna þeirra." -Eru það einhverjir sérstakir hópar bama sem stunda íþróttir? „Ég tel að nokkur hópur bama hafi ekki möguleika á að stunda íþróttir vegna fjárskorts. Þess vegna tel ég fulla ástæðu til að gera öllum bömum kleift að stunda íþrótt- ir þótt þau komi frá efnaminni heimilum“ - Getur hið opin- bera gert eitthvað í þessumefnum? „Ég tel að það fjármagn sem hefur komið frá hinu opinbera til ýmiss konar meðferðaheimila sé góðra gjalda vert en ég vil sjá fjár- magn fara í forvarnir til íþróttafé- Iaganna.“ -Finnst þér forvörnum ekki nægilega sinnt? „Nei, alls ekki. Mér finnst um of gæta þess sjónarmiðs að taka á vandanum þegar í óefni er komið en ekki reyna að koma í veg fyrir hann. Það verður að breyta þessu og ég trúi að það sé hægt. Mér finnst ekki ástæða til að bíða með að grípa til nýrra ráða. Það er ver- ið að fjárfesta í hinum og þessum Hrefna Halldórsdóttir ► Hrefna Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1955. Hún ólst upp í Hafnarfirði og á Bjamastöðum í Borgarfirði, lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum í Reykholti en hefúr á síð- ustu árum sótt mörg námskeið varðandi rekstur og stjómun fyrirtækja hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands og stefn- ir að námslokum í markaðs- og útflutningsfræðum á næsta ári. Hún starfar að ýmsum sérverk- efnum á sviði markaðsfræða. Hrefna á fimm böm. Kappið beri fegurðina ekki ofurliði fyrirtækjum, af hverju ekki að fjárfesta í æsku landsins?" - Hvernig vilt þú að foreldrar komi sínum hugmyndum á fram- færi um þessi efni? „Það eru til ótal aðferðir til þess. Við í stjóm Vals settum t.d. upp svokallað forvamai-tré þar sem foreldmm og forráðamönnum, bömum og öðrum, gefst tækifæri til að hengja litla miða á greinar trésins með nýjum hugmyndum sem miðast að betra lífi. Nú þegar em komnir fjölmargir miðar í ýmsum litum á greinar trésins, sem er í anddyri Valsheimilisins. Það mega allir hengja hugmyndir sínar á tréð, hvort sem þeir em Val eða ekki, aðeins ef þeir láta sig þetta málefni varða.“ - Hvað ætlið þið svo að gera við alla þessa miða? „Éftir áramót verður haldinn forvarnardagur á vegum Vals. Þá verðum við í stjóminni búin að lesa alla miðana markvisst og munum leggja fram hugmyndir sem okkur hafa borist á miðunum. Á þennan hátt geta allir sem einn lagt sitt af mörkum og komið með hugmyndir til þess að efla starf Vals og með _______ þeim hætti unnið að auknum vímuefnavörn- um.“ - Hvað er Valur gam- altfélag? ““„Það verður níutíu ára hinn 11. maí nk. Séra Friðrik Frið- riksson var einn af stofnendum fé- lagsins og enn í dag höfum við kap- ellu þar sem brjóstmynd af Friðriki stendur framan við. Við byrjum alltaf stærri samkomur í kapellunni með þeirri setningu sem tileinkuð er séra Friðriki: Látið aldrei kappið bera fegurðina að ofurliði. Þessi setning segir mér að allir geti stundað íþróttir, ekki bara afreksmenn. íþróttir eiga er- indi við alla, ekki bara þá sem eru bestir og fá verðlaun. Við höfum reynt eftir fóngum að hlúa að öll- um félagsmönnum. Það er veru- lega góður andi yfir starfinu í Rnattspymufélaginu Val.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.