Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 39 LISTIR HEIMSMYNDIN FÖNGUÐ UPPHAF heimsins og upphaf lífs á jörðu og upphaf hvers einasta lífs sem einhvern tím- ann Iifir. Stór upphöf og smá, eftir því hvernig á þau er litið, fræg upphöf og önnur sem týnast. Pétur Gunnarsson rithöf- undur hefur sent frá sér fyrsta bindi í verki sem hann kallar Skáldsögu íslands, og heitir það Myndin af heiminum. Þar rekur hann upphaf heimsins, fer í skóla miðaldahöf- unda sem byijuðu verk sín á byrjun- inni, blábyrjuninni; sköpun heims- ins. „Myndin af heiminum fjallar um hvernig allt verður til, byrjanirnar allar,“ segir Pétur. „Upphaf al- heims, h'fs, kristni, landnáms og inm'þessum stóru upphöfum öllum saman eru svo litlu sögumar, líf einstaklingsins. Við Islendingar njótum þeirra forréttinda að þekkja til upphafs okkar, það er afmarkað í tíma og rúmi á meðan flestar þjóð- ir verða að gera sér að góðu að vera ættaðar einhvers staðar úr grárri forneskju. Mér þótti heillandi að fjalla um landnámið og upphaf byggðar í landinu en það var að sama skapi ögrandi því það er búið að íjalla um þetta svo oft áður, myndin af því orðin að fastri og staðlaðri stærð. Vandi minn var að freista þess að glæða það lífi uppá nýtt, gera það mjúkt og ilmandi, koma að þvi eins og í fyrsta sinn.“ Bókin er m.a. búin til úr sagnfræði, eðlisfræði, stjörn- ufræði, náttúrufræði og heimspeki. Ur þessum fræðum og vísindum verður til skáldskapur. „Þegar ég var krakki í skóla reyndi ég að breyta framandi fög- um eins og líffræði og eðlisfræði í sögur. Þannig átti ég auðveldara með að tileinka mér þau. Ég hugsa að þetta búi með mér enn. En auð- vitað er ekki nóg að breyta bara fræðunum í skáldskap, það þarf lflía að fræða skáldskapinn. Þá er vand- inn að vita hvar nema skal staðar. Þegar fræðin eru annars vegar er enginn botn, eða öllu heldur: botn- inn er fyrir utan mann sjálfan - ólíkt því sem er í skáldskapnum. Á endanum verður maður að slá á fingur sér og beita sig hörðu; hing- að og ekki lengra. Á miðöldum höfðu höfundar það á tilfinningunni að þeir gætu miðlað allri heimsmyndinni en heimsmynd okkar nútimamanna er orðin svo sérhæfð og flókin að við reynum ekki einu sinni við hana. Skurður getur verið furðulega breið- ur áður en maður hættir við að stökkva yfir hann, aftur á móti stekkur enginn yfir Jökulsárgljúfur, það væri fífldirfska að láta sér detta það í hug. Heimsmynd okkar er orðin eins og eitthvert Jökulsársgljúfur og maður sættir sig við að stökkva ekki. En ég tók þessa fífldjörfu ákvörðun að láta eins og ekkert væri og einhenda mér í að miðla stóru heimsmy ndinni um leið og ég velti vöngum yfir hinni óopinberu heimsmynd sem hlýtur að búa með hverjum einasta manni sem á annað borð dregur andann. Það er líka spennandi hvað heimsmynd nútímans er í mikilli mótun, svo margar nýjar upp- götvanir og glannalegar kenningar um upphaf alheims, sem varla var hægt að stama upp fyrir aldar- fjórðungi en eru í dag viðurkennd sannindi. Og makalaust hvað þessar hugmyndir ættaðar úr raunvísind- um eiga margt skylt með hugar- fóstrum úr skáldskap og trúar- brögðum. Það er eins og manninum takist í árdaga með innsæinu einu saman að ímynda sér þetta sem vís- indin hafa með ærinni fyrirhöfn og háþróaðri tækni staðfest 2500 árum síðar. Það er eins og vitneskjan um sköpun heimsins hafi allan tímann átt heima í sagnarandanum. Og samt er eins og hvfli bann- helgi yfir þessum pælingum þegar kemur að stóru fjölmiðlunum, það líður varla sá dagur að ég furði mig ekki á því hvað ljósvakamiðlarnir geta lotið að litlu. Myndin af heim- inum er að hluta til sprottin af þessu hungri, þessari ófullnægju í samtímanum." I Myndinni af heiminum flýgur lesandinn um ómælisviddina, niður á jörðu, í gegnum nokkra mflii- steina í sögu Evrópu, upp til ís- lands. Best að ljúka þessu viðtali útí geimi: „Mér finnst með ólíkindum hvað við snuðum okkur um himin- gciminn, hvað athyglin beinist lítið að himninum og sljörnunum og allri þessari ómælisviðáttu sem lykur um okkur. Þetta er ólíkt miðaldamönn- unum sem horfðu stíft til himins og kroppanna sem þar búa. Mér dettur í hug að þegar þessu yfirstandandi tímabili ljúki muni koma fólk sem gefur sig meira að undrum „hvers- dagsins“, fólk sem mun horfa stíft til himins og falla í stafi yfir hátt- erni fuglanna og akursins liljugrös- um. Hvemig stendur á því að það er ekki stjörnukíkir í hverju einasta hverfi í Reylgavík, rétt eins og vídeóleigur? Ég mundi fara oft í svoleiðis kíki,“ segir Pétur og lýkur nú þessu viðtali. Veröldin er svið. Það er litla sviðið og stóra sviðið og smíðaverkstæðið og saum- astofan og nemendaleik- húsið ... Alls staðar er verið að færa upp og leika. Við erum öll þátttak- endur í sýningum þar sem við leikum aðalhlutverkið í okkar eigin lífi og aukahlutverk í ótal uppfærslum ann- arra. Allt niður í vegfarendur í hóp- senu. Meira að segja sólin sem er prímadonnan í þessari uppfærslu hér, hún er eins og hver annar stat- isti í sýningum sem fara fram annars staðar í geimnum og eru ekki lítið sjónarspil frá sínum bæjardyrum séð - og samt eins og móða á gleri öflug- ustu stjömukíkja horft frá jörðu. Fjarlægð jarðar frá sólu er 150 milljón kílómetrar. Jafnvel þótt við tækjum okkur far með hljóðfráustu þotu (1000 km á klukkustund) og lífið væri samfellt sumarleyfi tæki því ekki einusinni að leggja af stað. Við kæmum í áfangastað eftir 150 þús- und ár. Maðurinn verður að taka ljóshraðann í sína þjónustu ef honum á að skila eitthvað áfram, þijú hundr- uð þúsund kílómetra á sekúndu. Reykjavík-Peking tæki þá 1/2000 úr sekúndu, enginn morgunmatur, engin Saga-bútík og farþegarnir í laginu eins og spagettí á leiðarenda. Sama ljós er hundrað þúsund ár að sendast yfir vetrarbrautina endi- langa og þá tekur við sjálft geim- djúpið þar sem vetrarbrautirnai’ mynda eins og eyjur og þrjár milljón- ir ljósára að meðaltali á milli þeirra. Ystu mörk hins sýnilega heims em á að giska tíu þúsund milljón Ijósár og innan þess „ramma“ eru áætlaðar hundrað þúsund milljón vetrarbraut- ir. Þetta er svona óheyrileg sviðsetn- ing, líkt og stæði til að taka upp eitt andvarp í kjallaraholu í Vesturbæn- um og leiktjöldin væra öll Reykjavík, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrar- bakki, Stokkseyri, Hella, Hvolsvöll- ur og áfram allt landið hvert einasta krummaskuð, sveitabæirnh’ líka með kviku og dauða, hver einasta hnífa- paraskúffa fyllt með tilheyrandi dóti - og ekki nóg með það - Evrópa, As- ía, Afríka, Ameríka, já Eyjaálfan einnig - með manni, mús og munum - fyrir eitt andvarp í Vesturbænum! Heimsmyndin horfir ekki í kostn- að. Ur Myndinni af heiminum Pétur Gunnarsson Vésteinn Ólason forstöðumaður tekur við gjafabréfi af hjónunum Sig- ri'ði Kjaran og Siguijóni Sigurðssyni. 2000 Er hárið að Iroða grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiöir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun Símar: 567 7030 og 894 0952 Fax: 567 9130 E-mail: landbrot@simnet.is Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þín verslun" Handritagjöf HJÓNIN Sigríður Kjaran og Sig- urjón Sigurðsson hafa afhent Stofnun Árna Magnússonar á ís- landi að gjöf þrjú handrit sem þau höfðu keypt úr dánarbúi Soffíu og Magnúsar Kjaran, for- eldra Sigri'ðar. Magnús Kjaran var þekktur fyrir elju sína við söfnun fágætra rita, og tvö þessara handrita hafa verið í eigu ættmenna Sigríðar um langan aldur. Hún er afkom- andi hinna miklu handritasafnara og fræðimanna séra Jóns Hall- dórssonar í Hítardal, Finns Jóns- sonar Skálholtsbiskups og Hann- esar Finnssonar Skálholtsbiskups. Handritin sem gefin voru eru þessi: Sögur Skálholtsbiskupa eft- ir Jón Halldórsson, prófast í Hít- ardal, og er hluti þess með hendi Vigfúsar sonar hans. Handrit þetta er á níunda hundrað blað- síðna, og hefur verið talið eitt af aðalhandritum þessara biskupa- sagna, en þær eru einkum merki- legt heimildarrit um kirkjusögu eftir siðaskipti. Aftan við biskupa- sögurnar er ræða Jóns biskups Vídalíns um Iagaréttinn, sem talið er að hann hafi flutt á Þingvöll- um árið 1718. Þetta er eina hand- rit ræðunnar, sem þekkt er, og hefur hún líklega verið prentuð eftir því árið 1878. Þá er f gjöf- inni handrit af Stóradómi, um frændsemi- og sifjaspell, hórdóm og frillulífí frá 1564, og ritgerðin Discursus oppositivus eður skrif á móti Stóradómi eftir Guðmund Andrésson. Þetta handrit er með hendi Hannesar Finnssonar bisk- ups. Þriðja handritið geymir Járnsíðu, lögbók sem hér var í gildi frá 1271 þangað til Jónsbók var leidd í lög áratug síðar. Af Járnsi'ðu er aðeins eitt skinn- handrit varðveitt, en þetta hand- rit mun skrifað í Kaupmannahöfn á síðari hluta 18. aldar eftir upp- skrift Árna Magnússonar sem hann gerði eftir skinnbókinni. Utgáfuhátíð Andblæs TÍUNDA hefti listatímaritsins And- blæs er komið út. Að þessu sinni era kynntir 14 myndlistarmenn í Andblæ. í heftinu er viðtal við ameríska rithöf- undinn Edward Bunker og einnig era frumbirt ljóð eftir íslensk skáld og Ijóðaþýðingar frá ýmsum þjóðlönd- um, m.a. frá Irak, Samalandi, Italíu, Sýrlandi, Palestínu, Noregi og Dan- mörku. I myndlistargalleríi heftisins er kynning á málarahópnum Gullna penslinum. I þeim hópi era listamenn- imir Daði Guðbjömsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Sigríður Olafsdóttir, Birgir Snæbjöm Birgisson, Jóhann Ludwig Torfason, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Þorri Hringsson, Jón Bergmann Kjartans- son Ransu, Georg Guðni Hauksson og Eggert Pétursson. I tilefni af útkomu tímaritsins verð- ur haldin upplestrarhátíð í Norræna húsinu í kvöld, fostudagskvöld, kl. 8.30. íslenskir höfundar sem eiga Ijóð í tímaritinu munu lesa upp. Danska skáldið Nicolaj Stochholm kemur til landsins vegna útgáfu tímaritsins og kynnir Ijóð úr heildarsafni verka sinna, sem kom út fyrr á þessu ári. En í tíunda hefti Andblæs era átta þýdd ijóð úr þess- ari nýjustu bók Stocholms. Á útgáfu- hátíðinni kemur einnig fram tónlistar- maðurinn Gímaldin. Skáldin sem lesa upp í Norræna húsinu á föstudaginn era Andri Snær Magnason, Árni Ib- sen, Ásdís Óladóttir, Berglind Gunn- arsdóttir, Einar Bragi, Jóhann Hjálmarsson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Óttarr Proppé, Steinar Bragi og Valgerður Benediktsdóttir. Aðgangur að útgáfuhátíðinni er ókeypis. Jólagjöfin í ár Litli leslampinn Frábær við lestur, í ferðalagið og tómstundir Fæst í bóka- og raftækjaverslunum K-Form s. 698 8002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.