Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 52
MINNINGAR «f52 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Gíslason fæddist í Stafangri í Noregi 15. ágúst 1919. Hann lést á gjör- gæsludeild Lands- spítalans í Fossvogi fimmtudaginn 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Pétur Jóhannes- son, f. 2. ágúst 1877, d. 5. nóvember 1941, Oddssonar, Jónssonar, Oddssonar, prests á Kvíabekk og kona hans Fríður Tómas- dóttir, f. 2. október 1884, d. 17. júní 1972, Tómasson- ar bónda i Brattholti í Biskups- tungum. Systkini Gunnars eru: Óskar, dó í frumbernsku; Ernst, flugumferðarstjóri, látinn, kvænt- ur Ingunni Þorsteinsdóttur, Iátin, böm þeirra eru fimm; Olga, hús- móðir í Reykjavík, gift Sigurði Sigurðssyni, þau eiga þrjár dæt- ur. Hálfbræður eldri samfeðra: Jakob, Þorbergur og Agnar. Gunnar kvæntist 26. apríl 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni, Krist- • ínu Sveinsdóttur, f. 25. júlí 1925. Foreldrar hennar vora Sveinn Guðmundsson, rafvirkjameistari Þegar ég minnist tengdaföður míns, Gunnars Gíslasonar, á sorgar- degi er mér efst í huga einlægni hans og tryggð með hlýju viðmóti sem gerði hvern sem honum kynnt- ist að ævilöngum kunningja og vini. Hverfum í huganum aftur á 6. áratuginn. Tvær litlar stúlkur leika sér í Grundargerðinu fyrir utan húsið númer 12. Það eru pollar á götunni, húsin sum fullbúin, önnur enn þá í mótavírunum, vinnupallar og ófrágengnar lóðir. „Eigum við að fara inn til mín?“ segir önnur stúlk- an. „Er hann pabbi þinn heima?“ „Hvað - af hverju spyrðu?" „Það er svo gaman að leika við hann pabba þinn“. Þannig minnumst við Gunn- ars. Hann var barngóður svo af bar og alltaf tilbúinn að leika við börn. Húsið hentaði líka vel til leikja. Hægt var að hlaupa í hring úr for- stofunni í stofuna, þaðan í eldhúsið og svo aftur fram í forstofuna. Þetta hús byggði Gunnar með eigin hönd- um frá fyrstu skóflustungu, smíðaði innréttingar og hluta af húsgögnum og auðvitað allt í aukavinnu eins og algengt var á þessum árum. Við- haldi hússins var sinnt af sömu alúð og við það starf varð hann fyrir því slysi sem kvaddi hann svo sviplega á brott. Gunnar Gíslason var fæddur í Stavangri í Noregi en þangað fluttu foreldrar hans í atvinnuleit á árum fyrri heimsstyijaldar. Gísli faðir hans vann á fragtskipum og síðar við skipasmíðar en Fríður móðir < ( öa^ðsKom v/ Fossvo0skirUjugar3 . \. Sfmi. 554 0500 á Akranesi, og kona hans Lára Lilja Jónsdóttir Jónsson- ar á Hól við Bræðra- borgarstíg í Reykja- vík. Böra þeirra Gunn- ars og Kristínar eru: Gísli Pétur, bifvéla- virkjameistari í Reylyavík, f. 22. apr- íl 1948, kvæntur Önnu Guðbjörgu Guðjónsdóttur. Börn þeirra Auður Yr, f. 17. desember 1991, og Sandra Ýr, f. 7. maí 1996. Lára Lilja, húsmóðir í Reykjavík, f. 9. ágúst 1950, gift Bjarna Axelssyni. Böm þeirra Gunnar, f. 12. mars 1969, kona hans Þórunn Svanhildur Eiðsdótt- ir. Börn þeirra Eiður Sveinn, f. 3. nóvember 1993, og Lára Lilja, f. 9. október 1995. Sveinn, f. 20. apr- íl 1973. Kona hans Sólrún Ragn- arsdóttir. Bara þeirra Aníta Sól, f. 11. febrúar 1999. Kristin, f. 3. desember 1976. Pétur, f. 22. des- ember 1982. Utför Gunnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. hans við niðurlagningu á sardínum. Þau fluttu heim árið 1926 með Gunnar sjö ára, Ernst fimm ára og Olgu þriggja ára en Oskar, fyrsta bam þeirra, dó í frumbernsku. Þau bjuggu lengst af á Bræðraborgarstíg 19 vestur í bæ og í næsta húsi bjó vin- kona Olgu, Kristín Sveinsdóttir, sem síðar varð eiginkona Gunnars. Gunnar fór ungur í sveit til móð- ursystur sinnar, Sigríðar í Bratt- holti í Biskupstungum. Þar átti hann góða daga og hélt tryggð við frændfólk sitt fyrir austan alla tíð. Þegar Sigríður gekk síðar til Reykjavíkur til að mótmæla virkjun Gullfoss kom hún við hjá Gunnari og lét hann taka upp á segulband ávarp sitt til þjóðarinnar sem end- aði á faðirvorinu og átti að nota í baráttunni ef færi gæfist. Gunnar og eftirlifandi eiginkona hans, Kristín Sveinsdóttir, hófu bú- skap ung að árum, fyrst inni í Norð- urmýri þar sem börnin Gísli Pétur og Lára Lilja fæddust. Síðar var byggt inni í Smáíbúðahverfi eins og áður segir. Fríður, móðir Gunnars, bjó hjá þeim frá árinu 1956 og allt til dauðadags. Árið 1940 útskrifaðist Gunnar stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og hóf síðar störf á skrif- stofu Reykjavíkurhafnar sem bók- ari og síðar gjaldkeri. Hann fór á eftirlaun sem borgarstarfsmaður árið 1986 og tók þá að sér gjald- kerastörf í fyrirtæki mínu og störf- uðum við saman þar til fyrir tveim- ur árum að hann settist í helgan stein. Gunnar og Kristín nutu þess að ferðast um landið og fóru ósjaldan með Sveini rafvirkjameistara á Akranesi, föður Kristínar. Á hverju sumri var ferðast með tjald, fyrst með sínum eigin börnum og síðar með barnabörnunum sem eiga dýr- mætar minningar úr þessum ferð- um. Þau fóru einnig utan til megin- landsins, Norðurlanda og Spánar en Gunnar var málamaður og bjargaði sér m.a. á spönsku. Þau störfuðu í kvöldvökufélaginu Ljóði og sögu þar sem þau áttu marga góða og trygga vini. Gunnar var þar gjaldkeri og síðar formaður í nokkur ár. Hann sinnti félags- störfum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hann var í varastjórn félagsins árið 1955 og spjaldskrárritari 1957-1959 og gjaldkeri þess frá 1960-1962. Hann sat í stjóm menningar-og kynning- arsjóðs félagsins í mörg ár og gegndi þar bæði formanns- og gjaldkerastörfum. Gunnari voru fal- in fjölmörg trúnaðarstörf í þágu fé- lagsins og gegndi þeim öllum af prúðmennsku og samviskusemi. Gunnari var margt til lista lagt. Hann átti og las góðar bækur, ung- ur spilaði hann á harmoniku og hann var áhugaljósmyndari og áskrifandi að tímaritum um það efni. Hann var góður smiður og átti þá grein að tómstundastarfi. Óll störf sín innti Gunnar af stakri alúð og nálcvæmni. Hann var einn þeirra sem aldrei viðurkenndi verðbólguna, varð heldur fyrir tjóni af hennar völdum en að ganga í dansinn. Hann keypti aldrei nokk- um hlut án þess að eiga fyrir hon- um áður og víst er að hann átti rétt- indi í „kerfinu" sem hann sótti ekki. Gunnar var fámáll, fróður um margt en hýr og áhugasamur hlust- andi. Við höfðum gaman af að ganga um fjöll, fóram m.a. í Mors- árdal og á Kristínartinda og einu sinni fóram við í Vestmannaeyjar að moka ösku af þökum og skúra gólf í mötuneyti björgunarsveita og hlutum að launum þakklæti kokk- anna. Heimili þeirra Gunnars og Krist- ínar var svo öraggt skjól að þar áttu barnabörnin alltaf annað heimili. Þar vora börn og ungmenni talin jafningjar fullorðinna. Þetta hefur unga kynslóðin metið að verðleikum og sýnt með innilegri ræktarsemi nú þegar aldurinn færist yfir. Megi sá guð er veitir syrgjendum styrk á saknaðarstundu blessa minningarnar um góðan dreng. Bjarai Axelsson. Núna ertu farinn frá okkur, elsku afinn minn. Það var nú engin leið önnur fyrir þig en að fara snöggt, þú hefðir aldrei sætt þig við annað. Hefðir þú fengið að velja hefðir þú líklegast valið þessa leið. Líf þitt og yndi var að dytta að húsinu sem þú byggðir með beram höndum frá granni og það var það sem þú varst að gera þegar þú kvaddir í hinsta sinn. Þegar ég hugsa um að þú sért farinn frá okkur, allt of snemma, þá græt ég vegna þess að ég sakna þín svo mikið. En um leið og ég hugsa um þig brosi ég alltaf, því við skemmtum okkur alltaf svo vel saman að ég get ekki hugsað um þig án þess að brosa. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“. (Spámaðurinn, Kahlil Gibran). Elsku afi, ég veit að við eigum eftir að hittast á ný, en þang- að til veit ég að þú vakir yfir okkur. Við sjáumst. Þín Kristín. Ég kynntist Gunnari fyrir tæpum 12 áram þegar ég og Gunnar mað- urinn minn voram að draga okkur saman en þá bjó hann hjá afa sínum og ömmu í Grundargerðinu. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gunnari. Hann var einstak- lega góður maður, hjartahlýr og ró- legur. Manni leið alltaf vel í návist hans. Hann var greiðvikinn og allt lék í höndunum á honum. Börnin okkar, Eiður Sveinn og Lára Lilja, hændust að langafa sínum, sem var alltaf kallaður afi Gunnar, og var ætíð til í smá sprell. Eiði Sveini fannst mjög gaman að fara í feluleik og eltingarleik við afa sinn og „eng- inn kitlaði eins og afi“ eins og Eiður Sveinn orðaði það. Mikill er missir Kristínar. Hjónaband þeirra var traust og hamingjuríkt og á milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og vinátta. Bið ég algóðan Guð að styrkja og hugga Stínu. Guð vaki yfir þeim báðum. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. - Amen. (Hallgr. Pét.) Hvíl í friði, elsku Gunnar. Þórann. Látinn er í Reykjavik Gunnar Gíslason og langar okkur hjónin að kveðja hann með nokkrum orðum. Gunnar hefur verið hluti af okkar tilveru í mörg ár, eiginlega alveg eins og sjálfsagður hlutur sem ekki muni hverfa, svo það var eins og högg, fréttin um sviplegt andlát hans. Gunnar var að vísu orðinn nokk- uð aldraður maður en hann var samt ekkert gamall og alltaf eins. Það er afar gott að minnast hans því þar fór vandaður öðlingsmaður. Hann var hljóðlátur, háttprúður og hlýr, og alltaf tók hann á móti manni með sínu dásamlega viðmóti og einstakri gestrisni. Gunnar var völundur mikill svo að allt lék í höndum hans. Ber húsið hans í Grundargerðinu því best vitni en allt tréverk þar er eftir Gunnar og einnig flísalagnir. Frá- bærlega vel unnið og einstaklega snyrtilegt svo eftir er tekið. Það er ekki hægt að minnast Gunnars án þess að nefna konu hans hana Stínu, enda var annað þeirra ekki nefnt nema að hins væri getið, alltaf Gunnar og Stína. Þau voru samrýndustu hjón sem við höf- um þekkt og alltaf eins og nýgift. Það féll aldrei styggðaryrði þeirra á milli og þau vora alltaf jafn ástfang- in. Þegar við hjónin voram að byija okkar samvera þá vora Gunnar og Stína að flytja í húsið sitt í Grand- argerðinu, áður höfðu þau byrjað sinn búskap á Vífilsgötunni. Hvað manni fannst það flott og fínt. Stína bónaði sjö sinnum í kringum teppin áður en hún var ánægð með gljáann og á meðan setti Gunnar upp öll veggljósin og ljósakrónurnar sem hann hafði sjálfur smíðað og þær duga enn og era eins og nýjar, við fengum að hjálpa til. Það var „glatt á Hjalla“ og svo sannarleg stoltir, þreyttir og ánægðir húseigendur sem lögðust til hvílu að góðu verki loknu. Síðan þetta var era 43 ár, næstum upp á dag. Ekki get ég skilið við þessi minn- ingarbrot án þess að þakka fyrir öll skiptin sem við sátum í sunnudags- kaffi með alla ólátabelgina okkar og nutum ómældrar gestrisni þeirra hjóna. Þegar krakkarnir vora spurðir hvert þau vildu fara í sunnudagsbíltúrinn þá var svarið oftar en ekki: Til Gunnars og Stínu. Það var nú fjör, fullt af kisum og fleiru skemmtilegu og þau hjónin einstaklega barngóð. Á þessum kveðjudegi viljum við þakka þessu einstaka ljúfmenni all- ar ánægjustundimar sem við höfum notið með honum bæði fyrr og síð- ar. Við vottum börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan Guð að styðja elsku Stínu okkar og blessa minningu Gunnars Gíslasonar. Þar er genginn drengur góður. Hildur og Ævar. Alltaf sjáum við hvað við eram lítilils megnug þegar kallið kemur, síst bjuggumst við við því þegar Gunnar og Stína komu í kaffi tveim- ur dögum áður en kallið kom. Við hjónin vildum ekki trúa því. Þess vegna fóram við upp á sjúkrahús, Olga vildi fá að sjá hann, við feng- um að sjá hann, en þegar við fórum af sjúkrahúsinu var hann allur. Það hefur alla tíð verið mjög gott á milli okkar, árið ’52 fengum við úthlutað lóðum hér í Smáíbúða- hverfinu og liðsinntum við hvor öðr- um af okkar þekkingu sem var kannski ekki mikil en aldrei fór svo að eitthvert gagn væri ekki í því, eins og máltækið segir, maður lærir svo lengi sem maður lifir. Margs er að minnast á hálfrar aldar tíma. Kristín og Olga vora æskuvinir, þó ég hafi átt heima nær var ekki langt í Vesturbæinn. Við Olga systir Gunnars og ég undirrit- aður gengum í hjónaband um svip- að leyti. Það er ekki óeðlilegt þótt manni bregði þegar kallið kemur svona snöggt. Margar ferðirnar voram við búin að fara saman, meira innanlands en utan, þá var gist í tjöldum og allt sem tilheyrði því var með og eldað á prímus. Síðan breyttist þetta með öðram nýjungum eins og gasi sem var hitað upp með. Já, það era margar minningarnar, það vora af- mæli á báða bóga og þar kynntust börnin okkar og síðar barnabörn. Gunnar og Kristín eignuðust tvö böm, Lára og Gísla Pétur, það er stór Guðsgjöf að eignast heilbrigð börn og barnabörn, sem öll era svo góð við ömmu og afa. Það var ánægjulegt að koma inn í Grandar- gerði þegar allur hópurinn var sam- an komin, alltaf voru þau tilbúin að hjálpa ömmu og afa, ég gleymi aldrei þeim stundum þegar við vor- um með þeim öllum inni í Grandar- gerði. Ég bið Guð að gefa Kristínu styrk og börnum og barnabörnum og bamabarnabömum. Guð veri með ykkur öllum. Ég lifi í Jesú nafni í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þétt né valdið gilt. I kristí krafti ég segi kom þú sæll, þá þú vilt. Olga og Sigurður. Fallinn er frá góður félagi og vin- ur sem minnst er með mikilli eftir- sjá. Gunnar hefur verið félagsmaður í Kvöldvökufélaginu „Ljóð og saga“ um áratuga skeið, þar var hann vel liðinn og mikils metinn. Hann var ákaflega hógvær maður, traustur og úrræðagóður í öllu sem hann starfaði við. Hann var gjaldkeri fé- lagsins í mörg ár, síðan varaformað- ur og formaður í fjögur ár, nú síð- ustu ár hefur hann verið í varastjóm og laganefnd. Öllum sín- um störfum skilaði hann af stakri nákvæmni. Þau fjögur ár sem hann var for- maður var ég gjaldkeri. Það var sérstaklega gott samstarf hjá okkur í stjórninni, fundir allir haldnir heima hjá honum í Grandargerðinu sem enduðu ávallt með veislufong- um Kristínar konu hans, sem er einstök húsmóðir í orðsins fyllstu merkingu, móðirin í húsinu. Utan félags kynntist ég þeim hjónum vel og höfum við átt margar góðar og eftirminnilegar stundir saman ásamt stóram hópi vina sem alltof margir hafa horfið úr þessu jarðlífi undanfarin ár enda margt af þessu góða fólki orðið roskið. Það var sorglegt að Gunnar lifði það ekki að félagið sem honum var svo kært héldi upp á 40 ára afmælið í febrúar í vetur, hann sem var svo ánægður að heyra það að við í nú- verandi stjórn væram að undirbúa afmælishátíð, en við ræddum það saman er við hittumst fyrir um tveim vikum í heimboði hjá einum félagshjónum okkar. Gunnar var einn af þeim mönnum sem manni fannst aldrei eldast, hann var alltaf grannur og kvikur í hreyfingum og í afmælisveislu sinni þegar hann varð áttræður var hann líkari glöðum fermingardreng en öldnum manni. Nú þegar við kveðjum kæran samferðamann á lífsins leið, sem burtkallaður var svo snögglega, vilj- um við hjónin þakka góðar stundir sem við áttum saman og votta okk- ar dýpstu samúð Kristínu konu hans og börnum þeirra Gísla og Láru og fjölskyldum þeirra. Félagsmenn Ljóðs og sögu minn- ast hans með virðingu og þökk og senda samúðarkveðjur til Kristínar og fjölskyldu. Hrafnhildur Kristinsdóttir, formaður. v Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan ter sólarhringinn. «5r Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja X / UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. GUNNAR GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.