Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 47
46 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 47 ptagiiiiHbifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BÁG KJÖR ELLILÍFEYRISÞEG A EF MARKA má tölur þær sem fram komu í grein Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi land- læknis og formanns Félags eldri borgara, hér í Morgunblaðinu í gær býr tæpur þriðjungur ellilífeyris- þega á íslandi við afar kröpp kjör, að ekki sé meira sagt. Félag eldri borgara óskaði fyrr á þessu ári eftir því að ríkisskattstjóri gerði úttekt á því hver væri tekju- dreifing ellilífeyrisþega. í grein sinni vitnar Ólafur m.a. í upplýsingar frá ríkisskattstjóra um dreifingu á tekjum ellilífeyrisþega. Þar kemur fram, að samkvæmt út- tekt ríkisskattstjóra séu 28 af hundr- aði eða tæplega 7.400 ellilífeyrisþeg- ar með lægri mánaðartekjur en 58.500 krónur fyrir skatta og 11.686 ellilífeyrisþegar, eða 44 af hundraði, með um 75.000 krónur í mánaðartekjur fyr- ir skatta. Útreikningar þessir eru byggðir á meðaltali úr tekjuhópum. Þessar upplýsingar benda til þess að allt of stór hópur ellilífeyrisþega búi við afar bág kjör. Það getur ekki talist viðunandi, að þannig sé búið að eldri borgurum þessa lands, að stór hluti þeirra þurfi að sætta sig við minna en lágmarks- framfærslutekjur. Ólafur Ólafsson bendir í grein sinni á að skattleysismörk eru tæpar 64.000 krónur á mánuði og að Lána- sjóður íslenskra námsmanna áætlar að námsmenn þurfi 66.500 krónur á mánuði. Því megi ætla að lágmarks- framfærslukostnaður sé á bilinu 64- 66 þúsund krónur. Úm miðjan október nú í haust var umfjöllun hér í Morgunblaðinu um kjör aldraðra, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að bætur almanna- trygginga hefðu hækkað minna en al- menn laun í landinu. Kaupmáttar- aukning hjá þeim sem taka greiðslur frá almannatryggingum hafði þannig orðið minni en á almennum vinnu- markaði. Eins og bent var á í for- ystugrein Morgunblaðsins þarf það ekki að koma á óvart. Það er ekki hægt að gera kröfu til þess að bætur almannatrygginga fylgi launaskriði í landinu. Þá er líka ljóst, að launa- skrið kemur misjafnlega niður og fjölmennir hópar launþega hafa ein- ungis fengið í sinn hlut samnings- bundnar hækkanir alveg eins og þeir, sem njóta bóta almannatrygginga. Við íslendingar erum í hópi rík- ustu þjóða heims og höfum verið um langt skeið. Þeir, sem nú eru komnir á ellilífeyrisaldur, ólust margir hverjir upp á kreppuárunum og síðan tóku við ár seinni heimsstyrjaldar- innar. Það var ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina sem fór að rofa til og hafist var handa við uppbyggingu þess velferðarþjóðfélags, sem við nú búum í og stendur traustum fótum. Það voru einmitt þeir sem nú eru komnir á ellilífeyrisaldur, sem tóku mestan þátt í þeirri uppbyggingu, sem við nú njótum ávaxtanna af. Þeir hinir sömu lentu margir í því, að sparifé þeirra brann upp á báli óða- verðbólgu sem hér geisaði, í allt of mörg ár. Þessir einstaklingar eiga það inni hjá þjóðfélaginu, að þeim sé búið tryggt og áhyggjulaust ævikvöld. Þess vegna þarf að leita leiða til þess að gera betur en gert hefur verið. EMBÆTTILAGT NIÐUR AÐ ER ekki á hverjum degi, að ríkisstjórn leggi til við Alþingi, að embætti verði lagt niður. Nú hefur það þó gerzt, því ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um nið- urlagningu embættis ríkistollstjóra frá og með næstu áramótum. Verk- efni embættisins verða flutt til fjár- málaráðuneytis og til embættis toll- stjórans í Reykjavík. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir, að með þessari ráðstöfun megi nýta fjármagn betur en áður og þessi hagræðing hafi í för með sér tæki- færi til að efla ákveðna þætti toll- gæzlu, t.d. fíkiefnaeftirlit. Ráð er fyrir því gert, að starfsmenn ríkis- tollstjóraembættisins, sem nú eru 23 talsins, fái áfram störf hjá tollyfir- völdum. Niðurlagningu embættisins er ætlað að gera tollgæzlu skilvirkari og samnýta starfskrafta, auk þess að fækka stjórnsýsluembættum. Full ástæða er til að fagna því, að stjórnsýsluembættum sé fækkað í hagræðingarskyni og^ til að gera starfsemi skilvirkari. Útþensla ríkis- valdsins hefur verið mjög hröð á und- anförnum árum, þótt hluti af starf- seminni hafí verið færður til sveitarfélaga. Nútíma tækni á tölvu- öld felur vafalaust í sér tækifæri til að endurskoða starfsemi embætta og stofnana á vegum ríkisins - ekki síð- ur en í atvinnulífinu almennt. Þar tíðkast nú sameining og samruni fyr- irtækja til þess að gera starfsemi þeirra hagkvæmari og arðbærari. Af þessum sökum er ástæða til að hvetja fjármálaráðherra til þess að láta fara fram rækilega endurskoðun á þeim embættum, sem starfrækt eru, og þeim stofnunum, sem ríkið hefur sett á fót af ýmsum tilefnum og á ýmsum tímum með hagræðingu í huga. Ríkisreksturinn lýtur sömu lög- málum og einkarekstur að því leyti til að hinir ýmsu rekstrarþættir þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Segja má, að ár hvert eigi að fara fram á vegum fjármálaráðuneytis skoðun á því, hvort hugsanlegt sé að leggja niður einhverja starfsemi, sem hið opinbera hefur með höndum. Slík endurskoðun á auðvitað líka að fara fram á vegum sveitarfélaganna. Og jafnvel þótt starfsemi og störf séu ekki lögð niður er hugsanlegt að gera hana kostnaðarminni með samnýtingu á húsnæði, búnaði og tækjum. Heilbrigðisráðherra bregst hart við hugmyndum um einkarekstur í heilbrigðisþj ónustu Heimilar ekki bygg- ingu einka- sjúkrahúss Heilbrigðisráðherra slær á hugmyndir um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og spyr hver eigi að borga. Viðbrögðin valda að- standendum fyrirhugaðs einkareksturs vonbrigðum og vilja þeir skýra sín sjónar- mið betur á fundi með ráðherra. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er kominn alvarlega til umræðu, nú þegar læknar og hjúkrunarfræðing- ar eru farnir að kanna hagkvæmni sameiginlegrar læknamiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu með læknastof- um, skurðstofum, sjúkradeildum og ýmsu fleiru sem stóru sjúkrahúsin hafa upp á að bjóða í dag. INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra bregst hart við hugmyndum um einka- rekstur í heilbrigðisþjónustu, sem komu fram á fundi Félags hjúkrunarfræðinga í fyrrakvöld og voru einnig ræddar í upphafi þing: fundar á Alþingi í gærmorgun. í samtali við Morgunblaðið sagðist hún ekki ætla í ráðherratíð sinni að heimila byggingu einkarekins sjúkrahúss hér á landi. Þeir sem hafa undirbúið þennan einkarekst- ur segja viðbrögð Ingibjargar valda sér vonbrigðum en óskað hafi verið eftir fundi með henni til að útskýra þeirra sjónarmið. Ráðherra sagðist vera tilbúinn að hitta þessa aðila að máli og hlýða á þeirra rök. Ingibjörg sagði að vart þyrfti að minna á að ísland byggði fámenn þjóð. íbúar væru álíka margir og í Arósum í Danmörku þar sem einka- rekstur á sjúkrahúsi var prófaður, en þar stæðu nú ónotaðar, glæsileg- arbyggingar. „Ókkur vantar fleiri lækna og hjúkrunarfræðinga og ef við ætlum að fara að dreifa þjónustunni um bæinn, hver á þá að dekka neyðar- vaktirnar? Hverjir eiga að dekka kvöld-, nætur- og helgarvaktimar gagnvart mikilvægum aðgerðum? í stuttu máli: Hver á að sinna flóknu og dýru aðgerðunum, sem verður að vera hægt að gera hvenær sem er sólarhringsins, allt árið um kring? Hver á að borga?“ spurði ráðherra og sagði að meiri fjármunir hefðu verið lagðir til heilbrigðismála. Sjúkrahús hefðu verið sameinuð til að nýta betur það fé sem væri til rekstrar, til að mæta nýrri og dýrari tækni og nýta þann mannauð sem lægi í góðu fólki. Styttri biðtími eftir aðgerðum Á fyrmefndum fundi hjúkrunar- fræðinga kom m.a. fram í erindi Sig- ríðar Snæbjömsdóttur, fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur að 8 þúsund sjúklingar væra á biðlistum um land allt. Spurði hún hvort við hefðum leyfi til að neita þessum sjúklingum um þjónustu ef lagðar væra fram raun- hæfar tillögur um einkarekstur. Varðandi þetta sagði heilbrigðisráð- herra að biðtími eftir aðgerðum hefði styst þar sem hægthefði verið að framkvæma fleiri aðgerðir, ekki mætti einbk'na á fjölda sjúklinga á biðlistum. „Ef við ætluðum að fara að fjár- festa í nýju sjúkrahúsi og tækjum, sem kostar mikið fé, þá eram við ekki að stytta biðlistana. Við eigum heldur að nýta þá fjárfestingu sem fyrir er, í stað þess að byggja eitt- hvað nýtt við hliðina. AJf hverjum notum við ekki það sem við eram þegar búin að byggja upp? Ég er viss um að við gætum hreinsað upp raunverulega biðlista í dag fyrir þá fjárhæð sem kostar að byggja upp einkarekstur, sem mér skilst að sé verið að tala um. Og af því að talað er um biðlista, þá er biðlisti ekki það sama og biðtími, það verða menn að hafa hugfast. Menn verða líka að hugsa um að á íslandi era í mörgum greinum gerðar fleiri aðgerðir á hverja 100 þúsund íbúa en í löndun- um sem við miðum okkur við. Það er nokkuð öraggur mælikvarði á gott heilbrigðiskerfi,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að blandaður rekstur í heilbrigðisþjónustunni hefði gengið vel til þessa. Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn væra víða, samhliða heilbrigðis- þjónustu hins opinbera. Hún sagðist ekki vera tilbúin að fara í þá grand- vallarbreytingu að byggja upp einkarekið sjúkrahús. „Þá yrðum við komin á allt annað stig. Ef við ætluðum að fara að velja léttar aðgerðir inn á slíkt sjúkrahús og tæma þá starfsemi á þeim sjúkrahúsum sem þurfa að halda vöktum í neyðartilvikum og vegna stórra aðgerða þá gerðist hér það sem er að gerast í Bretlandi þar sem heilbrigðiskerfið er í uppnámi. Þetta er ekki eins einfalt og menn vilja vera láta,“ sagði Ingibjörg og benti á reynsluna í Bandaríkjunum, þar sem einkarekstur væri hvað mestur. Þar fengi meirihluti þjóðar- innar góða en dýra heilbrigðisþjón- ustu en stór minnihluti fengi afar takmarkaða þjónustu. Aðalsmerki íslenskrar heilbrigðisþjónustu væri að þar væra allir jafnir. Hún sagðist vera sannfærð um að flestir vildu varðveita þessa mikil- vægustu samfélagsþjónustu í land- inu sem heilbrigðisþjónustan væri. Þetta væri lífskjaramál fyrir alla einstaklinga. Sem dæmi um þetta nefndi hún í umræðu á Alþingi í gær meðal annars krossbandaaðgerðir, sem einkaaðilar hefðu neitað að gera nema gegn háu gjaldi. Lækn- ar, sem höfðu tekið að sér slíkar að- gerðir utan sjúkrahúsa, hefðu ekki náð samningum við Trygginga- stofnun um verðlag á aðgerðunum og því hefðu þær legið niðri í hálft ár. Aðgerðimar hefðu aftur farið inn á sjúkrahúsin og þar fengju nú sjúklingar þjónustuna. Ingibjörg sagði að þessi reynsla sýndi að það væri grandvallaratriði fyrir sjúkl- inga, sem í þessu tilviki hefðu verið látnir bíða, að eiga fleiri kosti. Stendur ekki til að mismuna sjúklingum Sigríður Snæbjörnsdóttir sagði við Morgunblaðið að viðbrögð heil- brigðisráðherra við hugmyndum um einkarekstur kæmu í sjálfu sér ekki á óvart, hún þyrfti að verja sinn málstað. Sigríður er meðal þeirra hjúkranarfræðinga og lækna sem hafa verið að undirbúa sameigin- lega læknamiðstöð. Sigríður lagði áherslu á að ekki væri verið að tala um að byggja upp þjónustu sem sjúklingar ættu að greiða fyrir að öllu leyti. Sjúklingar hefðu til þessa greitt fyrir sína þjón- ustu í formi skatta og ættu þar af leiðandi rétt á heilbrigðisþjónustu. Ekki stæði til með nokkra móti að mismuna sjúklingum. „Miðað við þann áhuga sem þessu verkefni okkar er sýndur þá trúum við því að hægt sé að veita þessa þjónustu á ódýrari og skilvirkari hátt. Við leggjum mesta áherslu á að veita úrvalsþjónustu, hafa litla yfirbyggingu og hraða ákvarðana- töku,“ sagði Sigríður. Hún sagði að einn stór spítali eins og Landspítali - háskólasjúkrahús í þetta litlu landi byði upp á ákveðna einokun. Val væri lítið fyrir sjúkl- inga og starfsfólk og enginn hvati til að gera vel, án þess að verið væri að væna starfsfólk sjúkrahúsa um að það ynni illa. Aðspurð um þau við- brögð ráðherra að skortur sé á læknum og hjúkranarfræðingum og með einkarekstri sé hætta á að sjúkrahúsin tæmist, sagði Sigríður að ef stofnunin væri á einhvem hátt óaðlaðandi þá hlyti það að vera stjómunarlegt vandamál sem þyrfti að skoða. „Ef samkeppnisaðili kemur og laðar að starfsfólk þá ætti það að vera mikið umhugsunarefni hvað veldur,“ sagði Sigríður. Hvað biðlistana varðaði sagði hún að þeir væra þjóðhagslega óhag- kvæmir, einkum þegar fólk þyrfti að bíða lengi eftir aðgerðum. Ef til væra leiðir til að sinna því á hag- kvæman hátt þá hlyti ráðherra að skoða þann möguleika. „Eitt af því sem við höfum verið að skoða er að afla gjaldeyristekna og taka erlenda sjúklinga í meðferð. Við höfum heilbrigðisstarfsfólk og þekkingu sem er fyllilega sambæri- leg við það besta sem þekkist. Ef við myndum markaðssetja okkur inn í Evrópu, þar sem sjúklingar á bið- listum era fluttir á milli landa, þá væri það skemmtileg tilbreyting að geta lagt eitthvað af mörkum," sagði Sigríður. Ef koma á upp einkareknu sjúkrahúsi þá er það háð starfsleyfi heilbrigðisráðherra. Sigríður sagði að þrátt fyrir fyrstu viðbrögð ráð- herra þýddi ekkert að gefast upp. Sýna þyrfti ráðherra hvaða hag stjórnvöld gætu haft af því að leysa þau vandamál sem væra til staðar í heilbrigðiskerfinu. Vonaðist Sigríð- ur eftir því að fundur næðist með heilbrigðisráðherra á næstu dögum. Ekki ýtt útaf borðinu með einni yfirlýsingxi Steinn Jónsson, lungnasérfræð- ingur á Læknasetrinu í Mjódd, er ásamt Sigríði í undirbúningshópi sem er að kanna hagkvæmni þess að reisa miðstöð sérhæfðrar heilbrigð- isþjónustu. Steinn sagði við Morg- unblaðið að viðbrögð heilbrigðisráð- herra yllu sér vonbrigðum. Þetta væri mikilvægt mál sem þyrfti að ræða vandlega og væri ekki hægt að ýta útaf borðinu með einni yfirlýs- ingu. Hann vonaðist til þess að tæki- færi fengist á næstu dögum til að halda fund með ráðherra. , Að halda því fram að við séum að leggja til grandvallarbreytingu á heilbrigðiskerfinu í landinu er ekki rétt, hvorki hvað snertir trygginga- kerfið, aðgengi sjúklinga að þjón- ustu eða nokkuð annað slíkt. Þetta snýst um það að læknastöðvarnar og hjúkrunarþjónustan hafa áhuga á því að skoða vandlega hvort ekki megi steypa starfseminni saman í eina miðstöð utan spítalaþjónustu, sem síðan hefði spítalaeiningu við hliðina á sér. Hún þarf ekki endilega að vera stór til að auka öryggi sjúkl- inga sem leita að okkar þjónustu," sagði Steinn. Hann taldi að í raun þyrfti ekki á leyfi heilbrigðisráðherra að halda til að byggja læknamiðstöð. Starfsemi læknastöðva væri þegar stunduð í samræmi við samning Trygginga- stofnunar og Læknafélags Reykja- víkur. Sú starfsemi hefði gengið vel og væri mikilvægur þáttur í heil- brigðisþjónustunni í dag. Hann sagði læknastöðvarnar geta ákveðið að steypa sér saman á einn stað án þess að fá leyfi, þær gætu orðið nokkurs konar Heilsu-Kringla. Eins og kom fram í upphafi var einkareksturinn ræddur á Alþingi í gær þar sem málshefjandi var Bryndís Hlöðversdóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Hún fagnaði af- dráttarlausri yfirlýsingu heilbrigð- isráðherra en á vef Samfylkingar kallar hún eftir skýrri stefnu ríkis- stjórnarinnar. Greinilegur áherslu- munur sé í málinu hjá Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokknum. Hún segir að tvískipt heilbrigðis- kerfi hafi víða leitt til mismununar eftir efnahag. Samfylkingin geti aldrei fallist á slíkt og muni beijast gegn henni með „kjafti og klóm“. Flokkurinn trúi á heilbrigða sam- keppni sem víðast í samfélaginu en það eigi ekki við um heilbrigðiskerf- ið. Leitað að lóð undir sameiginlega læknamiðstöð Ný miðstöð gæti kost- að allt að 4 milljarða HÓPUR lækna og hjúkrunar- fræðinga, sem hefur verið að und- irbúa sameiginlega læknamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu, hefur átt viðræður við borgarstjóra og bæj- aryfirvöld í Kópavogi um mögu- legar lóðir undir miðstöðina. Steinn Jónsson læknir, einn þeirra er situr í stjóm undirbún- ingsfélagsins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði engar ákvarðanir liggja fyr- ir um lóðir, né vildi hann gefa upp hvaða lóðir væra til skoðunar. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær era nokkrar lækna- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu að kanna hagkvæmni þess að reisa eina miðstöð. Annars vegar er verið að tala um að sameina stöðv- arnar undir eitt þak og hins vegar að kanna möguleika á að reisa innan sömu byggingar sjúkra- deildir. Nýta á sameiginlega að- stöðu og efla t.d. göngu- og dag- deildarþjónustu. Verktakar hafa sýnt áhuga Steinn sagði fjárfesta ekki komna að málinu ennþá en verk- takar eins og ístak og íslenskir aðalverktakar hefðu sýnt því áhuga að reisa læknamiðstöð. Að sögn Steins era hugmyndir uppi um að byggja 10 til 20 þús- und fermetra miðstöð, þar sem hver fermetri gæti kostað í kring- um 200 þúsund krónur. Miðað við það gæti ný miðstöð kostað á bil- inu 2 til 4 milljarða króna. Teikn- ingar að læknamiðstöðinni liggja ekki fyrir á þessu stigi en Steinn sagði hagkvæmast að vinna hönn- unina í samráði við verktaka. „Okkar hugmyndir era þær að þarna verði ekki eingöngu lækna- stofur heldur einnig fyrirtæki sem tengjast heilbrigðisþjónustu eins og apótek og sjúkraþjálfun- arstöð. Allt tekur þetta sinn tíma. Nokkrir mismunandi fletir era á þessu hvað snertir eignarhald og þátttöku læknastöðvanna," sagði Steinn ennfremur. -Hr Grundvallaratnði utanríkisstefnu verða óbreytt NÚ þegar valdatíð Clintons er um það bil að Ijúka er mikið rætt um það hvaða utanríkismálastefna sé líkleg með nýjum forseta. Oft er spumingunni varpað fram og stór- felldra breytínga vænst. En það ríkir stöðugleiki í banda- rískri utanríkisstefnu, sem er óháður rflds- stjómum og stjóm- málaflokkum. Framforsendur ut- anríkisstefnu Banda- ríkjanna era sem áður tengsl okkar við önnur stórveldi, þ.ám. Evr- ópu, Rússland og Kína. Breytíngar kunna að verða á smáatriðum og tóninum, óvænt mál- efni kunna að koma upp, en grundvallar- spumingin um þátttöku er sú sama. Þetta á einnig við um Mið-Austur- lönd. Hinn nýi forseti mun óhjá- kvæmilega komast að því að þessi svæði era efst á listanum, og nauð- synlegt er að þátttaka Bandaríkj- anna verði bein og afgerandi. í marga áratugi hafa Bandaríkin lagt megináherslu á samband sitt við Evrópu, án tillits til þess, hvaða flokkur situr í Hvíta húsinu. Evrópa er áfram mikilvægasti samstarfsaðili okkar hvemig sem á það er litið. Við vinnum saman tíl þess að breiða út frið og framfarir á öllu meginlandi Evrópu - í Evrópu fijálsri og heilli. Á alþjóðavettvangi störfum við sam- an að málefnum á borð við lausn á deilum, baráttuna gegn AIDS og ógnina er stafar af hryðjuverka- starfsemi og fíkniefnum. Mikilvægir félags-, menningar- og viðskiptaleg- ir þættir tengja okkur og færa borg- uram okkar auðævi. Samstarf Bandaríkjanna við Evrópu mun áfram verða bestí kost- urinn fyrir okkur tíl að leysa erfið vandamál í heiminum, en við verðum að huga að þeim sviðum þar sem okkur greinir á, einkum vegna versl- unar. Eftir því sem viðskiptasam- bönd okkar verða nánari og um- fangsmeiri megum við búast við að deiluefnum á þessu sviði muni fjölga fremur en hitt. Miklu skiptir íyrir tengslin í heild að vel takist að greiða úr ágreiningsefnum. Það er lykil- atriði að Bandaríkin og Evrópa tak- ist á við verslunar- og fjárfestingar- deilumál með þeim hætti sem styrkir fremur en grefur undan við- skiptafrelsinu. Oryggismál munu einnig verða of- urlega á baugi í samskiptum okkar við Evrópu. Nýr forseti okkar mun standa frammi fyrir ákvörðunum um nokkur lykilmálefni, þ.á m. flug- skeytavamarkerfið og frekari stækkun NATO. Á sama tíma verð- um við að halda áfram samstarfi okkar við bandamenn okkar tíl að koma Evrópska öryggis- og vamar- kerfinu á réttan kjöl. Það er allra hagur að hemaðarmáttur Evrópu aukist og í samræmi við eindrægan stuðning Bandaríkjanna við samein- ingu í Evrópu. Geta Evrópu til að sjá um friðargæsluverkefni er banda- rískt hagsmunamál. Samstarf Evrópu við Bandaríldn innan NATO er einnig bandarískt hagsmunamál. Meðal þeirra fjölmörgu staða þar sem Bandaríkin og Evrópa vinna saman er Rússland. Rússar vita, rétt eins og við, að innanríkisumbætur í Rússlandi og alþjóðlegt hlutverk þess skiptír gífurlegu máli. í Banda- ríkjunum era skiptar skoðanir um hvemig skuli bregðast við Rúss- landi, sem og Kína. Engu að síður er þverpólitískt samkomulag um að við verðum fyrst og fremst að bregðast við báðum þessum ríkjum með upp- byggilegum hættí. Enginn ábyrgur aðili leggur til að samskiptum verði hætt, vegna þess að hvorki þjóðar- öryggi okkar né viðskiptahagsmunir leyfa slíkt. Hvað þetta varðar, þá er það eitt Thomas Pickering erfiðasta verkefnið í utanríkismálum að móta stefnu sem samræmist grundvallarviðhorfum okkar og hagsmunum en lætur ekkert eitt málefni setja slagsíðu á heildar- tengslin. Reyndar er það svo, að deilumar um for- gangsröðun og áhersl- an á eindregin mark- mið er það sem vekur yfirleitt pólitískt ósættí í Bandaríkjun- um. Við spytjum okk- ur sem svo: Hvar er mannréttindaþáttur- inn? Hvað með við- skiptahagsmuni? Era viðskiptí svo mikilvæg að mannréttindi skipi annað sætíð í for- gangsröðinni? Era mannréttindi svo mik- ilvægur þáttur að þau krefjist þess að ekkert verði gefið eftir í tvíhliða samskipt- um? Er meira um vert að samstarf okkar við Rússa í Evrópu er gott en að ósamkomulag ríkir vegna Tsje- tsjníju? í hnattrænu samhengi virð- ist vera við svona erfið vandamál að etja. Það virðist jafnvel enn frekar Forsetaskipti í Banda- ríkjunum munu ekki breyta utanríkisstefn- unni í grundvallarat- riðum, segir Thomas Pickering í grein sinni. vera tilfellið heima íyrir, einkum í kosningabaráttu. í alþjóðasamskiptum verður að líta á heildarmyndina til þess að gæta hagsmuna okkar tíl lengri tíma litíð. Það er mikilvægt og táknrænt að Rússar og Bandaríkjamenn fóra saman út í geiminn. Samstarf Rúss- lands, Evrópu og Bandaríkjanna á Balkanskaga og við að rífa kjama- vopn skiptir almenna borgara bein- línismáli. í samskiptum okkar við Kína era áhyggjur af einstökum málum raun- veralegar og mikilvægar og verður að flétta saman við markmið er koma eiga báðum aðilum tíl góða. Þá hefur það haft jákvæð áhrif að Kína er orðið þátttakandi í Heimsvið- skiptastofnuninni (WTO) og að við höfiim starfað saman á vettvangi takmörkunar á útbreiðslu kjama- vopna og öryggismálum heima fyrir, þótt við höfiim um leið ekkert gefið eftir í trú okkar á lýðræði og mann- réttíndi, og höldum áfram að ræða þessi málefni í tvíhliða samskiptum. Hvað varðar Mið-Austurlönd, þá höfum við áhyggur af og fylgjumst döpur með atburðum þar. En það era tvö orð sem aldrei má grípa til: Vonleysi eða úrræðaleysi. í gegnum árin hafa oft verið erfiðir tímar sem hafa leitt til óvæntra þáttaskila. Þetta er ekki auðvelt núna og leiðin til lausnar ekki skýr. En Bandaríkin, lflct og bandamenn okkar í Evrópu, eru staðráðin í að binda enda á óöld- ina, koma á friði, og fá deiluaðila aft- ur að samningaborðinu. Ég tel að deiluaðilar á svæðinu vilji sannar- lega semja frið. Þjóðimar, ísraelar, Palestínumenn og aðrir arabar, eiga það skilið, rétt eins og aðrir jarðar- búar. Þótt samskipti við stórveldi og helstu heimshluta séu ólíkleg til að breytast mikið í tíð nýrrar stjómar era engu að síður nokkur svið þar sem nýr forseti mun að öllum líkind- um komast að raun um, að stefna Bandaríkjanna er sveigjanlegri. Fyrst og fremst er það hinn „óvæntí þáttur sendifulltrúastarfsins. Mjög sjaldgæft er að mikilvægustu utan- ríkismálefni sem forsetí þarf að tak- ast á við og tækifæri er gefast á er- lendum vettvangi séu ljós þegar í kosningabaráttunni. Til dæmis var spumingin um Kína og Taívan áber- andi í kappræðum Nixons og Kenn- edys, en Kennedy forsetí er þekkt- astur fyrir viðbrögð sín við atburðum á Kúbu og í Berlín. Næstí forsetí mun, með sama hætti, fá tækifæri og verkefni á stöðum sem ekkert okkar getur spáð íyrh- um núna. Af þessu er ljóst, að getan til að koma auga á og grípa tækifæri og. takast á við verkefni ræður úrslitum*' um það hvers konar utanríkisstefnu forsetí fylgir. Þá vegur jafn þungt það umhverfi sem utanríkisstefna er mótuð í. Þetta er jafnt til marks um breytíng- ar í heiminum öllum sem stöðu mála heima fyrir. Á þessu andartaki í sögu- mannkynsins er utanríkisstefna enn að aðlaga sig að hnattvæðingunni. Hagsmunir ríkja okkar ná um allan hnöttínn með þeim hætti sem var óhugsandi fyrir aðeins fáeinum ár- um. Þessi útbreiðsla hagsmuna er kannski það sem ríldsstjómir og er- indrekar þeirra eiga hvað auðveldast með að henda reiður á, svo og margir almennir borgarar. Oll eigum við þó erfiðara með að bregðast við þeirrr aukna hraða sem er á atburðum og styttum viðbragðstíma, og þeim erf- iðu ákvörðunum sem þarf að taka um það hvert beina skuli athyglinni þegar hagsmunimir eru svo sannar- lega hnattrænir en tími, tæki og tól, af skomum skammtí. Við getum ekki veitt öllum utanríkismálum sömu athygli; það verður að taka erf- iðar ákvarðanir. Þetta er nokkuð sem einnig verður að vera Ijóst al- menningi, sem hefur sífellt meiri áhyggjur af einstökum málefnum og. þjóðemispólitík og er undir ,,CNN-' áhrifum“ í utanríkismálum. Við þurfum að skilgreina þá tíma sem við lifum þannig að við getum betur áttað okkur á því hvemig við eigum að móta utanríkisstefnu okk- ar, við hveiju megi búast í framtíð- inni og hvemig halda megi foryst- unni, fremur en dragast aftur úr. Það er erfitt að trúa því að upplýs- ingar, sem berast með Ijóshraða, ráði nú mestu um það hvað við verð- um að gera og hvemig við verðum að bregðast við, en svo er málum engu að síður komið. Á nýjum tímum verða fjölbreytni, hraði, nýjar ógnir og ný verkeftii lykilorðin. Þótt við stöndum frammi fyrir raunveralegu verkefni og þurfum að takast á við samþættan heim, er verkefnið líka heimspekilegt. Hinar skýra línur kalda stríðsins era horfnar og í staðinn komið hið fljót- andi ástand dagsins í dag, sem erfið- ara er að fella undir allsheijarkenn- ingu um alþjóðasamskipti. Ef til vill verður að sættast á þá staðreynd að hlutimir passa ekki auðveldlega í einn stóran kassa. Við búum við þetta óvissuástand og svo verður lík- lega áfram - og einmitt þessi óvissa er oft ástæðan fyrir því að við eram áttavillt í utanríkismálum. En óvissuástand þolir ekki raglingslega hugsun. Sjaldan hefur skipt eins miklu máli að við hugsum skýrt. Vití maður hver markmið manns eru gerir það manni kleift að bregðast við heiminum. Þessi markmið era lóðsar við áætlanagerð og skapa skýra framtíðarsýn sem nauðsynleg er til að fá almennan stuðning við framkvæði. Utanríkismálastefna næstu ríkis- stjómar mun einkennast af mörgu sem þegar má sjá, þar á meðal áherslu á tengsl við stórveldi og lyk- ilheimshluta og eindrægan stuðning við lýðræði. En forsetinn verður einnig að taka ákvarðanir í utanrík- ismálum í samræmi við hnattrænan heim okkar. Við reiðum okkur á Evrópu í öllum þessum atriðum. Þegar nýr forseti tekur við embætti í janúar mun hann kynnast áfram- haldandi félagsskap Bandaríkjanna og Evrópu sem verður áfram sterk- ur málsvari friðar, frelsis og fram- fara í heiminum öllum. Höfundur er aðstoðarutanrikis- ráðherra Bandarfkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.