Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 6^ UMRÆÐAN Orra-hríð ÞAÐ hefur ekki far- ið framhjá neinum sem fylgst hefur með mál- efnum líðandi stundar að Orri Vigfússon hef- ur farið mikinn í and- stöðu sinni við sjókvía- eldi á laxi. í Mbl. 3. des. sl. er hann enn á ferðinni og þar sem hann dregur mitt emb- ætti inn í orðaflauminn sé ég mig knúinn að leggja orð í belg. Orri talar um þrætubókar- list og leynist engum að þar talar hinn ókrýndi meistari. Orri gefur sig út fyrir að vera mikinn lýðræðispostula. Hann kallar eftir áliti óháðra sérfræðinga á ýms- um sviðum, bæði innanlands og ut- an, og biður um vönduð vinnubrögð. En gallinn er bara sá að Orra fellur ekki allar niðurstöður. Ef þær eru ekki eins og talaðar úr hans munni hótar hann dómstólaleiðinni (eitt mál nú þegar komið fyrir dómstóla). Orri heldur því fram að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu hins opin- bera og gerir því skóna að pólitísk ákvörðun hafí nú þegar verið tekin og keyra eigi málin í gegn. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Mikil vinna fjölmargra aðila á vegum hins opin- bera hefur farið í að afla heimilda og reynsluupplýsinga hjá öðrum fisk- eldisþjóðum síðustu mánuðina. Nið- urstöður þessarar vinnu á að sjálf- sögðu að nýta til þess að marka ákveðna stefnu í fiskeldismálum hér á landi. Máli sínu til stuðnings nefndir Orri tilraunaeldið við Vogastapa sem stundað hefur verið frá sumar- byrjun af Silungi ehf. með sérstöku Gísli Jónsson leyfi stjómvalda. Af þessu tilefni nefnir hann embætti mitt til leiks og vill meina að dýralæknir fisksjúk- dóma stuðli að „fyrir- hyggjulausri framtaks- semi“. Orri vitnar þar í „undanþáguplagg" sem ég undirrita 14. mars síðastliðinn og segir að þar sé ekki að finna stafkrók um til- kynningaskyldu. Nú dámar mér ekki og ég átta mig ekki alveg á hvað Orri er að fara, hvaða tilkynninga- skyldu? Hér er ekki á ferðinni neitt undanþáguplagg. Plagg þetta er umsögn, sem ég undirrita fyrir hönd Fískeldi Ljóst er að Orri fer vill- ur vega, segir Gísli Jónsson, í öfgafullri andstöðu sinni við laxeldi. fisksjúkdómanefndar um áðumefnt tilraunaeldi, stílað á landbúnaðar- ráðuneytið og unnið að beiðni ráð- hema. Eðli máls samkvæmt taka fisksjúkdómanefnd og dýralæknir fisksjúkdóma einungis efnislega af- stöðu í þessu máli út frá fisksjúk; dómum og hættum tengdum þeim. í umsögninni styðja áðurgreindir aðil- ar þá hugmynd landbúnaðarráðu- neytisins að fram fari skipulagt um- hverfismat samhliða þeim fiskeldis- tilraunum sem þar er vikið að. Að auki er lagt til að aukið heilbrigðis- eftirlit verði viðhaft og sú tilhögun listuð upp. Þótt hér sé um tilraun að ræða þarf eldisaðili að sjálfsögðu að lúta gildandi lögum og reglum, þar með talin tilkynningaskylda ef eitt- hvað óvænt kemur upp er snýr að heilbrigði. Þegar heimild var á endanum gef- in fyrir tilraunaeldinu tók dýralækn- ir fisksjúkdóma þátt í samningu ákveðinnar áætlunar um eftirlit með framkvæmd eldistilraunarinnar. Þar er skýrt kveðið á um hvernig að eft- irlitinu skuli staðið. Lögð er áhersla á þrjá meginþætti, þ.e. eftirlit með strokufiski, hugsanleg áhrif eldis- fiska á heilsufar villtra laxastofna (s.s. sníkjudýrasmit) og tíðni kyn- þroska. Hér er því fylgst gaumgæfi- lega með öllu sem fram fer og eldis- menn tilkynna allt sem ekki þykir eðlilegt. Auk undirritaðs tekur Veiðimálastofnun þátt í að fram- fylgja nefndri eftirlitsáætlun og var forstöðumaður þeirrar stofnunar skipaður í forystuhlutverk þar um. Að þessu sögðu er Ijóst að Orri fer villur vega í öfgafullri andstöðu sinni við laxeldi. Hann elur á tor- tryggni og segir allt markleysu nema að „hans menn“ komi þar að. Svona vinna menn ekki lengur í nú- tíma stjómsýslu. Ég ætla að vona að okkur beri gæfa til að gefa faglegri umfjöllun aukið vægi og látum allar tilfinningar lönd og leið. Höfundur er dýralæknir físksjúk- dóma. FERSKT • FRflWlflNDI • FRUMLEGT Cjafakörfur fyrir sælkera Suðurlaridsbraut 6 * s.568 3333 Sígmi -etfa/trá á^e/ti^ ár^ Síðustu ár hefur skátahreyjingin selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki ogprýðaþau nú mörg hundruð íslensk heimili 10 ára ábyrgð 12 stœrðir, 90 - 500 cm Stálfóturjylgir Ekkert barr að ryksuga Truflar ekki stqfublómin Eldtraust Þarfekki að vðkva íslenskar leiðbeiningar TYaustur söluaðili Skynsamlegjjárfesting 'tré! -"°9núf*röu Sí * 'tXÍJWfiFfkLðJÍÁB Bandalaglslenskraskáta h'ka Í^B^^J^'atréð Einstaklega vandaðir ijóskastarar ' /IIIPF Ljóskastorar á frábæru verði. Frá 55 og upp í 170 vött. Einnig Ijós með háum og lágum geisla. Þetta eru bestu Ijós sem við höfum prófað við íslenskar aöstæður. - gjafavöruverslun bilaáhugafólks Bílabúð Benna • Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is Flauelskjóll 1.695 kr. Kjóll og jakki 2.995 kr. Drengjavesti 1.995 kr. Drengjaskyrta 1.995 kr. Drengjabuxur frá 2.295 kr. HF «• m V* % fc- . ;Éf||Éi|i; j * / fM. mJm Ar fwjL HAGKAUP Meira úrval - betrikaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.