Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 72
‘ 72 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR _ Danskeppni fyrir fullu húsi DAJ\S Lottó danskeppni HÓTELSAGA Sunnudagur 5. nóvember. DANSSMIÐJAN, dansskóli Jó- hanns Arnar og Auðar Haraldsdótt- ur og Islensk getspá stóðu fyrir Lottó danskeppni á Hótel Sögu sl. sunnudag. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta í Súlnasal og húsið nánast fullt af áhorfendum sem og keppendum. Að sögn Jóhanns Arn- ar Ólafssonar danskennara tókst i keppnin með afburðum vel í alla staði og allir ánægðir með tiltækið. „Þetta er ekkert smákrydd í danstil- veruna,“ sagði Jóhann Öm. „Jafnvel bara nýtt bragð. Við vorum með lif- andi tónlist þar sem Lúdó sextett og Stefán slógu rækilega í gegn, svo ekki sé nú meira sagt. Sextettinn er frábær danshljómsveit og hélt uppi feiknarlegu fjöri. I hléinu fengu allir ♦ að dansa og þá sá maður margan manninn stíga glaðan á gólfið, ein- hvers staðar sá ég t.d. glitta í Sæma rokk á gólfinu og fleiri fantafína dansara." í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Stefán Jónsson einnig vera mjög ánægður með móttökurnar sem hann og sextettinn hlutu á sunnu- dag. „Við erum orðnir gamlir jaxlar í bransanum og tókum upp úr poka- hominu mikið af lögum sem við höf- um ekki spilað lengi. Við gömlu ^ mennirnir getum þetta ennþá. Það var einnig mjög gaman að sjá svona mikið af ungu prúðbúnu fólki á gólf- inu. Þetta var rosalega garnan." Að sögn Jóhanns Arnar var fjöl- breytt dagskrá í boði, ekki bara „venjuleg danskeppni“. Það var keppt í dansi ársins, la luna, sem Göran Nordin-dæmdi. Eins var boð- ið upp á keppni í mambó. Þar var skemmtileg nýbreytni því sex fyrstu pörin til að komast inn á gólfið fengu að taka þátt í keppninni. Bar- ist var af hörku í þessari keppni og fór svo að lokum að Björn Sveinsson og Bergþóra Bergþórsdóttir fóm með sigur af hólmi. Þau höfðu ekki Hannes Þór Egilsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. komið þarna til að keppa, sem svo oft, heldur til að fylgja dóttur sinni til keppni, en slógu svo til þegar mambókeppni stóð til boða og sigr- uðu. Keppnisstjóri var Auður Haralds- dóttir og kvaðst hún vera mjög ánægð með daginn, hann hefði tek- ist með eindæmum vel. „Umgjörðin og andrúmsloftið var mjög sjarmer- andi. Þama hefur jú ekki verið hald- in danskeppni síðan fyrsta íslands- meistarmótið í dansi var haldið árið 1986. Það er skemmtilegt að bjóða upp á önnur hús en íþróttahús, þó svo að það kosti að fórna verður stóm dansgólfi. Ég held þó að allir hafi verið mjög ánægðir með dag- inn, sem skiptir jú mestu máli. Keppendur stóðu sig frábærlega og vora mjög vel stemmdir og virðast hafa haft mjög gaman af tiltækinu. Elstu dansararnir okkar kepptu ekki að þessu sinni heldur vora þeir með sýningaratriði milli riðla, sem setti mikinn hátíðleikablæ á keppn- ina. Keppnina dæmdu 7 íslenskir danskennarar og vil ég hér nota tækifærið og þakka þeim þeirra góðu störf.“ I lokin var boðið upp á liðakeppni milli dansíþróttafélaga og dansskóla Agnar Sigurðsson og Elín Dröfn Einarsdöttir. Jakob Þór Grétarsson og Anna Björg Guðjónsdóttir. á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú lið tóku þátt í liðakeppninni, lið Danssmiðj- unnar, lið Dansskóla Jóns Péturs og Köra og lið frá Dansíþróttafélaginu Hvönn. Liðin vora skipuð þremur pörum hverju á sínum aldri. Lið Danssmiðjunnar fór með sigur af hólmi eftir harða og spennandi keppni að sögn Auðar Haraldsdótt- ur. Keppni sem þessi er alltaf skemmtileg, lífgar upp á tilverana pg lýsir svolítið upp skammdegið. íslensk getspá og Danssmiðjan eiga hrós skilið fyrir framtakið. Það hefur verið venja í Lottó danskeppninni að Lottópari hafa Til sölu eða leigu stálgrindarhús í Fossaleyni 19-21, Grafarvogi Til sölu nýbyggt og einstaklega glæsilegt stálgrindarhús með 2 sambyggðum þjónustubyggingum. Húsið samanstendur af 1200 fm sal með 10 metra loft- hæð. Önnur þjónustubyggingin er 500 fm fullbúið skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum. Hin byggingin er 200 fm skemma með 6 metra lofthæð og tveimur 5 metra háum innkeyrsludyrum. Húsið stendur á 14.300 fermetra lóð með frá- bæru útsýni yfir golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Hentar vel fyrir ýmsan rekstur, t.d. heildsölu, lager íþróttahús o. fl. Hægt er að skipta eigninni í tvo hluta, þannig að hvor hluti um sig yrði um 950 fm. Eignin er til sölu eða leigu. Eignin er mjög sýnileg frá Vesturlandsvegi og hefur þ.a.l. mikið auglýsingagildi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Sérhæfð fasteigna- sala fyrir atvinnu- og skrifstofu- húsnæði STÓREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18 sími 55 - 1 2345 Arnar Sölvason, sölumaður Jón G. Sandholt, sölumaður Gunnar Jóh. Birgisson hrl. löggildur fasteignasali Sigurbjörn Magnússon hrl. löggildur fasteignasali Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir. verið veitt verðlaun. Lottóparið er það par sem fær flest stig úr keppn- inni samanlagt. Að þessu sinni hömpuðu Bjöm Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir titlinum og voru þau vel að honum komin að sögn viðstaddra. Keppendur era skráðir til leiks frá dansíþróttafélögum sem era í góðu og nánu samstarfi við dans- skólana. Þau félög sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni vora: Kvistir/Danssmiðjan, Gulltoppur/ Dansskóli Jóns Péturs og Köra, Hvönn, Dansskóli Sigurðar Hákon- arsonar og Dansíþróttafélag Hafn- arfjarðar. URSLIT: Unglingar II, F 1. Agnar Sigurðss/Elín D. Einarsd. KV/DSM 2. Davíð M. Steinarss/Sóley Emilsd. GT/DJK 3. Bjöm V. Magnúss/Björg Halldórsd. KV/DSM Unglingar I og IIA/D 1. Pétur Kristjánss/Sóley Sigmarsd. KV/DSM 2. Katrín Ýr Sigurðard/Sigrún Birgisd. GT/DJK 3. Marinó Sigurðss/Berta Gunnarsd. HV 4. Elísabet Yr Norðdahi/Sigrún Skaftad. GT/DJK 5. Rós M. Oddsd/Rut Ragnarsd. GT/DJK Unglingar I, F 1. Jónatan A Örlygss/Hólmfnður Bjömsd. GT/DJK 2. Þorleifur Einarss/Ásta Bjamad. GT/DJK 3. Friðrik Árnas/Sandra J. Bernburg GT/DJK 4. Ásgrímur G. Logas/Bryndís M. Bjömsd. GT/DJK 5. Stefán Claessen/María Carrasco GT/D JK 6. Ingolf D. Petersen/Laufey Karlsd. Hv 7. Baldur Þ. Emilss/Dagný Grímsd. GT/DJK Böm II, K 1. Bjöm I Pálss/Ásta B. Magnús. KV/DSM 2. Eyþór Þórbjömss/ÁsrúnÁgústsd. HV 3. Fannar H. Rúnarss/Edda G. Gíslad. HV 4. Jakob Þ. Grétarss/Anna B. Guðjónsd. HV 5. Amar D. Péturss/Gunnhildur Emilsd. GT/DJK 6. Þorsteinn Þ. Sigurðss/Nadine Hannesd. KV/DSM 7. Aðalsteinn Kjartanss/Erla B. Kristjánsd. KV/DSM 8. Karl Bemburg/Helga S. Guðmundsd. KV/DSM Böm IIA/D 1. Valdimar E. Kristjánss/Rakel Guðmudsd. HV 2. Ari F. Ásgeirss/Rósa J. Magnúsd. DÍH 3. Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd. GT/DJK 4. Jón E. Gottskálkss/Elín H. Jónsd. KV/DSM 5. Klara Hjartard/Ása K. Jónsd. DÍH 6. Fannar Kristmannss/Sara M.Harðard. DÍH 7. Bryndís J. Hamilton/Diana Hamilton GT/DJK Böm IK 1. Jökull Örlygss/Denise M. Hannesdóttir KV/DSM Böm IAD 1. Alex F. Gunnarss/Vala B. Birgisd. DSH 2. Sævar Þ. Sigfúss/Ragna B. Bernburg GT/DJK 2. Ólafur B. Tómass/Thelma Ýr Amard. DSH 4. Júlí H. Halldórss/Rakel S. Bjömsd. GT/DJK 5. Guðmundur F. Böðvarss/Yrsa P. Ingólfsd. DÍH 6. Davíð Ö. Pálss/Eh'sabet Jónsd. DSH Jóhann Gunnar Arnarsson LOKAÐ Föstudaq oq lauqardag vegna árshátðar starFsmanna a www.slilling .is SKEIFUNN111 ■ SÍMI 520 8000 • BllDSHÖFÐA 16 • SÍMI 5771300 • DALSHRAUN113 ■ SÍMI 555 1019 ®]Stilling i00 • DAI SHRAUN113 • SÍMI 5SS 1019»^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.