Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Sviðnir fíflakj arnar Alli Bíafra skilgreinir íslenskt verbmætamat Aðalgrímur Svanvalds- son var með mér í bílapartabransanum. Við, grínkallarnir á verkstæðinu, kölluðum hann jafnan Alla Bíafra sökum holda- farsins því Alli var sterkur sem naut enda vel á annað hundrað kíló. Alli var karlmenni mikið og annálaður herkill. Mér sýndist vera óvenjulega létt yfir Alla þegar við hittumst á vinnuvélasýningunni um liðna helgi. Kallinn var líka kominn á nýjan jeppa og hann og Her- gunnur, hin stórtennta kona hans, voru brosandi út að eyrum þegar þau stigu út úr þessum mikla kostagrip. Loftnetaskóg- urinn á bílnum hefði dugað fyrir milljónaþjóð í Afríku og reyndar hefði sennilega verið hægt að búa heilum ættbálki heimili í nýja jeppanum hans Aila. Ég var að ljúka við sjöttu kynningar- pizzusneiðina og skolaði henni niður með kynningar-kókinu þegar Alli VIÐHORF Eftlr Asgelr Sverrlsson sveif á mig. „Nei, bless- aður Alli, þeir úða skyrinu, sem reykja það,“ sagði ég og benti á ferlíkið á bílastæðinu. „Bara Pajero Sport, þetta hlýtur að kosta þrjár millur maður.“ „Fjórar,“ svaraði Alli Bíafra og nötraði af hlátri. „Blessaður vertu, þetta er ekkert mál,“ sagði hann og teygði sig eftir kynningar-mjörkva („mjörkvi" merkir „dökkur (gos)drykkur“). „Það hvarflar ekki að mér að þú hafir unnið í lottóinu, hvaða gamalmenni rændirðu?" sagði ég og svelgdist á af eigin fyndni. „Kom on maður, þetta gengur bara vel og auðvitað er það ríkis- stjórninni að þakka.“ Ég vissi að Alli Bíafra hafði alltaf verið sjálfstæðismaður en átti því hins vegar ekki að venj- ast að honum lægi gott orð til nokkurs manns - hafði raunar ávallt talið þá lífsafstöðu til helstu kosta hans. „Nú ríkis- stjórninni, fer hún ekki jafnilla með þig og okkur hin?“ „Nei, blessaður vertu. Nú er Hergunnur loksins hætt að kenna og það get ég þakkað kennaraverkfallinu og þar með ríkisstjórninni. Ég var búinn að suða í henni árum saman en núna sá hún loks að þetta þýddi ekkert og sagði upp. Nú er hún komin í fæðubótarefnin og geng- ur rosalega vel. Hefur þú ekki séð auglýsingarnar frá okkur, frá Sólaryndi? Það er fyrirtækið okkar, við flytjum inn sviðna fíflakjarna, sem koma í veg fyrir Alzheimer, krabbamein, hjart- veiki, sykursýki, þarmaólgu, kynkulda, lífsleiða og auðvitað vélindabakflæði.“ „Ja hvur ahgollinn maður...“ „Já þetta rokselst og síðan eru krakkanir farnir út á vinnumark- aðinn og það munar nú um það. Nú geta þau loksins borgað heim og það er líka kennaraverkfall- inu að þakka." „Og hvar eru þá krakkarnir að vinna?“ „Sko, Svanvaldur hefur alltaf verið bisness-maður í sér, svona eins og ég. Hann notaði bara kennaraverkfallið, hætti í skól- anum og stofnaði fyrirtæki - Tanngarðaleiguna - og gengur bara svona rosalega vel. Haukdís fékk sér hins vegar vinnu hjá Haugi og er að pakka agúrkum. Hún fær 450.000 á mánuði og í bónus þriggja vikna ferð til Egyptalands þegar hún er búin að pakka inn milljónustu agúrk- unni.“ „En finnst þér í lagi að krakk- arnir hætti bara sisvona í skólan- um, ég meina finnst þér mennt- un ekki skipta neinu máli?“ „Menntun? Hvenær hefur hún skipt máli á íslandi? Heldur þú að það sé menntunin, sem kemur þessu liði í toppstöðurnar? Nei, góði minn, ef menn ætla sér að verða eitthvað á íslandi þá ganga þeir í stjórnmálaflokk. Hinir flytja úr landi, svo einfalt er nú það.“ „Nei, hættu nú alveg, gerir þú þér ekki grein fyiir því að fram- tíð þjóðarinnar ræðst af mennt- uninni, að við getum alveg gleymt því að vera samkeppnis- fær við aðrar þjóðir ef mennta- kerfið er ekki í lagi?“ „Ekki segja mér að þú trúir þessu bulli?“ sagði Alli Bíafra og rak upp réttnefndan hrossahlát- ur. „Það er ekkert að marka þetta menntakjaftæði í ráðherr- unum og forsetanum og þessu liði öllu, þeir segja þetta bara vegna þess að þeir vita, að allir hinir vita að það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er svona þegjandi samkomulag um lygina. Þeir ljúga því að okkur að þeim sé alvara með þessu gaspri um gildi menntunarinnar og við ljúgum því að þeim og okkur sjálfum að við trúum þeim. Hér skiptir öllu máli að vera í klíku og í réttu klíkunni. Klíkan er áhrifamesta stjórntæki Islands- sögunnar á 20. öldinni." „Og hvað, eigum við þá bara að láta menntakerfið hrynja?“ „Nei, nei, það er auðvitað at- vinnuskapandi. Á íslandi býr þrenns konar fólk, það eru hinir mikilvægu, skattsvikararnir og svo allir hinir. Hinir mikilvægu eru ráðherrarnir og topparnir, sem fá launahækkanir frá Kjara- dómi þegar þeir vilja á þeim for- sendum að þeir séu mikilvægari en annað fólk. Þeir, sem ekki geta svindlað undan skattinum, eru svo lúserarnir, sem er þorri þjóðarinnar." „Og eigum við bara að láta þá komast upp með þetta?“ „Komast upp með? Þetta er það sem þjóðin vill, maður! Þjóð- inni er nákvæmlega sama um menntakerfið, kennarana og krakkana líka. Hún vill að ráð- herramir eyði milljörðunum í Þjóðmenningarhús, landafunda- hátíðir, kristnihátíðir, menning- arkynningar, heimssýningar, víkingaskip, sendiráð og hvað þetta heitir allt. Eða verður þú var við að fólk sé eitthvað óánægt með það hvernig farið er með peninga þess? Heyrir þú einhvern heimta breytingar?" „Kræst maður, þú getur ekki talað svona, þarna er um að ræða framtíð þjóðarinnar og framtíð bamanna okkar...“ „Þú verður að taka þátt í leiknum, maður. Auðvitað em þessar menningarkynningar, forsetaheimsóknir, Þjóðmenn- ingarhús og allt þetta tóm fífla- læti en ef þú tekur ekki þátt í fíflaganginum er einfaldlega ekki hægt að búa hérna. Maður bara geggjast. Og hér vil ég búa og það vilja Hergunnur, Svan- valdur og Haukdís líka.“ Alli Bíafra mismunaði sér inn í jeppann. „Heyrðu mér sýnist þér ekki veita af nokkrum fíflakjörn- um, ég sendi þér poka.“ JÓN GAMALÍELSSON + Jón Gamalíels- son fæddist í Réttarholti í Blönduhlíð í Skaga- fírði 23. mars 1923. Hann lést á Grens- ásdeild Landspítal- ans 1. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru María Rögnvaldsdóttir, f. 14. maí 1885, d. 27. október 1968 og Gamalíel Sigurjóns- son, f. 8. apríl 1894, d. 9. janúar 1988. Systur Jóns eru Ragna Freyja, f. 28. júní 1918 og Katrín, f. 23. ágúst 1919, d. 11. apríl 1980. Jón kvæntist 19. september 1964 Jónu Guðbergsdóttur, f. 8. júní 1930 í Neðri Hjarðardal í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Svanhildur Árnadótt- ir, f. 10. desember 1889, d. 27. janúar 1985 og Guðbergur Davíðsson, f. 21. apríl 13. janúar Börn Jóns og Jónu eru: 1) Svanhvít Jó- hanna, f. 25. ágúst 1953, gift Jóni Inga Hjálmarssyni, f. 22. nóvember 1950. Dæt- ur þeirra eru: Bryn- dís Jóna, f. 3. ágúst 1971, gift Elís Þór Rafnssyni, dóttir Bryndísar er Svanhvít Lilja Við- arsdóttir; Jenný Erla, f. 13. sept- ember 1976, dóttir hennar er Karen Gígja Agnarsdóttir; og Kristín Eva, f. 5. júnf 1978, sam- býlismaður hennar er Hjörvar Jó- hannesson. 2) Guðbergur, f. 6. júlí Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans tengdafóður míns, Jóns Gamalíelssonar, sem ég kynnt- ist fyrst þegar ég var að heimsækja konuefnið mitt í Alftamýrina á heim- ili þeirra Jóns og Jónu. Það var oft þannig þegar ég kom að heimsækja kærustuna að mér var boðið í eldhúskrókinn og boðnar veit- ingar. Þá var ég gjaman yfirheyrður um ættir og uppruna. Kom þá í ljós að við Jón áttum báðir ættir okkar að rekja í Skagafjörð. Margoft spáði Jón í það hvort við gætum ekki verið frændur en svo reyndist ekki vera. Sá ég strax að Jón var mjög traustur maður rólegur og yfirvegaður með góða kímnigáfu og það hefur sannar- lega komið í Ijós á þeim þijátíu árum sem við Jón vorum samferða. Það var mikið lán fyrir Jón að hitta Jónu, þá miklu sómakonu, og ekld síður fyrir Jónu og Svanhvíti að fá slíkan heimilisföður. Ég kynntist þeim árið 1970 og var þá mikið um að vera á heimilinu, bömin Guðbergur, María og Bragi Rúnar ung og ári seinna áttu þær mæðgur eftir að eignast böm með tveggja mánaða millibili en þá fæddist þeim hjónun- um yngsti sonurinn, Davíð. Við Svanhvít fómm svo fljótlega að athuga með húsnæði til leigu eða kaups. Þá var gott að hafa Jón sér til halds og trausts. Hann ráðlagði okk- ur að reyna að kaupa, svo mikið var spáð og spekulerað. Ef Jón var spurður um eitthvað þá svaraði hann mjög ítarlega og nákvæmt og bætti svo jafnvel um betur næsta dag þeg- ar hann hafði leitað betur fyrir sér. Þannig var Jón. Allt 100%. Það átti ekki við hann að taka mikla áhættu í lífinu eða að tefla í tvísýni yfirleitt. En við skákborðið tók hann áhættur og hafði gaman af. Við erum búnir að taka margar skák- ir saman í gegnum tíðina. En hann hafði ekki gaman af að tefla hrað- skákir því hann vildi sko hugsa um leikina. Það var gaman að tefla við Jón. Hann þjarmaði oft að mér og þá kom oft glettinn svipur á andlitið því ég gafst ekki upp fym en í fulla hnef- ana. Þegar við Svanhvít sögðum honum að við værum að kaupa jörð vestur í Dölum, og að við ætluðum að flytja þangað, leist honum ekki meira en svo á það. Það var nú svo með hann Jón að þegar hann var ósammála sagði hann lítið en maður fann það á honum. En við fluttum í sveitina og hófum búskap með öllu tilheyrandi og ekki leið á löngu þar til Jón Gam og fjölskylda komu i heimsókn að skoða aðstæður og margt held ég að Jón hafi séð sem betur mátti fara og þá sérstakleg hvað varðar rafmagn en lengst af starfaði hann sem raf- magnstæknifræðingur hjá Raf- magnseftirliti ríkisins. Og enginn maður fylgdist betur með okkur í sveitinni en Jón Gam. Hann hringdi oft til að spyrja um hvemig gengi og þá sérstaklega á sumrin þegar hey- skapur stóð yfir því hann vildi koma vestur þegar hann gæti hjálpað okk- ur að keyra heim baggana og raða þeim í hlöðuna. Á þessum árum var Jón heilsuhraustur og ákaflega léttur upp á fótinn. Oft var hann búinn að fá sér langan göngutúr á morgnana áð- ur en aðrir vöknuðu. En svo var það um 1991 að hann veiktist. Var hann sendur til Banda- ríkjanna til lækninga. Læknisaðgerð- in sem hann þurfti að gangast undir þar reyndist stærri og meiri en búist hafði verið við. Fór þó allt vel og náði hann sér vel upp úr þessu áfalli með þolinmæði og nákvæmni í mataræði. En þar nýttist honum örugglega þessi mikli skapstyrkur sem hann bjó yfir. Var hann við góða heilsu þar til fyrir tæpum þremur árum að annað áfall reið yfir. Og var nú aftur á bratt- an að sækja. Var honum vart hugað líf um tíma. En hann Jón var ekki til- búinn að fara. Með ótrúlegri seiglu og dugnaði tókst honum að rísa á fætur upp úr hjólastólnum og á sína tvo jafnfljótu. Eftir þetta fengu þau hjón- in sér sjálfskiptan bíl því hann gat ekki alltaf treyst öðrum fætinum og þá komust þau hjón allra sinna ferða. En svo var það hinn 18. nóvember sl. að hann veiktist aftur. Nú var við ofurefli að etja. Hann sofnaði svo svefninum langa föstudaginn 1. des- ember. Ég er þakklátur Jóni fyrir samfylgdina . Minningin um góðan mann mun lifa. Jónu og öðrum að- stendendum votta ég mína dýpstu samúð. Jón Ingi. Elsku afi. Okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Við sitjum héma þrjár og minningamar streyma fram. Þær eru óendanlega margar góðu minningamar um þig sem við eigum eftir að geyma með okkur um ókomna tíð. Við brosum í gegnum tárin þegar við minnumst þín í Tjaldanesi. Þegar aðrir voru að fara á fætur varst þú búinn að fara út i göngutúr, hita grautinn þinn og til- búinn í heyskapinn rjóður í kinnum. Þú kenndir okkur margt, ekki endi- lega með mörgum orðum heldur með þínu frábæra hjartalagi og staðfestu. Vesturbergið er óijúfanlegur þáttur í minningunum, þið verðið alltaf afi og amma í Vestó. Við áttum ávallt svefn- pláss þar þegar við komum í höfuð- borgina. Það var alltaf notalegt að koma þangað, rétt eins og maður væri að koma heim. Við eigum eftir að geyma myndina af þér í hjarta okkar þar sem glettnin skín úr aug- um þínum. Það kenndi okkur margt að fylgj- ast með þér berjast við veikindi þín. Við lærðum til dæmis hvað maður getur komist langt á óbilandi bar- áttuvilja, dugnaði og jákvæðni. Þú gafst aldrei upp, sama hvað á dundi og uppskarst eftir því. Ávallt tókstu hlutunum af æðruleysi og með reisn. Það er skrýtið að skrifa minning- argrein um þig núna því eftir að hafa séð þig vinna þessa miklu sigra á veikindum, með ömmu þér við hlið, þá var vonin aldrei langt undan. Það tækist núna eins og áður. Það er nú samt þannig að mennirnir ráðgera en Guð ræður. Kallið er komið og ekki 1964, var kvæntur Berglindi S. Ingjaldsdóttur, f. 14. september 1966, þau skildu. 3) María Jóns- dóttir, f. 31. ágúst 1965, gift Páli Þór Kristjánssyni, f. 28. desember 1962. Börn þeirra eru: Kristján Jón, f. 23. september 1987, Ás- gerður Arna, f. 16. september 1989 og Stefán Þór, f. 31. maí 1995. 4) Bragi Rúnar, f. 28. ágúst 1968. 5) Davíð, f. 9. júní 1971, sambýliskona hans er Elín S. Gunnsteinsdóttir, f. 7. ágúst 1975. Jón lærði rafvirkjun við Iðn- skólann á Siglufirði og starfaði við iðnina til 1957 bæði innan- lands og í Noregi. Þá hóf hann nám í rafmagnstæknifræði við Oslo Tekniske Skole. Að loknu námi 1960 kom Jón heim og fór að vinna hjá Rafmagnsveitum rikisins. Árið 1967 hóf hann störf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og vann þar til starfsloka 1994. Auk þess starfaði Jón sem stunda- kennari við Iðnskólann og Tækni- skóla íslands. Útför Jóns fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. verður aftur snúið. Þrátt fyrir að sorgin sé mikil og söknuðurinn einnig þá vitum við að nú líður þér vel. Það veitti okkur mikla ró að sjá hve mikill friður var yfir þér þegar þú kvaddir. Margseraðminnast, margterhéraðþakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna, Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem.) Elsku amma, Guð gefi þér styrk í sorg þinni, í okkar huga eruð þið afi ávallt eitt. Bryndís, Jenný og Kristín. Jón vinur minn og svili er nú allur og genginn á vit feðranna laus frá langri og erfiðri sjúkdómsbaráttu sem aldrei fékk hann beygt. Á þessari stund fer ekki hjá því að mér verði hugsað til þeirrar stundar er við hjónin fyrst kynntumst Jóni í Osló árið 1958 þar sem við báðir vor- um við framhaldsnám. Jón hafði í nokkur ár unnið sem rafvirki í Osló, en var er við hittumst í námi í raf- magnstæknifræði og fluttist síðan að því loknu heim til íslands. Eftir heim- komuna vann Jón fyrstu árin sem tækinifræðingur hjá Rafmagnsveit- um ríkisins en síðan mestan hluta starfsævinnar hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, á báðum stöðum vel látinn og virtur af samstarfsmönnum öllum. Meðan á ársdvöl okkar stóð í Osló kom Jóna, systir Kristínar konu minnar, í heimsókn til okkar og hitti þá fyrst Jón Gamalielsson, þennan hæga, trausta, orðvara, greinda og góða dreng. Okkur Kristínu leist strax að þar færi gott mannsefni fyrir Jónu. Eftir heimkomu Jóns til Islands boðaði hann komu sína til okkar og fyrir „tilviljun“ buðum við þá Jónu einnig til okkar í heimsókn. Um ári síðar urðum við, okkur til mikillar ánægju, þess áskypja að hjónaleysin voru alvarlega farin að draga sig saman. Samdrátturinn leiddi til hjónabands, gagnkvæmnar elsku, trausts og virðingar sem aldrei féll skuggi á. Þau hjónin eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem öll hafa menntast vel og gefið þeim fagran hóp barna og barnabama. Auk þeirra gekk Jón Svanhvíti, dóttur Jónu, í föðurstað. Jón vinur okkar brást því ekki von- um okkar Kristínar. Um árabil var einungis um þvera götu að fara milli hlýlegs myndar- heimilis þeirra Jónu og Jóns og okkar Kristínar, sem gerði samskipti fjöl- skyldnanna nær daglegar og er því margra ljúfra stunda að minnast frá þeim tíma og síðar, minninga sem aldrei hefur fallið skuggi á. Miklir kærleikar og samstaða hafa alla tíð verið með tengdafólki okkar Jóns bæði í gleði og sorgum. Ég minnist sérstaklega ánægjulegra ár- legra heimsókna systkina Kristínar með mökum á sælureit okkar hjóna í Mýrdal, en nú verður einum færra í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.