Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 13 Halldór Asgrímsson ræddi einkavæðingu ríkisfyrirtækja á borgarafundi Bjóða þarf innlendum fjárfestum þann kost HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, sagði á borgarafundi sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir á Grand Hóteli í gær, að afstaða ís- lendinga til Evrópusambandsins væri stærsta pólitíska úrlausnarefnið sem þjóðin stæði frammi fyrir. HaUdór sagði að hættumerki væru uppi í íslensku efnahagslífi. Hér ríkti of mikil verðbólga og viðskiptahalli. I þessu samhengi yrði að skoða fram- tíðina og ná niður verðbólgu. Efna- hagslífið hefði verið á svo mikilli ferð að hætta væri á að hlutir færu úr böndunum. Hann sagði að gæta yrði aðhalds í ríkisfjármálum og þess að of mikið fjármagn færi ekki úr landi eða í það minnsta að fjármagn kæmi inn í landið í staðinn. Þetta skipti meginmáli í stjórnun efnahagslífsins. Nauðsynlegt væri að fjármagna þann viðskiptahalla sem nú væri með einhverjum hætti. Halldór sagði að það væri í þessu ljósi sem stjómvöld skoðuðu nú næstu skref í einkavæðingu ríkisfyr- irtækja. „Það er alveg ljóst að við þuifum á því að halda á næsta ári, m.a. vegna stöðu efnahagsmála, að selja hluta af þessum eignum til þess að skapa fjárfestingartækifæri fyrir innlenda aðila eins og lífeyrissjóðina." Halldór sagði að unnið hefði verið mikið starf að undirbúningi að sölu á Landssíma Islands. Trúnaðarmenn stjómarflokkanna væm langt komn- ir í sínum störfum og taldi Halldór ástæðu til að ætla að fullt samkomu- lag næðist milli stjórnai'flokkanna um það hvemig staðið yrði að sölu Landssímans strax á næsta ári. „Þetta er reyndar nauðsynlegt til þess að við getum fjármagnað fjár- lögin og viðskiptahallann. Sérfræð- ingar í efnahagsmálum era sammála um að það þurfi að koma inn á mark- aðinn slíkar eignir til þess að við get- um gætt jafnvægis í okkar efnahags- og atvinnumálum,“ sagði Halldór. Hann sagði að meginmálið í dag Hlutabréf í Kaupþingi hf. Sparisjóð- ir nýttu ekki for- kaupsrétt SPARISJÓÐIRNIR nýttu sér ekki forkaupsrétt á 10,40% hlut Sparisjóðs vél- stjóra í Kaupþingi en frestur til að nýta forkaupsréttinn rann út í gær. í tilkynningu Verðbréfa- þings Islands frá 28. nóvem- ber síðastliðnum kom fram að eftirtaldir aðilar væru kaup- endur að eignarhlut Spari- sjóðs vélstjóra í Kaupþingi ef sparisjóðirnir nýttu ekki forkaupsréttinn: Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna 4,39%, Lífeyrissjóðurinn Framsýn 1,90%, Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins 1,58%, Þróun- arfélag íslands hf. 1,58% og Lífeyrissjóður sjómanna 0,95%. Guðmundur Hauksson, for- maður stjórnar Kaupþings hf., segir að góðir fjárfestar komi inn í félagið og það sé hluti af opnun þess. Stjórnin sé því sátt við þróun mála. Morgunblaðið/Kristinn Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill umræður um Evrópusambandið. væri að viðhalda stöðugleikanum og gæta að því að hlutir færa ekki úr böndum. Stjórnvöld legðu megin- áherslu á það á næstunni með fjár- lagaafgangi, sölu ríkisfyrirtækja og með því að tryggja að fjármagn geti verið áfram í landinu ásamt því að fá meira erlent fjármagn inn í landið á móti því sem færi út. Halldór sagði að hið alþjóðlega umhverfi væri farið að hafa meiri áhrif hérlendis en margur hygði. „Ég hef talið nauðsynlegt að við Islend- ingar ræddum það hver staða okkar er í Evrópu gagnvart brýnustu hags- munamálum íslendinga. Hvernig við getum best haft áhrif á þau mál og hvaða stöðu við eigum að taka í sam- félagi þjóðanna. Að mínu mati er þetta stærsta pólitíska úrlausnarefni sem við íslendingar stöndum frammi fyrir á næstu árum.“ Hann sagði að í samræmi við nú- tímalýðræði yrði að kryfja málið til mergjar. „Við höfum tíma til þess og við eigum að gera það alveg öfga- laust.“ Halldór sagði að víða í Evrópu væra teknar ákvarðanir um okkar hagsmuni og í sumum tilvikum væra Islendingar ekki aðilar að þeim ákvörðunum. Of háir vextir fyrir íslenskt atvinnulíf Halldór sagði að vextir hér á landi væru miklu hærri en gengur og ger- ist erlendis. „Þeir era orðnir svo miklu hærri að ég sé ekki að íslenskt atvinnulíf geti staðið undir því til langframa. Það getur verið að það sé hægt til skemmri tíma litið að gera allt aðrai- arðsemiskröfur til ís- lenskra fyrirtækja en gengur og ger- ist erlendis. Við getum lagað þessa stöðu með því að draga úr þenslunni, fá meira fjármagn inn í landið, minnka viðskiptahallann og þrýst- inginn á gengið þannig að Seðlabank- inn geti lækkað vexti sína á nýjan leik. Það hefur verið mikilvægt að verja gengi krónunnar til að koma í veg fyrir verðbólgu en það hefur ver- ið gert með því að hækka vexti mjög mikið. Síðan er hin stóra spumingin: Eigum við erindi inn í gjaldeyris- samstarf Evrópu til þess að skapa meira jafnvægi á okkar fjármála- mörkuðum?" sagði Halldór og bætti við að til þess að gera það þyrftum við að ganga í Evrópusambandið. „Það er afskaplega stór ákvörðun en við þuríúm að velta því fyrir okkur hvemig það verður fyrir okkur ís- lendinga að standa utan Evrópu- sambandsins þegar tveir þriðju við- skipta okkar verða í evru. Hver verður staða íslensku krónunnar við þær aðstæður og hvert verður vaxta- stig hérlendis miðað við erlendis? Ef við stöndum fyrir utan eigum við á hættu að missa fyrirtæki úr landi,“ sagði Halldór. Halldór Ásgríms- son um kennara- verkfallið Breyta þarf launa- kerfí kennara HALLDÓR Asgrímsson utan- ríkisráðherra sagði á borgara- fundi sem Framsóknarflokkur- inn í Reykjavík stóð fyrir í gær, að rök hnigju að því að breyta launakerfi kennara, og ljóst væri að hækka þyrfti byrjunar- laun þeirra. Hann kvaðst von- ast til þess að verkfall fram- haldsskólakennara leysist fyrir jól en margt þyrfti að koma til ætti það að takast, ekki einung- is af hálfu ríkisvaldsins heldur einnig þeirra sem eru í forsvari fyrir framhaldsskólakennara. „Ég held að allir viðurkenni það að það þurfi að bæta kjör framhaldsskólakennara. Þeir hafa dregist aftur úr að sumu leyti en launakerfi þeirra er nokkuð sérstakt. Þeir fá sér- staka hækkun eftir tíu ára starf og nýja hækkun eftir 15 ára starf. Þeir fá sérstaka hækkun við 55 ára aldur og aðra við 60 ára aldur. Þetta er ekki eins og gengur og gerist í nútímasamfélagi. Byrjunar- laun þeima era lág og ég held að það þurfi að hækka þau. En vera má að einnig þurfi að jafna laununum meira yfir æv- ina. Ég held að það sé ekki í takt við nútímann að launin hækki eftir því sem menn eld- ast. Þegar menn era farnir að nálgast sextugsaldurinn þola þeir almennt frekar lægri laun en þeir þurftu þegar þeir voru að koma undir sig fótunum. Einnig hefur verið byggt upp allt annað eftirlauna- og lífeyr- iskerfi en þekktist áður fyrr. Mér sýnist því að öll rök hnígi að því að breyta í einhverju launakerfi kennara," sagði Halldór. Borgarstjóri kynnti tillögur um Reykj avíkurflug-völl í borgarstjórn Segir atkvæðagreiðslu þátt í að þróa lýðræðið INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á borgarstjórn- arfundi í gær að fyrirhuguð at- kvæðagreiðsla um framtíðarnýt- ingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar væri þáttur í að þróa lýðræði og gefa borgarbú- um kost á að taka þátt í stefnumót- un. Borgarstjóri kynnti tillögur meirihluta sérfræðihóps sem undir- búið hefur atkvæðagreiðsluna og kannað kosti varðandi málið. Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi lýsti sig andvígan atkvæðagreiðslu. Borgarstjóri rakti tillögur meiri- hluta sérfræðihópsins um fjóra kosti í framtíðarskipan flugvallar- ins en þær eru að Reykjavíkurflug- völlur verði áfram á sínum stað, legu norður-suður-brautar verði breytt, innanlandsflugið flutt til Keflavíkur eða byggður nýr völlur á höfuðborgarsvæðinu. Sagði borgar- stjóri meirihluta hópsins telja raun- hæft að kjósa um fleiri kosti en tvo, þ.e. hvort völlurinn yrði fluttur eða áfram á sama stað, fýsilegt væri einnig taldið að kanna nýja staði á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýjan flugvöll. Sagði hún ýmsa kosti og galla á tillögunum, þær væra mis- dýrar og skiluðu borginni misjafn- lega miklu landi. Borgarstjóri gat þess einnig að tveir úr sérfræði- hópnum hefðu skilað séráliti og hún minnti og á að væntanleg væri loka- skýrsla sérfræðihópsins. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að fá fram sjónarmið landsbyggðar- innar og því væri hún sammála þeirri hugmynd meirihluta sér- fræðihópsins að efna til skoðana- könnunar meðal íbúa á landsbyggð- inni. Hún sagði fyrirhugaða atkvæðagreiðslu hafa margþætt gildi, hún væri skref í þá átt að þróa lýðræðishefð, hún gæfi fólki tæki- færi til að taka afstöðu og væri hvati til að skoða málið frá sem ólíkustum sjónarhóli. Hrannar B. Arnarsson, einn borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, sagði tillögur sérfræðihópsins hafa skilað af sér nýjum flötum í umræð- unni um framtíð flugvallarins sem ræða þyrfti nánar. Hann tók undir með borgarstjóra og sagði at- kvæðagreiðsluna stórt skref í lýð- ræðisátt með því að leitað væri til borgarbúa eftir áliti, oftar en á fjög- urra ára fresti í sveitarstjórnar- kosningum. Ólafur F. Magnússon, einn borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, gerði öryggismál að umtalsefni og vitnaði til álits sjúkraflutningaráðs þess efnis að yrði Reykjavíkurflug- völlur lagður af myndi það draga úr öryggi og möguleikum vegna sjúkrafiugs þar sem flugvöllur yrði að vera nærri sjúkrahúsum borgar- innar. Borgarfulltrúinn óskaði að eftirfarandi yrði bókað: „Með því að efna til atkvæða- greiðslu meðal Reykvíkinga um hugsanlegan flutning á starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavík- ur era borgaryfirvöld í senn að víkja sér undan ábyrgð og um leið stefna í hættu mikilvægum öryggis- hagsmunum Reykvíkinga og ann- arra landsmanna. Ég átel þessi vinnubrögð harðlega." Telur tillögurnar óljósar Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði að í tillögurnar vantaði greiningu á kostunum sem greiða ætti atkvæði um og áhrifum þeirra á umhverfismál, ferðamál, þróun- armöguleika Reykjavíkur og fleiri þætti sem ekki væri búið að gera borgarráði grein fyrir. Sagði hún þessa niðurstöðu sýna í hnotskurn í hvaða vandræðagang málið væri komið. Lykilatriði varðandi at- kvæðagreiðslu væri að ljóst væri um hvað ætti að kjósa, kostir yrðu að vera mjög skýrir og afgerandi. Tillaga meirihluta sérfræðihópsins fæli það ekki í sér, þær væru óljós- ar og það væri að sínu mati sér- stakt að sérfræðihópur skyldi setja fram svo óskýrar tillögur. Til dæmis einn kostur sem nefndur væri, að flytja ætti innanlandsflug- ið á nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur. Taldi hún atkvæða- greiðsluna sýndarmennsku, málið allt hið vandræðalegasta fyrir borgaryfirvöld og engan veginn tímabært að ákveða nokkuð um framtíð flugvallar þar sem 16 ár væru þar til skipulagstíminn rynni út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.