Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 56
'56 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ VILBORG JÓNSDÓTTIR * JÓN RÚNAR ÁRNASON að söðla um og setjast að á heima- slóðum Vilborgar. Réðist Rúnar þá sem vélstjóri á togarann Hauk frá Sandgerði og var á sjónum syðra þar til fyrir u.þ.b. sex árum að hann kom í land og hóf störf hjá Hitaveitu Suður- nesja. Þau Rúnar og Vilborg héldu ávallt góðum tengslum við Neskaupstað. Reglubundið komu þau í heimsókn til foreldra og skyldmenna Rúnars og gjaman var þá hist og spjallað um gömlu góðu dagana. Sérstaklega er r fermingabarnamótið árið 1995 eftir- minnilegt en þar var Rúnar að sjálf- sögðu hrókur alls fagnaðar. Eftir að Rúnar hóf störf í landi kom í Ijós hve félagslegur áhugi hans var mikill. Hann var m.a. í forystu fyrir samtök vélstjóra á Suðumesj- um og eins starfaði hann af krafti á vettvangi Framsóknarflokksins. Fé- lagsstörfin vom honum gjarnan ofar- lega í huga og hann var óþreytandi að ræða þau. Þau Rúnar og Vilborg heimsóttu Neskaupstað síðast um mánaðamótin október-nóvember og þá var margt spjallað um helstu hugðarefni Rúnars. I þeirri ferð aust- ur hafði hann meðferðis allt verð- launasafn sitt frá þeim ámm er hann V' keppti á skíðum og hann færði íþróttafélaginu Þrótti það að gjöf. Ávallt var gaman að fá fréttir af þeim Rúnari og Vilborgu. Fréttirnar um tilkomu sonanna þriggja glöddu okkur og yfirleitt vom tíðindin af fjöl- skyldunni jákvæð og upplífgandi. Það steðjar svo sannarlega mikill harmur að aðstandendum við svip- legt fráfall þeirra hjóna en full ástæða er til að hugga sig við ljúfar minningar um gott fólk. Fermingarsystkini Rúnars vilja ^ votta aðstandendum hans og Vil- borgar innilega samúð á sorgar- stundu. Þá kallið kemur, hver má standast það? Svo kalt að nístir oss í hjartastað. Því getur ekki Guð minn þessu breytt? Og gefið Jíf, sem ekki verður deytt. Því manneskjan er máttlaus eins og nú, er markar dauðinn skörð í okkar hóp. Með styrk í Jesú staðfóst er vor trú, er stynjum klökk af harmi þetta hróp. (Sigurður Rúnar Ragnarsson.) Fyrir hönd fermingarsystkina Rúnars, Smári Geirsson. Elsku Vibba og Rúnar. Við sitjum héma systkinin orðlaus. Þið, sem emð búin að vera nágrannar okkar og góðir vinir frá því við mun- um eftir okkur. Fyrst á Hjallavegin- um, svo á Túngötunni. Það er ekki hægt að lýsa með orðum hnútnum í maganum sem neitar að fara, þegar við hugsum til þess, að við fáum aldrei að sjá ykkur aftur. Elsku Vibba, við þekktum alltaf bankið þitt, nú kemurVibba sögðum við, og færð- um okkur alltaf fyrir þér, því þú áttir þinn stól við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba. Þegar mamma lá mjög veik á Landspítalanum fyrir jól- in ’95 varst þú alltaf að koma eða hringja og vildir allt fyrir okkur gera, þannig manneskja varst þú. Áramót- in á Túngötunni voru alltaf fjörug, þið komuð alltaf yfir, Rúnar með vindla og þú hoppaðir alltaf beint undir skýlið á tröppunum, því þér var ekk- ert vel við rakettumar. Þó svo ég hafi flutt að heiman fyrir sex árum og sé komin með fjölskyldu var sambandið ekkert minna. Elsku Vibba og Rúnar, við trúum því að þið séuð saman á góðum stað og vakið sem englar yfir bömunum ykkar og bamabömum, þið vomð svo stolt af þeim. Við segjum bless að sinni. Elsku Bjöm, Ami, Nonni, Bússi og fjölskyldur, Imma, Jón, Guðrún, Ámi og allir sem eiga um sárt að binda. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Bára og Hafþór. <r Þú sólargeisli sem gægist iim og glaður skýstinn um gluggann minn. Mig langar svo til að líkjast þér og ljósi varpa á hvem sem er. (Leikskólalag.) Við kynntumst Vilborgu mjög náið þegar hún hóf störf i leikskólanum Gimli um síðustu áramót. Þetta síð- astliðna ár er okkur sem 10, þegar við lítum til baka, því slíkar em minning- arnar. Hún hafði fljótt orð á því hvað henni liði vel á þessum vinnustað og hvað hún ætti mikla samleið með okkur og vissi hún og við allar svo vel að þetta vom orð að sönnu og getum við þó glaðst yfir því á þessari sorgar- stund. Við gerðum svo ótal margt saman sem samheldinn starfsmanna- hópur og átti hún að sjálfsögðu stór- an þátt í hvemig til tókst. I einni skemmtiferðinni af mörgum ákváð- um við Gimlisystur að gefa hver ann- arri nöfn sem einkenndu hverja og eina. Vegna þess hve Vilborgu var umhugað um aðra án þess þó að láta skynsemina víkja fyrir tilfinningun- um, gáfum við henni nafnið „Systir Florens" (Nithingale). Vilborg var mikill gleðigjafi, hún var lífsglöð og áreiðanleg. Hún hafði alveg einstakt lag á að gera umhverf- ið svo notalegt þannig að öllum leið vel í návist hennar. Þegar hún kom til vinnu mætti rösk kona með tindrandi augu, dillandi hlátur og framar öllu jákvætt viðmót. Oftar en ekki urðum við varar við lítið trítl inn í eldhús þar sem lítil sonardóttir, sem dvelur í leikskólanum, var að fara að hitta ömmu, smella á hana einum kossi og síðan héldu þær áfram sínum störf- um. Eins og flestum er kunnugt sem þekktu Vilborguvar fjölskyldan henni afar kær og skipuðu ömmu- bömin þar stóran sess. Það var mjög áhrifaríkt að fylgjast með sambandi Vilborgar við „bónda“ sinn eins og hún kallaði Rúnar svo oft, þau voru svo hamingjusöm og samrýnd að un- un var að heyra. Því er það huggun að þau fengu að fara saman þótt missir- inn sé mikill fyrir ástvini. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Vilborgu sem var alveg einstök persóna. Hún gaf okk- ur þá sýn á hversdagsleika lífsins sem kenndi okkur að greina enn bet- ur á milli þess sem skiptir mestu máli, mannauðinn. Við höldum áfram okkar dýrmæta starfi í leikskólanum sem Vilborg hefur sett svo mikið marká. Minning hennar mun ætíð lifa í hjarta okkar allra. Við vottum aðstandendum Vil- borgar og Jóns Rúnars okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð um að styrkja þau í þessari miklu sorg. Vilborg þú varst okkur kær, glæddir skólans anda. Vertu núna blessuð og sæl, með faðmlögum vinahanda. (S.K.) Gimlisystur. Skyndilegt og ótímabært fráfall hjónanna Vilborgar Jónsdóttur og Jóns Rúnarssonar kom yfir okkur er störfum að málum framsóknarmanna á Reykjanesi eins og reiðarslag. Við vorum í kringum 100 manns saman- komin í Garðabæ þar sem við vorum að hefja þinghald er okkur barst sú sorgarfrétt að einn félagi okkar sem var á leið á þingið hefði látið lífið á Reykjanesbrautinni ásamt eiginkonu sinni. Þetta varð til þess að við ákváð- um að fresta þinginu og héldum hver til síns heima til að átta okkur á til- gangi lífsins á stundu sem þessari. Við höfum á undanfarandi árum iðulega rætt um breikkun Reykja- nesbrautarinnar á okkar vettvangi og hann meðal annara tekið þátt í þeirri umræðu. Jón Rúnar Árnason starfaði mikið með framsóknarfélög- unum í Keflavík og Njarðvík. Hann sat í stjóm bæði félagsins í Njarðvík og Keflavík og var kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjanesbæjar í febrúar sl. Hann var skipaður í tækni- og skipulagsnefnd Reykjanes- bæjar eftir síðustu kosningar. Hann tók þátt í skoðanakönnun flokksins fyrir síðustu kosningar og var í 12. sæti listans í bæjarstjómar- kosningunum. Við fráfall þessa áhugasama og prúða liðsmanns okkar er okkur fyrst og fremst þakklæti í huga fyrir það að hafa fengið að vera samtíma hon- um í flokksstarfinu. Þekking Jóns Rúnars var grundvölluð á yfirveguðu innsæi í hið mannlega líf. Það er ekki sjálfgefið að fólk viiji verja tíma sín- um í pólitískt starf nú á tímum þegar svo margt er í boði. Minning Jóns Rúnars Amasonar mun um ókomin ár lifa í hjarta þeirra sem enn njóta afraksturs af starfi hans hver í sínu lífi. Sterk réttlætiskennd Einars og óbilandi staðfesta við þá málaflokka er hann tók sér fyrir hendur verða einnig tii ævarandi minningar. Þótt leiðarlok séu í þessum fátæklegu orð- um mínum verða aldrei leiðarlok í minningu um góðan liðsmann. Framsóknarmenn á Reykjanesi standa í þakkarskuld við Jón Rúnar Ámason. Drottinn blessi minningu hans, huggi og styrki ástvini hans og varð- veiti málefni þau er honum vom kær- ust. Elín Jóhannsdóttir, formaður Kjördæmasam- bands framsóknarmanna á Reykjanesi. Orð fá ekki lýst líðan okkar vegna sviplegs fráfalls okkar kæra vina Vil- borgai- Jónsdóttur og Jóns Rúnars Ámasonar. Við ætlum samt að reyna á fátæklegan hátt að þakka fyrir þann tíma og þá vináttu sem við átt- um saman sem nágrannar til margi-a ára. Vilborg og Jón Rúnar vora okk- ur mjög kær og var samgangur milli heimila okkar mikill, sérstaklega milli Vilborgar og Jóhönnu, en konur era jú oft duglegri að treysta vináttu- böndin. Það er erfitt að hugsa til þess að Vilborg eigi ekki eftir að koma oft- ar inná heimili okkar með sitt góða skap og geislandi af gleði og að eiga ekki oftar eftir að hitta eða sjá Jón Rúnar koma heim að loknum vinnu- degi. Það verður einnig mikið skarð í hópnum á austfirðingaþorrablótun- um, á gamlárskvöld og fleiri góðum stundum sem við áttum saman. Á milli þeirra Vilborgar og Jóns Rúnars ríkti djúp vinátta og þau bára mikla virðingu fyrir hvort öðra. Þau vora góðir foreldrar og bömin þeirra og bamaböm vora þeirra gimsteinar. Þó erfitt sé fyrir ástvini þeirra að horfa á bak þeim langt fyrir aldur fram og erfitt að sætta sig við að syn- ir þeirra séu nú munaðarlausir, þá er þó sú huggun í harmi að þau eru sam- an í dauða eins og þau vora í lífi. „Elsku Vilborg og Jón Rúnar, við viljum þakka fyrir að hafa notið vin- áttu ykkar, vináttu sem hefur gert okkur að betri manneskjum. Minn- ingin um þá vináttu mun lifa með okkur og hjálpa okkm- að sætta okk- ur við orðinn hlut.“ Við biðjum góðan Guð að veita ást- vinum þeirra öllum náð og styrk á þessari erfiðu stundu og um framtíð alla. Vinakveðja, Jóhanna og Skúli. Kveðja frá íþróttafélaginu Þrótti, Neskaupstað Jón Rúnar Ámason, einn af okkar fyrram bestu íþróttamönnum, er fall- inn frá á besta aldri. Hörmulegt bílslys olli dauða hans sem og eiginkonu hans Vilborgar Jónsdóttur. Jón Rúnar var einn besti skíða- maður á Austurlandi á áranum frá 1965-1971 og vann þá marga sigra í alpagreinum hér austanlands, eins og safn margra verðlauna vottar um. Vegna náms og starfa varð hann að flytja úr bænum okkar og hætti þá skíðakeppni, þótt hann stundaði íþróttina áfram þegar tækifærin gáf- ust. Skömmu fyrir þetta hörmulega slys kom hann heim og afhenti for- ráðamönnum Þróttar verðlaunagripi sína til varðveislu. Þannig mun hér heima um langa framtíð geymast minningin um þennan góða og drengilega félaga okkar. íþróttafélagið Þróttur vottar son- um þeirra, foreldram, systkinum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. SIGURÐUR KRISTJÁNSSON + Sigurður Krist- jánsson fæddist á Reynivöllum í Kjós 9. júlí 1959. Hann lést fimmtudaginn 30. nóvember síðastlið- inn. Hann var yngst- ur barna hjónanna séra Kristjáns Bjarnasonar, sóknar- prests á Reynivöll- um, f. 25. júní 1914, d. 20. febrúar 1983, og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, f. 23. desember 1916. Eldri systkini hans eru: Áslaug, f. 3. maí 1945, búsett í Englandi, gift Jai Ramdin, þau eiga fimm böm; Bjarni, f. 26. júlí 1946, bdndi á Þorláksstöðum, kvæntur Unni Jónsdóttur, þau eiga fimm börn; Karl Magnús, f. 30. aprfl 1948, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Helgu Einarsdótt- ur, þau eiga íjögur börn; Halldór, f. 31. janúar 1950, bóndi í Stíflis- dal, kvæntur Guðrúnu Kristins- dóttur, þau eiga þrjú börn; Krist- rún, f. 22. október 1952, búsett í Reykjavík, gift Axel Snorrasyni, þau eiga fjögur böm; Valdimar, f. 10. nóvember 1955, búsettur í Hollandi, kvæntur Brendu Krist- jánsson Phelan, þau eiga þrjú börn, auk þess á Valdimar son frá fyrra hjónabandi; Guðmundur, f. 14. ágúst 1957, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Jónínu B. Olsen, þau eiga þrjú börn. Sigurður lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1979. Hinn 23. júní 1979 kvæntist hann Hall- dóru Gísladóttur frá Víðivöllum í Skaga- firði og hófu þau bú- skap þar sama ár í félagi við for- eldra Halldóru. Þau eignuðust þrjú börn; Gísla, f. 3. mars 1980, menntaskólanema í Reykjavík, Krislján, f. 25. maí 1983, nema við Verkmenntaskólann á Akur- eyri, og Lilju, f. 15. mars 1988, nema í Varmahlfð. Sigurður og Halldóra skildu ár- ið 1996. Eftir það bjó hann lengst af hjá móður sinni i Grænatúni 18 í Kópavogi. Þegar suður kom vann hann við ýmis störf, þó lengst af við hestatamningar, í Reykjavík og víðar á Suðurlandi. Utför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kæri bróðir. Mamma hefur oft sagt hvað ég hafi verið góður við þig þegar þú varst lít- ill. Eg hefði kannski átt að hafa sömu aðferðina við þig og Valdimar hafði á mig, berja þig dálítið hraustlega, kannski hefðir þú orðið harðari af þér og værii’ hér enn. Minningamar frá uppvaxtaráran- um okkar í sveitinni hrannast upp. Það var ekki bara að þú værir yngsti bróðir minn og næstur í röðinni, held- ur líka annar aðalleikfélagi minn. Ekki gat maður hlaupið í næsta hús eða götu og fundið sér leikfélaga. Við voram svo heppnir að vera þrír bræð- umir á sama róli, alltaf kaUaðir „Utlu strákamir" tfl aðgreiningar frá „stóra strákunum". Þannig að maður hafði aUtaf leikfélaga, ég gat meira að segja vaUð sem miðjustrákurinn. Annars hafði maður svo sem ekki mikið val, Valdimai' æðsti boss stjómaði þessu öllu. Svo er oftast skemmtilegra að leika við eldri systk- in en yngri. Þannig að þú varðst ansi oft út undan. En þú hafðir ráð við því. Stór hluti af uppátækjum okkar Valdimars (eiginlega Valdimars, hann stjórnaði) var að gera eitthvað sem ektó mátti gera, þá einfaldlega hótaðir þú að segja frá, jafnvel frá einhveiju sem var löngu liðið. Eg tala nú ektó um ef þú hótaðir að segja Valda gamla, það virkaði alltaf og þú fékkst að vera með. Svo komu unglingsárin, þá fóra brotalamimar að koma í Ijós hjá þér ojg þú varst oft vansæll og ráðvilltur. Eg held að þú hafir lent í því sem í dag er kallað einelti. Á þessum áram var líklega ektó vitað hvað það var, ætU það hafi ektó frekar verið taUð að þeir sem fyrir því urðu væra eitthvað skrítnir. Þegar þú varst átján „skrappstu" norður í Skagaíjörð til að vinna á hrossabúi. Strax á unglingsáranum varstu mjög mitóð fyrir hesta. Þessi skreppitúr varð að 18 áram. Þá um haustið, 1978, fórstu í Bændaskólann á Hólum með henni Dóra þinni sem þú kynntist fljótlega eftir að þú komst norður. Vorið 1979 útskrifaðist þú frá skólanum, m.a. með Morgun- blaðsskeifuna upp á vasann, sem besti tamningamaður skólans. Þið Dóra giftuð ykkur og fórað að búa á Víðivöllum með tengdaforeldram þínum. Þú virtist hafa fundið réttu fjölina í lífinu, hamingjan og gleðin geislaði af þér. Eftir mörg góð ár fyr- ir norðan fór eitthvað að gefa sig og það virtist fjara undan hjá þér. 1996 stólduð þið Dóra og þú komst suður. Ég veit að það vora mitól sár sem þú skildir eftir og lái ég engum þeim sem var bitur í þinn garð, en það var líka sársjúkur maður sem brotlenti hér fyrir sunnan þetta sumarið. Ég veit að þig langaði alltaf að „meika“ það í hestunum, enda það sem þú kunnir best og innan um þá leið þér vel. Þér hefur verið hælt mik- ið í mín eyru sem góðum tamninga- og umhirðumanni hesta og ég hef sagt þér það áður. En það er með þennan bransa eins og svo marga aðra, það þarf tíma og þolinmæði svo dæmið gangi upp. Það verður eftirsjá að rekast ektó á þig í hesthúsahverfimum í vetur eins og sl. ár, þegar þú varst með þína eig- in hesta og að temja fyrir aðra, má segja í öðra hveiju húsi. Það var gott að eiga þig að við jámingar og fleira tengt hestunum, en þú gerðir allt sjálfur, bæði hélst og járnaðir. Samstópti okkar hefðu mátt vera meiri seinustu árin en raunin varð, kannstó voram við bara of líkir. En það er eitthvað sem tengir okkur frá gamalli tíð, sem ektó rofnar, þrátt íyrir aðskilnað nú. Enda háðum við margt saman, bæði sætt og súrt, kannstó gerðu mín tvö ár í forskot gæfumuninn. Mamma mín, Guð veri með þér á þessari erfiðu stundu. En þú veist að Sigurði leið oft svo illa, nú getur þú huggað þig við það að honum líður ör- ugglega vel. Það var svo mikill friður yfir honum kvöldið sem hann dó. Elsku Gísli, Kristján og Lilja, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Éf það er einhver efi í ykkar huga um væntumþykju pabba ykkar, þá get ég sagt ykkur það, að stoltið skein úr andliti hans í hvert sinn er hann sagði mér frá ykkar högum. Hvfl í friði. Guðmundur. Núleggégaugunaftur, ó, Guð þinn náðarkraftur raínverivömínótt. Ævirstmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (S. Egilsson.) Sigurður bróðir minn var yngstur átta systtóna. Bræðumir vora sex. Þrír okkar vora í hópi stóra strák- anna þar sem ein systir kom í milli okkar og þriggja yngri strákanna. Sigurður var einn af litlu strákunum og stundum var eins og lítið kynslóða- bil væri milli hópanna tveggja sökum aldursmunar. Það setti ákveðinn svip á fjölskyldulífið hjá okkur á Reyni- völlum. En samheldni systkinanna var einstök og er enn í dag. Sem barn var hann glaðlyndur og skemmtileg- ur strákur, svolítið stríðinn, en kom öllum í kringum sig í gott skap. Sigurður var óþreyjufullur að fara í skóla og feta í fótspor hinna systtón- anna. Skólinn er því miður ektó alltaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.