Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 57 vemdað umhverfi. Sigurður fór ekki varhluta af því. Lífið var stundum erfitt á barnaskólaárunum og þegar unglingsárin nálguðust. Þá var gott að eiga athvarf hjá hlýrri og góðri móður. En enn var samt stutt í glettni og græskulaust gaman hjá Sigurði. Sigurður hafði mikinn áhuga á dýr- um og urðu hestarnir honum mikill yndisgjafi. Fljótlega fór hann að til- einka sér tamningar og hafði hann þar góða fýrirmynd í Bjarna, elsta bróðurnum. Er faðir okkar lét af prestsskap vorið 1975 og flutti í Kópavoginn var Sigurður aðeins 16 ára gamall. Lífið í borginni var honum lítt að skapi. Sveitin átti sterk ítök í Sigurði. Var næstu tvö sumur í sveit hjá Bjama, á Þorláksstöðum og á Ferjubakka í Borgarfirði. Árið 1978 réð hann sig til starfa að Flugumýri í Skagafirði til að fást við tamningar þai- og á Ulfsstöð- um. Það var metnaðargjarn og eftir- væntingarfullur ungur maður sem lagði leið sína í Skagafjörðinn, Mekku hestamanna. Ekki var laust við að móðii- okkar hefði nokkar áhyggjur af því hvernig litla drengnum reiddi af, en þær reyndust óþarfar. Hann kynntist ungri konu, Dóru á Víðivöllum. Þau fóru saman í bænda- skólann á Hólum, þar var honum veitt Morgunblaðsskeifan íyrir tamn- ingar. Þá vomm Uð sannarlega stolt af litlabróður. Sigurður kvæntist Dóm og nú fóm í hönd góðir tímar. Þau hófu búskap á Víðivöllum hjá tengdaforeldrum hans, Gísla og Unni. Metnaðurinn var mikill. Oft var hugsað stórt. Borað íyrir vatni, breytt og bætt, færðar út kvíamar í hestamennsku og þar fram eftir götunum. Ungu hjónin vom vel studd af tengdaforeldrum Sigurðar. Ferðimar suður vora fáar, mörgu þurfti að sinna í sveitinni og þar var gott að vera. En hratt flýgur stund. Árin í Skagafirðinum urðu 18. Þau Dóra skildu og Sigurður flutti suður. Sig- ui-ður vann áíram við tamningar. Hann dvaldi um hríð í Þýskalandi, á bæjum á Suðurlandi auk þess sem hann vann fyrir sér í Reykjavík við tamningar og fleira. En nú var ekkert sem fyrr. Sigurð- ur átti erfiðara með að gefa af sér í starfi og einkalífi en áður. Það fannst honum sjálfum. Allt of oft var hann ósáttur við sjálfan sig og fannst getan ekki sem skyldi. Undir niðri lá í fjötr- um mikill metnaður og rík samvisku- semi. En hugurinn dvaldi enn við það sem Sigurður kunni best, hestana og tamningamar. Hestamir vora vinir sem kunnu að meta leiðbeiningar. Og í haust kom hann daglega í heimsókn til mín í um tvær vikur og sat við tölvuinnslátt. Skráði þá aðferð sem hann hafði tileinkað sér í mörg ár við fmmtamningu hesta. Gekk hann frá greinargóðum leiðbeiningarbæklingi um þetta efni. Hann hafði haft aðferð- ina í kollinum og verið að punkta hjá sér. Vildi hafa þetta aðgengilegt. Nú er Sigurður farinn í sína hinstu ferð. Ef til em hestar í himnaríki get- ur hann í gleði riðið um víðáttur þar sem engar hindranir verða á vegi hans. Megi trú á algóðan Guð og minning um góðan dreng veita þeim styrk sem sárt syrgja í vanmætti sínum. Karl Magnús. Mig langar að að minnast hans Sig- urðar, mágs míns, með nokkmm orð- um. Hann hefur kvatt þetta líf langt um aldur fram. Þegar ég kynntist honum var hann rétt á áttunda ári, brosmildur og hress drengur, yngst- ur af litlu strákunum, eins og þeii- vom kallaðir af eldri bræðmnum. Honum fannst forvitnilegt að tala við þessa stelpu sem kom í heimsókn með bróður hans, einhver spenna yfir þessu. Við Sigurður áttum eftir að verða mestu mátar og var hann alltaf þakklátur ef stungið var að honum einhverju h'tilræði. Hann hafði líka gaman af því að gleðja okkur og fyrstu jólin okkar kom hann með jóla- pakka sem innihélt pottalepp sem hann hafði heklað sjálfur og var mjög stoltur af, þetta gladdi okkur mikið. Ekki leið á löngu þar til fjölgaði í kotinu hjá okkur og var hann þá fljótt liðtækur að líta eftir frænku sinni. Sérstaklega var hann ánægður þegar hann fór með okkur á landsmót hestamanna að Skógarhólum, þá orð- inn tólf ára og gætti Guðrúnar í tjald- inu svo við gætum skoðað mannlífið um kvöldið. Þar áttum við saman skemmtfiega helgi. Arín liðu. Við fluttum vestur á ísa- fjörð. Guðrún og Kristján fluttu frá Reynivöllum í Kópavoginn er Rrist- ján, faðir Sigurðar, lét af embætti en þá vora Guðmundur og Sigurður enn í foreldrahúsum. Við fluttum aftur í Kópavoginn um svipað leyti svo stutt varð á milli okkar. Sigurður var mikið fyrir sveitina og langaði ekki að vinna í bænum er skólagöngu lauk svo hann fór að leita fyrir sér og vann um tíma á Ferju- bakka í Borgarfirði við ýmis sveita- störf. Hann kom dag einn til okkar og sagðist vera búinn að ráða sig norður í Skagafjörð til að sjá um hesta sem hann hafði mikið yndi af enda hafði hann mikið verið á hestum frá unga aldri því tengdafaðir minn átti mikið af hestum og þeir bræður. Okkur leist bara vel á þetta, það væri gott að fara í nýtt umhverfi og víkka svolítið sjópdeildarhringinn. í Skagafirðinum kynntist Sigurður mörgu góðu fólki og hringdi svo í okk- ur og sagðist vera trúlofaður henni Dóra á Víðivöllum. Við vorum nú ekki sein að drífa okkur norður ásamt Guðmundi og Jónínu til að hitta stúlk- una og var það hin skemmtilegasta ferð. Fengum við góðar móttökur á Víðivöllum. Þama var Sigurður að tengjast miklu indælis fólki sem tók vel á móti honum. Sigurður og Dóra fóm svo bæði að Hólum og luku þar búfræðinámi og hófu fljótlega búskap með foreldmm Dóm. Þau giftu sig og bömin fædd- ust, fyrst Gísli og þremur ámm seinna Kristján en fimm ámm seinna fæddist Lilja og mætti hún í fertugs- afmæli Karls Magnúsar, rétt mánað- argömul. Annars var ekki mikið um ferðalög hjá okkur í Skagafjörðinn, ekki nema eitthvað mikið stæði til, en alltaf var jafn-vel tekið á móti okkur. Sigurður kom líka sjaldan suður svo fjarlægðin var mikil. Dóra og Sigurður skildu sumarið 96. Sigurður flutti suður og vann hér við ýmis störf en mest við tamningar. Þá jukust aftur samskiptin enda við aftur orðin nágrannar og stutt að skokka á milli. Það æxlaðist svo þann- ig að Gísli sonur hans flutti til okkar en farið var að fækka í heimili. Hann stundar nám í Menntaskólanum við Sund og er á líkum aldri og frænd- systkini hans er búa í heimahúsum. Sigurður var mikill náttúmunn- andi og naut sín best úti, ríðandi á góðum klár. Þegar hann kom suður fór hann stöku sinnum upp að Fossá til að vera úti í náttúmnni, með öðr- um eða í einvera. Þá var gengið upp á Reynivallaháls og rifjuð upp fyrri kynni við náttúra sveitarinnar. Elsku Gísli, Kristján og Liija, Dóra og fjölskylda, Guðrún og böm og öll hin. Þetta er mikil sorg en við eigum líka mikið af góðum minningum og við munum ylja okkur við þær. Elsku Sigurðm-, þér þakka ég fyrir allt. Það er undarleg tUfinning að kveðja þig fyrstan, yngstan af ungu mönnunum eins og þið kallið ykkur í dag. Gömlu mennimir og hin systkmin geta ekki lengur glettst við þig. En svona er líf- ið, engin veit hvern annar kveður. Ég bið góðan Guð að vera með okk- ur öllum og vemda Sigurð og blessa minningu hans. Helga. Hár og grannur. Fríður og vörpu- legur. Brosið var glaðlegt og viðmótið hlýtt. Það var kominn tengdasonur í Víðivelli. Arin liðu. Börnin þijú komu eitt af öðm - falleg og mannvænleg. Heimilið stóð á gömlum merg; kyn- slóðir eiginkonunnai’ höfðu byggt Víðivelli. Gestrisni og rausn vora að- alsmerki ættarinnar og ungu hjónin urðu þar engir eftirbátar. Sigurður bóndi var vinnusamur. Okkur fannst hann ávallt vera að og sjaldan falla verk úr hendi. Hann unni Víðivöllum og virtist ekki hafa þörf fyrir að fara víðai’. Hann átti mikilli hamingju að fagna og skildi það sjálfur. Hvergi var fegurra en í Skagafirði. Hvergi var víðara til veggja né hæma tO lofts. Siggi var góður nágranni. Hann var léttur í tali og brosið var glaðlegt - ekki síst þegar leitað var aðstoðar hans eða greiða. Siggi var greindur og góðviljaður en vissi minnst af því sjálfur. Áhugamálin snerast um hesta. Það var gaman að koma tO hans í hesthúsið og líta augum gæð- inga og gæðingsefni. Þá fór saman hjá Sigga einlægm- áhugi á hestum og lítt dulið stolt á viðfangsefninu. Þrátt fyrir breitt bros og hlýlegt viðmót kynntumst við Sigga ekki náið öll þau ár sem við áttum samleið í Skagafirði. Kynni okkar m’ðu hér í Reykjavík og þá eignuðumst við allt annan Sigga. Þá skOdum við að bjart bros og glaðværð lýsti ekki alltaf líð- anþans. f minningunni verður Siggi áfram nágranninn góði með bjarta brosið. Við blessum minningu hans og biðj- um góðan guð að gæta hans og allra þeirra sem nú eiga um sárt að binda. Kolbrún og Snorri í Ásgarði. Desember er genginn í garð og dagurinn stuttur, skammdegið mOdð þrátt fyrir einstaka veðurblíðu. Við þessai’ aðstæður fylgjum við nú Sig- urði Kristjánssyni til grafar. Æsku- heimili hans var á Reynivöllum í Kjós, þar sem hann sleit bamsskón- um við leik og störf í blómlegri sveit. Sigurður stundaði nám við bænda- skólann á Hólum veturinn ’78-’79 og að námi loknu var hann lengstan hluta starfsævi sinnar bóndi á Víði- völlum í Skagafirði. Sigurður kvænt- ist Halldóm, dóttur hjónanna Gísla og Unnar á Víðivöllum, og hófu þau búskap þar. Sigurður féll inn í samfé- lag Skagfirðinga og var vel liðinn. Hann naut sín í faðmi hárra fjalla Blönduhh'ðar þar sem hestamennska og útreiðar hafa reynst mörgum búmanninum kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins. Það var gott að koma í heimsókn að Víðivöllum og góð tilbreyting og endumæring fyrir okkur borgarbúana að ganga með Sigurði tO verka, hvort sem það var að setjast upp á traktor og snúa, moka í blásara eða tutla kýmai’. Sig- urður og Halldóra eignuðust þrjú börn. Þau slitu síðar samvistir. Éftir að Sigurður flutti frá Víðivöllum stundaði hann ýmis störf, en þó vann hann lengst af við tamningar, enda hestamaður góður. Sigurður átti við vanheOsu að stríða síðustu misseri og var sá tími honum erfiður. Hann hef- ur nú kvatt þennan heim. Bömunum hans: Gísla, Kristjáni og Lilju, móður hans, Guðrúnu, og öðram aðstand- endum vottum við okkar innilegustu samúð. Snorri Aðalsteinsson, Martha Sverrisdóttir. Ég hitti Sigga fyrst á Víðivöllum þegar hann og Dóra frænka mín vora nýgift og farin að búa á Víðivöllum í SJÁSÍÐU59. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför JÓRUNNAR JÓHANNSDÓTTUR, Túni, Hraungerðishreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum fyrir góða umönnun á dvalartíma hennar þar. Stefán Guðmundsson og fjölskylda. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA ÓLAFSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis í Suðurgötu 37 og 12, Keflavík verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 9. desember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Sjálfsbjörg Suður- nesjum. Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Héðinn Skarphéðinsson, Áslaug Bergsteinsdóttir, Gylfi Valtýsson, Ásta M. Bergsteinsdóttir, Jón Vestmann, Örn Bergsteinsson, Þorgerður Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Staðarbjörgum, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki sunnudaginn 3. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laug- ardaginn 9. desember kl. 13.00. Bragi Jósafatsson, María Guðmundsdóttir, Guðrún Jósafatsdóttir, Björn Arason, Ingibjörg Jósafatsdóttir, Sveinn Friðvinsson, Sigríður Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir vináttu og hluttekningu þá, er okkur var sýnd við andlát og útför ÓLAFAR INGIMUNDARDÓTTUR. Garðar Guðmundsson, Helga Torfadóttir, Halldór Guðmundsson, Olga Albertsdóttir, Ágúst Sigurlaugsson, Guðbrandur Þorvaldsson, Þuríður Óskarsdóttir, og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og veitt hverskyns aðstoð vegna hvarfs og formlega óstaðfests andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, afa, sonar, tengdasonar, bróður, mágs og frænda, HÖSKULDAR HILDIBRANDSSONAR, Hrísmóum 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir sendum við lögreglu Árnessýslu, hjálparsveitum og öllum öðrum, sem lögðu lið eða tóku þátt í leit. Ennfremur öllum, sem veittu lið við þænastund 25. nóvember síðastliðinn. Megi gæfa og farsæld fylgja störfum ykkar um gifturika framtíö. Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er i þínu valdi að gjöra það. (Orðskv. 3.27) Astrid Barrero Hitdibrandsson, Alexandra Von, Sævar Freyr, Árni Þór, Þórdís Hrefna, Kleópatra Sjöfn, Jóna Valgerður Höskuldsdóttir og fjölskylda. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, STEFANÍA ELÍN HINRIKSDÓTTIR frá Hellissandi, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugar- daginn 9. desember kl. 14.00. Sætaferðir verða frá Hópferðamiðstöðinni Hesthálsi 10 kl. 8.30. Albert Guðlaugsson, Guðlaugur Jakob Albertsson, Jóhanna Hallbergsdóttir, Lára Karólína Aibertsdóttir, Þröstur Heiðar, Þröstur Albertsson, Sóley Jónsdóttir, Hinrik Karlsson, Ingunn Kristin Aradóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.