Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 52 MINNINGAR + Óskar Sæmunds- son fæddist í Árnabotni í Helga- fellssveit 22. janúar 1908. Hann lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grund- arfirði mánudaginn 27. nóvember. For- eldrar hans voru Sæ- mundur Kristján Guðmundsson, bóndi í Árnabotni í Helga- fellssveit, síðar í Hraunhálsi í sömu sveit og Jóhanna EI- ín Bjarnadóttir. Ósk- ar var sjötti í röð tíu systkina, átta þeirra eru látin en tvær systur eru eftirlifandi þær Þórdís og Elín. Minningarathöfn var í Grund- arfjarðarkirkju 4. desember. Ut- för Óskars fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 18.80. Látinn er aldraður móðurbróðir minn Óskar Sæmundsson. Hann fæddist í Árnabotni í Helgafellssveit 22. janúar 1908 og flutti með foreldr- um sínum í Hraunháls í sömu sveit 1921. Hann var víða í vinnumennsku. Fluttist 1940 til Grundarfjarðar og eignaðist þar lítið hús sem hann undi sér vel í. Hann eignaðist marga góða vini í Grundarfirði og talaði sérstak- lega vel um þá og hve vel þeir hefðu reynst sér alla tíð. Óskar var sérlega ljúfur maður, trarækinn og sótti kirkju vel. Biblían var hans besta bók. Hann unni prestum sinum og hafði oft á orði hvað þeir væru miklir öðlingsmenn. Mér er minnisstætt í nokkur skipti er Óskar kom til Reykjavíkur, þá fór ég eða við bræð- ur með hann víða í sundlaugar og fleira og var Ijúft að sjá hvað hann naut þess vel og hve þakklátur hann ætíð var. Ég og bróðir minn Gunnar Emil fór- um í heimsókn til Ósk- ars á elliheimilið Fella- skjól fyrir rúmum tveimur árum. Þar var okkur tekið með kost- um og kynjum og ekki vantaði gestrisnina. Ég ætla að þakka Óskari frænda mínum fyrir alla hjartahlýjuna sem hann sýndi öðrum alla tíð. Kæri frændi, ég óska þér góðrar ferðar á þeirri ferð sem þú nú hefur lagt í. Minning um góðan dreng mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþú meðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Sæmundur Pálsson, Elín Sæmundsdóttir. Genginn er til náða vinur minn og frændi Óskar Sæmundsson. Eftir rúm 92 ár kveður hann okkur og sína jarðnesku tilveru með bros á vör. Grundarfjörður hefur misst eina vipru úr svip sínum, góðan þegn, vilj- ugan þjón og prúðan vin. ðskar var viðmótsþýður maður og góðmenni sem ávarpaði þá sem honum var vel við með titlunum, frændi eða vinur, aðra varðaði hann ekki um. Hann forðaðist allt þras og vildi ekki standa í stælum við menn, þá átti hann þann einstakan eiginleika að sveigja af. leið. Þau eru mörg gullkomin sem við varðveitum í fjársjóði minninganna. Gullkom sem virðast við fyrstu sýn vera bjánaháttur en eru í raun snjall- yrði. Eitt sinn var ég_ að mála húsið mitt er nágranninn Óskar ávarpaði mig. „Þú ert alltaf að gera fínt hjá þér frændi“. Og ég svaraði af galgopa- hætti. „Já frændi ég ætla nú að vera búinn að gera þetta almennilegt áður en þú flytur“. „Heldurðu að ég sé að drepast frændi?" svaraði hann að bragði. „Nei það held ég ekki en ég held að þú ættir að fara að athuga með pláss á dvalarheimilinu," sagði ég af glettni þvi vissi að honum var stríðni í því. „Nei, það held ég ekki frændi." Og ég hélt stríðninni áfram: „Þetta er tóm vitleysa hjá þér karl að vera að hanga hér, einn í kofanum, í stað þess að láta konumar á dvalar- heimilinu stússast í kringum þig, stjana við þig og strjúka". Ég hafði ekki sleppt síðasta orðinu þegar hann skaut eldsnöggt. „Er þetta olíumáln- ing sem þú setur á gluggana?“ Síðan gekk hann á braut. Ekki erfði hann þessa glettu við mig því hann vissi eins vel og ég hvor okkar gerði sig að bjána. Svona era til margar sögur af þessum óvenjulega manni. Allir þekktu Óskar Sæmundsson, en þó þekkti hann enginn. Hann var lítillát- ur og góðgjam, undi sér við lítið og gerði engar kröfur á aðra. Hann naut þess ef fólk gaf sér tíma til að spjalla en var fljótur að forða sér ef honum fannst sér ofaukið. Hann var einstak- ur heim að sækja og lumaði þá á ýmsu óvæntu. Þeir eru margir kandís- og súkkulaðimolarnii- sem góð böm hafa þegið úr hendi Óskars frænda. Óskar byggði sér lítið hús uppi á Holti sem hann kallaði Staðar- hól. Þetta örlitla hús stendur eins og varðtum, þar sem það í smæð sinni gnæfu- yfir Grandarfjörð. Það ber eiganda sínum vitni um sæmd í lítil- leika sínum. Óskar Sæmundsson var okkur Grandfirðingum það sem leikarinn heimsfrægi Sir John Gielgud var Bretum. Hann var höfðinginn, kot- unginn, vitringurinn, trúðurinn, öld- ungurinn og barnið. Ég og fjölskylda mín kveðjum góð- an vin, frænda og nágranna með virð- inguogþökk. Vertu sæll frændi. Ingi Hans. Jæja frændi, svo þú bara fórst. Og við sem voram búnir að ákveða að fá okkur kúbuvindla og koníak á afmæl- inu þínu í janúar. Já vinur, þú varst nú farinn að kvarta, sagðist ekki vera góður í fótunum og við spauguðum með það að þú þyrftir nú að láta líta á lappimar, því þú værir nú ekki nema 92 ára. Já hann var magnaður karl hann Óskar Sæm. Alveg með ólíkind- um. Fyrir örfáum vikum hljóp hann á undan mér upp allar tröppumar á ís- verksmiðjunni. Og þegar upp var komið afsakaði hann á sér lappirnar. Honum þótti útsýnið fallegt úr ís- turninum, þó það jafnaðist ekki á við útsýnið af Staðarhóli. Ef ég bauð Óskari í bíltúr og spurði hvert hann vildi fara, vai’ óskin ekki stór. „För- um út á Nes, frændi". Ut við Torfa- bót, þar fannst honum fallegast af öll- um stöðum í veröldinni. Já hann Óskar þurfti ekki stóran heim, hann gat á innilegan hátt elskað allt og hann þurfti svo lítið og fór líka vel með það. Það var alveg sama hvort það vora veraldlegir hlutir eða and- legir eins og vinátta og trá. Ég kynntist þessum merkilega karli þegar við hittumst fyrst við neftóbaksdós í tækjunum í fiskverk- uninni hjá Soffa 1981. Sú minning og allar heimsóknirnar á Hlíðarveginn, gufubaðsferðirnar, vináttan, öll hvatningin og tryggðin. Fyrh- þetta er ég ævinlega þakklátur og það verður mér nesti, sem dugar vonandi þangað til við hittumst á ný. Og hversu góð sú veröld er sem þú ert nú kominn í, þá er ég viss um að hún batnar með þinni návist. Þakka þér fyrir allt, elsku vinur. Rúnar. Elsku Óskar, það er gott að minn- ast þín. Það var alltaf ljúft að hitta þig, fá þig í heimsókn eða tala við þig í síma. Nú fáum við ekki lengur að heyra þig segja, „elsku barnið mitt“ við okkur, en við getum rifjað það upp og yljað okkur með því í minningunni. Þú varst okkur tryggur og góður vin- ur. Við höfum saknað þín síðan við fluttum í Kópavoginn, heimsókna þinn til okkar að Borgarbraut 7. Þú stoppaðir aldrei lengi í einu og vildir helst ekkert þiggja en það var alltaf gaman að fá þig. Þú varst óspar á að hæla fólki fyrir dugnað ef þér fannst svo, og við hjónin og dætur okkar fengum ríflegan skerf af því. Hvort við áttum það skilið er ekki víst, ent okkur þótti hólið gott frá þér. Þú lést okkur líka alveg vita það hvað þú varst ósáttur við það þegar við seld- um húsið okkar og fluttum burtu, og spurðir okkur í hvert skipti sem við töluðum saman hvenær við kæmum aftur í húsið okkar. Þér hefur líklega fundist þú eiga eitthvað í húsinu með okkur, því þú fylgdist vel með meðan við voram að byggja það og ávallt síð- an, og hélst okkur selskap ófáa daga og kvöld, þegar við voram að vinna í húsinu. Svo vora það bíltúramir okkar í sveitina til að fylgjast með sauð- burðinum á vorin, og líta á geml- ingana, hvernig þeir komu undan vetri, og í réttunum varst það þú sem fórst hátt upp í hlíðina eins og litlu krakkarnir og fórst létt með það. Það má teljast einstakt hve fótfrár þú varst þrátt fyrir háan aldur. Þú varst alltaf alveg viss um að það að hreyfa sig skipti öllu máli og við það stóðstu svo sannarlega, og teljum við að margar gönguferðirnar hafirðu farið meira af þrjósku en mætti allra síð- ustu ár. Elsku Óskar, við biðjum góðan Guð að geyma þig og minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl ífriðí. •* Ólafur, Emma, Katrín og Amanda. OSKAR SÆMUNDSSON GISSUR GUÐMUNDSSON + Gissur Guð- mundsson, vél- stjóri í Reykjavík, fæddist 25. ágúst 1920 í Hrauni í Keldu- dal í Dýrafirði. Hann lést 29. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Guðmundsson, skútuskipstjóri, tog- arasjómaður og seglasaumari, f. 19. júní 1885 í Haukadal í Dýrafirði, d. 8. júlí 1968 og k.h. Guðrún Björnsdóttir, ljós- móðir, f. 17. ágúst 1884 á Kirkju- bóli á Bæjarnesi, Múlahreppi, A-Barð., d. 7. júlí 1960. Gissur lauk Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1937, iðnskólaprófi 1941, sveins- prófi í vélvirlgun 1943, vélsljóra- prófi í Vélskólanum í Reykjavík 1945 og rafmagnsdeild 1946. Hann var vélstjóri á ms. Hvassafelli 1 og síðar á ms. Arnarfelli 1946-1951, en réðst þá til Rafmagnsveitu Reykjavíkur og siðan Landsvirkj- unar. Hann vann um skeið í vara- stöðinni við Elliðaár sfðan á Geit- hálsi og loks í stjómstöðinni í Oskjuhlíð 1989-1990 er hann hætti störf- um. Gissur kvæntist 10. febrúar 1950 Erlu Sigurðardóttur, f. 20, nóvember 1923 í Brekkuholti í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Sigurðsson, verk- stjóri í Reykjavík, f. 4. september 1890, á Fossi, Skelfils- staðahreppi, Skag., d. 30. ágúst 1965, og k.h. Sigríður Jóhann- esdóttir, f. 19. sept. 1891, í Brekku- holti í Reykjavík, d. 19. febr. 1956. Börn þeirra eru a) Sigríður, f. 20. okt. 1955, í Reykjavík. Maki Guðmundur Ragnar Ragnarsson, vörubílstjóri. Böm: Erla, Iris, Lilja, Heiða, bamabam: Isey. b) Sigrún, f. 14. ágúst 1961 á Selfossi, fasteignasali í Reykjavík. Maki Steinar Skarphéðinn Jónsson fast- cignasali. Börn: Skarphéðinn, Sandra og Gissur Orri. Útför Gissurar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn. Mig langar að skrifa þér nokkrar línur í kveðjuskyni. Þú varst sterkur og ákveðinn persónuleiki, en þó svo blíður. Það var alltaf svo gott að leita til þín þegar eitthvert hugarangur greip mann því eftir að hafa rætt það við þig leið manni alltaf betur. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar sonur minn fæddist og hans erfiðleikar komu í ljós, þá sagðir þú við mig að við myndum öll hjálpast að og standa saman og það stóðst svo sannarlega meðan þú hafðir heilsu til og fyrir það vil ég þakka þér inni- lega. I bernsku minni gátum við margt dundað okkur saman, sérstaklega að teikna og lita, því það var sameigin- legt áhugamál okkar. Meira að segja þegar ég var alltaf að búa til dúkku- lísur þá settist þú niður með mér og bjóst til kallinn í fjölskyldunni. Til var bók á heimilinu sem hét teiknibókin hans Nóa, í hana lituðum við alltaf þegar mamma fór í sauma- klúbb. Fyrir nokkrum árum fór að bera á heilsubresti hjá þér, þá fannst þú fyrir vanmætti þínum, sérstaklega í hópi fólks, en alltaf varst þú til í að koma í heimsókn til okkar þegar við hringdum í ykkur mömmu. Elsku pabbi, ég vona að þér líði vel á nýjum stað, og ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og gott veganesti. Minning- arnar lifa alltaf. Þín dóttir, Sigrún. Elsku Gissur. Ég verð að segja þér nokkur orð í kveðjuskyni fyrir frábæra samvera okkar síðastliðin 25 ár þar sem þú varst mér jafnt sem faðir, vinur og félagi. Ég vil þakka þér fyrir hvernig þú tókst mér, og alla hjálpina, ásamt samverastundunum okkar í Vara- stöðinni og í skúrnum vestur á Mel- haga sem gerði okkur að þessum nánu félögum sem við voram. Þegar ég sagði Skarphéðni okkar að þú værir dáinn, grét hann og sagði svo, hver passar þá ömmu? Við, ég og þú, sagði ég. Já, elsku Gissur minn, við skulum gæta henn- ar. Þinn tengdasonur, Steinar. Elsku afi. Við höfum átt margar fallegar og skemmtilegar stundh- saman. Til dæmis þegar að við fóram öll saman í sumarbústaðinn á Ljósa- fossi. Þetta var og er einn skemmti- legasti sumarbústaður sm við öll höf- um farið í. Þegar við vorum í sumarbústaðnum gerðum við margt saman, til dæmis fóram við í fjall- göngu og grilluðum svo matinn. Þá voru allir svo glaðir og hressir en núna ríkir sorg yfir öllum. Þegar við fórum í berjamó var svo gaman, allir voru saman að skemmta sér. En þú fórst líka oft niður að vatni með okk- ur krökkunum og við reyndum að veiða eitthvað. En auðvitað eigum við margar fleiri fallegar minningar um þig. Elsku afi, við geymum margar fal- legar minningai- um þig í hjarta okk- ar og eru þær okkar bestu og falleg- ustu gersemar. Við munum alltaf muna eftir Gissuri afa okkar sem er okkur svo kær. Okkur finnst það skrítið að geta ekki lengur komið í heimsókn til þín og ömmu. Afi, við söknum þín. Elsku afi, hvíldu í friði. Með söknuði, Lilja og Heiða. Elsku afi. Það er skrýtið hvernig lífið er - en eins og sagt er þá tekur víst allt enda. Það á víst líka við um lífið og það sem manni þykir kærast. Við systurnar viljum kveðja þig með söknuði og viljum að þú vitir að þú átt alltaf stóran part af hjarta okkar. Þú, elsku afi, varst nefnilega mjög sérstakur maður. Öllum sem þekktu þig líkaði vel við þig og þeir virtu þig. I okkar augum varstu „höfuð fjöl- skyldunnar" - eins og vitri höfð- inginn. Þú hafðir alla þá eiginleika sem maður getur hugsað sér að hafa í einum manni, réttsýni, hreinskilni, traust og umfram allt stórt hjarta. Þú varst sá sem við gátum alltaf - leitað til, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Minningar okkar um þig era svo margar og góðar og við munum geyma þær sem gersemir í hjarta okkar. Það kemur upp í huga okkar þegar við vorum ungar og voram að prakkarast að þá sturtaðir þú úr okkur óþekktinni. Þá var okkur snúið á hvolf og óþekktinni eða fýlunni sturtað úr. Það var þín leið að tala um hlutina og nota skemmtilegar aðferðir til að hressa okkur við. Elsku afi, við munum nú hugsa vel um hana ömmu, því við vitum að hún var ein stærsta gersemin í lífi þínu. Hvfldu í friði, elsku afi. Með söknuði, íris og Erla. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SKÚLI EYJÓLFSSON, Lyngholti 18, Keflavík, lést þriðjudaginn 5. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnhildur Ragnarsdóttir, Ragnar Jón Skúlason, Bryndís Þorsteinsdóttir, Selma Skúladóttir, Matthías Sigurðsson, Jórunn Skúladóttir, Árni Már Árnason, Elsa fna Skúladóttir, Guðni Birgis, Kristinn Skúlason, Drífa Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför SIGURVEIGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Skarðaborg, Reykjahverfi, Suður-Þingeyjarsýslu. Þórarinn Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.