Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Myndlist í Gallerí Smíð- ar og skart MYNDLISTARSÝNING Þóru Hreinsdóttur vcrður opnuð í Gall- erí Smíðar og Skart, Skólavörðu- stíg 16A, á morgun laugardag, kl. 16. Þóra stundaði nám við Mynd- iistaskólann í Reykjavík og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Hún lauk prófl úr grafíkdeild MHÍ árið 1991. Árið 1993 var hún við nám í málun við Tucson Museum of Art í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið alfarið að list sinni siðustu árin og hafa englar Eitt af verkum Þóru á sýningunni. verið helsta viðfangsefnið. Englana málar hún með olíulitum á tré. Þóra hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis Sýningin er opin til 24. desember. Opið á verslunartíma. Myndlistarmaður mánaðarins MYNDLISTARMAÐUR mánað- arins í desember verður kynntur í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16, á morgun, laugardag, kl. 14- 18. Myndlistarmaður mánaðarins er Jónas Bragi Jónasson. Jónas Bragi er mörgum kunnur fyrir glermuni sína. Hann nam myndlist og glerlist á árunum 1985 til 1992. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum víða um heim og haldið nokkrar einka- sýningar hérlendis. Hann hefur einnig hlotið verðlaun og viður- kenningar fyrir glerverk sín. Að þessu sinni kynnir Jónas Bragi úr- val stærri og smærri glermuna. Karólína I .árusdótt ir ‘ -A'; Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com, www.myndlist.is ART CALLERV 6 3 1 Vetrarlitirnir í HARD CANDY eru ævintýri líkastir Komdu 03 sjáðu ♦ ♦♦ Kynning í TOP SHOP, Lækjargötu, á morgun, laugardag 9. des. Aðrir útsölustaðir: Libia Mjódd, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Smáratorgi, Skeifunni og Akureyri, Gallery Förðun, Keflavík. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Auðhildar í gamla ísafoldarhúsinu, Þingholtsstræti 5. Hross og eldgígar MYJVÐLIST ísafoldarhúsið, Þingholtsstræti 5 MÁLVERK & LJÓSMYNDARISS AUÐHILDUR Til 10. desember. Opið daglega frá 14-18. SPAKSMANNSSPJARIR eru á brott og inn koma tvær norðlenskar stúlkur og setja upp málverkasýn- ingu í fáeina daga; alltof fáa reyndar því rúm vika í jólatíðinni nægir varla iyrir óþekkta listamenn til að ávinna sér brautargengi. En þær Auður Sturludóttir og Ragnhildur Magnúsdóttir - Auðhildur - virðast ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna enda eru þær ungar og óragar. Báðar mála eftir ljósmyndum og sækja myndefnið til náttúrunnar norðan heiða. Auður málar hún- vetnskt fjallalandslag og hross, en þaðan er hún ættuð. Ragnhildur fæst hins vegar við Öskjuvatn og Víti, séð eins og tvö augu í eyði- merkurlandslaginu umleikis. Þótt nálgun beggja sé vissulega svipuð er þó nokkur munur á tækni vinkvennanna. Auður notar olíuliti og mýkir það töluvert málverk hennar. Olíulitir hafa þá eiginleika að blandast betur saman en akrýllit- imir sem Ragnhildur notar til að mála eldstöðvamar á hálendinu. En þá má ekki gleyma því að myndefni Auðar býður upp á mun mýkri að- ferðarfræði. Yrkisefni hennar er mun nálæg- ara en landslagsmyndir Ragnhild- ar. Henni tekst að ná hrossunum án þess að ofgera raunsæinu og lands- Iagsmyndir hennar eru málaðar af festu og töluverðri tilfinningu fyrir yfirfærðum litbrigðum úr náttúr- unni á strigann. Hálendismyndir Ragnhildar bjóða upp á meiri litræna ákefð, einkum þegar bláan lit vatnsins ber við rauðbrúnt hraunið umleikis. Þótt ef til vill mætti gagnrýna hana fyrir of þunna áferð og skort á ma- lerískri tilfinningu þá standa mynd- ir hennar vel lit- og formrænt séð. Til hvers frekar er þá að ætlast? Sannleikurinn er sá að þessi byrjun beggja lofar góðu um framhaldið. Einfaldleikinn í framsögninni og tilfinning Ragnhildar og Auðar fyrir því sem mestu skiptir ræður hér úr- slitum. Myndir þeirra eru ferskar og grípandi, og þó ráðast þær vin- konur ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Eins ágætir hæfileikar og virðast prýða Auðhildi benda til þess að listin þurfi ekki að vera eins herfilega svæðisbundin og hún er því miður. Eflaust leynast miklu fleiri listamenn norðan heiða sem púður væri að fá suður til að sýna, en þá mættu sýningamar að ósekju standa mun lengur en sýning Auð- hildar í fyrrum Spaksmannsspjör- um. Halldór Björn Runólfsson. Fjóla Jóns sýnir í Keflavík MÁLVERKASÝNING Fjólu Jóns verður opnuð í Galleríi Hringlist, Hafnargötu 29 í Keflavík, á morg- un, laugardag. Á sýningunni verða akrýlverk sem Fjóla hefur unnið að undanfarið ár. Fjóla Jóns hefur sótt menntun sína í myndlist allt frá árinu 1993, meðal annars til myndlistarskóla Hafnarfjarðar og Reylgavíkur, auk þess sem hún hefur notið leiðsagn- ar Reynis Katrínarsonar mynd- listarmanns. Hún hefur hingað til sýnt myndir unnar á silki ásamt ol- Verk Fjólu Jóns á sýningunni. íu og acryl, en nú kveður við annan tón í efnistökum. Þetta er þriðja einkasýning Fjólu, ásamt því sem hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Sýningin mun verða opin á opnunartíma gallerísins fram til jóla. # ------------------- • -------------------- • Best aö borða tjóð Einstakíegafatteg (ögjófianns G. Jóhannssonar, tóníistarstjóra Þjóðíeikfiússins, við [jóð Þórarins Eídjáms, íffutningi úrvals tóníistarmanna. Hljómsveit: Bryndís Pálsdóttir, fiðla. Jóhann G. Jóhannsson, píanó, Richard Kom, kontrabassi, og Sigurður Hosason, saxófónn, Söngvarar Bergþór Pólsson, Edda Heiðrún Backman, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigrún Hjólmtýsdóttir, Diddú, Stefán Kari Stefánsson Örn Árnason, Drelfing: JAPISS Glerverk í Te og kaffi LISTAMAÐUR jólamánaðarins í Te og kaffi, Laugavegi 27, er Ragn- heiður Björnsdóttir. Ragnheiður sýnir glermyndir unnar með blandaðri tækni og eru þær allar unnar á árinu 2000. Þema myndanna er ávextir í skálum. Sýningin stendur til 31. desem- ber. Opið á afgreiðslutíma verslunar- innar. á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.