Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tengsl nútíðar og sögualdar • ÚT er komin bókin íslenska sauð- kindin, sem geftn er út af bókaútgáf- unni á Hofi. Bókin skiptist í nokkra kafla og er | lengsti kafli bókarinnar yfirlitsgrein um íslensku sauðkindina eftir Jón Torfason, sagnfræðing, frá Torfalæk, þar sem fjallað er um sögu sauðkind- arinnar í landinu. Þá fjallar Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðuna- utur hjá Bændasamtökum Islands, um ræktun sauðfjár á 22 bújörðum sem getið hafa sér gott orð fyrir rækt- unarframfarir og góð tök á fjárrækt. Ýmislegt fleira efni er í bókinni svo i sem frásögn af ferð til fjárkaupa á Vestfirði um miðja öldina eftir Hall- ~ grím Guðjónsson frá Hvammi í Vatnsdal, frásögn af ratvísi forystu- sauða eftir Ásgeir Jónsson frá Gott- orp og frásögn af ferð eftir fé í Kring- ilsárrana eftir Aðalstein Aðalsteins- son á Vaðbrekku. Einnig eru greinar um Landssamtök sauðfjárbænda og Forystufjárræktarfélag íslands í bókinni, auk þess sem þar er að finna | yfirlit yfir liti íslensku sauðkindarinn- i ar. í formála bókarinnar segir Guðni * Ágóstsson landbúnaðarráðherra: „Ekkert er jafnnátengt íslenskri þjóðarsál og sauðkindin. Hún varð samskipa manninum til Islands fyrir rúmum 1100 árum og saman hafa sauðkindin og þjóðin þolað súrt og sætt í okkar misvindasama landi. Vegna nægjusemi sinnar og ein- stakra hæfileika til þess að komast af k við þröngan kost var það sauðkindin | sem hélt lífinu í mannfólkinu gegnum j myrkustu tíma.íslandssögunnar ........i Tweed jakkar, buxur, pils og vesti. Vandaðar peysur og vesti. Blússur Mikið úrval af glœsilegum fatnaði fyrir öll fœkifœri Opið laugardag frá kl. 10.00-18.00 og sunnudag frá kl. 13.00-17.00. imDqric Strandgötu 11, sími 565 1147 BÆKUR llngl íngabók VÍKINGAGULL Eftir Elías Snæland Jónsson. Kápu- hönnun Sigurður Ármannsson. Út- gefandi Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2000. Prentvinnsla Steindórsprent - Gutenberg. 156 bls. RITHÖFUNDAR skrifa yfirleitt bækur fyrir fyrirfram ákveðinn les- endahóp. Sumir skrifa bækur fyrir fullorðið fólk, aðrir fyrir unglinga og enn aðrir fyrir börn. Stundum er erfitt að gera sér grein fyrir hver markhópur- inn er þegar einstakar bækur eru lesnar. Því hefur stundum verið haldið fram að það teljist vera grundvallar- kostur við bók ætlaða bömum og unglingum að fullorðnir hafi ánægju af að lesa þær. Víkingagull eftir Elías Snæland Jónsson er slík bók. Hún er skrifuð af þekkingu á viðfangs- efninu og greinilegt er að höfundur hefur lagt mikla vinnu í að afla söguefni og sögusvið. Bókin fjallar um mæðgin sem búa saman í Stokkhólmi. Móðirin, Ylfa, er sérfræðingur í fornnorrænum handritum og er við störf á Konung- lega bókasafninu í Stokkhólmi þar sem hún rannsakar forn handrit. Sonur hennar heitir Bjólfur, vænt- anlega af því að mamma hans hefur verið búin að lesa Bjólfskviðu og lit- ist vel á nafnið fyrir einkasoninn. Pilturinn flosnar upp frá námi og byrjar að skoða gömul handrit. í framhaldinu spinnst skemmti- legur og spennandi söguþráður sem ekki er ástæða til að rekja hér í smáatriðum. Lesendur þurfa að fá tækifæri til að njóta hans. Sagan snýst um að í upphafi liggur fyrir að til forna var til fjársjóður, sem fleiri en einn og fleiri en tveir leita, og Bjólfur tengist því. Mamma Bjólfs á Elías Snæland Jónsson gagna um norskan vin sem er sérfræðingur á sama sviði og hún og hann á tví- buradætur á aldur við Bjólf, Sonju og Sylvíu. Náttúran hefur sinn gang og drengurinn laðast að Sonju, en ekki er alltaf auðvelt að greina á milli hvor er hvor, svo líkar eru þær. Vináttan verður traust og breytist smám saman í annað og meira. Sagan færist frá Noregi til ís- lands og tengist íslenski'i náttúru í afgerandi ham. Bjólfur og vinkonan Sonja, lenda í miklum háska en tekst á endanum að finna svör við spurningum sem lengi hafa leitað á fólk sem fengist hefur við norræn fræði. Skáldsagnaritun er list, í því felst að halda lesanda við efnið frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu. Elíasi Snæland Jónssyni tekst það í þessari bók. Hann hef- ur augljóslega kynnt sér vel allar heimildir sem byggja á fornnor- rænum sögum og einn- ig landshætti og um- hverfi í Noregi sem er hluti sögusviðsins. Ekki er ólíklegt að hann hafi tekið sér far með Nor- rænu, sem er í förum milli Islands og Skand- inavíu til að geta gefið meira lifandi mynd af ákveðnum efnisþáttum bókarinnar. Öll samtöl og lýsingar eru ritaðar af íþrótt og hvergi er hægt að greina neina veikleika. Bókin hélt lesanda föngnum við efnið frá upp- hafi til enda. Jafnvel þótt reynt væri að leggja hana frá sér seint að kvöldi lét hann freistast til að halda áfram lestri allt til síðustu blaðsíðu. Það segir meira en mörg orð um þessa bók. Það er ánægjulegt að geta mælt með einhverri bók með heilum hug. Víkingagullið er með betri unglinga-bókum sem undirrit- aður hefur lesið. Sigurður Helgason Nýjar bækur Nýjar bækur • ORRASTAÐAÆTTIN, sem er niðjatal Eysteins Jónssonar og Guðrúnar Erlendsdóttir er komin út og er útgefandi Gísli Pálsson, Hofi í Vatnsdal í Aust- ur-Húnavatnssýslu. I formála bókarinnar kemur fram að hér sé í raun um að ræða niðjatöl fjögurra systkina af sex sem komu frá Orrastöð- um á Ásum í Austur-Húna- vatnssýslu á seinnihluta 19. ald- ar. Þessi systkini eru Erlendur Eysteinsson, Guðrún Eysteins- dóttir, Lárus Eysteinsson og Sólveig Eysteinsdóttir, en áður hefur sami útgefandi gefið út niðjatöl hinna systkinanna tveggja, Björns Eysteinssonar og Ingibjargar Eysteinsdóttur. Bókin fæst hjá útgefanda, Gísla Pálssyni á Hofi í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. • ÚT eru komnar þrjár harð- spjaldabækur fyrir yngstu börnin sem heita íslensku hús- dýrin. í kynningu forlagsins segir: „Harðspjaldamyndabækurn- ar þrjár um íslensku dýrin eru sannarlega perlur sem munu gleðja yngstu börnin og þá sem eru svo heppnir að eiga með þeim stundir við lestur. Hér hafa tveir listamenn tekið höndum saman. Hinn kunni hagyrðingur, Hákon Aðal- steinsson, yrkir gáskafullar vísur við myndir Brians Pilk- ingtons sem myndskreytt hef- ur fjölda barnabóka og kunnur er fyrir heillandi verk sín.“ Útgefandi er bókaútgáfan Iðunn. Leiðbeinandi verð: 980 krónur. Skagfirskar •• ævisogur BÆKUR Æ ttfræði SKAGFIRSKAR ÆVISKRÁR 1910-1950 IV. BINDI Umsjón og ritsljórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2000, 350 bls. ÁRIÐ 1964 hófst útgáfa Sögufé- lags Skagfirðinga á Skagfirskum ævi- ski'ám. Fyrst voru teknar fyrir ævi- skrár búsettra manna í Skagafirði á árunum 1890-1910. Alls urðu það fjögur bindi með um 1000 æviskrár. Þar með lauk þeim flokki (1972) og varð hann einkar vinsæll. Næst tók Sögufélagið sér fyrir hendur að gefa út æviskrár fyrir tímabilið 1850-1890. Öllu örðugra verk var það, þar sem æviferill margra var fallinn í fyrnsku og mun erfiðari leit að öruggri ætt- færslu. Þar varð til láns að hinn frá- bæri ættfræðingur Guðmundur Sig- urður Jóhannsson gerðist liðsmaður og tókst honum með elju sinni að gera þennan flokk æviskránna að merku og einkar gagnlegu ættfræðiriti. Hygg ég að það sé alltaf að koma bet- ur og betur í ljós hversu mikilvæga undirstöðu hann byggði að því sem á eftir kom. Sjö bindi eru þegar útkom- in í þessum flokki með um 1350 ævi- þáttum og munu tvö bindi óútkomin. Árið 1994 hófst útgáfa á þriðja flokki æviskráa fyrir tímabilið 1910- 1950. Var fjórða bindið í þeim flokki að koma út nú. En sú útgáfa er varla meira en hálfnuð. Þættir í þessum Barna- og fullorðins kjólar Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum, púðaverum og gjafavöru. Matta rósin 20% afsláttur I Sigurstjama Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Buxna- og pilsd Langerma stretch bolir í mörgum litum. flokki eru á fimmta hundrað og hafa því nú birst á prenti hátt á þriðja þús- und æviþættir. Æviþættir þeirra sem búsettir voru í firðinum frá 1910-1950 - og sumir nýlega dánir - eru að vonum litríkari og efnismeiri en frásagnir af fyrri tíðar mönnum. Margir þeir sem skrifa þekktu þessa menn persónu- lega eða hafa fengið heimildir frá nákunnugum eða skyldum. Þá eru og mannlýsingar oftast auðfengnar. En skrifin eru jafnframt vandasamari ef ekki á úr að verða oflof eða ummæli sem særa nákomna. Þessar tvær gildrur virðast mér höfundamir hafa reynt að forðast eftir megni. Sumum höfundum tekst jafnvel að skila frá sér snilldargóðum mannlýsingum og fai'a á kostum í frásögn sinni, svo að ánægja er að lesa. Ég hlýt að ljúka lofsorði á frágang þáttanna. Inni í þáttunum er ríkulega vísað til upplýsinga í öðrum bindum safnsins og í önnur ættfræðirit og á eftir hverjum þætti er ítarleg heim- ildaskrá bæði ritaðra og munnlegra heimilda. Hver þáttur er merktur höfundi sínum. I bókarlok er skrá um prentuð heimildarit, óprentuð rit og önnur skjalgögn og heimildarmenn. Þá er að lokum mikil mannanafna- skrá. Höfundar þáttanna eru alls 22, en mikilvirkastur hefur Ámi Gunnars- son frá Reykjum á Reykjaströnd ver- ið með 34 þætti. Á hann hér því mik- inn og góðan hlut að. Hygg ég að á engan sé hallað, þó að ég haldi því fram að þættir hans séu jafnbestir. Sumir skrifaðir af mikilli snilld. Rit- stjórinn, Hjalti Pálsson frá Hofi, kemur næstur með 21 þátt. Mikið hefur og að sjálfsögðu mætt á honum um allt skipulag og frágang ritsins. En þar hefur verið einkar vel og vönduglega að verki staðið. Varla þarf að fara mörgum orðum um hversu mikils virði þetta stóra rit- safn er. Margir era þeir vafalaust, sem fallið hefðu algjörlega í gleymsku, ef ritsafn þetta hefði ekki komið tU. Dapurlegt hlýtur það að teljast ef heU mannsævi gleymist svo gjörsamlega, að ekki einu sinni nafnið varðveitist. Ætli svo hefði ekki farið um suma þeirra þrjú þúsund manna, sem hér era komnir á blað ásamt aU- mikilli umsögn? Sigurjón Björnsson S 20% afsláttur af öllum rúmum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Ein mesta selda heilsudýna í heiminum s GoodHousekeepbig Rekkjan hf. fílj King fí' Koil Skipholti 35 • sími 588 1955
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.