Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 33 Islandi boðin aðild að Evr- ópuráðstefnu Nice. AFP. ÞÁTTTAKENDUR í Evrópu- ráðstefnunni svokölluðu, sem er samráðsvettvangur hinna fimmtán aðildarríkja Evrópu- sambandsins, þrettán ríkja sem sækjast eftir aðild að því, auk Sviss, lögðu í gær til að EFTA- ríkjunum Islandi, Noregi og Liechtenstein yrði boðin aðild að ráðstefnunni, sem og Úkraínu og löndunum á vestanverðum Balkanskaga. Evrópuráðstefnan var fyrst kölluð saman í lok marz 1998 í því skyni að styrkja pólitískt samráð núverandi og tilvonandi aðildarríkja Evrópusambandsins og til að vera vettvangur hug- myndasmíði um framtíð álfunn- ar. Var upprunalegur tilgangur hennar þó ekki sízt sá, að skapa ramma fyrir þátttöku Tyrkja í evrópskri stefnumótun, eftir að leiðtogar ESB höfðu í árslok 1997 hafnað því að taka Tyrk- land í hóp ríkja sem gætu hafið viðræður um aðild að samband- inu. ísland hefur - ásamt Noregi - sótzt eftir aðild að ráðstefn- unni frá því til hennar var stofn- að, en þrátt fyrir að flestir að- standendur hennar hafi ekki haft neitt á móti því gerðist það ekki fyrr en nú, að samstaða náðist um að bjóða EFTA-ríkj- unum þátttöku. Fundur ráðstefnunnar í gær- morgun átti að vera táknrænt upphaf leiðtogafundar sam- bandsins í Nice, sem standa mun fram á helgi. Sögðu þátttakend- ur að það myndi hleypa nýju lífi í ráðstefnuna að fá Úkraínu, Balkan- og EFTA-ríkin til liðs við hana - enda hefur hún afrek- að lítið frá því til hennar var stofnað. Með því að fá fulltrúa allra þessara Evrópuríkja til að taka þátt væri von til þess að takast myndi að halda árangurs- ríkar viðræður um framtíð Evrópu „eftir Nice“, hefur AFP eftir ónafngreindum fulltrúa ESB. Á leiðtogafundinum í Helsinki fyrir ári var samþykkt að viður- kenna Tyrkland sem framtíðar- aðildarríki, með þeim fyrirvör- um að þar í landi verði mann- réttinda-, lýðræðis- og fleiri réttarríkismálum komið í betra horf. Sviss vill inn - en ekki strax Hið hlutlausa Sviss, sem lagði inn umsókn um ESB-aðild í maí 1992 en hefur ekki séð ástæðu til að endurnýja hana frá því þjóðin hafnaði aðild að EES-samningn- um í desember sama ár, hefur engu síður stöðu „tilvonandi að- ildarríkis“ á Evrópuráðstefn- unni. Adolf Ogi, forseti Sviss, tjáði hinum leiðtogunum á ráð- stefnunni í gær, að Svisslending- ar væru áhugasamir um að eiga samleið með gi'annríkjum sínum, en lægi þó ekki á að fá fulla aðild að ESB. Sagði hann ríkisstjórn- ina taka í fyrsta lagi árið 2003 ákvörðun um hvort „endur- vekja“ skuli aðildarumsóknina. Hinn 4. marz nk. verður reyndar haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um hvort hefja beri ESB- aðildarviðræður. Áhugasamtök um ESB-aðild Sviss knúðu at- kvæðagreiðsluna fram með því að safna nægilega mörgum und- irskriftum, en stjórnin í Bern - sem eins og marka má af orðum Ogis er hlynnt ESB-aðild - telur hana ekki tímabæra og reiknar með að tillagan verði felld. Að- eins eitt ár er síðan tvíhliða- samningar Sviss og ESB gengu í gildi og telur stjórnin að flestir Svisslendingar vilji gefa þeim meiri reynslutíma. Andstæðingar alþjóðavæðingar efna til mótmæla Reuters Þungvopnaðir óeirðalögrcglumcnn standa vörð þar sem leiðtogafundur ESB hófst í gær. Miðborg Nice sem vígvöllur eftir óeirðir Nice. AFP, AP, Reuters. ÞÚSUNDUM mótmælenda, sem létu að sér kveða við upphaf leiðtoga- fundar Evrópusambandsins í Nice í Suður-Frakklandi í gær, tókst ekki að setja dagskrá fundarins úr skorð- um, en miðbær þessarar friðsamlegu borgar á Miðjarðarhafsströndinni vai- sem vígvöllur eftir þriggja tíma linnulaus átök þeirra við óeirðalög- reglu. Um 20 lögreglumenn þurftu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi, þar af einn vegna alvarlegra meiðsla, eft- ir slagsmál við herskáa andstæðinga hnattvæðingar, anarkista, verka- lýðsbaráttufólk og fleiri hópa, sem beittu götusteina- og flöskukasti og bareflum gegn táragasi, hvell- sprengjum og kylfum lögreglunnar. Þegar leikurinn stóð sem hæst fýrir hádegið í gær barst táragas inn í loft- ræstikerfi Acropolis-ráðstefnumið- stöðvarinnar, þar sem leiðtogafund- urinn fer fram, og sáust þeir Jacques Chirac Frakklandsforseti og Lionel Jospin forsætisráðherra hnerra og nudda augun er þeir vora að undir- búa „fjölskyldumynd“ ríkisstjórna- og þjóðarleiðtoganna frá aðildarríkj- unum fimmtán. I óeirðunum kviknaði í banka, skrifstofa fasteignasölu lagðist í rúst og rúður vora brotnar í fjölda verzl- ana. Mótmælendumir sem mest höfðu sig í frammi voru á að gizka 4000 talsins, en þeir voru flestir Frakkar, ítalir og Spánverjar. Marg- ir baskneskir aðskilnaðarsinnar voru í hópnum sem ítrekað reyndi að brjótast í gegn um skjaldborgina sem lögreglan hafði slegið utan um fundarstað leiðtoganna. Chirac forseti sagði þessar aðgerð- ir mótmælenda „brjóta í bága við lýð- ræðishefðir okkar Evrópubúa". Jospin sagði slíkar ofbeldisaðgerðir vera „vanvirðingu við þau' gildi sem við öll viljum standa vörð um“. I ítalska landamærabænum Vent- imiglia tókst lögregla á við um 1200 unga ítalska kommúnista, sem var ekki leyft að fara yfir landamærin til að taka þátt í mótmælunum í Nice. Mótmæli gegn hnattvæðingu era orðin fastur þáttur í alþjóðlegum leiðtogafundum, eftir að mótmæl- endum tókst að koma ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Seattle í Bandaríkjunum í íyrra í uppnám. Tugþúsundir krefjast afsagnar Joseph Estrada Hart deilt á fyrsta degi réttarhalda Manila. AP. SÆKJENDUR í réttarhöldunum yf- ir Joseph Estrada, forseta Filipps- eyja, fóra hörðum orðum um forset- ann á fyrsta degi réttarhaldanna. Þeir sökuðu hann um að fjármagna óhóflegt lífemi sitt með mútugreiðsl- um og glæpsamlegri starfsemi. Með- an á réttarhöldunum stóð kröfðust tugþúsundir afsagnar Estrada, jafn- vel þó að hann yrði sýknaður af þeim ásökunum sem réttarhöldin snúast um. Joker Arroyo, einn sækjenda ásak- aði Estrada um að fela eignir sínar á bankareikningum undir öðra nafni. Verjandi Estrada, Estelito Mendoza, sagði hins vegar að ekki væru nægi- leg sönnunargögn til að sakfella Estrada og bola honum burt úr emb- ætti. Öldungadeildin á Filippseyjum er skipuð 22 þingmönnum og þurfa tveir þriðju hlutar hennar að komast að þeirri niðurstöðu að Estrada sé sekur um a.m.k eitt af þeim fjórum atriðum sem á hann era borin, en forsetinn er sakaður um að hafa þegið mútur, um spillingu, brot á stjórnarskrá og að hafa bragðist trausti almennings. Svo gæti vel farið að forsetinn nyti nægilegs stuðnings til að hann yrði sýknaður. Eftir því var tekið í gær að sumir þingmannanna vora næsta áhugalitlir um gang mála og fylgdust illa með röksemdafærslu lögfræðing- anna. Héraðsstjóri segist hafa gefið Estrada nær milljarð Málatilbúningur andstæðinga Estrada hvílir aðallega á málflutningi héraðsstjórans Luis Singson sem segist hafa gefið Estrada sem svarar nær 700 milljónum ísl. króna af hagn- aði af ólöglega fjárhættuspilinu, juet- eng“ og um rámlega 200 milljónir ísl. kr. af tóbaksskattinum. Verjandi Estrada, Mendoza, kall- aði Singson lygara og kunnan svindl- ara og sagði ef einhver væri sekur í málinu þá væri það Singson. Fyrsta vitni gærdagsins var fyrr- verandi yfirlögreglustjórinn, hers- höfðinginn Roberto Lstimoso sem segir að Estrada hafi gefið sér fyrir- mæli um að „samhæfa" juteng-málin með Singson og hann hafi skilið það svo að fyrirmælin þýddu að hann ætti að fara mildum höndum um ólögleg veðmál. Yolanda Ricaforte, sem sögð er hafa. séð um bókhald Estrada í tengslum við mútur, var einnig kölluð til en réttarhöldum dagsins lauk áður en hægt var að spyija hana nokkurs. Myndir af húsum hjákvenna til sýnis Hjákonur Estrada bar á góma í málaflutningi gærdagsins en því er haldið fram að hann hafi keypt handa þeim glæsihýsi fyrir illa fengið fé. Þingmönnunum vora sýndar myndir af húsunum, þar á meðal teikning af einu með svo stóra svefnherbergi að þar gætu 10-20 fjölskyldur búið að mati sækjenda. Það er fyrrverandi leikkonan La- ami Enriquez sem býr svo vel en hún er sögð eiga þrjú böm með Estrada. Heimili hennar státar einnig af litlu leikhúsi, snyrtistofu og risastóra eld- húsi. Sækjandinn Arroyo sagði Estrada slá einræðisherranum Ferdinand Marcos við og vera jafnvel enn meiri þrjótur en hann. Tilvalin jólagjöf ■'V’>v; 9.995 kr. Moulinex matvinnsluvél 500 W, 3 lítra skál 2 hraðastillingar 1,5 lítra blandari fylgir 19 aukahlutir HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.