Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FOSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 5& mörgum skíðamótum, m.a. á lands; mótum, og vann til fjölda verðlauna. I keppni komu eðliseiginleikar Rúnars vel fram: staðfesta og einurð, yfirveg- uð kappsemi en jafnframt rólyndi, hlýjaoggleði. Rúnar lauk prófi frá Vélskóla Is- lands. Hann var á sjó í allmörg ár en hóf svo störf í landi. Á námsárunum kynntust þau Vilborg og stofnuðu heimili í Kefiavík í húsi foreldra Vil- borgar. Um nokkurra ára skeið áttu þau heima á Norðfirði en fluttust svo aftur til Keflavíkur. Þau eignuðust gamla fallega húsið sem foreldrar Vilborgar höfðu átt. Þar átti Rúnar margar vinnustundir enda verkmað- ur góðm'. Til þeirra var gott að koma. Þau voru félagslynd og vinamörg og með þeim áttu ættingjar og vinir beggja margar gleðistundir. Heimilið stóð öllum opið, jafnt vin- um húsráðenda sem og drengjanna þeirra þriggja. Þau unnu þeim heitt, voru þátttakendur í lífi þein-a og tóku tengdadætrunum tveimur og barna- börnunum af ástúð og innileik. For- eldrum sínum og systkinum voru þau náin. Rúnar og Vilborg voru bæði frem- ur lágvaxin. Þau voru Ijós yfirlitum, grannvaxin og létt í spori, fríð sýnum og sviphrein og af þeim stafaði hlýja og gleði. Ég sé fyrir mér brúðkaups- myndina af þeim þar sem þau brosa mót lífinu, ung og falleg, full af von- um og þrá. Þegar þau létust voru þau enn í blóma lífsins og höfðu ákveðið að breyta aðeins til enda eldri dreng- irnir tveir farnir að heiman og sá yngsti að komast á fullorðinsár. Hús- ið sitt góða höfðu þau nýlega selt og fest kaup á öðru. Sár harmur er kveðinn að okkur öllum, ættingjum og vinum Rúnars og Vilborgar. Sárastur er þó harmur sonanna þriggja, tengdadætra og bamabama, foreldra og systkina. Þeim til handa á ég þá ósk að tíminn reynist góður græðari sem mildi sársaukann og að þau geti yljað sér við minningai'nar. Því að öll eigum við minningar um þetta góða fólk sem við áttum samleið með, minningar sem ekki verða frá okkur teknar. Sá er eftir lifir deyrþeimsemdeyr enhirmdánilifir íhjartaogminni mannaerhanssakna Þeireruhimnamir honumyfir. (Hannes Pét) Margrét Jónsdóttir. Orð em fátækleg þegar sú harma- fregn berst að vinahjónum okkar, í blóma lífsins, hafi í einni andrá verið svipt frá ástvinum sínum. Við stöndum höggdofa og spyrjum af hveiju Vilborg og Rúnar? Eftir stendur minning sem á rætur í þeim tima þegar fundum okkar bar saman þegar við vomm að byrja búsetu í Keflavík fyrir liðlega 30 ámm. Við voram nágrannar á Túngötunni og Vibba var búin að sjá yngri son okk- ar. Þá mætti hún galvösk og kotrosk- in einn daginn við útidyrnar okkar, þá ellefu ára gömul, og spurði hvort hún mætti passa yngri strákinn. Þar með hófust kynni og vinskapur sem entist alla tíð. Við áttum öll góða daga saman fjölskyldurnar á Túngötu 11 og 17. Vilborg átti sinn drjúga hlut í því, svo dugleg, eðlisgreind, traust og áreiðanleg sem hún var alla tíð. Þeg- ar maður hennar Rúnar mætti á svið- ið var ekki lengur þörf fyrir barna- gæslu hjá okkur enda Vibba og Rúnar sjálf komin með sína þrjá stráka sem nú em líka vaxnir úr grasi, þótt sá yngsti sé ekki nema 17 ára. Við hittumst ekki eins oft eftir að lengra varð á milli húsa okkar. En það var alltaf jafn ánægjulegt og þægilegt að heimsækja Vilborgu og Rúnar þegar tilefni gafst. Oft bar fundum okkar saman þegar við litum inn hjá vinum okkar Immu og Jóni, foreldmm og tengdaforeldmm Rún- arsog Vilborgar. Ómældar ánægjustundir áttum við í Smáratúninu sem aldrei líða okkur úr minni. Fyiir þær er nú þakkað af heilum hug. Við skiljum ekki hvers vegna þær urðu ekki fleiri. Enginn veit sinn dag eða stund. Við getum aðeins .þakkað. tækifærið að hafa kynnst góðu fólki. Missir þriggja sona, þegar þeir sjá á eftir foreldmm sínum, er meiri en orð fá lýst. Vinir okkar, Jón og Ingibjörg, kveðja dóttur og tengdason, nána vini sem glöddu þau bæði og studdu. Björn saknar nú systur. Við vottum þeim samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau sem og tengdadætur, bamabörn, aðra ættingja og vini Vil- borgar og Rúnars. Minning þeirra lifir áfram með okkur. Vigdís, Vilhjálmur og ijölskylda. Ekki var annars að vænta en að að- ventan gengi í garð með hefðbundn- um hætti. Fólk byrjað að tendra ljós í gluggum, jólahljómur tekinn að heyr- ast á öldum ljósvakans - Islendingar famir að hleypa gleði jólanna í hjörtu sín. Skyndilega, án aðdraganda, án aðvömnar er reitt til höggs. Þrír dáð- ir og elskaðir einstaklingar af Suður- nesjum era kallaðir brott í hörmu- legu slysi. Reykjanesbrautin hefur enn tekið sinn toll. Eftir sitja að- standendm-, vinir og bæjarbúar allir sem lamaðir og slegnir. Samkenndin og hluttekningin verður allsráðandi. Keflavíkurkirkja er þéttsetin í hugljúfri samvemstund þar sem söfnuðurinn rennur saman í hlýhug til fjölskyldna hinna látnu. Prestar, kór og tónlistarfólk stilla strengi sem takast á við sorgina, byggja upp, hug- hreysta. Það er yndislegt að finna hvernig styrkur samkenndarinnar þjappar saman fjölskyldunum, sem mest hafa misst, til að sigra hina myrku stund og ná aftur ljósi gleð- innar sem er lífinu svo mikilvæg. Á slíkum stundum skiljum við hversu dýrmætt það er og mikilvægt að rækta fjölskylduböndin, vináttuna og ástúðina. Þessa órjúfanlegu þætti úr ríkidæmi einstaklingsins sem kosta svo lítið en vilja svo oft gleym- ast í amstri hvunndagsins. Vinir okkar, Vilborg og Jón Rúnar, höfðu ræktað sinn garð af kostgæfni og kvöddu þennan heim í miklu ríki- dæmi - sterkri og samheldinni fjöl- skyldu. En ekki aðeins naut fjöl- skyldan góðra verka þeirra heldur samferðafólk allt. Upp í hugann koma fallegar myndir af góðum manneslq'um - samrýndu fólki sem var gott að vera nálægt. Þá mynd munum við varðveita í hjörtum okkar og styðjast við til að finna gleðina. Fyrir nokkmm árum komu þau til starfa með framsóknarfólki í Reykja- nesbæ. í fyrstu fóra þau rólega af stað en fljótlega skynjuðum við manngildishugsjónir þeirra hjóna og viljann til að láta gott af sér leiða. Það kom því ekki á óvart að til Jóns Rún- ars var svo leitað um að taka að sér formennsku í félagi okkar. Það varð mönnum mikið gleðiefni þegar hann tók að sér þetta hlutverk. Gekk hann þegar til verka og hafði margt í bí- gerð þegar kallið kom. Jón Rúnar rækti starf sitt í framkvæmda- og tækniráði Reykjanesbæjar af mikl- um áhuga og kostgæfni og áttum við margar uppbyggilegar stundir sam- an þar sem rætt var um bæinn okkar, áhuginn leyndi sér ekki. Nú er það okkar, félaga hans, að halda gunn- fána Jóns Rúnar og Vilborgar á lofti. Þannig varðveitum við best minningu um ljúf og yndisleg hjón. Vilborg og Jón Rúnar vom að und- irbúa ferð til Mexíkó vegna stóraf- mælis Jóns. Af þeirri ferð varð aldrei. Ferð þeirra hjóna vai’ð lengri og óræðari en nokkurn hafði gmnað. Víst er að samferðafólk þeirra á nýj- um slóðum mun taka fagnandi við hjónum sem ætíð hafa veitt umhverfi sínu þægilega návist. Um leið og við þökkum hjónunum Vilborgu og Jóni Rúnari fyrii- sam- fylgdina og góð störf sendum við fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu hlut- tekningu. Megi blessun fylgja minningu þeirra hjóna. F.h. Framsóknarfélaga, Hjálmar Ámason, Skúli Þ. Skúlason. Þennan örlagaríka dag kvaddi Jón Rúnar okkur vinnufélagana kátur í bragði enda á leið á mannamót ásamt Vilborgu konu sinni. Skömmu síðar fáum við hræðilegar fréttir, umferðin hafði heimtað sinn toll. Það er ólýsan- legt að þurfa að horfa á eftir fólki á besta aldri með björt framtíðaráform svipt buitu á augnabliki, sekúndu- broti sem samt er svo óafturkræft. Jón Rúnar hóf störf hjá Hitaveitu Suðumesja í orkuverinu í Svartsengi í byrjun árs 1995. Strax kom í ljós að þarna fór ekki eingöngu góður félagi heldm- einnig frábær fagmaður. Hann vann öll verkefni af fag- mennsku og öryggi, og var ekki ánægður fyrr en þau höfðu verið leyst til fullnustu. Hann var góður leiðtogi í sínu starfi og hafði ætíð vilja og lund til að miðla af sinni miklu reynslu og þekkingu. í samskiptum var hann þægilegur og hreinskiptinn, sagði sína meiningu og hlustaði á aðra. Sjaldan skipti hann skapi, þá helst þegar honum fannst brotið gegn þeirri ríku rétt- lætiskennd sem hann hafði. En það var eitt af einkennum hans að reiðin hvarf hraðar en hún kom. Jón Rúnar var ötull í félagsmálum sem foi-maður Vélstjórafélags Suður- nesja og stjórnai-maður í Vélstjórafé- lagi íslands. Margar frístundimar fóm í óeigingjamt starf að félags- og samningamálum vélfræðinga. Það er með söknuði og virðingu sem við kveðjum vinnufélaga okkar og konu hans. Við vottum aðstand- endum þeirra okkar dýpstu samúð í sorginni og söknuðinum. Vinnufélagar, Svartsengi. Það var árið 1978 sem ungur mað- ur kom á skrifstofu Vélstjórafélags Suðurnesja, þar sem ég var starfs- maður, til þess að skrá sig í félagið. Þennan unga mann fannst mér ég ekki kannast við eða hafa séð áður. Hann hafði hispurslausa framkomu, var kurteis, dökkur á brún og brá, manngerð sem tekið var eftir. Við tókum tal saman yfir kaffibolla eftir að hann hafði fyllt út inntökubeiðn- ina. Þar kom fram að hann var kvæntur Vilborgu Jónsdóttur, en Vil- borg og Rut dóttir mín vora leikfé- lagar þegar þær vom yngri. Fannst mér ég þegar, vegna þessara tengsla, þekkja þennan unga mann nokkuð. Jón Rúnar gerðist mjög fljótt virk- ur í félaginu, enda mikill félags- hyggjumaður að upplagi. Með okkur tókust mjög góð kynni sem leiddu til þess að hann var kosinn í stjórn fé- lagsins snemma, þar sem mannkostir hans fengu að njóta sín. Hann var glöggskyggn á aðalatriði hvers máls sem til umræðu var hverju sinni, til- lögugóður, grandvar drengskapar- maður. Vegna starfs míns hafði ég per- sónulegt samband við flesta atvinnu- rekendur á Suðurnesjum vegna mál- efna vélstjóra sem hjá þeim störfuðu, þar á meðal vinnuveitenflur Jóns Rúnars. Það var mér mikil ánægja að heyra ummæli þeirra um hann. Um- hyggja hans fyrir starfi sínu og því sem honum var trúað fyrir var ein- stök. Hann var kröfuharður við sjálf- an sig varðandi störf sin, en hann gerði líka kröfur til vinnuveitenda sinna um að þeir gerðu honum kleift að hafa hlutina í því standi sem þeir áttu að vera. Ein ummæli verð ég að hafa eftir einum vinnuveitenda hans: „Síðan ég fékk þennan vélstjóra hef ég ekki þurft að hafa áhyggjur af því sem heyrir undir vélsijórana að sjá um.“ Ég sagði stundum við vinnu- veitendur að innan Vélstjórafélags Suðurnesja væm bestu og traustustu vélstjórar sem völ væri á. Ég sagði þetta af þekkingu á störfum félaga minna sem vora upp til hópa sam- viskusamir dugnaðarmenn. Þegar leið að starfslokum hjá mér fannst mér, sem þekkti hvað best til félags- manna, að mér bæri skylda til að vera leiðandi í vali á eftirmanni mínum. Ég get upplýst það hér að þrátt fyrir mikið og gott mannval, innan stjóm- ar félagsins og utan, kom aldrei ann- ar til greina í mínum huga en Jón Rúnar,og það reyndist vilji félags- manna einnig, því Jón Rúnar var kjörinn með öllum greiddum atkvæð- um. Eftir að Jón Rúnar tók við for- mennsku var ég áfram starfsmaður félagsins í hlutastarfi í nokkur ár. Á þeim tíma kynntist ég honum enn betur. Hann stjómaði félaginu af röggsemi, en sýndi þegar svo bar undir mikla mannlega hlýju og um- hyggju fyrir náunganum sem ég fékk einnig að kynnast persónulega. Það er mikil eftirsjá í slíkum mönnum sem Jóni Rúnari, hans verður sárt saknað af öllum sem kynntust honum og með honum hafa starfað, s.s. vinnufélögum hans hjá Hitaveitu Suðumesja, þar sem hann hefur unn- ið hin síðustu ár. Vilborg, ég kynntist þér sem bami, elskulegi-i lítilli stúlku, þegar þú komst heim með dóttur minni á Vall- argötu 27. Það munu aðrir minnast þín nú þegar leiðir skilja og ekki gefst möguleiki á að heilsast og kveðjast. Ég þakka þér fyrir góð kynni og vin- arþel í minn garð. Að lokum viljum við hjónin senda öllum aðstandendum, sonum Jóns Rúnars og Vilborgar og afa- og ömmubömum, Jóni og Immu, for- eldmrn og systkinum Jóns Rúnars og öðmm aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Þá vil ég nota tækifærið hér til þess að senda aðstandendum Bene- dikts Oddssonar mínar innilegustu samúðarkveðjur, en Benedikt heitinn lést í sama umferðarslysi og Jón Rúnar ogVilborg. Jón Kr. Olsen. Sú harmafregn barst mér að kvöldi fimmtudagsins 30. nóv. sl. að Jón Rúnar Árnason vélfræðingur og eiginkona hans Vilborg Jónsdóttir hefðu farist í bílslysi þá fyrr um dag- inn. Á slíkum stundum er erfitt að lýsa viðbrögðunum en upp kom í hugann fjöldi mynda frá okkar kynnum. Ég hygg að leiðir okkar Jóns Rún- ars hafi fyrst legið saman fyrir 10 til 15 ámm síðan. Þá var hann yfirvél- stjóri á togara sem gerður var út frá Sandgerði og félagsmaður í Vél- stjórafélagi Suðumesja. Þá þegar var komin upp umræða um að sameina félögin; fyrst og fremst til þess að auka veg og virðingu vélstjórastétt- arinnar og gera hana atkvæðameiri útávið. Sameining félaga á þeim tíma var ekki einföld, ekki vegna þess að form- leg sameining væri flókin, heldur fyrst og fremst vegna mannlega þátt- arins, þ.e. þeirra tilfinninga sem ein- stakir félagsmenn bám í bijósti til síns gamla félags og þeir vom ekki tilbúnir af þeim sökum að leggja nið- ur. Síðar varð Jón Rúnar formaður Vélstjórafélags Suðumesja og þá kom það í hans hlut að ráða framúr þeim fjölmörgu álitamálum sem upp koma þegar félög era sameinuð. Við vomm ekki bara að sameina Vél- stjórafélag Suðumesja og Vélstjóra- félag íslands heldur einnig Vélstjóra- félag Vestmannaeyja og Vélstjóra- félag ísafjarðar Vélstjórafélagi ís- lands. í þessu sameiningarferli reyndi mjög mikið á Jón Rúnar en hann virt- ist hafa allt til að bera til þess að leiða mál af þessu tagi farsællega í höfn. Hann hafði góða yfirsýn yfir málefni vélstjóra almennt og gerði sér grein fyrir því að hagur hins almenna fé- lagsmanns fólst í sterkum samtökum sem gætu boðið upp á þá þjónustu sem nauðsynleg er í nútíma samfé- lagi. Hann hafði einnig mjög ríkan skilning á mannlega þættinum, þ.e. tilfinningum einstakra félagsmanna sem ávallt tengjast breytingum af þessu tagi og er erfiðasti hjallinn að yfirstíga, en með lagni hans, lipurð og virðingu fyrii- sjónarmiðum hins al- menna félaga tókst þessi sameining mjög giftusamlega. í framhaldinu var Jón Rúnar kjör- inn til setu í stjórn félagsins og í þeim störfum komu hæfileikar hans á þessu sviði vel fram. Hann var fljótur að átta sig á aðalatriðum einstakra mála og hafði gott vald á að koma sín- um skoðunum á framfæri þannig að allir skildu. Einnig vakti það athygli hvað Jón var óragur að halda sínum skoðunum fram bm’t séð frá því hvar meirihlutinn lá í einstökum málum. Okkar hinsta samtal átti sér stað daginn fyrir slysið en þá var hann að segja mér frá gangi mála varðandi frágang á kjarasamningi á milli Hita- veitu Suðurnesja og Vélstjórafélags Islands vegna starfa vélfræðinga hjá hitaveitunni. Af þessu samtali vai’ð ekki annað skilið en að þau álitamál sem höfðu verið uppi væra öll að komast í höfn og að góð samstaða virtist ríkja milli samningsaðila. En þannig var Jón, hann átti gott með að tala við aðra og setja sig í þeirra spor. Það, ásamt hreinlyndi, drengskap og orðheldni vai’ kjölfestan í hans fram- komu hvar sem hann kom og hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Komið er að leiðarlokum og kveðjustund sem engan granaði að yrði svo skammt undan. Á henni stendur eftir björt mynd af góðum dreng sem hafði bætandi áhrif á samferðamennina hér í jarðvistinni ásamt bæn til hins hæsta um að hann veiti syrgjendum líkn í sorginni. Helgi Laxdal. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum, og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinnar tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbömum, og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar. (DavíðStef.) Enn og aftur er maður óþyrmilega minntur á hversu stutt bilið er milli lífs og dauða. Aldrei hefði okkur dott- ið í hug að það væri í síðasta sinn sem við gömlu vinkonumar komum allar saman í saumaklúbb á mánudags- kvöld í síðustu viku. Framtíðin var svo björt hjá hjónunum Vibbu og Rúnari. Húsakaupin og væntanleg utanlandsferð í tilefni afmælis Rún-^ ars á næsta ári. I öll þau ár, sem við vinkonurnar höfum haldið saumaklúbb, hefur allt- af verið mikið fjör og talað um allt milli himins og jarðar. Sum bama okkar kölluðu klúbb okkai’ „öskm-- klúbbinn". Það hefur eflaust átt við um hlátrarsköll okkar og hávaða. Við vomm aðeins 14 ára þegar við byrj- uðum saman í saumaklúbb. Fyrstu árin kom hver með sína kók og prins. Seinna fóm borðin að svigna undan kræsingum. Vibba var snillingur á því sviði. Alltaf var vel tekið á móti^ okkur þar á bæ. Aldrei var lognmolla í kringum Vibbu. Þau hjónin vora mjög samhent i öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Synir þeirra nutu ást- ríkis þeirra og mikið vom þau stolt af bamabömunum tveimur, þegar þau fæddust. Foreldrar Vibbu og bróðir nutu einnig ástríkis þeirra. Þær mæðgur, Vibba og Imma, vora mjög samhentar. Missir þeirra allra er mjögmikill. Við erum þakklátai’ fyrir öll árin, allar björtu minningarnar og sam- verastundimar. Kæm vinir, við kveðjum ykkur með sorg í hjarta og mikilli eftirsjá. Við biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldur þeirra beggja í þeirr;^ miklu sorg. Ásta, Guðrún, Halla, Hrafnhildur, Júlíana, Kristúi, Sigurlaug, Sólveig og íjölskyldur. Fyrir hönd jafnaldra og ferming- arsystkina Jóns Rúnars Árnasonar vil ég setja nokkur fátækleg kveðju- orð á blað. Jón Rúnar var fæddur og alinn upp í Neskaupstað og lifði þar og hrærðist í stóram hópi vina og fé- laga. Rúnar, eins og hann var oftast nefndur, var kraftmikill og fjömgur strákm’ sem lét sitt ekki eftir liggja í leik og starfi. Lífsgleði einkenndi hann og eins var hann félagslega^ sinnaður. Hann var búinn íþrótta- hæfileikum og sérstaklega lagði hann rækt við skíðaíþróttina. Eins og ann- að æskufólk á sfldarámnum eystra hóf Rúnar snemma að stunda launa- vinnu og varð brátt þekktur fyrir at- orku og ósérhlífni í starfi. Hann fékk snemma á sig það orð að vera dugn- aðarforkur og einstaklega kappsam- ur starfsmaður. Að loknu skyldunámi hóf Rúnar nám í vélvirkjun og fór á samning hjá Dráttarbrautinni hf. í Neskaupstað. Að vélvirkjanáminu loknu hóf hann nám í yélskóla íslands og lauk þaðafn prófi. Á námsáranum syðra kynntist hann Vilborgu Jóndóttur frá Keflavík og gengu þau í hjónaband árið 1975. Fljótlega að námi loknu fluttust þau Rúnar og Vilborg til Neskaup- staðar þar sem þau bjuggu um nokk- urra ára skeið og var Rúnar þá vél- stjóri á toguram Sfldarvinnslunnar hf. Að því kom að ungu hjónin ákváju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.