Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Utandagskrárumræða á Alþingi í gær um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum Félagsmála- ráðherra harðlega gagnrýndur PÁLL Pétursson, félagsmálaráð- herra, var harðlega gagnrýndur af stjórnarandstæðingum fyrir breyt- ingar á félagslega íbúðakeríinu við utandagskrárumræðu á Alþingi í gær og því haldið fram að ófremdarástand ríkti víða í húsnæðismálum. Félags- málaráðherra sagði að óhjákvæmi- legt hefði verið að gera breytingar í þessum efnum, þar sem Byggingar- sjóður verkamanna hefði verið langt kominn með að éta upp eigið fé Bygg- ingarsjóðs ríkisins og hann væri stoltur af þeim breytingum sem gerð- ar hefðu verið í þessum efnum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfmgarinnar - græns framboðs, hóf umræðuna og sagði tvær ástæður fyrir því að hann hefði óskað eftir henni. Annars vegar vegna þess að ástandið í húsnæðis- málum nú væri verra en jafnvel verstu hrakspár gerðu ráð fyrir þeg- ar breytingar hefðu verið gerðar á húsnæðiskerfinu fyrir tveimur árum. Hin ástæðan væri sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem farið hefði í gegnum tvær umræður lægi ekkert fyrir um hvemig stuðningi ríkisins við félagslegar leiguíbúðir yrði háttað að öðru leyti en að til stæði að skera niður framlag úr 100 milljónum kr. í 50 milljónir kr.. Ekkert hefði verið hægt að fá uppgefið um það hvemig þessum stuðningi ætti að vera háttað, en í fjárlagafrumvarpinu væri talað um að stuðningurinn skyldi vera í for- mi stofnkostnaðarstyrkja eða húsa- leigubóta. Ögmundur sagði jafnframt að hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík væra Alþingi Oagskrá ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Til umræðu verður frumvarp tii fjárlaga 2001. Þriðja og síðasta umræða. ALÞINGI 571 á biðlista, 400 hjá Öryrkjabanda- laginu, hjá Félagsstofnun stúdenta biðu 200 manns eftir húsnæði, 70 væra á biðlista hjá Byggingarfélagi námsmanna og hjá einstæðum for- eldram væra það 30. Þessir listar væra ekki tæmandi, til að mynda hvað varðaði önnur sveitarfélög. „Það er ljóst að þúsundir manna era í hús- næðishrakningum og þegar þessar biðraðir eftir félagslegu leiguhús- næði era skoðaðar þá kemur í ljós að mörg hundrað manns, ekki síst hér á suðvesturhominu, era bókstaflega á götunni. Þessir biðlistar segja aðeins hálfan sannleikann því þeir sem ekki komast inn í leiguhúsnæði basla margir hverjir við að kaupa íbúðir á markaðsvöxtum. Húsbréfin era veitt á 5,1% vöxtum auk verðbóta sem era önnur 5% til viðbótar og síðan koma afföllin sem nú era um 9%. Þau þrýsta verðinu upp og auka enn á klyfjamar," sagði Ógmundur. Páll Pétursson, félagsmálaráð- hema, sagði að íbúðalánasjóður myndi geta svarað jákvætt öllum um- sóknum um kaup eða byggingu leigu- íbúða á árinu 2001. 633 umsóknir væra komnar og þar af væra 100 frá Félagsbústöðum í Reykjavík. Þeir hafi fengið lánsloforð fyrir hundrað íbúðum á þessu ári, en hefðu aðeins nýtt 62 þeirra 14. nóvember síðastlið- inn. 38 loforð stæðu eftír og þau bætt- ust við á næsta ári. Önnur sveitar- félög hefðu sótt um lán til 74 íbúða og félagasamtök hefðu sótt um lán til Morgunblaðið/Þorkell Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, ræðir við Halldór Blöndal, forseta Alþingis. 459 íbúða og þar bæri hæst náms- menn, Öryrkjabandalagið, Búseta o.fl. Páll sagði að húsaleigubætur hefðu verið rýmkaðar um síðustu áramót og aukið tíllit tekið til fjölskyldust- ærðar. Hann myndi flytja framvarp um breytingu á húsaleigubótum fljót- lega eftir áramót, þar sem minnkuð yrðu skilyrði um fjölskyldutengsl auk ýmissa fleiri atriða. Þá væri verið að hækka frítekjumark vegna húsa- leigubóta úr 1,6 milljónum kr. í 2 mil- ljónir. Þá myndi hámark húsaleigu- bóta hækka úr 25 þúsundum kr. í 35 þúsund kr. á mánuði og efri mörk leigutillits yrðu hækkuð úr 45 þús, í 50 þús. Samtals færa 600 milljónir kr. til húsaleigubóta nú. Þá sagði Páll að í ráði væri að greiða sveitarfélögum stofnstyrk vegna byggingar eða kaupa leigu- íbúða og heimild væri sett í 7. gr fjár- laga næsta árs að verja tii þess fjár- munum að undangengnum samn- ingum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Páll sagði að vextir af nýjum lánum til léiguíbúða yrðu innan við 5% á næsta ári. Ekki yrðu markaðsvextir á þessum lánum á næsta ári og vaxta- breytingar á eldri lánum í hinu fé- lagslega kerfi væra ekki fyrirhugað- ar. 1.900 ábiðlista Jóhanna Sigui-ðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að sam- kvæmt skýrslu starfshóps félags- málaráðherra frá því í vor væru 1.900 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftír leiguíbúðum hjá sveitarfélögum og félagasamtökum. Hækkun vaxta á lánum til leiguíbúða úr 1% eins og þeir hefðu verið síðastliðin 25 ár í 3,9% á þessu ári væra að ganga af leigumarkaðnum dauðum. Enn eigi að hækka vextina nálægt markaðs- vöxtum og afleiðingamar komi fi-am í skýrslu starfshóps félagsmálaráð- herra. Leiga á íbúð sem kosti 7,6 millj. kr. muni hækka um um 80%, úr 25 þús. kr. í 45 þús. kr. á mánuði að frádregnum húsaleigubótum eftir skatt verði ekkert að gert. I skýrsl- unni sé lagt til að húsaleigubætur og stofnstyrkir til framkvæmdaaðila komi í staðinn. „Svikin loforð ráð- herrans við láglaunafólk sem þúsund- um saman stendur nú í biðröð eftir leiguíbúðum birtast í fjárlagafram- varpinu en framlög þar duga fyrir 100 þúsund kr. stofnstyrk á hveija leiguíbúð þegar útreikningar sýna að 2-3 milljónir þarf í stofnstyrk á hverja íbúð til að leigjendur verði jafnsettir ef vextír hækka nú til dæm- is í 5%,“ sagði Jóhanna. Ambjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austm-landi, sagði að félagslega íbúðakerfið hefði verið komið að fótum fram og rík ástæða til þess að gera á því breyt- ingar. Byggingarsjóður verkamanna sem séð hefði um lánveitingar til fé- lagslegra eignaríbúða og félagslegra leiguíbúða hefði stefnt þráðbeint í gjaldþrot. Fyrir hafi legið að greiða hefði þurft miklar fjárhæðir úr ríkis- sjóði til sjóðsins ef viðhalda hefði átt því kerfi og því fé sé betur varið til annarra hluta. Kerfið hafi haft ótal- marga galla, bæði fyrir sveitarfélögin og þá einstaklinga sem hafi átt að njóta góðs af kerfinu. „Kerfið var þess vegna bam síns tíma og mjög erfitt var að fá heildar- sýn yfir þá félagslegu aðstoð sem var verið að veita með því kerfi. Það er mun eðlilegri leið sem nú er farin að íbúðalánasjóður sé rekinn með þeim hættí að hann standi undir sér,“ sagði Ambjörg. Hún sagði að íbúðalánasjóði væri ætlað að veita lán meðal annars til sveitarfélaga og félagasamtaka til byggingar og kaupa á leiguhúsnæði. Einstaklingamir fengju síðan húsa- leigubætur til að koma til móts við kostnað og væri í þem efnum tekið til- lit til fjárhags og fjölskyldusamsetn- ingar. Afkastageta núverandi kerfis væri mun meiri en gamla kerfisins og niðurstaðan væri því sú að það að- stoðaði mun fleira fólk en áður hefði verið. Steingrímur Sigfússon, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að rfldsstjórnar Dav- íðs Oddssonar með félagsmála- ráðherra í broddi fylkingar yrði lengi minnst sem rfldsstjómarinnar sem lagði niður félagslega húsnæðiskerfið á Islandi. Afleiðingarnar hefðu sann- arlega ekki látíð á sér standa því að- staða lágtekjufólks til húsnæðisöflun- ar hefði stórversnað. Islenskt sjónvarpsefni verðitextað TILLAGA tíl þingsályktunar um textun íslensks sjónvarpsefnis hefur verið lögð fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Sigríður Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, en meðflutningsmenn era fjórir aðrir þingmenn úr hinum þingflokkum Alþingis. Meginefni til- lögunnar er að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að íslenskt sjónvarpsefni verði textað eftir því sem við verður komið til hagsbóta fyrir heyrnar- dauft fólk. Er þess jafnframt getið að heymardauft fólk eigi við núver- andi aðstæður erfitt með að fylgjast með íslensku efni í sjónvarpi. I greinargerð segir m.a. að mörg- um finnist orðið brýnt jafnréttismál að texta íslenskt sjónvarpsefni eftir því sem við verður komið. Slíkt hafi tíðkast í nágrannalöndum okkar og sumum nokkuð lengi. Þá er þess getið að alls sé talið að um 25 til 30 þúsund Islendingar séu heyrnar- skertir og að sá hópur sé sennilega stærsti hópur fatlaðra í samfélag- inu. Siðasta umræða um frumvarp til fjárlaga 2001 á Alþingi í dag Tekjuafgangur næsta árs verður um 33,9 milljarðar RÍKISSJÓÐUR verður rekinn með um það bil 33,9 milljarða króna tekjuafgangi á næsta ári miðað við þær breytingatillögur sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt fram á Alþingi fyrir þriðju og síðustu umræðu um frumvarp til fjárlaga 2001. I fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi í haust var hins vegar gert ráð fyrir 30,3 milljarða kr. tekjuafgangi. Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt þeim tillögum sem nú liggja fyrir verða tekjur ríkissjóðs á næsta ári rúmlega 253 milljarðar kr. og útgjöld um 219 milljarðar kr. I breytingartillögum meirihlut- ans sem lagðar voru fram á Al- þingi í gærkvöldi er reiknað með því að tekjur af sölu eigna verði um 8,2 milljörðum kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafram- varpinu í haust. Meginhluta þeirra tekna á að afla með sölu á a.m.k. 20% hlutafjár í Landssíma íslands hf. Samtals er því reiknað með að tekjur af sölu eigna verði um 15,5 milljarðar kr. á næsta ári. Þá er í breytingartillögunum reiknað með því að útgjöld hækki um 5,4 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu eftir aðra umræðu. Að sögn Jóns Kristjánssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis, er stærstur hluti þeirra útgjalda til kominn vegna meiri vaxta á inn- lendum lánum en upphaflega var gert ráð fyrir eða vaxta upp á um 3,2 milljarða kr. Auk þess era tekjuskattar lögaðila, þ.e. fyrir- tækja, um 2,7 milljörðum kr. lægri en upphaflega var gert ráð fyrir (vegna lakari afkomu fyrir- tækja á þessu ári), en skattar á tekjur einstaklinga um 1,6 millj- örðum kr. hærri en ráð var gert fyrir. 40 milljónir vegna vöktunar á Suðurlandi Af einstökum útgjaldatillögum meirihluta fjárlaganefndar fyrir þriðju umræðu má nefna 150 m.kr. tímabundið framlag til Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna greiðslu kostnaðar við sam- einingu Ríkisspítala og Sjúkra- húss Reykjavíkur. Þá má nefna um 67 m.kr. hækkun á bein- greiðslu til bænda vegna mjólkur- framleiðslu, um 66 m.kr. hækkun á framlagi til Búnaðarsjóðs og um 30 m.kr. hækkun á framlagi til Lánasjóðs landbúnaðarins. Ennfremur má nefna um 40 m.kr. fjárveitingu sem varið verði til að mæta kostnaði við vöktun og rannsóknir í kjölfar jarð- skjálfta á Suðurlandi. Auk þess um 10 m.kr. fjárveitingu til undir- búnings stofnun þjóðgarðs á ut- anverðu Snæfellsnesi og um 25 m.kr. hækkun á framlagi til virkjanarannsókna til að flýta framkvæmd rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.