Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 63
 UMRÆÐAN Streita eða slökun Landlæknisembætt- ið stendur fyrir átaki sem miðar að því að hjálpa fólki að bæta líðan sína með aukinni þekkingu um þætti er lúta að heilsufari. í desember verður fjall- að um gildi svefns og hvíldar. Allflestir vita að nægur svefn og hvíld er undirstaða góðrar heilsu. En und- irstaða góðrar heilsu er einnig að búa við andlegt og líkamlegt jafnvægi. Hvað er það sem veldur andlegu ójafn- vægi? Þar koma margir þættir inn í. Þættir eins og streita, hraði í nú- tímasamfélagi, kröfur samfélagsins og ekki síst kröfur okkar sjálfra. Mörgum finnst þeir ekki hafa næg- an tíma fyrir sjálfa sig og fjölskyld- una og ekki það fjármagn til að öðl- ast þau lífsgæði sem teljast nauðsynleg. Eru þetta okkar eigin kröfur eða látum við undan þrýst- ingi samfélagsins? Þurfum við að staldra við og skoða okkur sjálf og endurmeta hvað okkur er mikilvæg- ast? Fjárhagsáhyggjur og tíma- skortur geta valdið langvarandi streitu sem raskar andlegu jafn- vægi. Sem orsakaþætti má einnig nefna ástvinamissi, slys, atvinnu- missi og margt fleira. Ailt ber þetta að sama brunni og gefur sömu ein- kenni, bæði líkamleg og andleg. Ber þar helst að nefna kvíða, depurð, vonleysi, svefnleysi, pirring, bak- verk, vöðvabólgu, hjarsláttartrufl- anir, háþrýsting, næmi fyrir kvefi og öðrum umgangspestum. Mörg- um finnst þeir vera þunglyndir og eru kvíðnir og áhyggjufullir. Þó að streita geti stundum verið nauðsynleg þá er hér um lýsingu á langvarandi streitu að ræða sem getur orðið skaðleg heilsu fólks. Mikilvægt er fyrir almenning að læra að þekkja þessi einkenni og vita hvert beri að leita eftir aðstoð. Á að leita til bráðaþjónustu geð- deilda eða til heimilislæknis? Þjáist fólk af alvarlegu þunglyndi eða væg- ari þunglyndisröskunum? Þarf það lyf til að rjúfa það ferli sem farið er í gang eða getur fólk með einhverju móti hjálpað sér sjálft? Fyrir utan að fá stuðning fjölskyldu, vina og sérfræðinga er sjálfshjálpin mjög mik- ilvæg. Það að geta hjálpað sjálfum sér til að rjúfa óæskilegt ferli sem getur leitt til þess að daglegt líf fer úr skorðum. í byrjun þarf að greina það sem er að og ekki er síður mikilvægt að viður- kenna vandamálið íyr- ir sjálfum sér. Við get- um kallað það að öðlast innsæi. Síðan er að finna leiðir til úrbóta. Auðvitað er það mjög misjafnt hvað það er sem hentar hverjum og einum. Sjálfs- hjálpin byggir á því að gera sér grein fyrir vandamálinu og síðan að finna þær leiðir sem henta til að rækta sál og líkama. í því samhengi vil ég nefna slökun sem eitt úrræði. Slökun er andstæða streitu og leiðir til hjöðnunar á streituástandi. Jákvæð áhrif slökun- ar eru; minni spenna og kvíði, aukið jafnvægi og viðnám gegn streitu, aukinn einbeitingarhæfileiki, betri heilsa og bætt mannleg samskipti. Slökun gefur hvíld, frið og endur- næringu. Með slökun er einnig hægt að efla jákvæða þætti í fari einstakl- ingsins sem er ekki síður mikilvægt þar sem margir eru fastir í nei- kvæðu hugsunarferli. Ótal margar aðferðir eru til að stunda slökun og má þar nefna djúpslökun, innhverfa íhugun og jóga. Slökun hefur já- kvæð áhrif líkamlega og andlega en leysir í sjálfu sér ekki vandamál fólks heldur gerir það að verkum að það er betur undir það búið að tak- ast á við daglegt líf. Slökun getur ásamt heilbrigðu líferni, nægum svefni, hollri fæðu og nægri hreyf- ingu aukið lífsgæði fólks. Mikilvægt er að finna þá leið sem hentar hverj- um og einum og stunda slökun reglulega, minnst einu sinni á dag. Oft er það ekki tímalengdin sem skiptir máli heldur það að hafa náð tökum á slökuninni og þar með geta hratt og örugglega komið sér í það ástand sem gefur líkama og huga hvíld og endumæringu. Desember Desember, segír Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, er eflaust sá mánuður ársins sem veldur mörgum streitu. Desember er eflaust sá mánuður ársins sem veldur mörgum streitu en það er sá tími sem ætti að veita sem flestum ánægju og frið. Vil ég því gefa þeim sem áhuga hafa leið- beiningar um eina slökunaræfingu sem hægt er að framkvæma hvar sem er og tekur stuttan tíma. Byrjaðu á því að taka af símann og slökkva á farsímanum. Einnig er gott að láta fjölskylduna eða starfs- félaga vita af því að þú vilt næði í smá stund. Þú skalt koma þér þægilega fyrir þar sem þú ert, annaðhvort með því að sitja í þægilegum stól eða að leggjast niður. Lokaðu síðan augunum eða hall- aðu þeim aftur. Dragðu síðan djúpt andann og andaðu svo rólega út. Dragðu aftur djúpt andann, haltu andanum niðri í smá stund... og andaðu síðan rólega út aftur, tæmdu alveg lungun. Þú finnur hvemig slökunin færist yfir þig, hver útöndun dýpkar slök- unina. Slökunin færist yfir allan líkamann, frá höfði niður í háls og axlir, þaðan út í handleggi. Þú finn- ur að friður og ró færist yfir þig. Með hverjum andardrætti slakar þú betur á, slökunin færist yfir í brjóstkassa og bak, niður í fætur. Líkaminn verður þyngri og þyngri, þú getur einnig hugsað þér að þú svífir niður eins og laufblað, lengra og lengra. Leyfðu þér að njóta riðar og ró í smástund... Þegar þú ákveður að koma til baka byrjar þú á því að hreyfa var- lega útlimi, teygja síðan á öllum líkamanum og áður en þú opnar augun veist þú að þér líður vel og hugurinn er skýr og tær. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir ppnunum FÖSTODAGHKg. DE8EMBER’2Ö0ð 83. HEIMSMYNDIR AGFA í$> Heimsmyndir Lækjargötu, 5691550 » Heimsmyndir Mjódd, 5691570 Hí i wmá II H'-BÍ %A. k *3- f*: ' Jt KÓR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR fclrtgar úr S i n íó n í u h 1 j ó m s v c i t í s 1 a n d s Krislinn Sigmundsson í htutvcrkijr Lailghoitskirkja laugardaginn 9. dcs. 2000 kl. 16.00 sunnudacinn 10. dcs. 2000 kl. 16.00 Mióaveró kn 2.400 Forsala i ÍSLENSKU ÓPERUNNI alla virka daaa trá írá 15.00 - 19.00 - sími 511 4200 og í Langholtskirkju við innganginn cftir Fclix Mcndclssohn aðrir cinsongvarrtr: Ilulda Björk Garöarsdóttir Nanna María Cortes Garðar Thór Cortes Stjórnandi: Garðar Cortes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.