Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Uppboðs- eða samanburðarleið? ÁÐUR en langt um líður þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verður valin til út- hlutunar leyfa á svok- ölluðum þriðju kyn- slóðar farsímakerfum oft nefnd UMTS (Uni- versal Mobile Tele- communication Syst- em). En hvað er UMTS? UMTS er kerfi sem kemur til með að taka við af 1. og 2. kynslóð farsímakerfa en við þekkjum þau betur undir nöfnunum NMT og GSM. Líklegt er að þessi tækni verði komin í notkun á bilinu 2002-2005. Möguleikar UMTS eru taldir gríðarlegir en það er einmitt aðgangurinn að þessum möguleikum sem hafa þótt það eftir- sóknarverðir að um þessi leyfi er keppst af miklum þrótti víðs vegar í Evrópu. Það á að auðvelda notend- um að reika um Netið og gera það •jafnvel að betri kosti en að sitja heima við tölvuna. Hraðinn verður meiri, þjónustan öflugri og notenda- búnaðurinn einfaldari. Notendur UMTS geta t.a.m. haft persónulegri samskipti, þannig að hægt verður að taka á móti myndum og hugsanlega kvikmyndum frá viðmælanda með- an á símtalinu stendur. Notendur nýja símkerfisins verða í fáum orð sagt breiðbands- og margmiðlunar- tengdir hvar og hvenær sem er. Staðan í nokkrum löndum Evröpu Þegar kemur að því að ákveða að- ferð við úthlutun leyfa í þessu nýja farsímakerfi stendur valið á milli samanburðarleiðar (oft kölluð feg- urðarsamkeppni eða „beauty cont- est“) eða uppboðsleiðar. Ríkisstjórnir Evrópulandanna hafa farið mismunandi leiðir og sumar þeirra farið bil beggja. Ekki er samhengi á milli stjórnarmynst- urs landanna og þeirrar leiðar sem valin hefur verið. Hafa sósíalistar í Evrópu t.d. bæði farið uppboðs- og samanburðarleiðina. í Danmörku var ákveðið í byrjun að fara samanburðarleiðina en þeg- ^ar danska ríkisstjórnin sá hversu "vel uppboðin heppnuðust í Bretlandi og Þýskalandi var blaðinu snúið við og uppboðsleiðin valin. Þær leiðir sem farnar voru í Bret- landi og Þýskalandi þekkja flestir en þar voru leyfin boðin upp og út- hlutað til 20 ára. Fengu Bretar um 2800 milljarða króna í ríkiskassann en Þjóðverjar um 4000 milljarða. Hollendingar fóru einnig uppboðs- leiðina, fengu 240 miljarða króna í leyfisgjald gegn 15 ára gildistíma leyfis. Aðrar þjóðir eins og Sviss, Austurríki og Belgía hafa einnig ákveðið að fara uppboðsleiðina. Frakkar ákváðu að fara saman- burðarleiðina og var leyfum úthlutað gegn háu lágmarksgjaldi eða 1500 milljörðum króna. Norðmenn, Finnar og Svíar fóru einnig samanburðar- leiðina en gjöldin þar voru ákveðin töluvert lægri en í Frakklandi og er í raun ekki hægt að bera þær tölur sam- an. Finnar, sem voru fyrstir til að úthluta UMTS-leyfum, tóku lítið sem ekkert gjald og úthlutuðu leyfi til 20 ára. Það sama gildir um Svía en Norðmenn kröfðust milljarðs íslenskra króna í eingreiðslu en síðan 80 milljóna á hverju ári gegn 12 ára leyfistíma. Útbreiðslukröfur landanna eru mismunandi og geta haft einhver áhrif á fjárhæðir fyrir leyfin. í Finnlandi, Danmörku og Frakk- Farsímarásir Uppboð á farsímarásum er hlutlaus leið við út- hlutun takmarkaðra auðlinda, segir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þar sem reglurnar eru fyrirfram ákveðnar, öllum kunnar og augljósar. landi voru t.d. gerðar kröfur um út- breiðslu til 80% íbúa fyrir árið 2007 meðan í Þýskalandi var útbreiðslu- krafan til að byrja með 25% en síðan aukin frá ári til árs. Misjafnt er á milli Evrópulanda hvort þau heimila framsal en alls staðar eru skilmálar þeir að aftur- kalla megi leyfin ef upphaflegar for- sendur breytast verulega. Samanburðarleiðin Helstu kostir samanburðarleiðar- innar eru þeir að leyfin kosta fjar- skiptafyrirtækin minna og er þá aukið svigrúm fyrir þau til að bjóða betri þjónustu og meiri gæði á Net- inu. Tæknin verður þá hugsanlega aðgengilegri og ódýrari, sem skiptir þjóðfélagið miklu máli til aukins hagvaxtar og frekari tækniframfara en þetta er fullyrðing sem oft heyr- ist meðal forsvarsmanna fjarskipta- og tæknifyrirtækja. Einnig er fyrir- fram tryggt að ríkið fái ákveðna fjárhæð greidda fyrir leyfin. Helstu gallar samanburðarleiðar- innar eru þeir að málsmeðferð er tímafrek og flókin, markaðurinn ræður ekki verðinu og síðast en ekki síst þá er þetta ekki hlutlaus leið við úthlutun á takmörkuðum verðmæt- um heldur byggð á huglægu mati. Því hefur verið haldið fram að hér sé ekki verið að fjalla um takmörkuð verðmæti. Þetta er ekki rétt þar sem þegar hefur verið ákveðið á al- þjóðavettvangi að tíðnisvið UMTS verði 155 MHz og er ekki meira til ráðstöfunar hér á landi. Það er ein- mitt þetta tíðnisvið sem fjarskipta- fyrirtækin munu berjast um en hugsanlegt er að tíðnisviðið rúmi 3-6 leyfishafa. Um frekari aðgang er ekki að ræða. Uppboðsleiðin Helstu gallar uppboðsleiðarinnar eru í fyrsta lagi sá að geta til fjár- festinga kann að minnka eða tak- markast að einhverju leyti og um leið getur þjónusta til viðskipta- manna fjarskiptafyrirtækjanna orð- ið slakari. I öðru lagi hefur verið fullyrt að farsímafyrirtækin hækki verð til neytenda til að fjármagna hátt upp- boðsgjald. Um þetta má efast þar sem líklegt er að fjárfestar taki þetta á sig líkt og bent hefur verið á í Noregi en einnig kemur hugsan- legt skattalegt hagræði til með að draga úr þessum áhrifum. Einnig er ólíklegt að í Bretlandi og Þýska- landi, þar sem neytendur eru afar kröfuharðir og hagsmunasamtök þeirra öflug, muni fólk láta hækkan- ir á þessari þjónustu yfir sig ganga. í þriðja lagi hefur verið bent á að hér á íslandi er ekki hefð fyrir upp- boði á auðlindum og kunni sú leið að vera mjög kostnaðarsöm. Við undir- búning uppboðsins í Danmörku hafa sömu ráðgjafar verið valdir og hjálpuðu bresku ríkisstjórninni en þeir kosta Dani 940 milljónir ísl. króna. í fjórða lagi er ótryggt hve háa fjárhæð ríkið fær fyrir leyfin þar sem engin vitneskja er um hversu mörg fjarskiptafyrirtæki koma til að taka þátt í uppboðinu, þ.e. á með- an framboðið er nokkurn veginn vit- að er eftirspurnin óviss. Þetta má hugsanlega leysa með því að blanda saman kostum samanburðarleiðar- innar og hafa ákveðna lágmarks- fjárhæð við uppboð á leyfunum. Helstu kostir uppboðsleiðarinnar eru þeir að í fyrsta lagi er líklegt að hagkvæmni markaðarins ráði verð- lagningu á leyfunum. Markaðurinn er mun betur til þess fallinn að meta óvissu framtíðarinnar í þessum tæknigeira heldur en ríkið og það sama gildir um matið á gæðum þjónustunnar. í öðru lagi getur uppboð skapað ríkissjóði tekjur á hagkvæman hátt. Þær tekjur má nýta til að lækka skatta eða minnka vægi tekjuteng- ingar í þjóðfélaginu. Einnig mætti mynda neyðarsjóð líkt og Norð- menn hafa gert ef stór áföll verða í samfélaginu. í þriðja lagi getur uppboðsleiðin verið sveigjanleg og náð fram öðru en hámarksarði og hagkvæmni eins og að krefjast jafnrar þjónustu um land allt. í fjórða lagi er hér um hlutlausa leið að ræða við úthlutun takmar- kaðra auðlinda þar sem reglurnar eru fyrirfram ákveðnar, öllum kunnar og augljósar. Ekki er líklegt að tortryggni gæti við úthlutun leyf- anna ef uppboð er valið, hvorki með- al almennings eða farsímafyrir- tækja. Þetta síðasta atriði vegur að mínu mati þyngst í rökstuðningnum fyrir því að fara eigi uppboðsleiðina. Slík aðferð er til þess fallin að vekja traust almennings á framtíð þessara mikilvægu almannahagsmuna og frið um úthlutun leyfa til þriðju kynslóðar farsíma. Uppboð á far- símarásum er því skynsamur val- kostur og sanngjörn leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hollvinir - andstæðingar NÚ hafa undur gerst í flugvallarmál- um Reykjavíkurborg- ar. Sjálfskipaðir holl- vinir malbiksins í Vatnsmýrinni hafa komið fram og vitnað um hverjar eru skyld- ur borgaryfirvalda gagnvart landsbyggð- inni og sameiginlegum ferðamannaiðnaði landsmanna. Borgar- yfirvöld eru skömmuð fyrir að leyfa sér að hugsa aðra hugsun en tíðkuð er í hofi hinna innvígðu, sem allt vita best, og einnig húðskömmuð fyrir að hafa ekki sannfæringu um að þetta sé eini rétti staðurinn. Hollvinir þessir hafa einnig látið í veðri vaka, að þeir beri sérstaklega fyrir brjósti vatnasvæði Tjarnarinn- ar og lífríki Vatnsmýrarinnar allrar. Þeir eiga ekki nægjanlega sterk hugtök til að lýsa vanþóknun sinni á hugmyndum annarra um nytjun þess landflæmis sem undir vellinum er. Þeir fara mikinn um að lýsa ljót- um blokkum í Breiðholtsstíl og klifa á einhverjum tugþúsundum íbúa sem einhverjir ótilgreindir ætla að Flugvöllur Hollvinir malbiksins, segir Bjarni Kjartans- son, leggja eingöngu til áframhaldandi malbik. troða á þetta „litla svæði“. Áróðurs- meistarar þeirra eru vanir að vera mikið innundir hjá ráðamönnum og líta það því engum sérstökum vild- araugum, að ekki sé eingöngu tekið mark á því sem þeir hafa til mála að leggja. Því var gripið tækifæri sem gafst, þegar lítið var umleikis í flug- ferð einni sem enda átti á Keflavík- urflugvelli. Flugvélinni var beint til lendingar á Reykjavíkurflugvelli (fréttamenn fengu að vita allt um þetta). Svo heppilega vildi til, að þetta var ein minnsta millilandavél Flugleiða og lítt hlaðin. Menn sögðu skilyrði nánast ófær í Keflavík og í þetta skipti hafi komið sér einkar vel, að Reykjavíkurflugvöllur var í nágrenninu. Varaflugvöllur skyldi það heita. Nú vita svo sem allir, að ekki er langt á milli Keflavíkur og Reykjavíkur, sérstaklega ekki í loft- línu. Þvi er nokkuð séð, að báðir vellimir eru á sama veðursvæði og ef ófært er á Keflavík er enn frekar ófært á Reykjavík, völlurinn í Keflavík er miklum mun stærri í allar áttir en Reykjavíkurvöllur. Hver sem er má trúa þeim hjá Flugleiðum en mér dettur ekki í hug að leggja trúnað á allar þessar tilviljanir um lestun og stærð vélar- innar. Hugsanlega er ég of tor- trygginn en það er nú bara svona. Eins er vælið í Flugfélagsmönnum, um verulegt tap á tilteknum flug- leiðum, afar furðulegt jarm, akkúr- at þegar fjárlaganefnd er að störf- um. Þessir menn ættu að dulbúa betur óskir sínar um peninga úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Hollvinir malbiksins leggja ein- göngu til áframhaldandi malbik og einhæfni þessa svæðis sem er í hjarta Miðbæjarins. Hinir sem hafa lagt til breytingar á skipulagi svæð- isins, hafa bent á áhrif á framtíð margra ungmenna hvað varðar bú- setu hér á landi. Þeir hafa lagt til, að hátæknifyrirtæki ættu hvergi annarsstaðar að vera en í nágrenni Háskóla íslands, í Vatnsmýrinni. Er hægt að h'ta á þessa „hollvini vallarins" sem n.k. andstæðinga há- skólamenntunar á raungreina- sviði...? Nýlega birtist í Morgunblaðinu frétt þess efnis, að fjárfestar og áhugamenn um hátækniver stæðu í samningum við Odd- fellow-a um leigu eða kaup á landi í Garða- bæ. Þar var tekið fram, að áður hafi ver- ið leitað til borgaryfir- valda um lendur en ekki hafi verið hægt að verða við þeirri beiðni. Einnig hefur komið fram, að Islensk erfða- greining hafi fengið lóð í Vatnsmýrinni. Einnig kom áður fram, að Urður Verðandi Skuld hafi fest kaup á húseign ekki all langt frá háskólasjúkrahús- inu við Hringbraut eða Skátahús- inu. Allt er þetta gott og blessað en ekki verður nógsamlega brýnt fyrir borgarfulltrúum, að ákvarðanir um búsetu aldamótakynslóðarinnar hinnar nýju byggjast aldeilis ekki á því hvort hægt verður að lenda inni í miðbæ eða ekki, heldur verður þyngra á metunum hvort vísinda- þorp verður risið í Vatnsmýrinni. Einnig má benda á, að stúdentar við raungreinadeildir HÍ þurfa oft að ferðast langar leiðir milli kennslustaða í borginni (Grensás- deild og víðar), þannig að ákveðin samþjöppun á byggingum er nauð- syn. Hér er mikið í húfi og hvet ég alla í borgarstjóm - bæði minni- hluta og meirihluta - til að ná sam- an um - í það minnsta samkvæmt tillögum Helga Hjörvar um A/V- braut - að hætta snarlega við end- urbyggingu N/S-brautarinnar og úthluta þar lóðum fyrir hátæknifyr- irtæki. Vel má hugsa sér ákvæði í lóðaleigusamningi, að ekki megi selja byggingarnar til annars en til vísindaiðkana, líkt og gert er víða í háskólahverfum í Bandaríkjunum. Þar kvað þessi háttur vera hafður á með kaup og sölu á þeim íbúðarhús- um sem sérstaklega voru gerð til að hýsa starfsmenn skólanna. Það fer varla nokkur að væna kanann um kommúnisma, eða hvað? Fyllilega væri ásættanlegt, að hafa rest af vellinum í þessi ár til 2016 undir þetta hálfríkisrekna, einkaleyfisbundna flugfélag. Líkleg- ast mun flug verða að mestu frá Keflavík, bæði með ferðamenn og landsmenn sjálfa. Sjúkrafluginu verður sinnt af góðum vélum, s.s Domier og DeHaveland, sem geta athafnað sig frá minni völlum, líkt og koma mun í Hafnarfjarðar- hrauninu, einnig munu þyrilvængj- ur verða notaðar í ríkari mæli en nú þegar er gert. Nægir þetta til að sinna öryggisþætti sjúkraflugs. Fokkerarnir eru úreltir og verða sí- fellt dýrari í viðhaldi, varla verða keyptir aftur „brautarhákar" til flugs á litla og meðalstóra velli. Það er ef til vill óviðeigandi að bera saman kostnað við breytingar á veginum í og við Kúagerði og end- urgerð N/S-flugbrautar og aksturs- brautir sem áætlaðar eru nú í sum- ar. En landsmönnum er ljós sú staðreynd, að eitthvað verður að gera í umferðaröryggismálum við Kúagerði. Frekari mannfórnir eru óásættanlegar með öllu þegar ein- faldlega væri hægt að flytja til fjár- magn innan sama ráðuneytis og einhenda sér í vegabætur í stað þess að henda peningum í flugbraut sem ekki mun verða liðin til lengdar og mun því flytjast fyrr en seinna. Of mikið væri í lagt til friðþægingar stundarhagsmuna örfárra. Eg veit að fylgst verður nákvæm- lega með ákvörðunum í þessu einu stærsta hagsmunamáli Reykvíkinga í bráð og lengd. Styttist til 2002 og menn ættu að huga vel að áður en þeir láta undan „Hollvinum" sem margir hverjir búa ekki í Reykja- vík. Höfundur er verkefnisstjóri. Bjarni Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.