Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 92
Lágmúla Setbergl UOBGUNBLAÐW, KRINGLUNNll, 103 REYKJAVtK,SÍMl5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ§MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Kjaradeila ríkisins og framhaldsskólakennara Dökkt útlit og mikið ber í milli Sólin sest á milli dranga EINSTÖK veðurblíða hefur verið í Mýrdalnum að undanfornu og sðl- arlagið oft verið fallegt. Myndin var tekin úr Vfkurkauptúni eitt kvöldið þegar súlin var að setjast á . 5)(illi hinna formfögru Reynis- dranga. Jólabækur í rafrænt form ÞRJÁR bækur af jólamarkaðnum bjóðast nú í rafrænu formi á Netinu og mun þetta í fyrsta skipti sem ís- lenskum lesendum gefst kostur á bókum í formi sem þeir geta hlaðið í tölvuna sína og lesið þar eins og þeim hentar. Þær rafbækur sem Edda - miðlun og útgáfa kynnir nú fást einnig í ^piefðbundnu bókarformi. Þær eru: Gula húsið eftir Gyrði Elíasson, Krossgötur eftir Kristínu Steins- dóttur og Fluguveiðisögur eftir Stef- án Jón Hafstein. ■ íslenskar/34 MIKIÐ ber í milli í kjaradeilu fram- haldsskólakennara og ríkisins og hefur ekki verið boðað til sátta- fundar í deiiunni frá því á miðviku- dag. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir útlitið afskaplega dökkt. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, sagði á frétta- mannafundi í gær að í tilboði, sem kennarar lögðu fyrir viðsemjendur sína sl. sunnudag, fælist töluverð slökun frá fyrri kröfum eða um 10%. Gagntilboð sem samninganefnd ríkisins hafi lagt fyrir samninga- nefnd kennara sl. miðvikudag komi hins vegar á óvart. Það beri vott um lítinn samningsvilja og sé í raun verra en svartsýnustu menn hafi átt voná. Kennarar leggja til að samið verði til ársloka 2002 en í gagntilboði ríkis- ins er lagt til að samið verði fram á mitt ár 2004. í tilboði kennara er m.a. lagt til að launataxtar hækki um 13,9%, dagvinnulaun hækki um rúm 22% með tilfærslu úr yfirvinnu og launaleiðréttingu og um 13% með endurskilgreiningum á störfum og nýju launakerfi. Að mati kennara fel- ast í tilboði ríkisins 13,65% taxta- hækkanir á tímabilinu til 1. apríl 2004, 15% launabreyting vegna til- færslu úr yfirvinnu í dagvinnu og 7- 10% hækkun vegna endurmats á störfum í nýju launakerfi. Gunnar Björnsson segir erfitt að leggja mat á túlkun kennara á tilboð- um deiluaðila fyrr en séð verði hvað þeir leggi til grundvallar. Að hans sögn felur gagntilboð samninganefndar ríkisins í sér um 10% kostnaðarauka fyrir ríkissjóð ef allt er talið. ,Á móti krefjumst við breytingar á kennsluskyldu og breytingar á þeim tíma sem er til ráðstöfunar fyrir skólameistara. Við höfum sagt að þetta væri okkur mik- ils virði og að þetta myndi skapa þann sveigjanleika að það myndi borga sig upp í auknu hagræði í skólastarfi." ■ „ Verra en .../6 Bitruhálsi 2 s.569 1616 Fínullarfé verður ræktað SJÖ ær og einn hrútur hafa verið flutt út í Viðey á Kollafirði. Til stend- ur að koma fósturvísum úr fínullar- sauðfjárstofni austan af Héraði fyrir í ánum og rækta slíkan stofn. Ragnar Sigurjónsson, ráðsmaður í Viðey, segir að sótt hafi verið um það til Reykjavíkurborgar að fá að hafa kindur í eyjunni. Ekki standi til að fara út í stórfelldan búskap. í Viðey „Við gerum þetta í samráði við dýralækna og félag um fínullarfé austur á Héraði. Hugmyndin er sú að þær kindur sem við erum með verði notaðar sem leigumæður fyrir fósturvísa næsta haust. Við getum ekki flutt fínullarfé að austan og hingað en við getum farið þessa leið,“ segir Ragnar. Tuttugu ár eru síðan sauðfé var í eyjunni. Stúlknalandsliðið í knattspyrnu í keppnisferð á Spáni Helmingur hópsins veiktist af kamfýló- bakter Kamfýlóbaktersýking virðist hafa gripið um sig í nýafstað- inni keppnisferð landsliðs stúlkna, 18 ára og yngri, í knattspymu til Sevilla á Spáni. Stúlkurnar héldu af stað í ferð- ina þann 25. nóvember, en þar fór fram keppni í undanriðli Evrópukeppni stúlknalands- liða, þar sem þær kepptu við lið Pólverja og Hollendinga, auk heimamanna. 16 landsliðsstúlkur voru í ferðinni auk þjálfara, sjúkra- þjálfara og fararstjóra, alls 22 manna hópur. Að sögn Önnu Vignis farar- stjóra fóru veikindi að gera vart við sig innan hópsins strax á þriðja degi ferðarinnar. Hún segir að svo virðist sem sýking- in hafi verið mislengi að koma fram hjá þeim, því fleiri veikt- ust þegar leið á ferðina og enn fleiri eftir að komið var heim 2. desember. Grunur beinist að kjúklingamáltíð Anna segir að alls hafi 11 manns úr hópnum veikst, átta landsliðsstúlkur og þrír úr fylgdarliði þeirra. Segir hún að þær hafi leitað læknis þegar þær komu heim og að kamfyló- baktersýking hafi þegar greinst hjá einni innan hópsins. Hinar bíði niðurstöðu greining- ar, en hún segir að líklegt sé talið að um sömu sýkingu sé að ræða, enda séu einkennin þau sömu. Hún segir að ekki hafi komið í Ijós hvað olli sýkingunni en að grunur beinist að kjúklinga- máltíð sem allir þeir sem veikt- ust hafi borðað. Margar eru enn rúmliggjandi Anna segir að veikindin hafi sannarlega sett svip sinn á ferðina, en í síðasta leiknum hafi tvær stúlkur ekki getað spilað með vegna veikinda. Hún segir að hinar hafi svo veikst eftir að þær komu heim og margar þeirra séu enn rúm- liggjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.