Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Þetta skrautlega jólahús stendur við Rauðagerði og blasir við vegfarendum á Miklubraut. Sífellt fjölgar jóla- húsum Reykjavík FJÖLMARGIR húseigendur leggja sifellt meiri vinnu og metnað í jólaskreyting- ar húsa sinna. Um nokkurra ára skeið hafa tvö hús í Reykjavík, annað í Artúnsholti og hitt í Seljugerði, verið þekkt í borginni fyrir að skera sig úr að þessu leyti vegna ljósagleði húseigendanna. En ár frá ári fjölgar þeim húseigendum sem leggja metnað sinn í skreytingarnar og þrjú þeirra urðu á vegi ljós- myndara blaðsins á ferð um Reykjavík á dögunum. Ljóst er að margir leggja núorðið í umtalsverðan kostnað við að lýsa upp skammdegið með þessum hætti bæði í kaupum á jóla- ljósum og skreytingum, sem kosta skildinginn, og einnig með hækkuðum raf- magnsrcikningi. -' V • , * *''** " -$;*.* ■ * ** \ ’ . X ; ***?"*#> ** * . • . • .* * * . i >. ; T • • -A#. : .'■■’! v: * • : * * . * . '*f ' * ?*. .*. ( ». •■ ••••■ '^N. ■ ■ :••? .. .1 \ ' • ( ' * * * »r*» . . . . • ú / '*H' t - í V \*** * > * t‘ m , t 7 ; V; _ i • *. ‘h-. K': /áv * >:•.< ... . •. 'a • - A ' ■ ' • • .'V'-’i • * , '. .' ■ »/ *. • • ,*• * , •7 ú.V ' v ■*"■''■ . ': " « Margir hafa tekið eftir skreytingunum á þessu húsi, sem stendur við Aðalland en sést vel frá horni Bústaðavegar og Eyrarlands. Nokkru vestar við Bústaðaveginn sést svo eitt mest skreytta hús borgarinnar við Seljugerði. Þetta hús við Beijarima í Grafarvogi lýsir upp skammdegið. Borgin samþykk æfinga- svæði Formaður hafnarstj drnar Reykjavíkur D-listi studdi ekki kaupin Reykjavíkurhöfn ÁRNI Þór Sigurðsson, borg- arfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður hafnarstjórnar, er undrandi á því að sjálf- stæðismenn eigni sér hug- myndina að endurskipulagn- ingu slippasvæðisins, en í Morgunblaðinu á miðviku- daginn var rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í hafnarstjórn, um málið. Ami Þór sagði það rétt að sjálfstæðismenn hefðu lagt fram tillögu um hugmynda- samkeppni um skipulag svæðisins í hafnarstjórn í júní, en að afgreiðsju hennar hefði verið frestað. í kjölfarið hefði hafnarstjórn samþykkt samhljóða bókun þar sem m.a. hefði sagt: „Samkvæmt gildandi aðalskipulagi og lóðasamningum er gert ráð fyrir rekstri dráttarbrauta og smiðju á umræddum lóðum næstu 16 árin. Verði breyting á þeim forsendum mun hafn- arstjórn taka afstöðu til aðal- og deiliskipulags." Ekki nóg að hafa góðar hugmyndir Ámi Þór sagði að með þessari bókun hefði hafnar- stjórn tekið samhljóða af- stöðu um að fjalla um hugsan- legar breytingar á land- notkun á slippasvæðinu í tengslum við endurskoðun að- alskipulags og því hefði til- lögu sjálfstæðismanna verið vísað til vinnu við endurskoð- un aðalskipulags, enda hefðu hún verið ótímabær þegar hún var flutt. Árni Þór sagði að forsendur til að undirbúa vinnu við end- urskoðun skipulags á svæðinu hefðu fyrst skapast í lok októ- ber þegar borgin hefði keypt lóð og húseignir Stáltaks við Mýrargötu. Hann sagði að sjálfstæðismenn í hafnar- stjórn hefðu ekki treyst sér til að styðja þau kaup og því væri hann mjög undrandi á því að þeir vildu eigna sér til- löguna um endurskipulagn- ingu slippasvæðisins. „Það er ekki nóg að hafa góðar hugmyndir ef menn eru svo ekki reiðubúnir að styðja þær þegar kemur að því að hrinda þeim í framkvæmd,“ sagði Ámi Þór. Grafarvogur BORGARRÁÐ hefur gert samkomulag við Ökukennara- félag Islands, sem felur í sér að komið verði upp svæði fyr- ir akstursæfingar við Gufu- nesveg. I samkomulaginu felst m.a. að borgin taki á sig kostnað við að gera lóðina byggingar- hæfa. Auk borgarinnar og ökukennara hafa dómsmála- ráðuneytið og Samband ís- lenskra tryggingafélaga ljáð málinu liðsinni. Þá hefur fleiri sveitarfélögum ásamt ýmsum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum verið boðið að gerast stofnaðilar að væntan- legu hlutafélagi en stofnfundur þess verður haldinn 10. janúar nk. Boð um aðild var m.a. kynnt bæjarráði Kópavogs á fundi þess í síðustu viku en af- greiðslu málsins var frestað. Bæjarstjóri um kvartanir vegna slysagildru á Lækjargötu Ljós væntan- leg snemma á næsta ári Hafnarfjöröur MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að fjárveiting til að setja upp umferðarljós á mótum Lækjargötu og Öldugötu liggi nú fýrir og hönnun standi yfir. Vænt- anlega verði framkvæmd- um lokið snemma á næsta ári. I frétt í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Stein- unni A. Gunnlaugsdóttur og Sigurjóni Elíassyni, íbúum við Lækjargötu, að bæjaryfirvöld hefðu skilið eftir slysagildru í götunni með því að ljúka ekki við að koma upp umferðareyj- um og ljósum um leið og gatan var breikkuð með því að afnema bílastæði sl. sumar. Ekið var á syni þeirra í síðustu viku þar sem þeir voru á leið frá heimilum sínum að Lækj- arskóla. Vaxandi áhyggjur Magnús Gunnarsson sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að bæjaryfir- völd hefðu haft vaxandi áhyggjur af umferð um Lækjargötu, sem er ein þriggja helstu tengibrauta milli miðbæjarins og Reykjanesbrautar. Um- ferð um götuna hefði m.a. aukist í kjölfar þess að Reykjanesbraut var lögð frá Breiðholtsbraut, um Smárann og að Kapla- krika. Magnús sagði að mál vegna vegarkaflans sem Steinunn og Sigurjón ræddu um hefðu verið til umfjöllunar hjá bæjarfé- laginu og við afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs í lok nóvember hefði verið gert ráð fyrir 8 m.kr. framlagi til að setja upp umferðarstýrð ljós þar á horninu, svo og miðeyjar og aðrar úrbætur. Mann- virkin væru nú í hönnun. „Þessar úrbætm- verða gerðar svo fljótt sem end- anlegri hönnun lýkur,“ sagði Magnús. „Ég vil einnig vekja athygli á því, sem ég held að hafi ekki farið fram hjá neinum, að við höfum verið í miklum aðgerðum til að auka um- ferðaröryggi um allan bæ, höfum cifmarkað sérstök 30 km/klst. hverfi, bætt við hraðahindrunum og tak- mörkunum og verið með umferðarviku og gert allt til að koma í veg fyrir stór- slys. Því miður hafa orðið stórslys í sveitarfélaginu, ég tala ekki um á Reykja- nesbraut, sem hefur verið algjör skaðvaldur í langan tíma. Þar brugðumst við meðal annars við með því að setja undirgöng á eigin kostnað undir Reykjanes- brautina. Ég vil í raun og veru fullvissa bæjarbúa um að bæjaryfirvöld eru að gera sitt besta til að tryggja umferð gangandi og akandi vegfarenda." Steinunn og Sigurjón fundu að því að fram- kvæmdum hefði ekki verið lokið í einum áfanga held- ur gatan aðeins breikkuð, sem hefði aukið hrað- akstur. Voru það mistök af hálfu bæjaryfirvalda? Bæjaryfirvöld reyna sitt besta „Auðvitað erum við afar leiðir yfir því ef það verða slys en framkvæmdir þarna hafa verið teknar áfangaskipt. Við gætum alls staðar dregið upp þá mynd að segja að ef hlut- irnir væru svona hefði þetta eða hitt ekki gerst en bæjaryfirvöld eru að reyna sitt besta eftir fremsta megni og ég veit að mitt fólk á gatnadeildinni og á tæknideildinni er að reyna að gera sitt besta,“ sagði Magnús. Hann sagði að hönnun mannvirkjanna væri þegar farin af stað og framkvæmdir hæfust um leið og henni væri lokið. Því kvaðst hann eiga von á að ljósin ættu að geta kom- ist í notkun á horninu í byrjun næsta árs. I máli Steinunnar og Sigurjóns kom einnig fram óánægja með viðbrögð bæjarstjóra og bæjaryfirvalda við ábendingum þeirra um þá hættu sem börnum væri búin á Lækjargötu að óbreyttu. Spurður um það atriði sagði bæjarstjóri að bæjai’yfirvöldum bærust ótal ábendingar með ósk- um um úrbætur, sem þyrfti að meta og reyna að bregðast eins fljótt við og hægt er innan þeirra marka sem fjárhagsáætlun hvers árs setur. Þegar ljós og eyjar væru komin á horn Lækjargötu og Öldu- götu væri vonandi búið að gera þar það sem hægt er í öryggismálum. Umferð eykst en minnkar ekki á Lækjargötu „Hins vegar er það alveg ljóst að þessi gata verður aldrei með lítilli umferð; ef eitthvað er mun umferð um Lækjargötu aukast. Hún er í raun ein af þrem- ur tengibrautum bæjarins við Reykjanesbraut. Með vaxandi byggð í Setbergi og Mosahlíð og lagningu Reykjanesbraut- arinnar inn í Garðabæ og Smára hefur umferð vaxið og svo má ekki gleyma þeim þætti sem lýtur að al- mennri bílaeign lands- manna sem hefur stórauk- ist á liðnum árum. Umferðin er orðin þannig að það er allt of mikill hraði og of margir bílar á ferð miðað við afkastagetu veganna. Þessa staðreynd höfum við stöðugt verið að benda á og höfum m.a. óskað eftir úrbótum við Vegagerðina. Nú hillir undir lausn á mótum Lækjargötu og Reykja- nesbrautar þar sem Vega- gerðin er með ný gatnamót á hönnunarstigi og gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist síðla á þessu ári eða í byrjun þess næsta,“ sagði Magnús Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.