Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 76
v 76 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ NÆSTÁ OAGSKRÁ ER MYND SEM VTÐKVÆMT FÓLK ÆTTI At) FORÐAST Ljóska Ferdinand T T* LJHEN THE 5TA6EC0ACH 5T0PPER THE BANPIT POINTEP HI5 REVOLVER ATTHE PRIVER, ANP 5AIP, "PUT UP YOUR HANPS!" Þegar póstvagninn stöðvaðist beindi bófinn marghleypunni að ökumanninum og sagði “Upp með hendur!” UUHAT LUOULP YOU HAVE PONE IF VOU HAP BEEN THE 5TA6EC0ACH PRIVER? Hvað hefðir þú gert ef þú hefðir verið ekillinn? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Innflutning’ur munntóbaks verði leyfður Frá Guðrúnu Þóru Guðjónsdóttur: ÞETTA bréf er skrifað eftir að ég sá Þorgrím Þráinsson í íslandi í bítið, morgunsjónvarpi stöðvar tvö síðast- liðinn mánudagsmorgun. Þar var verið að ræða um reykingar ungl- inga og sparnaðarleiðir sem Spari- sjóðurinn er að hvetja til, en þegar Þorgrímur var spurður í sambandi við munntóbak sem vitað er til að íþróttamenn nota, svaraði hann að þeir í tóbaksvamanefnd séu í sam- starfi við þjálfara og íþróttafélög um að reyna að sporna við þessari notk- un hjá íþróttamönnum, fyrirmynd- um unga fólksins í dag. Það er auð- vitað sniðugt á sinn hátt að fá íþróttamenn til að hætta munn- tóbaksnotkun en þar sem ég er full- viss um að íþróttamenn séu ekkert verðmætari en aðrir menn, þá skil ég ekki alveg hvað er verið að meina með þessu átaki. Meðaljón þessa lands veit lítið sem ekkert um skað- semi efnisins, annað en það sem Þor- grímur hefur verið að tuða um, að það sé óhollt. En eftir að efnið var bannað hér á landi hefur maður aldrei séð eins marga unga stráka með útkýlda vör af munntóbaki. Ég sá líka unga stúlku fyrir stuttu, sem sagðist vera sextán ára gömul, með munntóbak í efri vörinni. Það er nefnilega eins og með margt annað hjá krökkum að það sem er bannað er meira spennandi að prófa. Ef þú ert með poka uppi á borði nálægt barni og skilur við bamið í smá- stund, er engin ástæða fyrir barnið að kílya í pokann, en ef þú tekur það fram að bamið megi alls ekki kíkja í pokann, þá er það mjög viðbúið að barnið verði komið á kaf að gramsa í pokanum andartaki eftir að þú ert farinn fram. Innflutningur á munntóbaki hefur ekkert minnkað eftir bannið, en í staðinn fyrir að ríkið sé að selja það með tilheyrandi tekjum, þ.e. tollur og álagning og annað sem bætist við, eru það sjómenn og strákpjakkar útí bæ sem græða á þessari fíkn óupp- lýstra drengja sem mikla það ekkert fyrir sér að borga 600-1.000 kr. fyrir hverja munntóbaksdollu. Þess vegna á ég erfitt með að sjá tilganginn í þessu banni, ríldð er að tapa á því og notkunin stóreykst með hverju ár- inu. Finnst mér þá líka að ríkið ætti að banna innflutning á sígarettum sem em ekkert minna skaðlegar en munntóbakið og skaðlegri ef eitt- hvað er því með munntóbaki ertu að- eins að skaða sjálfan þig en sígarett- an skaðar líka nærstadda eins og margoft hefur verið rætt um og fjölmargar rannsóknir hafa staðfest. Sjálf er ég ekki notandi og hef þannig séð engra hagsmuna að gæta, en ég tala fyrir munn margra þegar ég skrifa þetta bréf, og hvet íslenska ríkið til þess að hætta að hlusta á og trúa öllu sem Þorgrímur Þráinsson segir í sambandi við munntóbakið, hann hefur greinilega ekki sinnt sínu starfi í rannsóknum á markhópi munntóbaks og einblínir á íþrótta- menn sem eru einungis lítill hluti notenda og alls ekki þeir einu sem þarf að fræða. Ráðið sem ég sé er að leyfa innflutning tóbaksins og helst að ríkið taki það að sér, og þéni á því einhverja peninga sem er þá hægt að nota í fræðslu og aðgengilegri upp- lýsingar um munntóbak og skaðsemi þess því bannið er augljóslega engin lausn. GUÐRÚN ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Suðurhvammi 9, Hafnarfirði. Dómsmálaráðherra og stj órnarandstaðan Frá Karli Ormssyni: STJÓRNARANDSTAÐAN, með Össur Skarphéðinsson og Margréti Frímannsdóttur í fararbroddi, hafa trekk í trekk ráð- ist með ruddaleg- um orðaflaumi, og algjörlega að ósekju að dóms- málaráðherra, frú Sólveigu Pét- ursdóttur. Allir sem eitthvað þekkja til starfa frú Sólveigar vita að sjaldan eða aldrei höfum við átt dómsmálaráð- herra sem hefur komið jafnmiklu og góðu í verk á eins stuttum tíma. Með ríkislögreglustjóra Haraldi Johannessen og öllum þeirra mönn- um hefur henni svo sannarlega tek- ist að setja mark sitt á ráðuneyti dómsmála, hvort sem litið er til um- ferðamála eða fíkniefnamála. Því miður hafa sumir fjölmiðlar tekið undir óréttmæta gagmýni á ráð- herra, en sú gagnrýni dæmir sig sjálf. Frú Sólveig Pétursdóttir er annálaður vinnuþjarkur sem svo sannarlega er tekið eftir, hún hefur staðið sig frábærlega vel í þessu erfiða embætti og er hægt að segja að fáir færu í hennar spor. Hún hef- ur ekki einasta haft gott samband við öll okkar lögregluembætti um land allt, heldur einnig lagt sig í líma við að hafa gott samband og sem oftast við þau. Hún hefur haft frábært og gott samband við dóms- málaráðherra allra okkar helstu við- skiptalanda, gert við þá samkomu- lag um nána samvinnu í öllum sviðum um betra og nánara sam- band er varðar okkar hagsmuni. Það er þvi enn óskiljanlegra hversu svívirðilega hefur verið ráð- ist á störf hennar. Allir stjórnmála- menn verða að þola að vera gagn- rýndir, svo framarlega sem það er gert af öðru en ósanngirni og öfund. KARL ORMSSON deildarfulltrúi, Gautlandi 5, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.