Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skuldir í erlendum myntum til að hagnast á vaxtamun en því fylgir genfflsáhætta Gengistap í ár en hagnaður í fyrra Ingimundur Sigfurpálsson, forstjári Eimskipafélagsins, segir að skulda- stýring félagsins hafi gengið vel undanfarin ár. EIMSKIP greindi frá því fyrir nokkru að afkoma félagsins væri lak- ari á síðari hluta þessa árs en áætlan- ir þess gerðu ráð fyrir. Astæðan var fyrst og fremst raldn til umtalsverðs gengistaps sem fyrirtækið muni að óbreyttu verða fyrir á síðari hluta ársins vegna veikingar íslensku krón- unnar. I óendurskoðuðu uppgjöri fé- lagsins fyrir fyrstu tíu mánuði ársins var gengistapið orðið um 1.000 millj- ónir króna samanborið við um 300 milljónir um mitt ár. Hægt að komast hjá gengistapi Morgunblaðið leitaði álits Isaks S. Haukssonar, sérfræðings á sviði fjár- málarannsókna, áhættustýringar og afleiðuviðskipta hjá Landsbanka ís- lands, á því hvort fyrirtæki geti kom- ist hjá gengistapi af því tagi sem Eimskip hefur greint frá. ísak segir að fyrirtæki geti eðlilega komið í veg fyrir gengistap með því að hafa skuldir í íslenskum krónum í stað erlendra mynta. Þá verði fyrir- tæki hins vegar af því að hagnast á þeim vaxtamun sem þar er á. Fyrir- tæki geti stýrt gengisáhættunni með margvíslegum gjaldeyrissamningum, öðru nafni afleiðum, en slíkt sé fyrir- tækjum ekki að kostnaðarlausu og það sé erfitt í framkvæmd fyrir stór fyrirtæki. í þessu sambandi sé mikil- vægt að horfa til langs tíma. Fyrir- tæki þurfi þannig að meta þessa tvo kosti, þ.e. annars vegar að skulda í er- lendum myntum eða hins vegar í ís- lenskum krónum, og í því sambandi sé mikilvægt að horfa til nokkurra ára þar sem um sé að ræða langtíma- skuldir sem greiðist upp á 10 til 20 ár- um. Hann segir að ef horft sé á síð- ustu tvö til þrjú ár sé ljóst að fyrirtæki sem að jafnaði skuldi í er- lendum myntum hafi hagnast á því þrátt fyrir mikið gengistap í ár. Fyr- irtæki sem skuldi í erlendum myntum séu því markvisst að auka gengis- áhættuna með það að markmiði að hagnast á vaxtamuninum. Til langs tíma hafi þetta gengið eftir en sé fyr- irtækjum að sjálfsögðu ekki áhættu- laust. Eríendar skuldir hafa vaxið meira í ár en vaxtahagræöió „Hluti langtímaskulda íslenskra fyrirtækja er almennt í erlendum myntum,“ segir ísak. „Þetta á sér- staklega við um flest stærri fyrirtæki sem hafa erlendar tekjur eða eru með starfsemi erlendis. Undanfarið hafa þessar erlendu skuldir frekar aukist, bæði hlutfallslega og að magni. Ástæðu þessarar aukningar má fyrst og fremst rekja til þess að mikill vaxtamunur er á milli erlendra og innlendra vaxta og hefur munurinn farið vaxandi á síðustu tveimur árum. Þannig hafa þessi fyrirtæki hagnast verulega á því að skulda í erlendum myntum og þau því lækkað fjár- magnskostnað sinn verulega. Ekki er bent á þennan hagnað í reikningum fyrirtækja, þ.e. hagræði þess að vera með skuldfr í erlendum myntum. Áhættan felst í því að gengishreyf- ingar geta eytt þessu vaxtahagræði og gott betur. Þetta hefur gerst í ár en frá áramótum hafa erlendar skuld- ir fyrirtækja að jafnaði hækkað um 8,7% á meðan vaxtahagræði þessa árs má áætla um 5 til 6%.“ Fyrirtæki nota gengisvarnir á eriendar skammtímahreyfingar Að sögn ísaks er hægt að gera margvíslega gjaldeyrissamninga, öðru nafni afleiður, til að stýra geng- isáhættu. í því sambandi sé hins veg- ar mikilvægt að hafa í huga að slíkt sé fyrirtækjum ekki að kostnaðarlausu. „Ef fyrirtæki gerir framvirka samn- inga sem minnka gengisáhættu þá er fyrirtækið í raun að færa erlendar skuldir í innlendar og kostnaðurinn við þessa aðgerð er í grundvallarat- Hlutafjárútboð Marels hf. U mfr amáskr ift 1,8 milljarðar króna HLUTHAFAR í Marel hf. sóttu um að kaupa hlutafé fyrir alls um 2.670 milljónir króna að markaðsverði í hlutafjárútboði Marels hf. sem lauk síðastliðinn föstudag. Umsjón með útboðinu hafði Búnaðarbankinn Verðbréf. Boðið var út nýtt hlutafé að nafn- verði 21.824.000 krónur á genginu 42 til forgangsréttarhafa, alls að markaðsverði 916.608.000 krónur. Því nemur umframáskrift tæplega 1.800 milljónum króna. Við skerð- ingu umframáskriftar var litið til eignar hvers og eins hluthafa. Ut- boðið var eingöngu til hluthafa Marels og var hlutafé því ekki boð- ið almenningi til sölu. Hlutafé eftir útboð er að nafn- verði 240.064.000 krónur. Tilgangur útboðsins er að fjármagna mikinn vöxt félagsins á síðastliðnu ári, styrkja eiginfjárstöðu þess og afla fjár til aukinnar markaðssóknar Marels á erlendan markað. Aukin markaðssókn fyrirtækisins mun fel- ast í því að styrkja dótturfélög þess, stofna ný sölu- og þjónustu- félög á næstu tveimur árum og fjár- festa í félögum í sömu grein með það að markmiði að auka markaðs- aðgang og/eða vöruúrval fyrirtækis- ins. riðum vaxtamunurinn. Kostnaður við að verja langtímaskuldir yrði því gríðarlegur og fyrirtæki nota slík tæki aðeins til að umbreyta hluta lána. Það er auðvelt að horfa aftur og benda á hvenær fyrirtæki hefði átt að framkvæma slíkar vamir og reikna út hagræðið en í raunveruleikanum er erfitt að sjá fyrir um þróunina. Þetta er miklu frekar spuming um lang- tímasjónarmið fyrirtækis, hvort rétt- lætanlegt sé að fjármagna reksturinn erlendis og taka á sig gengisáhætt- una eða að fjármagna reksturinn inn- anlands. Flest fyrirtæki blanda þessu saman og stýra þannig áhættunni." ísak segir að fyrii-tæki ættu og séu að nota gengisvamir að fullu á er- lendar skammtímahreyfingar. Þetta séu t.d. afborganir erlendra lang- tímalána, skammtímalán og erlendar tekjur og er þá horft jafnvel eitt ár fram í tímann. Gengistap á langtíma- lánum sé reiknuð fjárhæð, þ.e. bók- haldsleg, og sé því ekki til greiðslu en gengistap á skammtímalánum komi hins vegar til greiðslu og því sé mikil- vægt að stunda virka gengisstýringu á þessum liðum. Hann segir að þessi hlið gengisvama sé flóknari í fram- kvæmd en að sama skapi mjög mikil- væg fyrir afkomu fyrirtækja. Gengisvamir hefðu haft áhrif á handbært fé „Eimskip skuldar um 12 milljarða króna í langtímalánum. Því er ljóst að bókhaldslegt tap fyrirtækisins verður vemlegt á þessu ári. Ef Eimskip hefði ákveðið að verja langtímaskuldir gegn gengisbreytingum á þessu ári hefði fyrirtækið þurft að greiða vaxtamun í eitt ár, þ.e. 6-6%, eða 600-700 milljónir króna. Þetta þarf að bera saman við 1.000 milijóna króna gengistap. Mikilvægt atriði hér er að kostnaðinn við gengisvamimar hefði fyrirtækið þurft að greiða en bók- haldslegt (reiknað) gengistap er ekki til greiðslu. Gengisvamimar hefðu því haft gríðarleg áhrif á handbært fé fyrirtækisins. Einnig er ljóst að slíkar vamir hefðu haft slæm áhrif á gengi krónunnar." ísak segir að á síðustu þremur ár- um hafi fyrirtæki með erlend lán sveiflast úr því að hafa mikinn bók- haldslegan gengishagnað í það að vera með gengistap á þessu ári. „Landsbankinn hafði uppi þau rök þegar fyrirtæki höfðu hagnast vem- lega á síðari hluta ársins 1999 að þau ættu að nota hluta þess gengishagn- aðar til að minnka vægi erlendra skulda. Rökin vom þau að markmið fyrirtækis með erlendri lántöku sé að nýta vaxtamuninn. Gengishagnaður er því bónus sem fyrirtæki reiknar ekki með og til að jafna sveiflur notar fyrirtækið hluta gengishagnaðarins til að minnka áhrif hugsanlegra nei- kvæðra gengisbreytinga á fyrirtækið. Fyrir stórt fyrirtæki eins og Eimskip er slík aðferðarfræði þó erfið í fram- kvæmd þar sem gjaldeyrismarkaður hér á landi er lítill,“ segir ísak. Eimskip er með virka stýringu á skuldum Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, segir að ástæðan fyr- ir gengistapi Eimskips sé sú að skuld- ir félagsins séu að stærstum hluta í erlendum myntum og þegar íslenska krónan veikist þá hækki skuldimar. Hér sé um að ræða bókfært gengis- tap sem ekki hafi áhrif á greiðslu- streymi ársins. Vextir á erlendum lánum séu mun lægri en á lánum í ís- lenskum krónum og komi það vaxta- hagræði fram í lægri vaxtagreiðslum hjá félaginu. „Eimskip er með virka stýringu á skuldum félagsins í takt við körfu ís- lensku krónunnar og notar meðal annars afleiður til að lágmarka vaxta- kostnað og gengismun," segir Ingi- mundur. „Ef varið væri gagnvart öll- um gengissveiflum íslensku krón- unnar myndi kostnaðurinn því samfara vera sambærilegur við það að skuldir félagsins væru í íslenskum krónum. Vegna smæðar markaðarins á íslandi er það kostnaðarsamt að skuldsetja stórt fyrirtæki eins og Eimskip í íslenskum krónum auk þess að yfirleitt er boðið upp á hag- stæðari kjör á erlendum mörkuðum. Skuldastýring Eimskips hefur á heildina litið gengið vel undanfarin ár og telur félagið það vera rétta stefnu þegar til langs tíma er litið að skuld- setja fyrirtækið að stórum hluta í er- lendum myntum, þrátt fyrir að ekki hafi gengið eins vel undanfarna mán- uði og oft áður.“ Ingimundur segir að meðal fjár- magnskostnaður félagsins frá 1995 til 1999, ef tekið er tillit til vaxtakostnað- ar og gengismunar, hafi einungis ver- ið um 4,8% sem sé töluvert lægra en sambærilegur fjármagnskostaður í íslenskum krónum. Á þessu ári megi gera ráð fyrir því að fjármagnskostn- aður félagsins verði eitthvað hærri en fjármagnskostnaður í krónum þar sem veildng krónunnar hafi verið meiri en sem nemur vaxtamun milli íslands og útlanda. „Einnig þarf að hafa í huga að gjaldskrá Eimskips er að stórum hluta í erlendum myntum og því hef- ur veiking krónunnar jákvæð áhrif á tekjumyndun félagsins þótt þess verði ekki vart í bókfærðum gengis- mun,“ segir Ingimundur. Hluthafafundur Samvinnuferða-Landsýn hf. verður haldinn föstudaginn 15. desember 2000 kl. 16:00, Sætúni 1. Dagskrá. Tillaga til breytinga á 4. grein samþykkta félagsins. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og önnur gögn skv. 2. mgr. 33. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins við Sætún 1 Reykjavík, viku fyrir fundinn. Fundargögn verða afhent í upphafi fundar. Samvinnuferðir Landsýn Bjargvœtturinn! Psion 7 er margverðlaunuð fyrir áreiðanleika og frábæra hönnun. fslenskt lyklaborð, stór litaskjár og rafhlaða sem dugir í 8.5 klukkustundir. Ritvinnsla, töflureiknir, tölvupóstur, internetvafri og dagbók, allt samhæft við PC. Rétta handtölvan fyrir skrifstofumenn, skólafólk og alla sem eru á ferðinni. u mmmm CD ö DC P S 1 0 N Þessir aöilar selja Psion handtölvur: ACO | Árvirkinn, Selfossi Fríhöfnin Gagnabanki Islands Hátækni Hugver Kaliber, Kringlunnl * Penninn - Skrifstofuvömr Smith & Norland Tal Tæknival KLIK® www.kllkk.ls Sími: 57 57 404 Þú þarft á henni að halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.