Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 66
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN mt- Um fargjöld Flugleiða ÞAÐ er einkar at- hyglisvert að fylgjast með og bera saman skeyti sem send eru út á mismunandi tölvupóstlista Flug- leiða. Ég hef í vetur fylgst með tveimur póstlistum: Annars vegar Netklúbbnum og hins vegar Lucky Fares. Eins og nöfnin gefa til kynna þá er Netklúbburinn ætlað- ur Islendingum en Lucky Fares ætlaður útlendingum (raunar Bandaríkjamönnum að því er ég kemst næst). Það athyglisverðasta sem kemur í ljós þegar tilboðin á þessum tveimur póstlistum eru borin sam- an er sá gríðarlegi munur sem er á tilboðum á sömu flugleiðum eftir því í hvora áttina er flogið. Til dæmis hafa verið í gangi afar ákjósanleg tilboð í haust á flugi frá ■’Voandarískum borgum til Keflavík- ur og til baka fyrir á bilinu $200- $300. Á hinn bóginn hefur ekki ver- ið boðið upp á nein sambærileg til- boð á flugi frá Keflavík til Boston eða New York og til baka á þessum tíma. Þannig kostaði flugfarið KEF-JFK-KEF frá helmingi meira og upp í fjórum sinnum meira en flugfarið JFK-KEF-JFK mestan part október og nóvember. Einnig hafa verið í boði af- sláttarfargjöld á flug- leiðinni JFK-KEF- JFK fyrir tímabilið 15. janúar til 27. mars á $250 án þess að sam- bærileg fargjöld byð- ust á flugleiðinni KEF-JFK-KEF. Einn bandarískur kunningi minn benti mér á það þegar ég sagði honum frá þessu að það væri ef til vill ódýrara að Jón kaupa tvo JKF-KEF- Steinsson JFK hringi og henda tveimur af flugleggj- unum fjórum og búa þannig til KEF-JFK-KEF miða en að kaupa Flug Gríðarlegur munur, segír Jón Steinsson, er á tilboðum á sömu flug- leiðum eftir því í hvora áttina er flogið. KEF-JFK-KEF miða. Ég hef enn ekki skoðað þetta í þaula en það er a.m.k. alveg á hreinu að það er ekki hægt að kaupa KEF-JFK-KEF hring á undir $500, hvað þá á $250. Flugleiðir er auðvitað einokun- arfyrirtæki á flugleiðinni KEF- JFK-KEF og því er í rauninni ekk- ert sem hægt er að gera í þessu. Og það á í rauninni ekkert að koma manni á óvart að þetta sé svona. Svona hegða einokunarfyrirtæki sér a.m.k. í kennslubókunum. Flugleiðir sjá sér einfaldlega hag í því að láta ílug frá íslandi kosta helmingi meira en flug til íslands. Þessi hegðun Flugleiða ætti ef til vill helst að kenna okkur að meta þá litlu samkeppni sem ríkir á öðr- um mörkuðum á íslandi. Á flestum þeirra er þó a.m.k. fákeppni. Höfundur er hagfræðingur. Pöntun afgreidd HIN svokallaða „sáttanefnd", sem vinnur að endurskoð- un laga um stjórn físk- veiða að nafninu til, sneri sér til Þjóðhags- stofnunar í ársbyijun 2000 og bað um að hún gerði úttekt á áhrifum mismunandi fiskveiði- stjórnkerfa á byggða- þróun. Greinarhöfund- ur hefir ekki séð þá úttekt en af útdrætti, sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 30. nóv. sl., verður ekki séð að neinn samanburður hafi verið gerður á kerfum, heldur látið við það sitja að skila áliti sem „fræðimenn" Þjóð- hagsstofnunar vissu að ætlazt var til: Að núverandi gripdeildarkerfi í sjávarútvegi hefði engin áhrif á bú- ferlaflutninga í landinu. Þá vita menn það og Morgun- blaðið líka, enda fyrst með fréttim- ar, og sló upp á baksíðu þann sama dag: „Samband kvótakerfis og bú- ferlaflutninga: Ekki orsakasam- hengi.“ Þá vita menn það. Á þriðja áratug aldarinnar urðu áróðursmeistarar Þriðja ríkisins frægir fyrir áróðurstækni sína og áróðursaðstöðu þegar þeim tókst að brjála tugmilljóna þjóð. Segja svart hvítt svo trúað yrði og snúa öllum staðreyndum við sér í hag og gera svörtustu lygi að hvítum sannleika. Að sagan endurtaki sig er á stundum raunaleg staðreynd. Ekkert, nákvæmlega ekkert, sem sagt er um stjórn íslenzkra fisk- veiða af hálfu valdhafa og aftan- íossa þeirra er sannleikanum sam- kvæmt. Öllu er hagrætt með peningum hins nýja auðvalds sem náð hefir undirtökum í íslenzku þjóðlífi fyrir atbeina Sjálfstæðis- flokksins sérstaklega. Allir fjölmiðl- ar eru þjónar þess og þernur og Ijúga hver í kapp við annan upp á kaupeyri auðvaldsherranna. Skemmst er að minnast sjávarút- vegsþátta „bisnessmannsins“ Páls Sverrir Hermannsson Benediktssonar í Sjónvarpinu, þar sem „Um allar sagnir hall- ast hann mjög til, en ló frá víða“ svo vitnað sé til orða Gunnars Lambasonar um Njálubrennu og missti hann enda höfuðið að sögulaunum. Göbbels hinn þýzki hefði verið stoltur af lærisveinum sínum hjá íslenzkum valdhöfum í áróðurstækninni og ekki síður ánægður með þjónustulipurð og skilning ríkisstofnunar eins og Þjóðhagsstofn- unarinnar íslenzku á hlutverki sínu og skyldum við þá sem með völdin fara. Ekki verða hér og nú eltar ólar við einstök atriði í þessari af- greiðslu Þjóðhagsstofnunar til handa „sáttanefndinni" svokölluðu en þess beðið að fá að berja þjón- ustuna augum. Til þess að lýsa fyrir venjulegu fólki hver áhrif fiskveiði hefir á vöxt og viðgang þorpa og bæja hringinn í kringum ísland, nægir að benda á þá óhrekjanlegu stað- reynd að enginn þéttbýliskjarni að kalla hefði myndast við sjávarsíð- una nema fyrir það að staðurinn lá vel við fiskveiðum. Öll lífæð þeirra lá og liggur út í sjó. Svo komast þjónarnir í Þjóðhagsstofnun að þeirri niðurstöðu, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, að möguleikar þeirra til að sækja sjó skipti ekki máli í sambandi við hina gífurlegu byggðaröskun sem við stöndum frammi fyrir! Hér fer á eftir niðurlag fréttar blaðsins: „I greinargerðinni segir að ljóst sé að þróun sjávarútvegsins hafi haft áhrif á þróun byggðar í landinu en að orsakasamband þessara þátta sé flókið. Mjög erf- itt sé að draga þátt fiskveiði- stjórnunarkerfisins sjálfs út úr þessu sambandi. Það hafi verið hugsað sem leið til að auka hag- kvæmni í atvinnugreininni og tryggja viðgang hennar til lengri tíma. Ekki verði séð að rekja megi til fiskveiðistjórnunarkerf- isins sjálfs meginskýringu á hin- um miklu búferlaflutningum frá landsbyggð til höfuðborgarsvæð- is sem einkennt hafa búsetuþró- unina. Útgerð og framleiðsla hafi fyrst og fremst færst milli staða á landsbyggðinni eftir því sem hagkvæmt hefur þótt.“ Við þetta þarf engu að bæta fyrir fólk með fullu viti nema því til skýringar, að síðasti málaliðurinn er hrein og ómenguð ósannindi. Út- gerð og framleiðsla hefir ekki færzt milli staða á landsbyggðinni eftir Kvótinn Sægreífarnir, segir Sverrír Hermannsson, munu ofan í kaupið hafa skotið undan 50 þúsund milljónum til útlanda. því sem hagkvæmt hefir þótt, held- ur eftir því hverjir fengu stærsta gjafakvótann og höfðu þannig efni á að kaupa hina upp. Og hag- kvæmnin og hagræðingin í öllu dæminu lýsir sér bezt í því, að skuldir sjávarútvegsins hafa aukizt um 80 þúsund milljónir króna síð- ustu fimm árin og stefna óðfluga í 200 þúsund milljónir samtals. Það er þess vegna sem stórkvótagreif- inn og formaður Framsóknar- flokksins vill hleypa erlendum auð- hringjum inn í íslenzka fiskveiðilandhelgi af því sem nú fer að sneiðast um fjármagn í kvóta- braskið. Sægreifarnir munu ofan í kaupið hafa skotið undan 50 þúsund milljónum til útlanda, skattlausum, og prísa sig sæla. Hinn 1. desember lauk leiðara Morgunblaðsins með þessum orð- um: „Pólitísk sjónarmið eiga vissu- lega rétt á sér en pólitísk sjónar- mið, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum eða efnislegum rökum, eru forkastanleg." Þessi orð eiga vel við skýrslu Þjóðhagsstofnunar eins og frá henni var sagt deginum áður í sama blaði. Höfundur er formaður Frjáislynda flokksins. •i Bókavefur á mbl.is Á mbl.is er að finna bókavef þar sem nær allar útgefnar bækur síðustu ára eru kynntar. Þar eru einnig umsagnir um bækur og fréttir af útgáfum. Smelltu þér á mbl.js og finndu jólabókina í ár! ... MMpT|.jyrriT'i I **•/,* **^ * ' r ' * BÆKUR A mbl.is r. sóuwnuR Piá Echinacea+ l'ŒSSÍÍ' V Öflug vörn apótekiim Vib ábyrgjumst MEiRA Reyndu Apollo2000 Káre A. Nilsen, sérfrœöingur í apollo hári veröur meö kynningu og ráögjöf fyrir þá, sem hafa áhuga á APOLLO A.C.R. (Apollo Cosmetic Reconstruction) og afþví tilefni veitum viö 10% kynningarafslátt. Allar upplýsingar eru veittar, í fullum trúnaöi og án allra skuldbindinga, laugardag 9. og sunnudag 10. desember. Allar upplýsingar fást hjá Apollo-hár, í síma 552 2099. ApoUo hárstíutíó Hringbraut 119 „HAIR, SVSTEMS ^Nýtt - rrýtt Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fðs. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.