Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag framhaldsskólakennara gagnrýnir nýtt launatilboð samninganefndar rfkisins „V erra en þeir svart- sýnustu áttu von á“ Samninganefnd framhaldsskólakennara segist hafa slakað frá fyrri kröfum sínum um 10% í tilboði til samninganefndar ríkis- ins sl. sunnudag en sakar ríkið um að sýna lítinn samningsvilja í gagntilboði sem lagt var fram 6. desember. Formaður félagsins segir tilboð ríkisins verra en þeir svart- sýnustu hafí átt von á. FORYSTUMENN samninganefnd- ar Félags framhaldsskólakennara (FF) segja að enn beri mikið í milli í kjaradeilunni við samninganefnd rík- isins (SNR) og sökuðu ríkisstjómina um að sýna lítinn samningsvilja á fréttamannafundi sem FF boðaði til í gær. Samninganefnd kennara telur sig hafa slakað á íyrri kröfum sínum um 10% í tilboði sem hún lagði fyrir viðsemjendur sína sl. sunnudag en telur að allt of skammt sé gengið til móts við kröfur þeirra í gagntilboði, sem SNR lagði fram sl. miðvikudag. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að ríkið meti kostnaðarauka með launatilboði sínu á um 10%. Að mati framhaldsskólakennara er um 11- 12% mismunur á tilboðum sem deilu- aðilar hafa lagt fram um meðaldag- vinnulaun kennara. „Þessi kjaradeila er auðvitað fyrst og fremst pólitísk“ Elna Katrín segir að gagntilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fyr- ir kennara sl. miðvikudag komi á óvart og sýni lítinn samningsvilja rík- isstjómarinnar í þessari kjaradeilu. „Þessi kjaradeila er auðvitað fyrst og fremst pólitísk og ber ekki að líta á samninganefnd ríkisins sem höfuð- fjandmenn kennara í þessari deilu. Það eru alveg örugglega þeirra yfir- boðarar sem stýra þessari för,“ sagði Elna Katrín Jónsdóttii', formaður FF. „Það er okkar mat að ríkið hefði gert betur í því að einbeita sér að því að leysa þessa kjaradeilu með því að bakka með eitthvað sem okkur finnst allt að því trúarbrögð. Það er að hækka vinnuskyldu og bjóða yfirdrif- ið langan samningstíma. Ríkið ætti frekar að reyna að ná saman við kennara um launaleiðréttingu. í til- boði okkar frá 3. desember felst tölu- verð slökun frá því sem áður var, eða um 10%. Launakröfur okkar hafa alltaf snúist um jöfnun meðaldagvinnu- launa við félaga í BHM. Það er rangt að álíta að tölur og prósentur hafi ver- ið heilagar í okkar kröfum. Við erum fyrst og fremst að tala um sömu launastefnu gagnvart framhalds- skólakennurum og öðrum háskóla- menntuðum launþegum hjá ríkinu,“ sagði hún. Framhaldsskólakennarar vilja semja til 31. desember 2002 FF kynnti á fréttamannafundinum í gær stöðu samningaviðræðnanna, tilboð sem samninganefnd FF lagði fyrir samninganefnd ríkisins sl. sunnudag og mat samninganefndar framhaldsskólakennara á gagntilboði SNR frá 6. desember. Samninganefnd FF leggur til að samið verði til 31. desember 2002. í gagntilboði SNR er lagt til að samið verði fram á mitt ár 2004. Fram kom á fréttamannafundinum að samn- inganefnd kennara fellst ekki á nein- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forystumenn Félags framhaldsskólakennara gerðu grein fyrir stöðu kjaradeilunnar á fréttamannafundi í gær. F.v.: Helgi E. Helgason, upplýsinga- og kynningarfulltrúi, Elna Katrín Jónsdóttir formaður og Hjördís Þor- geirsdóttir, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. ar breytingar á kennsluskyldu, hvorki tU hækkunar né lækkunar, en leggur áherslu á tilfærslu úr yfir- vinnu í dagvinnu eftir öðrum leiðum. í tilboði FF er gert ráð fyrir gagn- gerum breytingum á skólastarfi, m.a. vegna aukinna krafna samfélagsins til framhaldsskólans um þjónustu við breiðan hóp nemenda, grundvallar- markmiðs nýrrar aðalnámskrár, breytts fyrirkomulags og árangurs- tengingar fjárveitinga og lögfesting- ar starfsskyldna um innra og ytra mat. Kreljast 200 þús. kr. meðal- dagvinnulauna 1. ágúst 2001 ,Annað meginmarkmið er að með- aldagvinnulaun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum nái meðaltali dag- vinnulauna innan Bandalags háskóla- manna eigi síðar en 1. ágúst 2001. Launaþróun verði a.m.k. sambærileg við laun annarra háskólamanna hjá ríki til loka samningstíma og stefnt verði að sambærilegu hlutfalli dag- vinnulauna af heildarlaunum og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkis- starfsmönnum," segir í yfirlýsingu FF. Til að ná þessu markmiði 1. ágúst 2001 er gerð krafa um almennar taxtahækkanir samsvarandi hækk- unum á almennum markaði. Gera framhaldsskólakennarar ráð fyrir yf- irfærslu úr yfirvinnu í dagvinnu með því að færa greiðslur vegna yfirferðar úrlausna nemenda, umsjónar með bekkjardeildum/nemendahópum, breytinga á tímamagni til deildar- stjómar og lækkunar yfirvinnustuð- uls inn í grunnlaunin ef samkomulag næst um kostnaðarmat. Krafa er einnig gerð um endurmat á störfum vegna nýrrar aðalnámskrár. Lagt er til að tekið verði upp nýtt launakerfi hinn 1. ágúst 2001, með breyttri launatöflu og endurskOgreiningu starfa inn í ramma og flokka eftir menntun, ábyrgð og starfs- reynslu. Samhliða er miðað við að takmarkið um jöfnun dagvinnulauna við meðaltal annarra háskólamanna hjá ríki náist og er í samningstillögu FF gert ráð fyrir að meðaldagvinnu- launin verði þá komin í um 200.000 kr. á mánuði. Samninganefnd FF leggur til að meginmarkmiðum um hækkun dag- vinnulauna verði náð með þrenns konar breytingum. í fyrsta lagi með 13,9% hækkun launataxta „svipað og gert hefur verið í samningum á al- mennum markaði“, segir í fréttatil- kynningu FF. í öðru lagi verði markmiðum náð með tilfærslu úr yf- irvinnu í dagvinnu og með launaleið- réttingu, sem leiða myndi til 22% launabreytingar, og í þriðja lagi með launabreytingum vegna endurskil- greiningar á störfum og nýju launa- keríi, sem fæli í sér alls 13% hækkun. Samninganefnd FF telur að þetta tilboð þýði að laun nýútskrifaðs framhaldsskólakennara yrðu um 131 þúsund kr. frá 3. desember sl. og meðaldagvinnulaun framhalds- skólakennara yrðu 163 þús. kr. á mánuði frá og með 1. janúar næst- komandi. Frá 1. júní 2001 yrðu laun nýút- skrifaðs kennara rúm 144 þús. Iu\ á mánuði og meðallaun framhalds- skólakennara rúm 179 þús. kr. frá sama tíma. Frá 1. ágúst á næsta ári, þegar nýtt launakerfi tæki gildi, yrðu laun nýútskrifaðs kennara 160-165 þús. kr. og meðaldagvinnulaun kenn- ara um 200 þús. kr. á mánuði. Þá er lagt til að frá 1. janúar 2002 verði 4% taxtahækkun og yrðu laun nýútskrifaðs fi-amhaldsskólakennara þá komin í tæplega 170 þús. kr. og meðaldagvinnulaun kennara yrðu um 210 þús. kr. að mati samninganefndar FF. Síðasta taxtahækkunin á samn- ingstímanum, skv. tilboði FF, kæmi svo 1. október 2002. Þá ættu laun ný- útskrifaðs framhaldsskólakennara að verða um 175 þús. kr. og meðaldag- vinnulaun kennara 217 þús. kr. á mánuði. Kostnaðarauki af nýju tilboði metinn á um 400 millj. Forystumenn kennara kynntu einnig mat sitt á gagntilboði sem samninganefnd ríkisins lagði fram 6. desember en íram kom á fundinum að kennarar hafa ekki ákveðið hvem- ig því tilboði verður svarað. „Við höfum ekki svarað tilboði rík- isins og höfum heldur ekki tekið ákvörðun um næsta skref. Ríkið met- ur kostnaðarauka ríkissjóðs með þessu nýja launatilboði sínu upp á 10% eða um 400 milljónir króna. Þetta tilboð ber vott um lítinn samn- ingsvilja og er í raun verra en svartsýnustu menn áttu von á,“ sagði Elna Katrín. Að mati FF felast í gagntilboði samninganefndar ríkisins í fyrsta lagi 13,65% taxtahækkanir á tímabilinu frá 1. nóv- ember 2000 til 1. apríl 2004. í öðru lagi til- færslur úr yfirvinnu í dagvinnu sem nema um 15% og loks endurmat á störfum í nýju launakerfi, sem felur í sér 7-10% launabreytingu, að mati kennara. Samninganefnd kennara hafnar þessu tilboði ríkisins. „Félag fram- haldsskólakennara telur að í tilboði SNR frá 6. desember felist ekki lausn á yfirstandandi kjaradeilu. Helstu ástæður þess eru að mati félagsins eftirfarandi: 1. Framhaldsskólar yrðu m.v. launatölur í tilboði SNR ekki sam- keppnisfærir um starfskrafta vel menntaðra starfsmanna hvorki við aðrar ríkisstofnanir né annan vinnu- markað. 2. SNR byggir inn í tilboð sitt óásættanlega starfskjararýrnun þar sem í tilboðinu er lagt til að hækka kennsluskyldu í framhaldsskólum þ.e. að fjölga þeim kennslustundum á viku sem kennari þarf að skila til þess að gegna fullu starfi. 3. SNR setur í tilboði sínu fram út- gáfu af nýju launakerfi sem hefur þann meginágalla að launarammar eru svo þröngir að nánast er fyrir- fram útilokað að rými skapist til að meta ný störf eða mæta nýjum kröf- um með launaröðun. Einnig útilokar þetta nær alveg svigrúm fyrir launa- skrið á samningstíma. 4. SNR leggur til mun lengri samn- ingstíma en ásættanlegt er fyrir kennara án þess að bjóða laun á tíma- bilinu sem eru líkleg til þess að halda í við samanburðarhópa eða tryggingar gegn því að kennarar sitji aftur eftir í launaþróun," segir í yfirlýsingu FF, sem lögð var fram á fréttamanna- fundinum. Að mati kennara hefði til- boð SNR í för með sér að nýútskrif- aður framhaldsskólakennari með BA- eða BS-próf og kennsluréttindi fengi 124.897 kr. í mánaðarlaun fyrir fullt starf við kennslu frá 1. janúar 2001. Mánaðarlaun hans yrðu komin í 146.839 kr. 1. ágúst 2001,153.000 kr. 1. janúar 2002,157.000 1. janúar 2003 og 158.000 frá og með 1. janúar 2004. Gagntilboð SNR þýðir ennfremur að meðaldagvinnulaun kennara fyrir fullt starf við kennslu yrðu, að mati FF, 154.660 á mánuði 1. janúar 2001, 181.830 kr. 1. ágúst 2001,189.103 kr. 1. jan. 2002,194.304 kr. 1. jan. 2003 og 196.247 kr.l.jan. 2004. „Félagið telur að mismunur á með- aldagvinnulaunum miðað við 1. októ- ber 2002 skv. tilboði FF frá 3. desem- ber og tilboði ríkisins m.v. 1. janúar 2003 sé 11-12% eða m.ö.o. að ofan á meðaldagvinnulaun skv. SNR 1. jan- úar 2003 kr. 194.000 þyrftu að leggj- ast tæp 12% til þess að ná 217.000 kr. tölu FF frá 1. október 2002,“ segir í yfirlýsingu FF. Bentu forsvarsmenn félagsins þó á að hafa yrði ýmsa fyrir- vara á slíkum samanburði, m.a. legðu samningsaðilar til mismunandi mikl- ar tilfærslur úr yfirvinnu yfir í dag- vinnu. Segja samningamál kennara í sérstöðu miðað við aðra Elna Katrín var spurð hvort kenn- arar tækju tillit til þeirra áhrifa sem hugsanlega launahækkanir til þeirra myndu hafa á samninga annarra hópa sem enn eiga ósamið og á störf launa- nefndar almenna vinnumarkaðarins. „Við höfum lagt mikla áherslu á að sérstaða þessara kjarasamninga er mikil. Þetta eru ekki bara orðin tóm. Sérstaðan felst í því að þeir tugir stéttarfélaga innan Bandalags há- skólamanna sem alla tíð hafa verið bomir saman við framhaldsskólann í launum hafa sem betur fer náð bættri launasetningu á tímabilinu. Ef sami samanburður er notaður og ríkið hef- ur ætíð beitt í kjarasamningum, þá ber af þeirri ástæðu einfaldlega að leiðrétta þessi laun til þess að fram- haldsskólinn haldi í við aðrar stofnan- ir. í annan stað er það líka sérstakt við þessa kjarasamninga að óvenju- miklar breytingar eru í deiglu í fram- haldsskólum landsins. Það gætir enn áhrifa framhaldsskólalaganna frá 1996, ný aðalnámskrá er að koma til framkvæmda þannig að það eru ýmis tilefni til endurmats á störfum kenn- ara sem ekki er endilega tíl að dreifa hjá öðrum hópum. Þannig þykir okk- ur mjög miður ef klifað er stöðugt á því að allir hljóti að gera kröfur um allt sem kennarar fá,“ svaraði hún. 11-12% munur á launatölum í til- boðum SNR og FF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.