Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um NATO-ríkin sex utan Evrópusambandsins Óttast að fjara muni undan samráði Reuters Tyrkneskir skriðdrekar á æfingu. Tyrkir og íslendingar eru meðal sex þjóða sem eru í NATO en utan ESB og krefjast þess að hafa áhrif á ákvarðanir Evrópustoðarinnar ef hún hyggst notfæra sér búnað NATO. ÖRYGGIS- og vamarmál Evrópu eru í mikilli gerjun og því erfitt að spá fyr- ir um stöðu mála eftir fimm eða tíu ár, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra en íslensk stjómvöld munu reyna að tryggja eftir getu hagsmuni íslands í þessu nýja ferli. Á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs í gær sagði Hall- dór að ijóst væri að hugmyndir Evrópusambandsins um svonefnda Evrópustoð, samstarf í vamarmálum og aukið framlag Evrópu tíl Atlants- hafsbandalagsins, NÁTO, myndu snerta með beinum hætti íslenska hagsmuni. Utanríkisráðherra sagði íslensk stjómvöld ávallt hafa fagnað viðleitni til að fmmkvæði Evrópulandanna á sviði vamarmála yrði eflt. „Fyrir ís- land skiptir mestu fyrirkomulag þátttöku evrópsku bandalagsríkjanna sex sem standa utan ESB í öryggis- og vamarsamstarfi sambandsins,“ sagði ráðherra í erindi sinu. Reynsla Atlantshafsbandalagsins, m.a. á Balk- anskaga, sýndi að þótt hemaðarlegt framlag sé forsenda aðgerða skipti pólitísk samstaða ekki síður máli. Sú samstaða næðist ekki í skyndingu þegar í harðbakkann slægi heldur yrði hún til með reglubundnu samráði og samstarfi á friðartímum, eins og gert væri í samvinnu NATO við ríki Mið- og Austur-Evrópu á vettvangi Evró- Atlantshafsráðsins, samstarfs í þágu fnðar og sérstaks samstarfs banda- lagsins við Rússland og Ukraínu. Hann sagði að nú væri rætt um til- högun samráðs ESB við NATO-rfldn sex utan sambandsins þegar sam- bandið tæki ákvörðun um hemaðar- aðgerðir. „Þegar að því kemur að tvö eða þijú ríki úr sex ríkja hópnum sem samráðið miðast við standa ein utan við ESB á sama hátt og raunin varð um pólitískt samráð EES þegar þijú EFTA/EES-ríkjanna fengu aðild að ESB óttast ég að óhjákvæmilega muni fjara undan mikilvægi samráðs- ins. Þá stöðu verðum við að horfast í augu við,“ sagði Halldór. Átökin á Balkanskaga kveikjan Halldór sagði að ESB-ríkin hefðu fyrir þremur árum tekið þá ákvörðun að móta sameiginlega öryggis- og vamarmálastefnu en skriður hefði komist á málið vegna átakanna á Balkanskaga. „Þótt munur á hemaðargetu Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar hafi öllum verið ljós varð það mikið áfall fyrir Evrópu- rfld þegar þeim tókst ekki að stilla til friðar í Bosníu án aðstoðar frá Banda- rflgunum," sagði Halldór. „Sá munur sem kom aftur í ljós þegar farið var í aðgerðir í Kosovo styrkti menn enn í þeirri fyrirætlan að vinna að því fyrir alvöru að auka hemaðargetu og i ILl ,| Iftij-q «... ^ "rukyrmimj föstudaginn 8. des. frákl. 14 til 18 Snyrtrfræðingur á staðnum ‘"SUSLÍSSÍHS! " ‘<'uv S mm; frumkvæði E\TÓpuríkja. Ekki verður þó séð hvemig takast skal að framkvæma þessi áform með lækkandi fremur en hækkandi útgjöldum til hermála en það er önnur saga.“ Ráðherra sagði að þótt framlög Evrópu- ríkjanna til vamarmála væm samanlagt um 70% af framlögum Bandaríkj- anna nýttist fé og liðsafli Evrópumanna mun verr. Þannig væri talið að sam- anlagði hemaðarmáttur- inn væri aðeins um 20% af styrk Bandaríkja- manna. Halldór minnti á að ríkisstjómin hefði ætlaði á næstu árum að koma upp 25 manna liði, íslensku friðar- gæslunni, sem ætti að vera reiðubúið til að taka þátt í ýmsum verkefnum á sviði alþjóðlegrar friðargæslu þegar árið 2003. Síðar yrði ijölgað í liðinu í 50 manns. í umræðum á fundinum sagði Halldór að því færi fjarri að um væri að ræða vísi að íslenskum her og hefðu íslendingar ávallt lagt áherslu á að eingöngu væri um framlag til friðsamlegra starfa að ræða af hálfú liðsins. Fyrirheit í Washington Hann sagði að á leiðtogafundi NATO vorið 1999 hefði bandalagið lýst yfir stuðningi við mótun Evrópu- stoðarinnar en einnig heitið aðgangi ESB að búnaði og liðsafla bandalags- ins. En sett hefðu verið ákveðin skil- yrði fyrir þeim aðgangi, m.a. fúll- nægjandi þátttaka evrópskra bandalagsríkja sem em utan ESB. Og sérstök áhersla væri lögð á að forðast tvíverknað í skipulagi og yfir- stjóm hugsanlegra friðaraðgerða. Þau mál væm enn óleyst og væm far- in að valda miklum áhyggjum hjá ráðamönnum Bandaríkjanna eins og fram hefði komið á fundi vamarmála- ráðherra NATO í vikunni. Islendingar hefðu alltaf lagt mesta áherslu á að hugmyndir um vamar- stefnu ESB yrðu ekki til að veikja tengslin yfir Átlantshafið og allar vís- bendingar um hugsanlega atburðarás af því tagi væm okkur því áhyggju- efni. NATO væri gmndvöllurinn að evrópsku vamarsamstarfi og vamar- samningurinn við Bandaríkin gegndi lykilhlutverki fyrir íslendinga, ekki væm fyrirsjáanlegar breytingar á þessu tvennu í náinni framtíð. Miðað við núverandi aðstæður væri ekki ástæða til að ætla að tengslin yfir haf- ið rofnuðu en íslendingar yrðu að stuðla eftír megni að áframhaldandi jafnvægi í þessum málum. „Eitt er víst að sú geijun sem nú á sér stað í öryggis- og vamarmálum getur haft veruleg áhrif á stöðu ís- lands. Með vaxandi samstarfi Evrópu mun Atlantshafsbandalagið breytast. Þar með er ekki sagt að það veikist. Sam- hliða aukinni Evrópu- samvinnu á sviði ör- yggis- og vamarmála verðum við að taka sem mestan þátt í því samstarfi ef við viljum halda því vægi sem við höfum haft í samstarfi vestrænna lýðræðis- ríkja í meira en hálfa öld.“ Sterk öfl vestanhafs vilja draga úr umsvif- um herafla Bandaríkj- anna erlendis. Morg- unblaðið spurði Hall- dór hvort hugsanlegt væri að þau fengju byr í seglin ef Evrópumenn öxluðu ekki þyngri byrðar í vamarsamstarfinu. „Það er ákaflega erfitt að spá nokkm um okkar stöðu í þessu sam- hengi en ég sé það ekki fyrir mér og þessi sameiginlega öryggis- og vam- arstefna gengur ekkert upp án Atlantshafsbandalagsins. Eg held að Evrópumenn og Bandaríkjamenn leggi svo mikið upp úr þessum tengsl- um og ég hygg að áður en þau slitni hafi nú mikið gengið á. Og báðir aðilar leggja mikið upp úr samstarfinu við Rússland, telja það lífsnauðsynlegt bæði fyrir Evrópu og Norður-Amer- íku.“ Vi\ja að efndir fylgi orðum Gunnar Pálsson, fastafulltrúi ís- lands hjá Atlantshafsbandalaginu í Bmssel, sat fund vamarmálaráðherr- anna á þriðjudag. Gunnar var spurður um ræðu vam- armálaráðherra Bandaríkjanna, Williams Cohens, á fundinum á þriðjudag og viðvörun hans til Evr- ópuríkjanna. Hann sagði ráðherrann vissulega hafa talað tæpitungulaust en viðvömnin hefði verið rökrétt framhald af málflutningi Banda- ríkjanna frá því að leiðtogafundur NATO var haldinn í Washington vor- ið 1999. „Þeir em einfaldlega að segja að þeir vilji efndir en ekki eingöngu orð. Þeir hafa auðvitað lýst fullum stuðn- ingi við þetta fmmkvæði ESB-ríkj- anna og em að sumu leyti frumkvöðl- TVEIR breskir vísindamenn segjast hafa fengið fyrir því sannanir, að ís- inn á norðurskauti sé á hröðu undan- haldi. Nefna þeir sem dæmi Fram- sund milli Svalbarða og Grænlands og segja, að þar hafi íshellan þynnst næstum um helming á tveimur ára- tugum. Vísindamennirnir, dr. Peter Wad- hams og dr. Norman Davis, sögðu í viðtali við BBC, breska ríkisútvarp- ið, að ísinn á Fram-sundi hefði þynnst um 43% á umræddu tímabili samkvæmt mælingum, sem gerðar vom um borð í breskum kafbátum frá 1976 til 1996. Segja þeir, að mæl- ingamar hafl alltaf verið gerðar á sömu stöðum og þvi fari ekkert á ar að því. Bandaríkjamenn vilja að Evrópuríkin taki á sig meiri byrðar og aukna ábyrgð. En jafnframt hafa þeir lagt á það mikla áherslu að ESB- rfldn þyrftu að standa við yfirlýsingar sínar og hrinda í framkvæmd áform- unum um aukið bolmagn á hemaðar- sviðinu. Þetta er eðlilegt vegna þess að Bandaríkin hafa til þessa þurft að bera æði þungar byrðar á þessu sviði. Allir em sammála um það, Banda- ríkjamenn, Kanadamenn og Evrópu- sambandsþjóðimar, að stuðla beri að réttlátari skiptingu byrðarinnar. Og ég efast ekki um að þegar á hólminn kemur muni allir, einnig Frakkar, vilja standa vörð um Atlantshafssam- starfið. Allir vita að ef upp kemur stórt viðfangsefni í öryggis- og vam- armálum Evrópu verða Bandaríkja- menn og Kanadamenn að vera virkir þátttakendur.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki vera í vafa um að Evrópustoðin muni til langs tíma litið verða til að veikja NATO. En hann hefúr fúlla trú á því að þeir sem vilji halda áfram sam- starfinu yfir hafið muni hafa betur en þeir sem vilji draga úr því eða binda enda á það. Jafnvel þótt ESB efli eigið sjálfstætt vamarsamstarf verði ávallt náin tengsl milli þess og NATO. „Ég sat mörg þing Vestur-Evrópu- sambandsins og lenti stundum í orra- hríð við fulltrúa Frakka vegna þess að ég lagðist gegn þessari þróun þá. Frakkar virðast hafa það markmið að efla umsvif ESB á sviði öryggis- og vamarmála þannig að í fyllingu tím- ans verði til sérstakt vamarbandalag sem verði lítt tengt og jafnvel óháð NATO. Við munum fylgjast með þróuninni í ESB og það er alveg ljóst að ein- hvem tíma á næstu áratugum mun- um við hugsanlega ganga í samband- ið. Við myndum taka þátt í því samstarfi af fúllum ki-afti en án þess að slíta tengslin við NATO. Ég held að þótt til séu öfl beggja vegna Atl- antshafsins sem vilja draga úr vam- arsamvinnunni muni þeir sem eru annarrar skoðunar, eins og obbi ís- lenskra stjómmálamanna er, einnig ríkisstjómir Breta, úr hvaða flokki sem þær koma, verða ofan á,“ sagði Össur Skarphéðinsson. milli mála. Sé niðurstaðan sú sama og hjá Bandaríkjamönnum en þeir vom með sínar mælingar á milli norðurpólsins og Beringssunds. Ekki er vitað hvað þessu veldur en marga gmnar, að um megi kenna gróðurhúsaástandinu svokallaða, auknum hita á jörðinni vegna meng- unar. Aðrir benda á náttúmlegt veð- urfyrirbrigði, sem kallast Norður- heimskautssveiflan, en það veldur því, að loftþrýstingur yfir pólnum ýmist lækkar eða hækkar. Bresku vísindamennirnir segjast óttast, að hver sem ástæðan sé, geti þessar breytingar haft mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér á norðurslóðum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Isinn á undanhaldi á N orðurheimskautinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.