Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 97,5% hlutafjár í AX-hugbúnaðarhúsi selt til Danmerkur Opnar nýja mögu- leika á dreifileiðum UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um sölu á um 97,5% hlutafjár í AX hugbúnaðarhúsi hf. til danska hugbúnaðarfyrirtækisins Columbus IT Partner AS. Hluthaf- ar í AX fá greitt með nýjum hluta- bréfum í Columbus og nemur eign- arhlutur íslensku hluthafanna eftir þá hlutafjáraukningu 10,5%. Sam- hliða sölu á AX til Columbus hafa Opin kerfi hf. og Talenta-Hátækni hf. ákveðið að auka hluti sinn í Columbus um sem nemur 250 mil- Ijónum króna. Stærstu hluthafar í AX eru Skýrr hf. með 38,69% eignarhlut, Talenta- Hátækni hf. 13,55% og Opin kerfi hf. 11,38%. í tilkynningu frá fyrir- tækjunum þremur segir að Columb- us IT Partner AS sé stærsti einstaki sölu- og þjónustuaðili á Damgaard XAL/Axapta viðskiptalausnum í heiminum. Columbus sé með starf- semi í 24 löndum víðs vegar um heiminn og hafi velta fyrirtækisins numið um 582 milljónum danskra króna á síðasta ári. Þá segir að með því að AX gerist hluti af Columbus opni það nýja möguleika á dreifileið- um innan Columbus fyrir ýmsar sérlausnir AX. Um 110 manns starfa hjá AX hugbúnaðarhúsi. Gott viðskiptatækifæri Frosti Bergsson, stjórnarformað- ur AX hugbúnaðarhúss, segir að AX hafi verið með skrifstofu í Dan- mörku frá árinu 1999 og selt þar hugbúnaðarlausn fyrir verslana- keðjur. Columbus hafi sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið og vilji jafn- framt leggja sérstaka áherslu á sölu á vörum þess. „Við álitum þetta skynsamlegan valkost þar sem það kostar mikla fjármuni að standa að kynningu á hugbúnaði sem þessum á mörkuðum erlendis. í öðru lagi hefur Columbus þróað ýmsar lausn- ir sem við teljum að eigi erindi á ís- lenska markaðinn. í þriðja lagi má nefna að hlutabréfamarkaðurinn fyrir hugbúnaðarfyrirtæki hefur hrunið á árinu. Við litum þannig á að með því að renna AX hugbúnaðar- húsi inn í Columbus, kaupa viðbót- arhlutafé fyrir 250 milljónir í félag- inu og vinna með stofnanda félagsins væri gott viðskiptatæki- færi.“ Frosti segir að AX hugbúnaðar- hús fái einn stjórnarmann í fjögurra manna stjórn Columbus. Michael Gaardboe, aðaleigandi og framkvæmdastjóri Columbus, segir að af þeim sem fyrirtækið væri í samkeppni við væri AX hugbúnað- arhús tæknilega best. Um leið og kaupin á AX styrki stöðu Columbus verji þau einnig hagsmuni fyrirtæk- isins. Columbus var stofnað fyrir ellefu árum og hefur vaxið hratt. Undan- farið hálft annað ár hefur þó reynst því erfitt segir Gaardboe, en tap hefur verið á rekstrinum. Kveðst hann þess fullviss að með kaupunum á Ax muni takast að snúa því við. AX hefur þróað og selt viðskipta- hugbúnaðinn Retail Suite, m.a. til Skeljungs á íslandi og DK Benzin, Ide Mpbler, Matas og Hattings í Danmörku. Hyggst Columbus nú markaðssetja forritið í þeim lönd- um, þar sem dótturfyrirtæki þess eru staðsett. Um 860 starfsmenn og er gert ráð fyrir að við kaupin á AX verði starfsmenn um 1.000 talsins í árslok. Columbus er skráð á hluta- bréfamarkaðnum í Kaupmanna- höfn. Selja í Sjóvá-Almennum hf. TILKYNNT var á Verðbréfaþingi íslands að Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf., hefði í gær selt eina milljón króna að nafnverði hlutafjár í Sjóvá-AJmennum á verðinu kr. 31,00. Eignarhlutur Benedikts eftir söluna er 22.300.767 krónur að nafnverði. Þá var einnig tilkynnt að Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra og bróðir Bene- dikts, hefði í gær selt 70.000 krónur að nafnverði hlutafjár í Sjóvá-AI- mennum á verðinu kr. 31,00 og er eignarhlutur Einars eftir söluna 20.691.113 krónur að nafnverði. Benedikt Sveinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði seít hlutaféð í gegnum verðbréfa- sala og því vissi hann ekki hver kaupandinn væri og þessi sala væri ekki innan fjölskyldunnar. „Það stendur misjafnlega á hjá mönnum, stundum þarf að selja og stundum kaupa menn. Hjá mér er það þannig að ég sel núna lítinn hluta af því sem ég á, en það þýðir ekki að ég hafi ekki fulla trú á félag- inu. Ég hef mikla trú á því,“ sagði Benedikt. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA í ÞRÓUNARFÉLAGI ÍSLANDS HF Mánudaginn 8. janúar árið 2001 verða hlutabréf í Þróunarfélagi íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf í samræmi við ákvörðun stjórnar Þróunarfélagi íslands hf þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréfa í Þróunarfélagi íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru í tveimur flokkum, auðkennd með J1-J433 og 1-2710 og gefm út á nafn hluthafa. Útgáfúdags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þróunarfélags íslands hf að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Þróunarfélags íslands hf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík eða í síma 568-8266. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fúllgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefúr aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit I samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfúm félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Króunarfélags íslands hf. •> Þróunarfélag Íslands hf Samningar undirritaðir í Hirtshals. Talið frá vinstri: Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar, Georg Jensen, framkvæmdastjóri og eigandi Cosmos, og Bragi Hannesson, stjórnarformaður Hampiðjunnar. Hampiðjan kaupir í Cosmos Trawl HAMPIÐJAN og eigendur Cosmos Trawl í Danmörku hafa gengið frá samkomulagi um kaup Hampiðjunn- ar á 60% hlutafjár í Cosmos Trawl, sem um áratuga skeið hefur staðið í fremstu röð veiðarfæraframleiðenda í heiminum. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir rækjutroll en flottrolls- staða þess er einnig sterk. Velta fyrirtækisins á síðustu 12 mánuðum var um 550 milljónir ís- lenskra króna og hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrir skatta var um 15 milljónir íslenskra króna. Hagnaður hefur verið af rekstrinum undanfar- in 5 ár. Cosmos Trawl er með höfuð- stöðvar í Hirtshals í Danmörku þar sem botntrollsframleiðslan fer fram, en hefur einnig góða aðstöðu í Skag- en þar sem fyrirtækið framleiðir flottroll. Auk þess er Cosmos Trawl með söluskrifstofu í Uruguay. Hjá fyrirtækinu starfa 55 starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Hampiðjunni mun yfirtaka reksturs- ins fara þannig fram að stofnað verð- ur nýtt fyrirtæki undir nafni Cosmos Trawl sem kaupir eignir og rekstur gamla fyrirtækisins. Hlutafé hins nýja félags verður 165 milljónir ís- lenskra króna. Gert er ráð fyrir að Hampiðjan greiði allt að helming síns framlags með eigin bréfum. Stofnefnahagur verður um 550 millj- ónir íslenskra króna og eiginfjár- hlutfall því 30%. Markmið Hampiðjunnar með þessum kaupum er að treysta sig enn frekar sem leiðandi fyrirtæki í hönnun, framleiðslu og sölu togveið- arfæra í Keiminum. „Við settum okk- ur það markmið á síðasta ári að verða öflugastir í sölu og framleiðslu á togveiðarfærum í heiminum. Kaupin á J. Hinrikssyni, Swan Net og nú Cosmos Trawl eru mikils verð- ir áfangar í þeirri þróun,“ segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar. Velta Hampiðjunnar á síðasta ári var um 1.500 milljónir króna en Hjörleifur segist vonast til að velta þeirra fyrirtækja sem nú mynda samstæðu Hampiðjunnar verði tvö- föld sú upphæð á næsta ári miðað við óbreytta stöðu. NCI, félag á sviði fjarskipta Tekur þátt í stofn- un fyrirtækja LÍNA.Net hf., Orkuveita Reykjavík- ur og Íslandsbanki-FBA hf. hafa stofnað fyrirtækið NCI ehf. (Nordic Communication Infrastrueture), en markmið þess er að taka þátt í stofn- un fyrirtækja erlendis um uppbygg- ingu á fjarskipta- og gagnaflutnings- kerfum. NCI mun í þessu skyni nýta sér sérþekkingu fyrirtækjanna og tengsl þeirra erlendis auk þess sem fyrirtækið stefnir jafnframt að sam- starfi við önnur íslensk fjarskipta- fyrirtæki. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti stofnun fyrirtækisins með 4 samhljóða atkvæðum á fundi síðast- liðinn þriðjudag. ísland í fremstu röð í fjarskipta- og gagnaflutningstækni í tilkynningu frá fyrirtækjunum þremur segir að ísland sé i dag í fremstu röð í heiminum hvað varðar hagnýtingu og þróun fjarskipta- og gagnaflutningatækni. Sú staðreynd og áhugi erlendra stórfyrirtækja á að nýta ísland sem þróunarsvæði fyrir nýjar afurðir geri það að verkum að ísland sé skrefinu á undan öðrum löndum í Evrópu á þessu sviði. Það sé ætlun hins nýja félags að nýta innlenda reynslu og þekkingu með arðbærum hætti með samstarfi við öfluga aðila erlendis. Fram kemur í tilkynningunni að Lína.Net hf. hafi frá stofnun 1999 byggt upp eitt tæknilega fullkomn- asta fjarskipta- og gagnaflutnings- kerfi í heiminum. Þá segir að hjá Is- landsbanka-FBA hf. sé mikil þekking á fjarskiptamarkaðnum vegna umtalsverðra fjárfestinga og lánveitinga á þeim markaði og að Orkuveita Reykjavíkur sé sjálfstætt þjónustufyrirtæki í eigu Reykjavík- urborgar sem hafi haft forgöngu um stofnun Línu.Nets hf. Áhugl erlendis fyrir samstarfi við íslensk fyrirtæki Auðun Már Guðmundsson, stjórn- arformaður NCI ehf., segir að hér á landi sé þekking og góð reynsla í að byggja upp fullkomið fjarskiptakerfi á skömmum tíma. Lína.Net sé eitt þeirra fyrirtækja sem séu mjög framarlega á þessu sviði. „Erlendir aðilar hafa verið að leita hingað til lands, til að mynda í gegnum birgja, til að sjá hvernig þessi fjarskipta- og gagnaflutningskerfi hafa verið byggð upp,“ segir Auðun. ,Áhugi er fyrir því hjá mörgum þessara aðila að fá íslensk fyrirtæki á þessu sviði í samstarf á erlendum mörkuðum. NCI er hugsað sem undirbúningsfé- lag til að taka við þessari vinnu, með tæknilega þekkingu frá Línu.Neti og Orkuveitu Reykjavíkur og fjármála- lega þekkingu frá íslandsbanka- FBA.“ Auðun segir að nú þegar séu komnar í gang viðræður NCI við stór fyrirtæki á Norðurlöndunum, sem muni skýrast á næstu mánuð- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.