Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Porkell Alex Du Mont, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Brasilíu, kynnir Armanni Kr. Ólafssyni, aðstoðarmanni sjávarútvegsráðherra íslands, Ólafí Þór Jóhannssyni, framkvæmdastjóra FMS, og Árna M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra umfang og möguleika brasilísks sjávarútvegs. FMS byggir upp fískmarkað í Brasilíu FISKMARKAÐUR Suðurnesja undirritaði í gær fjórhliða samstarfs- samning við alríkisstjómina í Brasil- íu, fylkisstjómina í Rio-fylki og Unit- ed Projects Developments um upp- byggingu fullkomins fískmarkaðar og þróun fiskveiða í Rio-fylki. Fisk- markaðurinn mun til að byrja með selja fisk af 10 bátum sem fluttir verða til Brasilíu frá Islandi. Samningurinn kveður á um víð- tækt samstarf á sviði sjávarútvegs í Brasilíu, s.s. um fiskveiðar, -vinnslu, -sölu og dreifingu sjávarafurða. Brasilíska alríkisstjórnin kemur að samningnum, ásamt fylkisstjórninni í Rio. Samningurinn felur í sér að komið verði upp sérstakri starfsað- stöðu fyrir Fiskimarkað Suðurnesja í Rio-fylki. Eins hefur UPD form- iega verið úthlutað veiðileyfum fyrir báta sem ætlað er að flytja inn frá íslandi og hefur Rio-fylki heimilað tollfrjálsan innflutning á tíu bátum, auk þess sem bátunum verður heim- ilt að gera út skattfrjálst í 18 mánuði til að auðvelda rekstur þeirra. Um er að ræða smábáta, allt að 20 tonnum, og munu þeir landa aflanum hjá Fiskmarkaði Suðumesja. Bátarnir munu hafa ótakmarkaðan kvóta og er áætlað að þeir hefji veiðar við Brasilíu snemma á næsta ári. Íslensk-brasilíska þróunarfyrir- tækið United Projects Develop- ments hefur haft forgöngu um að koma á samstarfi íslenskra og brasil- ískra aðila í sjávarútvegi. Magnús Guðmundsson, stjómarmaður UTD, segir samninginn aðeins þann fyrsta af mörgum sambæriiegum sem gerðir verða um samstarf Islendinga og Brasilíumanna á sviði sjávarút- vegs. Þannig séu tilbúin veiðileyfi fyrir stærri skip en enn eigi eftir að ganga formlega frá þeim samning- um. Stefnan að byggja fískmarkaði í öðrum fylkjum Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja, segir samninginn kveða á um að FMS leggi til þekkingu til upp- byggingar fiskmarkaðar í Rio-fylki og annist rekstur markaðarins. Stefnan sé síðan að byggja upp markaði í öðrum fylkjum. „Þarna eru gríðarlegir möguleikar að mínu mati. Brasilíumenn eru fremur aft- arlega á merinni þegar kemur að fiskveiðum og vinnslu. Gæði fisksins sem þeir veiða nú þegar eru mjög lé- leg og við teljum okkur geta kennt þeim mikið í þeim efnum. Við mun- um gera kröfu um ákveðin gæði afl- ans af þessum 10 bátum sem fá veiði- leyfi við Brasilíu og landa á mark- aðinn og teljum að þannig fáum við hærra verð fyrir aflann. Vonandi fá- um við þá í kjölfarið aðra fiskimenn í viðskipti við markaðinn." 50 árum á eftir íslendingum í sjávarútvegi Noel Carvalho, sjávarútvegsráð- herra Rio-héraðs, sagði undirritun samningsins marka tímabót í sjávar- útvegi í Brasilíu. „Eftir að hafa kynnt mér sjávarútveg á Islandi og þá tækni sem í honum er beitt, gerði ég mér ijóst að íslendingar eru með- al fremstu þjóða í heiminum á þessu sviði og 50 árum á undan okkur í Brasilíu. Við eigum því margt ólært. Undan ströndum Rio eru vannýttar auðlindir og því bind ég miklar vonir við að samstarfið við Islendinga muni færa okkur til nútíma starfs- hátta í sjávarútvegi. Samningurinn er vonandi upphafið að enn írekara og farsælu samstarfi þjóðanna tveggja," sagði Carvalho. EINSTAKT MEISTARAVERK Eitt mesta stórvirki heimsbókmennta 20. aldarinnar, Doktor Fástus eftir þýska nóbelskáldið Thomas Mann, er nú loksins komið út á íslensku í vandaðri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Áhrifamikil örlagasaga tónskálds sem selur Kölska sál sína til að öðlast frægð og frama. Höfundur tekst á við ótal spurningar er varða manninn og eðli hans, trúarbrögð, siðfræði og tónlist. Táknræn lýsing á upplausn og spillingu þjóðfélagsins á ógnaröld nasismans. Djúphugul og heillandi skáldsaga Verið velkomin í vefverslun Fjölva. Allar bækur á sérstöku forlagsverði. Veffang: fjolvi.is FJÖLVI Tíðum skyndilokunum mdtmælt Vilja lækka viðmiðunarmörk fyrir smáfískinn SKIPSTJÓRAR á 21 togara hafa sent sjávarútvegsráðherra skeyti, þar sem þeir mótmæla tíðum skyndilokunum vegna smáfisk- gengdar á togslóðinni fyrir Vest- íjörðum, Norðurlandi og Austur- landi. Telja þeir að lækka verði viðmiðunarmörk á smáfiski úr 55 sentimetrum í 50 til þess að þeim sé unnt að stunda veiðarnar. Árni M. Mathiesen sjávanítvegs- ráðherra segir það ekki hafa komið til tals að lækka viðmiðunarmörk fyrir smáfisk. „Þetta mál hefur verið til umræðu hér í ráðuneytinu og nefndinni sem fjallar um umgengni um auðlindir hafsins. Þar eiga hags- munaaðilar, þar með taldir skip- stjórar, fulltrúa. Allar þessar skyndilokanir hafa ekkert farið framhjá okkur frekar en öðrum og þetta er frekar óþægileg staða. Við munum auðvitað leggja til grunvall- ar, sem ákveðið verður, að við hugs- um um framtíðina og veiðum ekki þessa árganga, sem við eigum von á meðan fiskurinn er smár. Við erum að skoða hvaða möguleika við höfum í stöðunni, sem út af fyrir sig eru ekkert margir," segir Ami. Hann segir að þetta sé vandamál, sem við höfum ekki staðið frammi fyrir nýlega og á því þurfi að finna eins góða lausn og aðstæður bjóði upp á. Staðfestir góða nýliðun „Jákvæði þátturinn í þessum vanda er sá að þessi smáfiskgengd staðfestir góða nýliðun. Við vitum reynda ekki enn hversu góður þessi árgangur er. Það kemur ekki í ljós fyrr en síðar, þegar hann kemur inn í hina raunverulegu veiði, til að byrja með að hluta til á næstu vertíð í þeirri stærð að óhætt sé að veiða hann. Þær upplýsingar sem fást úr veiðinni þá munu aðeins að litlu leyti hafa áhrif á fiskveiðiráðgjöfina næsta vor, þar sem þetta er enn undirmálsfiskur, sem við reynum að forðast að veiða. Því munu upplýs- ingar um stofnstærð þessa um- rædda árgangs væntanlega ekki liggja til grundvallar fiskveiðiráð- gjöf fyrr en vorið 2002. Þetta er því að vissu leyti svolítið önugt en mér líður ekkert illa yfir þvi að vita af svona uppvaxandi árgangi," segir Árni M. Mathiesen. Nóg komið í skeyti skipstjóranna segja þeir svo: „Þar sem á liðnu ári virðist vera aukin gengd af smærri fiski en verið hefur síðastliðin 2 til 3 ár á veiði- svæðum fyrir Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi, er nú svo kom- ið að skyndilokanir og nú síðast reglugerðarlokun, sem nær frá Halamiðum allt austur á Stranda- grunn, gerh- togurum nær ókleift að stunda veiðar á þessu svæði. Fari svo fram sem horfir, verður komin reglugerðarlokun frá Víkurál norður og austur og suður um allt að Hval- bak. Við teljum að nú sé nóg komið. Reglugerð á Hornbanka, skiljuhólf í Þverál og nú reglugerðin frá 6. des- ember. Það þarf ekki glöggan mann til að sjá að allt að 90% af veiðislóð togara fyrir Vestfjörðum og Norð- vesturlandi er lokuð eða háð veru- legum takmörkunum. Við undirritaðir skipstjórar förum fram á að viðmiðunarmörkum við skyndilokanir á þorski verði breytt og þau færð niður úr 55 sentimetr- um í 50 sentimetra, sem telst undir- málsfiskur. Fordæmi eru fyrir að það hafi verið gert í að minnsta kosti tvö skipti, í 53 og 50 sentimetra. Við teijum að þetta sé eina leiðin tii að skapa frið um nýtingu á þessum svæðum. Aðrar leiðir, sem ræddar hafa verið, svo sem stækkun möskva i 155 millimetra og skiljunotkun, hafa að okkar mati það stóra óvissu- þætti í för með sér um það hvað verður um fiskinn eftir möskvasmug og það að fara í gegnum skiljurist." 21 skipstjóri skrifar undir Eftirtaldir skipstjórar skrifa und- ir skeytið: Páll Halldórsson, Páli Pálssyni ÍS, Gunnar Arnórsson, Júl- íusi Geirmundssyni IS, Vilhjálmur Sigurðsson, Sigurbjörgu EA, Ásgeir Franzon, Snorra Sturlusyni RE, Sturlaugur L. Gíslason, Höfrungi AK, ívar Brynjólfsson, Sléttbaki EA, Guðmundur Guðmundsson, Harðbaki EA, Gylfi Kjartansson, Gnúpi GK, Guðjón Guðjónsson, Arn- ari HU, Eiríkur Ragnarsson, Helgu Maríu AK, Sverrir Kjartansson, Hegranesi SK, Guðmundur Jóns- son, Baldvin Þorsteinssyni EA, Stef- án Áspar, Árbaki EA, sem gerii- fyr- irvara, telur að 155 millimetra möskvi geri sama gagn, Eiríkur Jónsson, Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, Óli Fjalar Ölason, Ingimundi SH, Þorsteinn Harðarson, Frosta ÞH, Gestur Sigurðsson, Rán HF, Finnbogi Þorláksson, Björgúlfi EA, Stefán Þór Ingvason, Akureyrinni EA, Ingimar H. Reynisson, Hring SH, og Asmundur Ásmundsson, Víði EA. 3 0($ .. 20 SMÁKÖKUR 24 MINI QUICHE3 20 BOUCHEES 3pakkará ií verði tveggja / ‘ í. V mén s? 6 FRYSTIVORUVERSLUN Verið velkomin LA BAGUETTE Glæsibæ, sími 588 2759.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.