Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Söngsveitin Fflharmónía. Fílharmonía og Þóra Einarsdóttir Yíga-rapp SÖNGSVEITIN Fflharmónía heldur aðventutónleika sína í Langholts- kirkju sunnudaginn 10. desember, þriðjudaginn 12. desember og miðvikudaginn 13. desember nk. og hefjast þeir kl 20.30 alla dag- ana. Á efnisskránni eru verk, ná- tengd jólum og aðventu, frá ýms- um þjóðlöndum og mismunandi tímum. Mörg þeirra eru alkunn en önnur munu sjaldan eða aldrei hafa heyrst hér á landi áður. Þar eru m.a. verk eftir Knut Nystedt, Felix Mendelssohn, Anton Bruckner, Þorkel Sigurbjömsson, Tryggva M. Baldvinsson og Báru Grímsdóttur og einnig verður frum- flutt nýtt verk eftir Óliver Kentish við Máríukvæði Jóns Helgasonar. Einsöngvari á tónleikunum verð- ur Þóra Einarsdóttir sóprans- öngkona. Að undanförnu hefur Þóra sungið við ópemhús suður í Evrópu og framundan er tónleika- röð í Bretlandi sem lýkur með því að hún syngur á jólatónleikum á að- fangadag í Royal Albert Hall í London. Þá má geta þess að fyrr í vetur tók hún þátt í alþjóðlegri söngvarakeppni í Toulouse í Frakk- landi og komst hún þar í úrslit. Á tónleikunum í Langholtskirkju flyt- ur Þóra einsöngsaríur eftir Al- essandro Scarlatti og George F. Hándel, jafnframt því sem hún syngur með kórnum í nokkrum lag- anna. Einar Jónsson trompetleikari leikur með Þóru í einsöngsaríunum. Að venju spilar kammersveit á tónleikunum í Langholtskirkju og er Rut Ingólfsdóttir konsertmeist- ari. Stjómandi á tónleikunum er Bemharður Wilkinson, söngstjóri Söngsveitarinnar. Aðgöngumiðar að tónleikunum fást í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, hjá kórfélögum og við innganginn. TOJVLIST Hafnarhúsifi KÓRTÓNLEIKAR Karlakórinn Mieskuoro Huutajat. Stjórnandi: Petri Sirviö. Miðviku- daginn 6. desember kl. 17. SAUTJÁN mínútum yfir fimm stilltu tuttuguogmu herrar í snyrti- legum dökkum jakkafötum og bindi sér upp á söngpalli í regnvotu rennis- leipu Hafnarhúsporti og minntu allra helzt á virðulegan íslenzkan karlakór. En skjótt skipast veður á lofti, og var ekki laust við að sumir meðal hinna Qölmennu forvitnu áheyrenda hrykkju í kút strax í fyrsta takti. Því hér var sko engin sól að síga í ægi, heldur kváðu við vígaleg öskur, ann- arlega keimlík þeim samtaka óhljóð- um sem sögur aftan úr öldum herma að hafi stundum dugað til að stökkva óvinaher á flótta. Ellegar atkvæða- greiðslu í Spörtu hinni fomu. Allt í einkar rytmískri útfærslu, svo minnti ýmist á eins konar rapp til hemaðar- þarfa, balverskan ketjak apasöng karla fi-á Indónesíu eða eitthvað allt annað sem eftir er að uppgötva. Og ýmist af eldhvassri alvöm eða í kalsa- fengnu gamni - til áréttingar munn- happinu fleyga, að hvort sé hins að baki. Ekki gekk alltaf jafnauðveldlega að ná munnlegum kynningum kórstjór- ans í fjarveru prentaðrar dagskrár. En þó greindu flestir að næstu þrjú atriði væm útgáfur kórsins á skand- ínavískum bamalögum. Skilaði sér þar bezt til undirritaðs „Hojt pá en gren en krage“, dramatísk en líka smellin tónlaus túlkun á bitrum örlög- um kráku nokkurrar á kvisti fyrir byssu veiðimanns. Síðar kvað við einskonar dýravísnasyrpa - a.m.k. heyrðist greinilega jarmað innan um - auk „laga“ frá Belgíu, Ameríku (með tilheyrandi sléttuúlfaþyt) og Ráðstjórnaníkjum fyirum. En það var ekki fyrr en komið var að gull- brydduðum hendingum Schillers í „An der Freude“, að megnið af „söng- “textanum barst með þokkalegu móti til fjarlægari kima portsins. Um það leyti var nokkurn veginn runnið upp fyrir manni hvað flutn- ingsstíll kórsins gekk út á í grófum dráttum, enda tók nú að líða að loka- atriðinu, útleggingu á þjóðsöng Norð- manna, „Ja, vi elsker dette landet"; reyndar svo yfirþyrmandi, að harla óvíst hlaut að vera um værð Nord- raaks og Bjomsons í gröfum sínum eftir þá meðferð. Hvorki var hægt að væna finnsku barkabuðlungana fílefldu um deyfð né drunga. Öðru nær. Hér réð harð- ger karlmennskan rfkjum, þótt víða örlaði á gríni og galsa bak við bros- lausu andlitin. En til að meðtaka hrynrænu tilþrifin, húmorinn og dramað í þessari tónlausu raddlist að fullu hefði hlustandinn að líkindum þurft að vera staddur sem skemmst frá kómum, og fyrir miðju, svo að stereóeffektamir kæmu skýrt fram. E.t.v. hefði kórinn eithvað getað bætt um betur með því að hreyfa sig meira en hann gerði. Ekki hefði heldur sak- að að hafa textablað við höndina, því á þeim fítonsstyrk sem hér var oftast um að ræða, var iðulega örvænt um að meira eða minna sundurbútaður textinn kæmist klakklaust til skila. Enda textainntakið, eða meðvituð af- skræming þess, sízt léttvægara en annað þegai- öllu tónferli er sleppt og hrynjandin stendur ein eftir. Það var vissulega gaman að sér- stæðum tjáningarmáta finnska ösk- urkórsins frá Oulu. En tæplega virtist blæbrigðaspjald hans nógu fjölleitt í heild til að endast hlustendum öllu lengur en í hálftíma, eftir að menn tóku að jafna sig af fyrsta losti. Nema þá kórinn hafi einungis sýnt brot af ólíkum efnistökum sínum þessa regn- votu síðdegisstund í Hafnarhúsinu. Ríkarður Ö. Pálsson Borgin á bakinu LEIKLIST Tilraunaeldhúsið FERFÆTTA BORGIN Höfundur texta: Guðbergur Bergs- son. Höfundur túnlistar: Dr. Gunni. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Leikarar: Harpa Arnardúttir, Kjartan Guðjúnsson og leikhúpur Rúnars Guðbrandssonar. Vídeú: Nemar úr Listaháskúla fslands. Söngkona: Þúrunn Guðmundsdútt- ir. Hljúðfæraleikarar: Dr. Gunni og Þorvaldur H. Gröndal. Iðnú, 6. desember TILRAUNAELDHÚSIÐ bauð til síðustu samkomu Óvæntra bólfé- laga í Iðnó síðastliðið miðvikudags- kvöld. Dagskráin hófst hálftíma of seint og gekk heldur brösuglega framan af, m.a. vegna tæknilegra vandamála. Ragnhildur Gísladóttir framdi tónlist um hríð, sem ég sá einhvers staðar kynnta sem „Skífu- steikingar". Síðan las Benedikt Erl- ingsson smásöguna „Þrenging“ eft- ir Guðberg Bergsson úr nýju smásagnasafni hans Vorhænan. Lestur Benedikts fór hægt og að því er virtist hálfhikandi af stað en þegar á leið kom góður stígandi í flutninginn og lesturinn varð hinn skemmtilegasti. Þá var fluttur TALsímgjömingurinn Telefónía sem var bæði einhæfur og leiðinleg- ur áheymar þótt hugmyndin hafi í sjálfu sér verið ágæt, en hún byggð- ist á þátttöku áhorfenda í gegnum farsíma sína. Eftir hlé var síðan komið að sprellópera þeirra Guðbergs og Dr. Gunna, Ferfættu borginni í leik- stjórn Rúnars Guðbrandssonar. All- ir áhorfendur höfðu fengið tann- stöngul og lítinn miða með orðunum „gerið gat fyrir hausinn" í hendur áður en þeir gengu til sals eftir hlé. Sýningin hófst síðan á því að dreg- inn var þunnur hvítur dúkur yfir áhorfendur og með því að gera á hann gat með tannstönglinum gátu þeir stungið hausnum í gegnum dúkinn. Sjónin sem blasti við eftir þessa kostulegu dúklagningu var sprenghlægileg; ótal fljótandi haus- ar á hvítum granni snera að sviðinu og biðu. Og biðu - því nú var löng bið vegna tæknilegra vandamála! Loksins hófst sprellið og varð maður nú að hafa sig allan við til að fylgjast með því sem gerðist á svið- inu. Fólk æddi um í vinnugöllum (verkamenn við vinnu sína í borg- inni?) og frökkum (hinn almenni borgari?), borgarstjóranum (Harpa Arnardóttir) var rúllað inn á svið í öskutunnu og hóf „ræðuhöld" í sam- keppni við frakkaklæddan náunga sem var í nokkurs konar sögumann- shlutverki (Kjartan Guðjónsson). Dr. Gunni og félagi hans Þorvaldur H. Gröndal hófu hljóðfæraleikinn og Þórann Guðmundsdóttir upphóf sönginn. Á sviðinu og fyrir neðan sviðið vora tveir menn á þönum með vídeómyndavélar og filmuðu þeir herlegheitin á sviðinu. Var myndskeiðum úr vélum þeirra end- urkastað upp á tjald í bakgranni sviðsins öðra hverju, á milli þess sem þar rannu hinar fjölbreytileg- ustu myndir um tjald, margar hveijar n.k. götulífsmyndir úr Reykjavík. Erfitt var að halda þræði í þeirri atburðarás sem fram fór á sviðinu, sumpart vegna þess að textinn barst illa í gegnum tónlistina, sum- part vegna þess að eðli textans virt- ist harla sundurlaust. Þó mátti vera ljóst að á seyði var einhvers konar kamivalískur leikur að nútímalífi í Reykjavíkurborg með tilheyrandi afkrýningu valdsins (borgarstjórinn í raslatunnu). Heitið „Ferfætta borg“ vísar að sjálfsögðu til þess að borgin sé líkust ferfættlingi, dýri (kannski hundi), og vísanir til borg- arinnar „á bakinu" komu nokkram sinnum fyrir. Kannski vill höfundur textans koma á framfæri þeirri skoðun sinni að Reykjavík sé líkust dýri sem liggur á bakinu (sigraðu dýri?) - spyr sá sem ekki veit. Tónlist Dr. Gunna var í flestu til- liti skemmtileg og söngur Þórannar Guðmundsdóttur frábær á köflum. Eg gæti vel trúað að nokkur lag- anna gætu náð vinsældum væri að því stefnt. Heildarmynd sýningar- innar var af ærslafullu sprelli sem mátti vel hafa gaman af - en varla var um merkan listviðburð að ræða, til þess minnti uppákoman of mikið á framhaldsskólanemendur að skemmta sér. En þar sem lagt var upp með sprell - samanber undir- titil sýningarinnar „sprellópera" - má segja að ágætlega hafi til tekist hjá Rúnari Guðbrandssyni leik- stjóra að ná fram þeirri tilætlun. Soffía Auður Birgisdóttir 800 söngvarar á kóra- tónleikum í Hafnarborg KÓRATÓNLEIKAR verða haldnir í listasafninu Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 13-20. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar og Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, standa að þessum tónleikun sem nú era haldnir í fjórða sinn. Á tónleikunum koma fram 22 kórar og sönghópar, alls um 800 söngvarar. Kóramir koma fram í eftirfarandi röð. 13.00-13.20 Bamakór frá Hlíðar- bergi, 13.20-13.40 Kór Öldutúns- skóla, 13.40-14.00 Karlakór eldri Þrasta, 14.00-14.20 Bamakór frá Smáralundi, 14.20-14.40 Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju, 14.40- 15.00 Kór Hafnarfjarðaridrkju, 15.00-15.20 Bamakór frá Hvammi, 15.20-15.40 Lemmekórinn, 15.40- 16.00 Kór Engidalsskóla, 16.00-16.20 Barna- og unglingakór Hafnarfjarð- arldrkju, 16.20-16.40 Skólakór Alfta- ness og 16.40-17.00 Kór Hvaleyrar- skóla. Útileikhús frá Ítalíu Svífandi sjúnarspil ítalska útileikhússins Studio Festi. EITT þekktasta útileikhús ítala, Studio Festi, sýnir fyrir framan Þjóðleikhúsið á morgun, laugar- dag, kl. 17. Studio Festi er þekkt fyrir ævin- týralegar og skrautlegar sýningar og hefur sýnt um víða veröld. Hingað koma þessir fjöllistamenn með sýninguna Allegoria della Fortuna, sem hlotið hefur nafnið Himnasending. Sýningin hefur verið löguð sérstaklega að íslensk- um aðstæðum. Himnasending er sýning um hamingjuna, þetta óútreiknanlega og fallvalta afl, og byggist verkið á náttúraöflunum fjóram, jörð, vatni, loft og eldi. Hamingjan er sá kraft- ur sem knýr tilvera mannsins og hún býr í allri náttúrunni, jafnt í stjörnunum sem vötnunum, jörð- inni og tunglinu. Eitt helsta sérkenni Studio Festi er „hið svífandi leikhús“, svífandi sjónarspil og leikur að eldi og Ijósi, skrautlegum búningum, táknum, dansi og tónlist.. Sýningin er tileinkuð Giacomo Torelli, hinum mikla töframanni barokkleikhússins. Höfundur: Val- erio Festi. Leikstjóri og drama- túrg: Monica og Nani Maimone. Dans og hreyfingar: Cinzia og Tiz- iana Cona, Thierry Krachten. í sýningunni koma fram: Vatn: Giovanna Soletta. Loft: Tiziana Cona, Silvana Misia, Teresa Demma, Angela Anselmo, Simona Cavaglieri. Eldur: Thierry Kracht- en, Alberto Gorla, Caterina Scotti. Jörðin: Nemendur úr Listdans- skóla íslands. Rödd: Giovanbatt- ista Storti. Tónlist: Nino Rota, Fauré, Gluck, Bellini, Puccini, Nuova Compagnia di canto Popol- are. Búningar: Barbara Petrecca og Maya Brockhaus, ásamt Chicca Riganti. Framkvæmdastjóri: Alessandra Rossetti. Tæknileg stjórnun: Daniele Cappelletti, ásamt Gianmarco Sarti, Andrea Comini, Gabriele Dall’Osto og Sim- one Garganigo. Himnasending er liður í Stjörnu- hátíð Menningarborgar í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna. Hverfisgat- an verður lokuð fyrir umferð kl. 16.30-18.30. Aðeins verður þessi eina sýning og er hún öllum opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.