Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 15 Islendingar sinna nú friðargæslustörfum í Kosovo íslendingarnir sem starfa við friðargæslustörf í Kosovo komu saman í síðustu viku. f fremstu röð frá vinstri: Páll Ásgeir Davíðsson, Iögfræðingur hjá ÖSE, Þórir Sigurðsson, lögreglumaður hjá SÞ, Ásgeir Ásgeirsson, lög- reglumaður hjá SÞ, og Ingibjörg Stefánsdóttir, hjúkrunarfra:ðingur hjá breska hernum. í aftari röð frá vinstri: Bjöm Óli Hauksson, verkfræðingur hjá NATO, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Hrafnhildur Sverrisdóttir, hjá SÞ, Huld Ingimarsdóttir, hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins, Kristín Ástgeirs- dóttir, hjá UNIFEM, Þór Magnússon, hjá SÞ, Jóhanna Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá breska hemum, Birgir Guðbergsson, hjá SÞ, Davíð Logi Sigurðsson, fjölmiðlafulltrúi hjá ÖSE, Þórarinn Eyjólfsson, hjá SÞ, og Halldór Hilmarsson, hjá SÞ. Á myndina vantar ísleif Pótursson, hjá SÞ. Gífurlegt starf óunnið Sæmdur dönsku riddaraorðunni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FIMMTÁN fslendingar eru að störf- um í Kosovo við friðargæslu fyrir hin ýmsu alþjóðasamtök, en á næstu ár- um er gert ráð fyrir aukinni þátttöku íslendinga á þessum vettvagni og skýrslu utanríldsráðherra um utan- ríkismál kemur fram að á næstu fyeimur til þremur árum verði um 25 í slendingar við Mðargæslustörf og að sú tala geti farið upp í allt að 50 manns. Meðal annars vegna þessa heim- sótti Hjálmar W. Hannesson, skrif- stofustjóri alþjóðaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, Mðai’gæsluliðana fimmtán í síðustu viku. Hjálmar sagðist hafa heimsótt vinnustaði allra íslendinganna í Kos- ovo tii þess að fá frekari mynd af því sem þeir væru að gera en langflestir þeirra eru á vegum utanríkisráðu- neytisins. Hann sagði að flestir þeirra væru við störf í borginni Pristina eða nánasta nágrenni hennar. „Mér fannst þetta vera afskaplega áhugavert fólk og það er að gera þarna góða hluti við mjög erfiðar að- stæður en það er gífurlegt starf óunn- ið,“ sagði Hjálmar. „Það er enn mikil spenna á milli Kosovo-Aibana og Serba og það er mitt mat að alþjóða- stofnanir verði þama við störf í mörg ár ef ekki áratugi. Þær eru í fyrsta lagi að reyna að koma í veg fyrir að þarna blossi upp stríð á ný en jafn- framt að reyna að byggja upp eitt- hvað varanlegt kerfi á ýmsum svið- um, t.d. byggja og treysta innviði stjórnskipulagsins." Hjálmar sagði að íslendingamir væra þama flestir í hálft ár í senn. Hann sagði að þeir sem væru þarna staddir núna hefðu allir hist á veit- ingastað í Pristina á fimmtudaginn til þess að kveðja Kristínu Ástgeirsdótt- ur, sem starfað hefur á vegum kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNIFEM) síðastliðna mánuði. EÐLISFRÆÐINGURINN Sigfús Johnsen var fyrir skemmstu sæmdur dönsku riddaraorðunni, sem er ein æðsta heiðursorða Dana. Orðuna hlýtur Sigfús fyrir vísindastörf sín en undanfarna þrjá áratugi hefur hann stundað boranir á Grænlandsjökli. Sigfús, sem er prófessor _við Raunvísindadeild Háskóla Is- lands, gegnir einnig lektorsstöðu við Kaupmannahafnarháskóla og hefur reynst hægara sagt en gert að snúa sér að fullum krafti að vísindastörfum á íslandi, þar sem rannsóknirnar í Kaupmannahöfn og á Grænlandi hafa undið upp á sig. Næsta verkefni Sigfúsar er þó af öðru tagi, það verður að mæta í áheyrn hjá Margréti Danadrottningu og þakka fyrir sig. Sigfús var einn þriggja raun- vísindamanna sem hlaut riddara- orðuna 1. september sl. en hún var veitt þeim í tilefni 150 ára af- mælis raunvísindastofnunar Kaupmannahafnarháskóla. Hinir tveir eru Jens Martin Knudsen eðlisfræðingur sem hefur unnið að Mars-rannsóknunum svoköll- uðu, og Nanna Noe-Nygaard jarðfræðingur. Sjálfur fékk Sig- fús orðuna fyrir þátt sinn í að hrinda borunum á Grænlandsjökli af stað og vinnuna við þær. „Þetta er auðvitað mikill heiður og viðurkenning á því rannsókn- arstarfi sem við höfum unnið að á Grænlandsjökli, segir Sigfús. Dvelur á jöklinum hvert sumar Hann hefur dvalið á jöklinum hvert sumar frá því snemma á áttunda áratugnum og segist munu halda þvf áfram eins og heilsan leyfi. Vísindamennirnir sem unnið hafa að rannsóknunum á jöklinum eru vel þekktir í vís- indaheiininum og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar í gegnum Sigfús Johnsen með dönsku riddaraorðuna. árin, til dæmis Crafoord-verð- launin sænsku sem veitt eru vís- indamönnum í greinum sem Nóbelsverðlaunin ná ekki yfir. Nú vinnur Sigfús að verkefni á Grænlandsjökli sem kallast Nord- grip og vonast til þess að því ljúki á næsta ári en það felst í borunum um 300 km norðan við hábungu jökulsins. „Við iesum kjarnana eins og bókfell, þeir segja ótalmargt um loftslag og veðurfar um 100.000 ár aftur í ti'mann, segir Sigfús. „Það er ekki síst athyglisvert að skoða þá í ljósi þeirra loftslags- breytinga sem nú eiga sér stað. I kjörnunum sést t.d. síðasta jök- ulskeið og greinilegt að veðurfar þá var gífurlega óstöðugt, nokk- uð sem veldur mönnum áhyggjum nú. Formaður Hollvina Reykjavrkurflugvallar um framtíð vallarins Akvörðun um atkvæða- greiðslu er óskiljanleg Tekið við umsókn- um vegna jólaað- stoðar HJÁLPARSTARF kirkjunnar og Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands munu eins og undanfarin ár leggja saman kraftana og veita þurfandi ein- staklingum og fjölskyldum að- stoð fyrir jólin. Þörfin hefur verið brýn fyrir aðstoð undan- farin ár. Leggur Reykjavíkurdeildin til fjármagn og sjálfboðaliða en Hjálparstarfið sér um fram- kvæmdina auk þess að leggja fram fé. Nærri 900 umsóknir um aðstoð bárust í fyrra Tekið verður við umsóknum um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við Laugaveg 31 í Reykjavík og prestar úti á landi taka einnig við umsóknum til 15. desember. Tekið verður við umsóknum hjá Hjálparstarfinu dagana 11. til 15. desember milli kl. 10 og 12 og 13 og 16. Fyrir síðustu jól bárast nærri 900 umsóknir um aðstoð. Aðstoðin felst í því að fólki era útveguð matvæli og leggur fjöldi fyrirtækja fram vaming í matarbúrið. „MÉR finnst alveg ófært að þeir full- trúar sem við höfum kosið okkur, hvort sem er í borgarstjóm eða Al- þingi, haldi ekki áfram að sinna ákvarðanatöku af þessu tagi og mér finnst ákvörðun um atkvæðagreiðslu óskiijanleg og við hljótum að reikna með því að menn snúi við blaðinu og hætti við hana,“ sagði Friðrik Páls- son, formaður Hollvina Reykjavíkur- flugvallar, í lokaorðum sínum á fundi samtakanna á mánudag þar sem rædd var framtíð flugvallarins. Vísaði Friðrik til áforma Reykja- víkurborgar um að efnt verði til at- kvæðagreiðslu á næsta ári um það hvort flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri, starfsemin flutt til Kefla- víkur eða á nýjan flugvöll á höfuð- borgarsvæðinu. í ræðu sinni á fund- inum kvaðst Friðrik vona að borgarráð sæi sig um hönd og félli frá atkvæðagreiðslu. Ósanngjarnt að efna til klofnings „Það er engin skömm að því að taka rökum og snúa aftur til rétts vegar. Skoðanakannanir sýna að hinn almenni borgarbúi hefúr mikinn skilning á mikilvægi Reykjavíkur- flugvallar svo að engin ástæða er fyr- ir Hollvini Reykjavíkurflugvallar að hafa áhyggjur af niðurstöðu atkvæða- greiðslu. Hins vegar er það eindregin skoðun mín að það væri ósanngjamt af borgaryfirvöldum að efna til klofn- ings og átaka meðal borgarbúa í ein- hvers konar kosningabaráttu um þetta tiltekna mál. Staðsetning flug- vallar á ekki að vera tilfinningamál. Það snýst um margþætt og flókin at- riði eins og verkfræði, veðurfræði, umhverfismál, atvinnumál, heilbrigð- ismál, öryggismál og vissulega byggðapólitík," sagði Friðrik og taldi málið illa til þess fallið að greiða at- kvæði um marga kosti. Hann sagði það skoðun sína að ljúka ætti endur- byggingu Reylqavíkurflugvallar, fegra umhveifi hans og bæta sambúð hans við borgarbúa með ýmsu móti. Á fundinum vitnaði Friðrik í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um atvinnu- og efnahagsleg áhi-if Reykjavíkurflugvaliar. Sagði hann bein og óbein áhrif vera fram- leiðslu vera uppá 11,4 milljarða í 1.156 störfum. Þá væra ekki talin með efnahagáhrif farþega sem væra um völlinn en þeir era um 500 þúsund árlega. Þá benti Friðrik á mikilvægi flugvallarins sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið og þótt ekki kæmi til þess að hann væri notaður sem slíkur nema í undantekningartilvikum væri í því fólgin mikil hagkvæmni fyrir flugrekendur og öryggi og þægindi fyrir farþega. Endurbyggingin fagnaðarefni Formaður Hollvina Reykjavíkur- flugvallar sagði samgöngur skipta miklu máli í landinu og í því efni væri mikilvægur góður skilningur og já- kvætt og uppbyggilegt viðhorf stjómvalda til sameiginlegra þarfa allra landsmanna í samgöng-, heil- brigðis- og öryggismálum. „Þess vegna var það fagnaðarefni þegar ríkisstjómin haustið 1998 ákvað end- anlega að hafist skyldi handa við end- nrbyggingu vallarins. Sú ákvörðun kom í kjölfai- þriggja ára náins sam- starfs flugmálayfirvalda og Reykja- víkurborgar um hvemig staðið skyldi að verki," og sagði hann verkið byggj- ast á aðalskipulagi Reykjavíkur, nýju deiliskipulagi og samþykkt Aiþingis á framkvæmdunum sem hluta af flug- málaáætlun vorið 1999. „Það hlýtur því að orka mjög tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Reykjavíkur- borg skuli á sama tíma ákveða að efnt skuli til atkvæðagreiðslu meðal borg- arbúa einna um framtíð vallarins. Eg hefði betur skilið ef borgaryfirvöld hefðu sett af stað áskoran til ríkis- stjómar að tryggja að völlurinn færi hvergi, svo mikilvægur sem hann er fyrir borgina í heild.“ Friðrik ræddi einnig öryggismál og sagði að nokkuð hefði verið talað um hættu fyrir fólk á jörðu niðri vegna hugsanlegra flugslysa. „Vitan- lega er ekki unnt að útiloka þannig slys, en samkvæmt niðurstöðum fær- ustu sérfræðinga á þessu sviði, liggur áhættan við rekstur Reykjavíkur- flugvallar innan þeirra marka, sem menn sætta sig við á öðram sviðum þjóðlífsins að því er varðar líkur á slysi,“ sagði hann. Formaðurinn gerði einnig að um- talsefni þá hugmynd að Vatnsmýrin yrði tekin undir byggð. Benti hann á að Hagfræðistofnun teldi þjóðhags- lega óhagkvæmt að flytja völlinn. Þá hefði það komið í ljós að eftir áratuga starfsemi vallarins í Vatnsmýrinni benti ekkert til annars en óbreytt starfsemi í Vatnsmýri myndi viðhalda dýrmætu lífríki og umhverfi Tjamai’- innar. „Ólíklegt er að loknu umhverf- ismati yrði tekin áhætta um veralega breytingu með því að leggja Vatns- mýrina undir götur, byggingar, hol- ræsi og aðrar framkvæmdir sem stöðvuðu að mestu rennsli til Tjarn- arinnar með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.