Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 59- MINNINGAR SIGURÐUR KRISTJÁNSSON Skagafirði ásamt foreldrum Dóru. Þau voru rétt rúmlega tvítug að aldri - full bjartsýni og áhuga fyrir búskap, enda bæði nýútskrifaðir bú- fræðingar. Þegar ég svo flutti á Eg- ilsá árið 1986 kom ekkert annað til . greina en að efla vináttuna við Sigga og Dóru. Þá kynntist ég Sigga betur og komst að því að hann var ekki að- eins fallegur að utan heldur ekki síð- ur að innan. En Siggi var maður hæverskur og lítillátur og vildi ekki standa í vegi fyrir neinum heldur þvert á móti var hann ávallt tilbúinn til að greiða götu vina sinna. Það leyndi sér ekki að hér fór næmur maður sem átti til viðkvæma strengi. Það stafaði af honum hlýja, hann var afar gestrisinn og fannst mjög skemmtilegt að spjalla um lífíð og til- veruna. í þeim samræðum naut hann sín best þegar hrossarækt bai- á góma en hana stundaði hann af kappi. Á þessum ái-um var Siggi kátur og bjartsýnn á að ná árangri í búskapn- um enda hrossaræktin þegar farin að skila sér í góðum hrossum. Ég og sambýlisfólk mitt á Egilsá áttum margar gleðistundir í samvistum við Dóru, Sigga og börnin þeirra. Við héldum matarboð, stunduðum saman reiðtúra, spiluðum saman, veittum hvert öðru aðstoð í tamningum og öðru hestaati. Þá skulu ekki ótalin öll góðu ráðin sem búfræðingamir áttu fyrh’ okkur borgarbörnin. Við fórum saman í ýmsar hestaferðir bæði lang- ar og stuttar. Minnisstæðust er mér ferðin sem ég fór ásamt Sigga, Dóru og fleirum úr Víðivallafjölskyldunni, bæði bömum og fullorðnum, í Aust- urdalinn. Við komum við hjá Helga heitnum á Merkigili, þáðum kaffi og meðlæti og ákváðum að skilja eftir öll úr og klukkur áður en haldið var á vit náttúmnnar í dalnum fagra. Ferðin var ævintýri frá upphafi til enda, veðrið eins og best verður á kosið, hestar og menn glaðir hverja mínútu. Við svona aðstæður eflist vináttan og minningamar verða dýrmætari en orð fá lýst. Sigga sé ég fyrir mér, und- ir heiðskírum himni Austurdalsins, glaður, sólbrúnn og hraustlegur - þeysast um á fallegum, léttum og þýðum Víðvallagæðingi. Þannig minnist ég Sigga fyrst og fremst og þá minningu ætla ég að varðveita í hjarta mér. Elsku Gísli, Kristján og Lilja, ykk- ur sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Pabbi ykkar var stoltur af ykkur og ykkm- elskaði hann mest af öllum. Hann bar hag ykkar alltaf fyr- ir bijósti þó að veildndi síðustu ára hafi oft reynst honum erfið. Við þau barðist hann eins og hetja og af því getið þið verið stolt. Móður, systkin- um og öðram ástvinum sendi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Genginn er góður maður langt um aldur fram. Bryndís S. Guðmundsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast hans Sigurðar bróður míns. Sigurður var yngstur okkar systkin- anna, en það var stór hópurinn sem ólst upp á Reynivöllum. Það hefur áreiðanlega haft sína kosti jafnt sem galla að vera yngstur af átta systkinum. Þau elstu höfðu oft tíma til að sinna honum og hjálpa við ýmislegt en hann þurfti kannski oft að leika sér meira einn, en í sveit era leikfélagar systkini og skepnur. Ég man hvað Sigurður var hændur að honum Bjama elsta bróður okkar sem bam, Bjami þá uppkominn með bíl og kærastu. Þau vora ófá skiptin sem Sigurður fékk að fljóta með Bjama þegar hann þurfti í einhverj- um erindum á bæi eða til Reykjavík- ur. Þetta vora hinar mestu skemmti- ferðir hjá Sigurði og hentaði ágætlega þar sem við Guðmundur, sem komum næstir honum í systkina- röðinni, lékum okkur meira saman. Okkur fannst Sigurður stundum of lítill til að hægt væri að leika almenni- lega við hann. Sigurður hafði ávallt gaman af hestum og þegar hann ólst upp átti hann oft góðan gripinn. Því til vitnis er Morgunblaðsskeifan sem Sigurður hreppti sem viðurkenningu fyrir hestamennsku er hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólan- um á Hólum í Hjaltadal. Sigurður kvæntist Halldóra Gísla- dóttur frá Víðivöllum og eignuðust þau þrjú böm, Gísla, Kristján og Lilju. Sigurður og Dóra slitu síðai’ samvistir. Ég veit að Sigurður átti mjög góða tíma í Skagafirðinum í mörg ár og held ég að þetta hafi lengst af verið einn ánægjulegasti kaflinnílífiSigurðarbróður. Stóran hluta af fullorðinsáranum hef ég búið erlendis svo samvera- stundimar hafa verið alltof fáar og oft of langt á milli. Þó átti ég því láni að fagna þegar við fjölskyldan bjuggum um tveggja ára skeið á Akureyri að geta eytt meiri tíma með Sigurði. Þá var stundum rennt í Skagafjörðinn um helgar og gist hjá Sigurði og Dóra. Þá var oft glatt á hjalla, farið í útreiðartúra, farið niður að vötnum að draga fyrir silung og ómissandi var að fara í fjósið. Ómar sonur minn var þá einatt með í för og skemmti hann sér ekki síður við leik með Kristjáni) og Gísla. Elsku Sigurður minn, guð gefi þér frið í nýjum heimkynnum og er ég þess fullviss að þér h'ður vel núna. Gísli, Kristján og Lilja, guð gefi ykkur styrk en tíminn læknar sárin. Mamma, ég veit að þér þótti gott að hafa Sigurð hjá þér eftir að þú varst orðin ein en hann á nú kannski eftir að hta inn hjá þér. Hvíl í friði. Valdimar. 1 TILK YNNHMGAR BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um tillögur til breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Foldaskóla. í samræmi viö 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Foldaskóla, Logafold 1, í Grafarvogi. Aðalskipulag Grafarholt - Kirkjustétt - Kristnibraut Tillagan gerir ráð fyrir að hluti stofnanasvæðis efst á Grafarholti, austan Kirkjustéttar, sunnan Kristnibrautar, breytist í íbúðasvæði. Gatnamót Vesturlandsvegar, Reynisvatnsvegar og Víkurvegar Tillagan gerir ráð fyrir að gatnamót Vesturlandsvegar, Reynisvatnsvegar og Víkurvegar færist um 120m til norðausturs. Breytingin leiðir af sér nokkra hliðrun á legu umræddra gatna auk breytinga á afmörkun helgunarsvæðis gatnamótanna og aðliggjandi stofnana- og útivistarsvæða. Tengistígur er færist samhliða færslu gatnamótanna. Dalbraut, útivistarsvæði Tillagan gerir ráð fyrir að um 1300 fm af útivistarsvæði til sérstakra nota, næst lóðinni nr. 16 við Dalbraut, breytist í íbúðasvæði. Deiliskipulag Foldaskóli, Logafold 1 Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingararreitur vestan við skólann, þar sem gert var ráð fyrir að reist yrði 1100 fm íþróttahús, falli niður en í stað þess verði heimilt að byggja við skólann til suðurs og vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir að nýbyggingin verði 1 hæð, allt að 1300 fm. Þak nýbyggingarinnar verður í svipaðri hæð og 1. hæð núverandi bygginga og nýtt sem hluti skólalóðar (þ.e. leiksvæði). Bílastæðum er fjölgað um 20 og gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur. Tillögurnar verða til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 8. desember til 5. janúar 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 20. janúar 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 8. desember 2000. Borgarskipulag Reykjavíkur. TILBOÐ/ÚTBOÐ Skipulagsstofnun Efnisnám í Hlíðarhorni við Máná á Tjörnesi fyrir brimvarnargarð við Húsavíkurhöfn Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningarfrá 8. desember 2000 til 19. janúar 2001 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Tjörneshrepps og á bókasafni Suður- Þingeyinga á Húsavík. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags- stofnun í Reykjavík. Matsskýrslan eraðgengi- leg á heimasíðu Siglingastofnunar: http://www.sigling.is . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 19. janúar 2001 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nán- ari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Stjörnuspá á Netinu mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.