Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 7

Skírnir - 01.01.1911, Page 7
Leo Tolstoj. 7 arnir gera. Að þessu takmaki eiga menn að vinna með hægð og stillingu og viturlegum fortölum, en eigi með ofbeldi; þá mun að því draga fyr eða síðar, að mann- kynið sannfærist um hræsnina og ranglætið, sem viðgengst með núverandi þjóðskipulagi. Um eitt skeið að minsta kosti neitaði Soutajeff með öllu að greiða skatt. Eitt sinn tók hann sér ferð á hendur til Pétursborgar til að telja um fyrir keisaranum, og sárnaði stórum, er honum var eigi einasta synjað áheyrnar, heldur rekinn öfugur heim til sín aftur. Herkvöðum neita þeir Soutajeff og fylgifisk- ar hans með öllu, því að þeirra skoðun eru allir menn af öllum þjóðum og trúarflokkum bræður, og hví skyldu þeir þá eiga í ófriði? Þetta er aðalinntakið úr kenningum Soutajeffs, og flykkjast menn í stórhópum til að hlýða á hann, ýmist af forvitni eða af innri hvöt. Hann lifir óbreyttu bændalífi, en er í mörgum greinum einkennilegur mjög og eru sagð- ar af honum margar sögur. Kvöld eitt er hann gekk til hlöðu sinnar kom hann í opna skjöldu þjófum nokkrum, er læddust burt með kornpoka á bakinu. Gekk hann orða- laust inn í hlöðuna og sá að þeir höfðu skilið eftir einn pokann. Veitti hann þeim eftirför og hrópaði er hann sá til ferða þeirra: »Bræður góðir, það er auðséð að ykkur skortir brauð; hirðið þið líka pokann, sem eftir varð!« Daginn eftir komu þeir allir og skiluðu þýfinu og báðu Soutajeff fyrirgefningar. Soutajeff hefir sjálfur gert grein fyrir trúarjátningu sinni með örfáum orðum. »Hvað er sannleikur?« spurði einn af áhéyrendum hans. »Sannleikur«, svaraði Souta- jeff með áherzlu, »sannleikur er kærleikur í daglegu lífi og breytni«. H. Það fær engum manní dulist, er lesið hefir rit Tolstojs, að mjög eru kenningar þeirra Soutajeffs svipaðar í aðal- atriðunum, enda er það og vafalaust meira en tilviljun

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.