Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 25

Skírnir - 01.01.1911, Side 25
Sægróðnr Islands. öllum íslendingum er kunnugt, að mikill gróður er í hafinu við strendur landsins. Eg þykist vita að flestir muni kannast við gróður þenna, þó ekki sé nema þangið og þarann. Af því að sævargróðurinn hér við land er mikill og blómlegur, má ganga að því vísu að sæjurtir eigi við góð gjör að búa við strendur vorar. Mun eg því fyrst fara nokkrum orðum um hafið umhverfls Island og athuga hvernig kjörin eru, sem það býður börnum sinum. H a f i ð. Venjulega er komist svo að orði, að Island sé í Atlantshafi norðan til og að Norðurishafið laugi nyrstu tangana. Er þá heimskautsbaugurinn nyrðri látinn að- greina höfin. Heimskautsbaugurinn er baugur, sem menn hugsa sér dreginn um jörðina i tiltekinni fjarlægð frá skauti hennar. Nærri má geta að ekki muni vera mikill munur á hafinu norðan og sunnan við bauginn. Heim- skautsbaugurinn er því ekki eðlilegt takmark milli haf- anna. Hin réttu takmörk milli hafanna rná greina á jafn- hitalinum og jafnseltulínum. Þannig má skifta hafinu í kaldan og heitan sjó, og er það miklu heppilegra, einkum er ræða skal um kjör sæveranna. Læt eg mér nægja þessar athugasemdir og sný mér þá að hafinu umhverfis ísland. Það er alkunnugt að Golfstraumurinn (Flóastraumur- inn) flytur heitan sjó að ströndum landsins, og Island mundi að líkindum vera óbyggilegt ef ekki nyti hans við. Golfstraumurinn kemur sunnan að landinu og heldur svo norður á leið meðfram vesturströndinni. Ofurlítil grein af Golfstraumnum rennur svo austur með norðurströnd lands-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.