Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 35

Skírnir - 01.01.1911, Page 35
Sægróður íslands. 35 lega mikil. Þeir vaxa mjög þétt og þekja stór svæði fram með ströndunum, og óhætt mun að fullyrða að gróð- ur þessi umkringi allar strendur landsins að undantekn- um sandströndum Suðurlands. Brúnu þörungarnir eru langmestir fyrirferðar í djúpgróðrinum og sé farið eftir efnismagni standa þeir þar efst á blaði. Mest kveður að þara- og marinkjarna. Þarategundir eru hér allmargar og flestar stórvaxnar. Þalið deilist í »rót«, legg og blað. Blaðið er óskift á sumum tegundum (beltisþari), en marg- klofið að endilöngu á öðrum tegundum (hrossaþari) o. fl.). Þara- og kjarnagróðrinum má líkja við skóga. Teg- undir þessar gnæfa hátt yflr mararbotninn. Leggirnir lyfta blaðinu frá botni og verða því gildari sem blaðið verður stærra. Blaðið marar í sjónum og hreyfist með honum fram og aftur. A botninum er venjulegast all- mikill gróður milli þaraleggjanna; eru það heizt rauðir þörungar, er þar vaxa. Rauðu þörungarnir o. fl. vaxa einnig á sjálfum þaranum, einkum á gömlum þaraleggj- um. Leggirnir eru því oft alrauðir alt frá rót og upp að blaði. Þess utan vaxa og allmargar tegundir á blaðinu, einkum þó litlir brúnþörungar. Að þessu leyti líkist þara- gróðurinn skógi. Þar er undirgróður og svarar hann t. a. m. til grasa- og lynggróðurs í birkiskógunum. Minni þörungar vaxa upp eftir öllum þaraplöntunum á svipað- an hátt og skóflr og mosar á gömlum birkistofnum. Und- irgróðurinn vex í skjóli þarans, auðvitað er þó ekki um storma að ræða niðri í sjónum, en þarinn dregur úr birtu og öldugangi, og í grunnum sjó getur það oft komið að góðu haldi. Vel mætti því kalla þaragróðurinn sæ»skóga«; en ekki væri til neins að ætla sér að sækja þangað efniviö. Þaragróður nær niður á 30—40 metra dýpi. Jurt- irnar eru þó talsvert breytilegar eftir því hvort þær vaxa grunt eða djúpt. Talsverður munur er og á útliti teg- undanna fyrir andnesjum, eða þar sem vont er í sjóinn, 3*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.