Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Síða 76

Skírnir - 01.01.1911, Síða 76
76 Ritfregnir. Villur hefi eg engar orðiS var við, sem varla er við að búast, þar sem hlut á að máli jafnfær maður og háttv. höf., og er það stór kostur að geta reitt sig á að alt sé rétt, sem í bókinni stend- ur. Kost álít eg það líka, að höf. fullyrðir ekki um neitt það í hljómfræðinni sem helztu tónfræðingar heimsins ekki eru alveg sammála um. Hljómfræðin er ein af þeim fræðigreinum, sem tæpast verður lærð án tilsagnar, svo að haldi komi. — Til þess að geta raddsett lag svo vel fari, er ekki nóg að vita helztu reglur fyrir raddsetn- ingu; þeir sem við það fást þurfa helzt að hafa næmt og »vel skólað« eyra til þess að geta heyrt hvað betur má fara og umfram alt verða þeir, sem þessa fræðigrein vilja nema, að iðka af kappi verklegar æfingar undir handarjaðri góðs kennara, því á því læra menn meira en nokkur bóklestur getur veitt þeim. Höfundurinn bendir i formála bókarinnar á slíkar verkefnis- bækur, og enda þótt mér sé kunnugt um, að verkefnabók sú, er Foss hefir gefið út, sé í alla staði góð, þá hefði eg þó heldur kosið, að höf. sjálfur hefði samið slíka bók í samræmi við þessa hljóm- fræði, er nemendur hefðu átt kost á að eignast, og vona eg að hann láti verða af því innan skams. Eins og við er að búast, er fjöldi nýyrða í bókinni og líka mér sum þeirra vel, en flest ágætlega. Hefði farið vel á ef höf. hefði sett útlendu nöfnin innan sviga aftan við fyrirsagnir greinanna. Að öllu samanlögðu verð eg að álíta, að höf., sem flestum er góðkunnur, ekki að eins sem tónskáld, heldur og fyrir hinn mikla áhuga sem hann hefir sýnt á því að efla og glæða hina fögru list, sönglistina, hér á landi, hafi tekist mjög vel, þegar tillit er tekið til þess, að hér er að ræða um að eins »stutta kenslubók í hljómfræði«, og þar sem verðið er að eins 1 kr. og 50 au., þá er engum ofvaxið að eignast hana. J. L. Guttormur .T. Guttormsson: Jón Austfirðingur. Winni- peg 1909. Jón Austfirðingur er hetjusaga í ljóðum. Söguhetjurnar eru Jón bóndi, kona hans og 4 börn. Þá koma einnig við söguna út- flutningsstjóri og ungur götuslæpingur í Winnipeg. Jón er myndar- bóndi á Islandi; fólkssmalinn ginnir hann til vesturfarar. Hann flytur vestur með fólk sitt, nemur land, reisir bæ og ryður mörk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.