Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 88

Skírnir - 01.01.1911, Side 88
88 Frá útlöndum. átti bráðlega að koma saman, og munu verkfallsmenn hafa treysfr því, að þar ætti stjórnin erfiða aðstöðu, ef hún greiddi eigi fram úr málinu. En stjórnin brást illa við og var hörð í horn að taka. Briand yfirráðherra hafði þar forgönguna. Hanu lýsti því yfir, að þetta væri ekki venjulegt verkfall, heldur uppreisn, og samkvæmt þeirri kenningu lét hann handtaka forsprakka verkfallsmanua og kasta þeim í fangelsi. Sömuleiðis lót hann refsa þeim harðlega, er sann- ir urðu að sök um það, að þeir hefðu gert spellvirki á járnbraut- unum. Þá verkfallsmenn, er herskyldir voru, lét hann kalla til! herþjónustu og skipaði síðan, að þeir væru sem herskyldir menn settir í járnbrautavinnu. Fói þá svo, að verkfallsmenn gugnuðu bráðlega, einkum af því að margir forvígismeunirnir voru fangels- aðir, og tóku þá margir aftur upp vinnuna, svo að verkfallið stóð' eigi nema fáa daga. En samt er talið, að mikið tjón hafi af þvf hlotist. Briand þótti koma mjög röggsamlega fram 1 þessu máli, og sagt er, að hann hafi haft í því fullkomið fylgi Fallieres’ forseta. En foringjar verkfallsmanna þóttust hart leiknir og ólögum beittir af stjórninni. Og þegar þingið kom saman, komu þar fram talsmenn þeirra og gerðu harða atreið að stjórninni, einkum Jaurés, foringi og málsvari jafnaðarmannaflokksins á þingi. Briand hélt því fram, að hér hefði verið um uppreisn að ræða, en ekki verk- fall, og bar sakir á hluttakendurna fyrir spellvirkin, er þeir hefðu unnið. Hefði því stjórnin orðið að láta hart mæta hörðu. Stóð rifrildi um þetta yfir í þinginu í marga daga, og varð úr svo mikill gauragangur, að jafnað er til Boulongershreyfingarinnar og Dreyfusmálsins. Briand heimtaði traustsyfirlýsingu þingsins og viðurkenningu fyrir framgöngu sína og fekk þetta, með 329 atkv. gegn 183. En það voru íhaldsflokkar þingsiris, sem gerðu þann mikla mun því þarna studdu þeir stjórnina, þótt þeir annars séu henni andvígir. Flokkaskiftingin í þinginu er þessi: Socialradíkali flokkurinn 150, radíkali flokkurinn 110, vinstri þjóðveldismenn 80, »óliáðir« socialdemókratar 30, meðalhófsflokkurinn 75, hægrimenn 65 og socialdemokratar eða jafnaðarmenn 75. Fjórir fyrstnefndu flokkarn- ir mynduðu áður stjórnarfylkinguna, og var það álitlegur meiri- hluti, 370 atkv., ekki sízt þar sem hinir þrír flokkarnir voru inn- byrðis andvígir. Fimti og sjötti flokkurinn eru íhaldsflokkar

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.