Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 90

Skírnir - 01.01.1911, Page 90
90 Frá útlöndum. En áður hafa Repúblikanar haft þar meiri hluta nú lengi, og ríkis- forsetinn er úr þeirra flokki. í Senatinu eða öldungaráðinu, efri málstofu þingsins, hafa Repúblikanar enn nokkurn meiri hluta, en mistu þar þó einnig nokkur sæti nú. Kosningar til fulltrúadeildar sambandsþingsins fara fram annað- hvort ár, og er kosið í kjördæmum, sem skift er niður eftir fólks- fjölda. En til Senatsins kjósa þing hinna einstöku 46 sambands- ríkja, 2 menn hvert, og er annaðhvert ár kosinn einn þriðjungur Senatsins. Bæði þessar kosningar, til sambandsþingsins, og eins kosningar til löggjafarþinga hinna einstöku ríkja, og svo til ríkis- stjóraembættanna þar, fara fram að haustinu. I fulltrúadeild sambandsþingsins höfðu Repúblikanar áður um 220 atkv. og Demókratar um 170. Nú hafa Demókratar þar 227 atkv., en Repúblikanar 163. Við kosningar til þinga hinna ein- stöku ríkja unnu Demókratar að sama skapi, og þar af leiðir at- kvæðamissi þeirra í Senatinu. Þar hafa nú Repúblikanar um 50 atkv., en Demókratar um 40. Eftir þessu að dæma eru lítil lík- indi til, að Repúblikanar haldi forsetaembættinu við næstu kosn- ingar, að tveim árum liðnum. Það er innbyrðis ósamkomulag og klofningur í Repúblikana- flokknum, sem ósigrinum veldur, og svo almenn óánægja með verndartollastefnuna og þá verðhækkun á vörum, sem henni fylgir_ En klofningurinn í flokknum hefir orðið út úr afstöðu löggjafar- valdsins til auðvaldsins. Þeir, sem vilja hnekkja því með löggjöfinni og myndað hafa nýja stefnu innan flokksins, eru kallaðii »Insur- gentar«, og hefir Roosevelt fyrv. forseti farið víða um Bandaríkin í sumar og talað þeirra máli; hefir jafnvel verið enn hvassari í árásunum en andófsmenn Demókratarnir. Margir gamlir Repúblikanar hafa orðið svo reiðir þessum nýja klofningi úr flokknum, að þeir hafa heldur viljað styðja gamla mótstöðumenn en þá, sem honum fylgja. Konungaskifti í Síam. 23. október í haust andaðist Chulalongkorn konungur í Síam, .57 ára gamall, og hefir setið þar að völdura síðan 1868, verið merkur konungur og komið landi sínu mjög í viðskiftasambönd við Norðurálfu. Til ríkis kom eftir hann Wajirawudk sonur hans, f. 1881. Þ. G.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.