Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 11

Morgunn - 01.06.1946, Side 11
Dáleiðsla. Eftir Einar Loftsson. Árið 1932 kom út í Englandi bók eftir einn nafnkunn- asta og merkasta dávald nútímans, Alexander Erskíne. Bók þessi barst mér fyrst í hendur á þessu ári og er ég hafði kynnt mér efni hennar, afréð ég að segja yður frá nokkrum atriðum úr reynslu Erskine og kynna yður jafn- framt skoðanir hans á þessum málum og niðurstöðuálykt- anir hans. Enginn, sem áhuga hefur fyrir sálarlífsrann- sóknum og sálrænum fyrirbrigðum getur talið sér dá- leiðsluvísindin óviðkomandi. Rannsóknir á þessum málum hafa valdið byltingu í sálarfræðinni og auðgað menn mjög að mikilvægri þekkingu á vitundarlífinu og starfsemi þess. Erskine hefur iðkað dáleiðslu um tugi ára og náð undra- verðum árangri í starfi sínu, og rannsóknir hans og ann- arra samverkamanna um víða veröld hafa ennfremur sann- að og sýnt, að með dáleiðslu er unnt að veita mönnum mik- ilvæga hjálp og lækningu við ýmsu því, er lcemur fram sem truflun á starfsemi vitundarlífsins, veldur lömun í líffærastarfsemi líkamans, vonleysi og örvænting, geðbil- un 0g vitfirring, er oft getur leitt til sjálfsmorðs. Með þetta tvennt í huga hefur hann mjög gert sér far um að hafa náið samstarf við lækna og sérfræðinga á sviði þeirra vísinda, haldið fjölda fyrirlestra í félögum þeirra og framkvæmt að þeim viðstöddum aðgerðir sinar á ýmsum þeim sjúklingum, er þeir hafa valið til rannsókna. Nokkurar andúðar og efagirni kenndi í fyrstu gagnvart 1.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.