Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 15

Morgunn - 01.06.1946, Page 15
MORGUNN 5 um orðum um skoðanir Erskines á starfsemi vitundarlífs- ins og niðurstöðuályktunum hans um þetta. „Þegar talað er um tvíeöli vitundarlífsins má ékki skilja það svo, að maðurinn sé gæddur tveim aðgreindum vitund- um. Kenningunni um að þessu væri þannig farið hefur nú verið hafnað með öllu. Vitundin er ein og óskipt, en hún starfar ekki alltaf með sama hætti. Með orðinu undirvit- und er átt við hin duldari svið mannlegs vitundarlífs, er minna virðist gæta í daglegum athöfnum hans, en ræður þó sennilega miklu meira en almennt hefur verið álitið til þessa“. Erslcine segir, að margt það, er komið hafi fram við rannsóknir hans á dáleiðslufyrirbrigðunum, hafi sannfært sig um, að undirvitundin eigi miklu ríkari þátt í hugræn- um og hlutrænum athöfnum mannsins og líffærastarfsemi líkama hans, heldur en almennt hafi verið haft fyrir satt, jafnvel þó tekið væri tillit til sjónarmiða þeirra, er virðast hafa tilhneigingu til að tileinka henni einhverskonar al- vitundarskyn. Flestir höfum vér sennilega nokkuð ríka tilhneigingu til að ætla að það sé hin almenna vitund vor, hinn vitaði vilji, er stjórni athöfnum og gagnsvörum líkamslíffæra vorra. Þetta er rétt að vissu marki, en allur sannleikurinn er það ekki. Ef þessi skoðun væri rétt í öllum atriðum, hvernig stendur þá á því, að hjartaslögin örvast er vér skiptum skapi, þrátt fyrir allar tilraunir vorar til að halda oss í skefjum? Af hverju fölnum vér, þegar hættu ber að höndum? Af hverju roðnum vér, titrum og tárfellum? Vér viljum ekki að svona fari. Vér reynum að beita allri vilja- orku vorri til að vinna gegn þessu, en viljinn virðist bara ekki vera húsbóndinn á heimilinu þá stundina. 1 þessari hversdagslegu starfsemi líkamslíffæranna gætir fyrst og fremst starfsemi undirvitundarinnar. En hvernig er þá starfsemi hins vitaða vilja vors háttað? Hvernig notar hann sér skilningarvitin? kann yður að þykja ástæða til að spyrja.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.