Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 16

Morgunn - 01.06.1946, Side 16
6 MORGUNN Því er venjulega haldið fram og haft fyrir satt, að vér sjáum, heyrum, greinum þef, nemum bragð og finnum til gegnum starfsemi skilningarvitanna fimm, að þau séu einu tækin, er tengi vitund vora við umhverfi það, er vér lifum í. „Niðurstöðuályktun mín um þetta er í grundvallarat- riðunum mjög á annan veg,“ segir höf. „Og henni til stuðn- ings er það fyrst og fremst, að hún ein skýrir til hlítar orsakir og tilefni þeirra fyrirbrigða, sem ég hef gengið úr skugga um að gerast. Ég var lengi að mynda mér hana og tregur til að veita henni samþykki, en svo fór að lokum að ég átti ekki annars úrkosta, ef ég átti að reynast sjálf- um mér trúr og vísindum þeim, er ég hafði fengist við. Það, sem fram að þessu hafði verið mér ráðgáta og óskilj- anlegt með hina fyrmefndu eldri skýringartilgátu í huga, varð mér auðsætt og ljóst í ljósi þeirrar nýju. Ný svið blöstu við og ný rjinnsóknarefni komu í ljós, er gáfu tilefni til nýrra ályktana. Kenningar fortíðarinnar urðu að stað- reyndum í nútíð“. Þessi nýja skýringartilgáta Erskines er i megindráttum á þessa leið: Augað sjálft sér ekki, það er aðeins starfs- tæki undirvitundarinnar. Og þannig er þessu farið með hin önnur skilningarvit vor. Eyrað heyrir ekki, nefið grein- ir ekki lykt, tungan nemur ekki bragð og húðin finnur ekki til.Samkvæmt skoðun höfundar eru skilningarvitin að- eins móttökustöðvar undirvitundarinnar. Þegar ytri áhrif verka á eitthvert þeirra senda samstilltar hreyfitaugar sín sérstöku merki til viðkomandi heilastöðvar. Hún kemur þeim áleiðis og vitandinn athugar þegar, hvað veldur hinu senda merki, og skynjun verður þá til. Samkvæmt þessu, er nú hefur verið sagt, má líkja heilanum við einskonar símaskiptiborð, er tekur við aðsendum merkjum og beinir þeim áfram til vitanda undirvitundarinnar, skýrir þau og þýðir. Sé það heiiinn, er skýri þau og þýðir, hvernig á þá að skýra mátt vitundarinnar til að sjá hlutræn fyrirbrigði án þess að um venjulega starfsemi viðkomandi líffæra sé að

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.